Morgunblaðið - 12.05.1971, Síða 12

Morgunblaðið - 12.05.1971, Síða 12
r- 12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAl 1971 C Nybáe Andersen, markaðsmála- ráðherra Dana. Michael Noble, viðskiptaráðherr* Breta. Geoffrey Rippon, ráðherra Breta um EBE. Kjell-Olof Feldt, viðskiptamála- ráðhera Svía. Ernst Brugger, efnahagsmálaráð- herra Sviss. Ráðherrafundur EFTA á morgun Staða EFTA og viðræð- ur við EBE ef st á baugi RÁÐHERRAFUNDUR Frí- verzlunarsamtaka Evrópu hefst á Hótel Loftleiðum á morgun, fimmtudag, og er það í fyrsta skipti, sem slík- ur fundur er haldinn á Is- landi. Öll EFTA-löndin senda ráðherra hingað til að sitja fundinn og frá Bretlandi koma tveir, þeir Rippon, sem fer með mál Bretlands í sambandi við að- ild að EBE, og Noble, við- skiptaráðherra. Er komu hins fyrrnefnda beðið með mikilli eftirvæntingu, því að hann situr nú á mikil- vægum fundum í Briissel með ráðherrum EBE-Iand- anna sex. Hafa Bretar látið svo ummælt, að svo kunni að fara að hér verði um úr- slitaviðræður að ræða. Rippon kemur síðastur ráðherranna hingað, eða um hádegisbilið á morgun, með flu'gvél beint frá Brússel. Mun hann þegar við kom- una gefa fundinum skýralu um viðræðumar. Einnig munu fulltrúar Noregs og' Danmerkur gefa skýrslu um sínar viðræður um inngöngu í EBE. Þá gefa ráðherrar hinna landanna sex skýrslu urn þeirra viðræður um aukaaðild eða sérsamninga við EBE. Þessi mál verða því efst á baugi á þessum ráðherrafundi, enda mjög mikilvæg varðandi framtíð EBE. Fyrsta málið á dagskrá fundarins verður hins veg- ar staða EFTA í dag og þróun viðskiptamála inman samtakanna. Auk þess verða önnur mál rædd, er kunna að verða lögð fyrir fundinm og má telja líkiegt að staðan í gjaldeyrismál- um í Evrópu gagnvart doll aranum verði ofarlega á baugi, en tvö af aðildarríkj- um EFTA, Sviss og Austur- ríki hafa þegar hækkað gengi sinna gjaldmiðla, Sviss um 7% og Austurríki um 5%, eins og áður hefur ver ið getið í Mbl. Fundurinn stendur í tvo daga, en honum á að ljúka síðdegis á föstudag og verð ur þá gefin út ameigin- leg yfirlýsing. Mikill við- búnaður er vegna komu þessara háttsettu gesta, og reynir nú fyrat verulega á hin nýju og glæsilegu ráð- stefnuhúsakynni Hótels Loft leiða. Mikill fjöldi eríendra fréttamanma kemur hingað til að fylgjast með furndin- um og m.a. kemur leigu- flugvél Flugfélags íslands beint frá Gemf á morgun með fréttamenm. Fulltrúun- um verður sýndur ýmis sómi meðan á dvöl þeirra stendur hér. Þeir halda frá íslandi um eða eftir helg- ina. Geoffrey Rippon, ráðherra Bret lands um mál er varða Efna- hagsbandalag Evrópu, er 47 ára að aldri, kunnur lögfræðingur og stjórnmálamaður. Hann hlaut menntun sína frá Oxford. Hann átti sæti I borgarstjórn Lundúna á árunum 1952—61. Þingmaður fyrir Norwich frá 1955—64 og þingmaður fyrir Hexhan siðan 1966. Hann var flugmálaráðherra frá 1959—61 og húsnæðismálaráðherra frá 1961— 62. Ráðherra opinberra bygginga- og atvinnumála frá 1962— 64. Starfaði i stjórn iðn- og verzlunarfyrirtækja í Bret- landi á árunum 1964—70. Skip- aður i núverandi embætti, er