Morgunblaðið - 12.05.1971, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAl 1971
3
Gj aldey ristek j ur vegna
ferðamála 7,7 % af heild-
arútflutningsverðmæti
Yiðtal við Lúðvík Hjálmtýsson
A LANDSFUNDi Sjálfstæðis-
manna benti Lúðvík Hjálm-
týsson, franikvæmdastjóri
Ferðamálaráðs, í erindi á þátt
ferðamálanna í þjóðarbú-
skapnnm. Nefndi hann athygl-
isverðar tölur í því sambandi,
sem sýndu að á sl. ári námu
beinar og óbeinar gjaldeyris-
tekjur vegna ferðamála kr.
990.495.000,00 og eru 7.7%
af heildarútflutningsverðmæt-
inu.
— Tekjur af ferðamönnum
hér hafa vaxið alveg gífur-
lega, sagði Lúðvik, er við innt-
um hann nánar eftir þessari
háu hundraðstölu. Efnahags-
stofnun Evrópu hefur sér-
staka ferðamálanefnd, sem
hefur haldið fundi tvisvar á
ári. Þá höfum við stundum
getað sótt, þótt oftar hafi okk-
ur skort fé til þess. Þar höf-
um við verið spurðir hvernig
standi á velgengni okkar á
þessu sviði, en við höfum ár
eftir ár átt met meðal þessara
þjóða í aukningu ferðamála.
Við höfum haft um 20% aukn-
ingu árlega nokkuð lengi.
Sem dæmi má nefna það, að
árið 1950 komu 4300 ferða-
menn hingað, en 1970 52.900
og eru þá ekki taldir íerða-
menn á skemmtiferðaskipum.
—- Ég fór að athuga þátt
íerðamála í þjóðarbúskapnum
hér, sagði Lúðvík. Manni
hafði alltaf verið sagt, að
rösklega 90% af útflutnings-
verðmætum okkar kæmu frá
sjávarútvegi. En þetta hefur
breytzt. Allur útflutningur
landsmanna árið 1970 nam kr.
12.896.627.000,00. Þar af komu
frá sjávarútvegi rösklega 10
milljarðar og var hans hlutur
þá kominn niður í 78,2% af
gjaldeyristekjunum. Af land-
búnaði komu rösklega 435
milljónir eða 3,4%, sem er
ekki nákvæmt, því ýmsar iðn-
aðarvörur koma frá landbún-
aði. Frá iðnaði komu 4,0%,
stóriðju 13,2%, ferskvatns-
fiski o.fl. 0,1%, gömlum málm-
um, frímerkjum o.fl. 1,1%, en
gjaldeyristekjur vegna ferða-
mála voru 7,7% sem fyrr er
sagt.
— Sem dæmi um þá aukn-
ingu, sem er á ferðamönnum
í heiminum, má geta þess, að
i OECD-löndunum varð aukn-
ing á ferðamönnum að meðal-
tali 8—9% og þykir gott. 167
milljónir ferðamanna fóru um
heiminn á sl. ári, þ.e. þeir,
sem kallaðir eru „túristar".
Þeir eyða um 17 milljörðum
dollara í þessi ferðalög og eru
þá fargjöld ekki reiknuð með.
Fyrir 10 árum voru ferða-
menn 71 milljón og eyðsla
' þeirra 6 milljarðar dollara.
-— Við erum þá talsvert fyr-
ir ofan þessa meðalaukningu
á ári?
— Já, já. Af heildarútflutn-
ingi OECD-landanna eru tekj-
ur af ferðamönnum að meðal-
tali 5,2% af útflutningsverð-
mæti. Og þar erum við líka
fyrir ofan meðallag. En þetta
er misjafnt eftir löndum. 1 Ir-
iandi, sem er mikið ferða-
mannaland, gefa ferðamenn
14,5% af útflutningsverðmæti
landsins og á Spáni er talan
36,2%. Við höfum líka senni-
iega meiri tekjur af ferða-
mönnum en við gerum okkur
grein fyrir, og fáum í pening-
um. Þessar góðu samgöngur,
sem við höfum við útlönd,
væru óhugsandi, ef við þyrft-
um að byggja á okkar eigin
nýtingu einni á farkostum.
