Morgunblaðið - 01.05.1971, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.05.1971, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1971 ógilt samninginn. Væri hins veg- ar ekkert að marka þetta og hann fyndi ekki neitt, var engín skaði skeður. Ég efast ekki um, að Woodspring hafi fullvissað Benjamín um, að færi svo, myndi hann standa við gorð an samning. — Benjamín hefur sjálfsagt verið vel tillleiðanlegur og svo komu þeir sér saman um öll smáatriði. Tilraunin skyldi gerð tafarlaust og leynilega, svo að ekkert um hana bærist til eyrna Símoni. Benjamín lofaði að út- vega sér nauðsynleg verkfæri og gera tilraunina strax næstu nótt. En þeir komu sér saman Ungó Keflavík Hljómsveitin ROOF TOPS skemmtir í kvöld. Hljómsveitin ÁSAR skemmtir. Miðasala hefst kl. 20:30. 1. maí nefnd. VEITINGAHÚSIÐ ÓÐAL VID AUSTURVÖLL Ljúffengir réttir og þrúgumjöður. Framreitt frá kl. 11.30—15.00 og kl. 18—23.30. Borðpantanir hjá yfirfram reiðslumanni Sími 11322 II CCSPER — Það er allt farið nema „skartg-ripirnir" sem |)ti gafst niér. um, að mistækist tilraunin, skyldi samningurinn öðlast gildi þegar í stað. Því var þessari aukagrein bætt við hann. Það hefur komið í Ijós, að Woodspring hefur ráSið gátuna rétt og til fullnustu. Hann hef- ur verið sæmilega viss um, að þegar Benjamín sagaði sundur járnbogann að innanverðu, mundi turninn falla og Benjamín verða undir hon- um. Hann var einnig sæmilega viss um, að Símon gamli mundi fá taugaáfall ef turninn hryndi og aldrei bíða þess bætur. En vitanlega hafði Benjamín, enga hugmynd um hættuna á þvi, að turninn félli. Og hann átti full an rétt á þvi að gera þessa til- raun. Allt þar til samningurinn tæki gildi, var turninn hans eign, sem hann mátti gera við hvað hann vildi. En væri skýr- ing Woodsprings á dulmál- inu skökk, væri fjölskyld- an ekkert verr komin en hún var fyrir. — Hegðun Woodsprings eftir viðtalið við Benjamín sýnir, hve vandlega hann lagði áætl- un sína. Hann útvegaði sér sannfærandi fjarverusönn- un, og gerði enga tilraun til þess að víkja neitt frá áð- ur gerðri fyrirætlun sinni. Hann fór ekki til Lydenbridge fyrr en hann fékk skeytið frá syni sin- um. Og þá lét hann það verða sitt fyrsta verk að komast að þvi, hvernig lögreglan mundi snúast við þessu. Krafa hans um, að hún léti málið til sín taka, var auðvitað gerð í blekkingar skyni. En með því tryggði hann sér einmitt, að ekkert yrði að- hafzt. Sennilega hefur hann ætl- að sér að hreyfa ekkert við turninum fyrst um sinn, að minnsta kosti þangað til fráfall Calebs væri hætt að vekja nokkurn áhuga manna. Þegar svo loksins rúst- irnar hefðu verið hreins- aðar, mundi finnast lík, sem kynni eða kynni ekki að vera jarðneskar leifar Benjamíns. Þarna held ég ástæðan sé til þessarar viðbótarklausu við samninginn. Án hennar hefði Woodspring ekki getað tekið turninn eignarhaldi, fyrr en vitað væri með vissu um afdrif Benjamins. En frá hvaða sjón- armiði sem málið er athugað, bendir hvert smáatriði þess til sektar Woodsprings. — Kann að vera, sagði Appleyard eftir langa þögn. — En hvernig eigum við að koma með sannanir, sem geta sannfært kviðdóm? — Ég er nú ekki lögreglu- maður, sagði Priestley þreytu- lega. En ég hef íunöið skýringu á málinu, sem ég er sjálfur ánægður með og mér er alveg sama, hvort hægt verður nokk- uð að nota þessa lausn mína á málinu. En nú verðum við Harold að biðja ykkur að hafa okkur afsakaða. Lestin okkar til London fer eftir hálftima. Þegar þeir Jimmy og Appleyard yfirgáfu Drekann, hristi Jimmy höfuðið. — Þetta er allt í lagi, sagði hann dauf- lega. Prófessorinn hefur á réttu að standa. Enginn efi á því. Skýring hans er fullkom- lega skynsamieg og að vissu leyti liggur hún í augum uppi. En hún dugar bara ekki til að sannfæra neinn kviðdóm. Það liggur engin sönnun fyrir, sem getur sett Woodspring í samband við neitt fráfall í Glapthorneættinni. — Jæ.ia, við ættum nú samt að hitta hann að máli, sagði Appleyard. - Ef