stjórn Heaths tók við sl. ár. Rippon kemur til fslands um hádegisbilið á morgun beint frá viðræðum við EBE og er skýrslu hans beðið með mikilli eftirvæntingu. Michael Anthony Cristobal Noble, viðskiptaráðherra Breta. er kunnur brezkur stjórnmála- maður, 58 ára að aldri. Hann hlaut menntun sina frá Eton. Hann hefur setið á þingi frá þvi árið 1958 og var Skotlands- málaráðherra á árunum 1962-- 64. Hann hefur verið viðskipta- máiaráðherra frá því í júní 1970, er stjórn Heaths tók við. Ernst Brugger, efnahagsmála- ráðherra Sviss, er jafnframt formaður ráðgjafanefndar EFTA, sem hélt fund sinn hér í fyrradag. Brugger er 57 ára að aldri og hefur verið þing- maður í 11 ár, en hafði áður haft talsverð afskipti af stjórn- málum í Sviss, einkum á sviði borgarmála í Zurich, en hann er nú þingmaður fyrir þá borg. Brugger er svipmikill stjóm- málamaður og orðlagður dugn- aðarforkur. Paui Nybáe Andersem mark- aðsmálaráðherra Danmerkur er 58 ára að aldri fæddur á dönsk- um bóndabæ. Hann nam hag- fræði i háskóla og að loknu námi varð hann aðstoðarkenn- ari við Árósarháskóla. Þaðan lauk hann svo doktorsprófi ár- ið 1946. Kenndi síðan við lýð- háskðlann í Krogerup í tvö ár, en varð kennari við danska verzlunarháskölann 1948 og prófessor 1950. Hann var for- maður samstarfsnefndarinnar við vanþróuð lönd 1962—1968, en það ár tók hann við emb- ætti m a rka ðs mála r áðhe r ra. Andersen hefur aldrei verið á þingi, en er taiánn til vinstri í stjórnmálum. Per Kleppe, viðskiptamálaráð- herra Noregs er fæddur i Osló árið 1923 og er því 48 ára að aldri. Hann lauk kandidats- prófi i viðskiptafræði árið 1946. Hann hóf þá fljótiega störf við norska fjármálaráðu- neytið og varð ráðuneytisstjóri 1957, eftir að hafa gegnt þing- mennsku í þrjú ár. Árið 1963 varð hann yfirmaður efnahags- deildar EFTA í Genf og starf- aði þar unz hann var kallaður heim árið 1967. Hann hefursíð- an starfað mikið að máLum Verkamannaflokksins og er tal- inn mjög sterkur og valdamik- ill í miðstjórn hans. Hann varð ráðherra 16. marz sL Olavi Johannes Mattila, utan- rikisviðskiptaráðherra Finn- lands er 53 ára að aldri, verk- fræðingur að mennt. Mattila hefur starfað um 20 ára skeið fyrir finnska ríkið á ýmsum svið um. Hann var viðskiptafuEtrúi í finnska sendiráðinu í Pek- ing 1952—1956, i sendiráðinu i Buenos Aires 1957—’60. Hann varð ráðuneytisstjóri finnska ut anríkisráðuneytisins 1960 og tók sama ár við stöðu yfir- manns viðskipta I iðnaðarráðai neytinu og gegndi henni i tvð ár. 1962—’64 var hann yfirmað- ur viðskiptadeEdar utanrikis- ráðuneytisins og aðstoðarutan- ríkisráðherra 1964. Hann hefur nú um árabil verið utanríkis- viðskiptaráðherra Finnlands. KjelI-OIof Feldt, viðskiptaráð- herra Svía er yngsti ráðherr- ann, sem sækir EFTA-íundinn, 39 ára að aWri. Hann tók við embætti viðskiptaráðherra í stjórn Palmes á sL ári. Áður hafði hann starfað við sænska fjármálaráðuneytið, sem ritari og ráðuneytisstjóri frá þvi ár- ið 1962. Hann tók sæti á þingi skömmu eftir síðustu áramót. Xavier Pintapo, viðskiptaráð- herra Portúgal, er 44 ára