Ferðamannastraumurinn til
Lúðvík Hjálmtýsson
og frá landinu er beinlinis for-
senda fyrir því, að við getum
haldið uppi góðum flugsam-
göngum. Flugfélögin hafa
líka beinlínis byggt upp ferða-
málin hér með sinni landkynn
ingu. Þau hafa látið í það
mikið fé. Framtiðarhorfurnar
í ferðamálum hér má m.a.
marka af því, að stór fyrir-
tæki, eins og brezka flugfélag-
ið BEA, sjá möguleikana. Það
setur í gang landkynningu í
stórum stíl um leið og það fer
að fljúga hingað.
— Hve mikið er hægt að
auka ferðamannastrauminn
og tekjur af ferðamönnum?
— Alveg geysilega mikið,
þótt ferðamannatíminn hér sé
svona stuttur. 70% af öllu
ferðafólki hingað koma á
tímabilinu júní til september.
Þá komumst við í vandræði
með hótelin. Tölur sýna, að
ferðamannastraumurinn hef-
ur aukizt heldur meira en
aukningin er á hótelunum. Og
það sýnir að hótelin eru for-
senda þess að hægt sé að fá
hingað ferðamenn.
— Við þurfum að lengja
ferðamannatímann, hélt Lúð-
vík áfram. Og til þess höfum
við góð skilyrði með tilliti til
ráðstefnuhalds. Island er á
góðum stað, milli Ameríku og
Evrópu. Hér geta menn verið
í friði, fátt glepur frá vinnu-
brögðum. Vetrarveður er hér
oft ekkert siðra en víða í
Evrópulöndunum. Annað atr-
iði er það, að ferðalög eru háð
tízku, eins og svo margt ann-
að. Heimurinn er að minnka,
sjóndeildarhringurinn að
vikka og menn vilja sjá
meira. Þeir leita meira þang-
að sem þeir komust ekki áður,
aí þvi það var of dýrt. Þeir
eiga áreiðanlega eftir að leita
mikið á norðurslóðir. Græn-
land og ísland verða þá ferða-
mannaparadísir. Island hefur
alitaf þótt forvitnilegt, og
hafá ekki verið skrifaðar
fleiri ferðabækur um annað
land. Með bættum efnahag fer
fólk að geta uppfyllt óskirnar,
sem byggjast á þránni eftir
að sjá eitthvað nýtt, sem er
svo ofarlega í öllum. En þetta
þarí allt að kynna, láta fólk
vita hvað hér er til. Þar höf-
um við verið aftarlega í sam-
keppninni og það gerir fjár-
skortur og það, að við erum
að byggja allt upp í einu. Eitt
atriði er enn, sem beinir ferða
mönnum til landa eins og Is-
lands. Vegna óeirða og óör-
yggis er fólk orðið hrætt við
að ferðast til stóru landanna,
eins og Egyptalands og Isra-
els.
— Skilningur á þvi, hve
mikilvæg þessi mál eru, fór
ekki að vakna fyrr en í ljós
kom, að við þyrftum að gera
okkar atvinnuvegi fjölbreytt-
ari. Ef opnuð eru augun fyr-
ir því, hve margir hafa lífs-
afkomu af ferðaþjónustu, þá
sjáum við líka að þennan þátt
má ekki vanrækja. Ef hægt
er að tala um áhuga á þessum
málum eftir stéttum, þá eru
það bændurnir sem eru áhuga
samastir. Þeir skilja, að
með fjölgun ferðafólks er
hægt að selja afurðirnar í
sjálfu landinu. Uti á landi er
því geysilegur áhugi á þess-
um málum. Ef litið er til
Framhald á bls. 17
um allt land
fljótt þægilcgt og ódgrt
Allir vita að flugferð er fljótleg og þægileg, en sumir halda enn,
að ódýrara sé að aka. Samkvæmt nýjustu útreikningum F.Í.B.
kostar 120 þúsund krónur á ári að reka lítinn einkabíl miðað við
16 þúsund kílómetra akstur. Það þýðir kr. 7,50 á hvern km.
Berum kostnaðinn saman við flugfargjöld:
EINKABIFREIÐ FLUGFARGJALD
Til Akureyrar eru 448 km um 6.600 kr báðar leiðir 3.140 kr. báðar leiðir
Til ísafjarðar eru 536 km um 8.000 kr. báðar leiðir 3.040 kr. báðar leiðir
Til Egilsstaða eru 730 km um 11.000 kr. báðar leiðir 3.800 kr. báðar leiðir
Og það er bara einn í fjölskyidunni sem greiðir fullt fargjald,
aðrir fjölskyldumeðlimir hálft gjald.