við spyrjum hann spjörunum úr, kynni hann að glopra einhverju út úr sér, sem getur orðið hotnum að falli. En þegar þeir komu í bóka- búðina, var þar ekki annað manina en Horace Woodspring. — Ég er alveg í vandræð- um, sagði hann, — að vera hérna einn, þegar mest er að gera og ég get ekki verið bæði í bóka- safninu og búðinni samtímis. Hvar er faðir þinn? spurði Appleyard, með nokkurri óþol- inmæði. —• -—Það veit ég bara ekki, sagði Horace. — Hann ók burt í bílnum sínum, án þess að segja mér, hvert hann ætlaði. Hann var ákaflega sleginn við þessi tíðindi, eins og eðlilegt er. Það er líka alveg hræðilegt. — Hver flutti honum fregn- ina? — Einhver, sem kom í búðina, sagði, að lik Benjamíns hefði fundizt í turninum og verið flutt í líkhúsið. Ungfrú Black- brook var hérna og henni varð svo illt við, að hún fór strax heim til sín. Og pabbi tók bíl- inn og ók burt, án þess að segja orð við mig. Á ég að segja hon- um, að þið hafiö komið, þegar hann kemur aftur? —Þakka þér fyrir, en það er alveg óþai'fi, sagði Appleyard stuttur í spuna. Þeir Jimmy gengu út úr búðinni og áleiðis til lögreglustöðvarinnar, eins og með þegjandi samkomulagi. — Hann hefur áreiðanlega farið upp að turninum, skal ég bölva mér uppá, sagði Appie- yard. — Við skulum ná okkur í bil og gá að honum þar. Þessi tilgáta hans stóð heima, þvi þegar þeir komu að turn- rústunum varð fyrir þeim ein- kennileg sjón. Tveir lögregluþjón ar stóðu þarna eins og stirðbusa- legir englar við hlið Paradisar til þess að banna öllum aðgang og vakta hrúgu af peningum. Fram- an í þeim stóð Woodspring, óða- mála og patandi, og augun ætl- uðu út úr höfðinu á honum, er hann horfði með ágirndarsvip á fjársjóðinn. Hann snarsneri sér við, er hann varð var við þá félaga. — Þarna koma þá einmitt mennirn- ir, sem ég vildi hitta, sagði hann í æsingi. — Þessir menn ykkar vilja ekki taka sönsum. Þeir vilja ekki láta mig komast að mínum eigin peningum. Vitan- lega er það eins og hver önnur vitleysa. Það er ekki hægt að láta þá liggja svona á jörðinni. Það verður að fara með þá í bankann tafarlaust. Ég er hérna með bílinn minn og . . . Jimmy tók snöggt fram í fyrir honum. - Andartak, hr. Wood- spring, sagði hann’ Skilst mér Offsetprentari óskast Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 4. maí merkt: „Reglusamur — 7487“. Hrúturinn, 21. marz — 19. april. Þegar þú kemst yfir þá ringulreið, sem virðist ríkjandi í hví- vetna verður allt auðveldara viðureignar. Nautið, 20. april — 20. maí. I dag eru smáatriðin alveg kæfandi og þér verður útlitið ekki fylliiega ljóst fyrr en líður á daginn. Endurskoðaðu upplýsingarnar, sem þú hefur fengið, og farðu ekki rangt af stað. Þegar þú hefur byrjað rétt gengur allt vel. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júnl. Alvörugcfni þín kemur öllu í lag. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. I*að er í lagi að hika, en taktu til hendinni cftir hádegið. Ljónið, 23. júlí — 22. ágfúst. Þú verður að vera afgerandi í málum, sem þú ferð með fyrir aðra Meyjan, 23. átfúst — 22. september. Vogin, 23. september — 22. október. Það er höfuðatriði að vera léttur í lund, svona framan af a.rn.k, Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóveniber. Smásnatt fer í taugaranar á þér, en þú verður feginn eftir á að hafa lagt ómakið á þig. Bogmaðurinn, 22. nóveniber — 21. desember. Þegar þú hefur kynnt þér málin, skaltu leggja ótrauður í hann. Steingeitin, 22. deseniber — 19. janúar. Morgunninn er ágætur tlmi til að ljúka við smáatriðln, og seinnl partinn skaltu ljúka langvarandi samningum. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Reyndu að leggja eitthvað í sölurnar til að koma til móts við aðra, og síðan getur verið að þú sjáir sjálfur hlutina í réttu Ijósi. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Það er sama hvað þú ætlast fyrir; einhver nákominn getur lagt þér lið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.