Hjón með tvö börn, 2—12 ára, greiða þá aðeins 6.280 kr. báðar
leiðir milli Reykjavíkur og Akureyrar og 7.600 báðar leiðir milli
Reykjavíkur og Egilsstaða. Fjölskylduafsláttur er í gildi allt árið.
Flugið slítur hvorki fólki né bíl, sparar tíma, léttir ferðina.
FLUGFELAGISLANDS
STAKSTEINAR
Framboð SFV
Það liggur í augum uppi, að
hin svonefndu samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna eru i
rúst a.m.k. á höfuðborgarsvæð-
inu. Slik óeining og upplaúsn
ríkir i liði þeirra að með ein-
dæmum er og til marks um að
vinstri mönnum er margt betur
lagið en að standa saman. Að
skýra þetta fyrirbæri er fremur
verkcfni fyrir sálfræðinga en þá
sem fjalla um stjórnmál. í raun
inni verður að telja, að þessi
samtök hafi klofnað um síðustu
helgi, þegar framboðslisti þeirra
í Reykjavík var ákveðinn. Þegar
fólk á borð við Steinunni Finn-
bogadóttur, borgarfulltrúa, Al-
freð Gíslason, fyrrverandi alþing
ismann og Margréti Auðunsdótt
ur neitar að taka sæti á lista
samtakanna í fyrstu þingkosn-
ingunum, sem þau bjóða fram
til er augljóst að komið er að
lokakapitulanum í stuttri sögu
þeirra. Aðeins eitt vekur athygli
við framboðslista SFV í Reykja
vík en það er sú staðreynd að
efsta sæti listans skipar fyrr-
verandi ritstjóri Þjóðviljans,
Magnús Torfi Ólafsson. Framboð
Magnúsar Torfa veldur þvi, að
kosningabaráttan í Reykjavík
verður með talsvert öðrum
hætti en ætla mátti. Hann mun
fyrst og fremst leita eftir fylgi
Alþýðubandalagsmanna og Fram
sóknarmanna. Alveg sérstaka
eftirtekt mun það vekja hvemig
Þjóðviljinn tekur framboði fyrr-
verandi ritstjóra síns og hvernig
efsti maður á lista kommúnista
i Reykjavík, Magnús Kjartans-
son bregst við framboði sam-
starfsmanns síns á Þjóðviljan-
um um langt árabil, Ef Hanni-
bal Valdimarsson hefði verið i
framboði í Reykjavík hefði hann
fyrst og fremst leitað á mið A1
þýðuflokksins en eftir að Magn
ús Torfi Ólafsson er kominn í
framboð fyrir SFV er augljóst,
að grimmileg átök munu standa
milli kommúnista og SFV og
milli nafnanna, sem skipa efstu
sæti á listum þessara flokka,
manna sem um árabil voru sam
an ritstjórar Þjóðviljans. Það
verður fróðlegt að fylgjast með
þeirri viðureign.
Opnir
í báða enda
Lítið hefur lagzt fyrir kapp
ana í hópi ungra Framsóknar-
manna eftir að þeir gáfu út sam
eiginlega stjómmálayfirlýsingu
með samtökum frjálslyndra ®g
vinstri manna, sem nú ern í
dauðateygjunum. Þeir Baldnr
Óskarsson, Jónatan Þórmunds-
son, Már Pétursson og Ólafur
Ragnar Grímsson hafa skipað
sjálfa sig helztu málsvara vinstri
aflanna í Framsóknarflokknum
og talið það sína heilögu skylðu
að berjast innan Framsóknar-
flokksins gegn öðrum aðilum ®g
þá sérstaklega klíku Steingrims
Hermannssonar. En á flokks-
þingi Framsóknarflokksins var
stungið upp í þá dúsu og nú er
svo komið, að Ólafur Ragnar
Grímsson er ekki einungis hætt
ur að berjast við Steingrím Her
mannsson, liejdur hefur hann
einnig tekið sér fyrir hendur að
leggja honum lið í kosningabar
áttunni með ræðuhöldum á Vest
fjörðum! Það á því ekki síður
við itm unga Framsóknarmenn
en sjálfan flokkinn, að stefna
þeirra er opin í báða enda!