gam- all. Hann er hagfræðingur að menntun og heíur m.a. stundað nám í Bretlandi við háskólann í Edinborg. Um tíma starfaði hann hjá EFTA á árinu 1965,. Síðan gerðist hann prófessor við háskólann í Lissabon og þar á eftir yfirmaður Efnahags stofnunar Portúgais. Á árinu 1969 varð hann ráðherra við- skiptamála og hann var for- maður EFTA-ráðsins á fyrri hluta sl. árs, er ísland gerðist aðili að EFTA. J. Staribacher, viðskipta- og iðnaðarráðherra Austurríkis, varð ráðherra á sl. ári. Hairun er jafnaðarmaður og laerðt prentiðn á unga aldri en eftár stríðið stundaði hann nám í hag fræði og gerðist starfsmaður verkalýðssamtafcairma í Austur- ríki. Hann hefur allt frá stríða- lokum haft mikU afsfcipti af veifcalýðamálum í Austurríki og alt til þess tíma er hanm tók við ráðherraembætti á sl. ári. Áður en hann gerðist ráðherra í austurríáku ríkisstjórninni hafði hanm setið á þingi laruda- iras um árabil. Dayan hlynnt- ur opnun Súez Bandaríkin vöruð við kostnaði Tel Aviv, Kairó, 11. maí. NTB-AP. fSRAELSK blöð héldu þvi fram í dag að opnun Súez-skurðar mundi hafa í för með sér óhemjukostnað fyrir Banda- rikjamenn, sem mundu hafa veg og vanda af hreinsun skurðar- ins samkvæmt Ioforði er Will- iam P. Rogers utanríkisráð- herra hefði veitt Anwar Sadat forseta í viðræðunum í Kairó í síðustu viku. Auk þess hefur fsraelsstjórn ttikynnt opinber- lega að hún hafi beðið Banda- ríkin um 200 milljónir dollara í efnahagsaðstoð og að auki 300 milljónir að láni með hagstæðum kjörum. Moshe Dayan varnarmálaráð- herra er í einu blaðanna gagn- rýndur fyrir að hafa bundið fsraei með tilslökunum til að fá skurðinn opnaðan. Dayan er að sögn ísraelskra blaða upphaf3- maður sveigjanlegri afstöðu, er mun hafa komið fram í viðtöl- um við bandaríska að3toðarutan ríkisráðherrann Joseph Sisco. Dayan mun hafa tjáð Sisco, að fsraelar væru reiðubúnir að fallast á nærveru Egypta á aust urbakka Súez-skurðar gegn því að Egyptar byndu enda á styrj- aldarástandið í samskiptum landanna. HÖRFI 185 KM Að því er Anwar Sadat hefur tjáð þingflokki sínum sagði hann Rogers að áður en Súez- skurður yrði opnaður yrðu ísra elar að hörfa 185 km frá skurð- inum til E1 Arish og fallast innan sex mánaða á tímaáætl- un um brottflutning frá öllum herteknum svæðum. Sadat kvaðst einnig hafa neitað að skuldbinda sig til þess að isra- elskum skipum yrði leyft að sigla um skurðinn, aðeins lofað að athuga málið. Sadat sagði, að egypzkt herlið yrði að fara yfir Súez-skurð til að tryggja örugg ar siglingar. Á þingi Evrópuþingsins í Strassborg sagði egypzkur ráð- herra, Esmal Abdel Mehuid, að Egyptar „neituðu afdráttarlaust" að fallast á að Sinai-skagi yrði friðlýstur og að samþykkja nær- veru ísraela í Sharm-el-Sheikh. Hann kvað Egypta fúaa að fali- ast á nýtt takmarkað vopnahlé við Súez ef ísraelar hörfuðu og egypzka herliðið gæti tekið við „þjóðlegum skyldustörfum" á austurbakkanum. Hann sagði þetta í umræðum um Mið-Aust- urlönd. - EBE Framhald af bls. 1 fá lenigri aðlöguinartímabil, en þau 5 ár, sem nú er kveðið á um innan EBE. Maurice Sdhumann utanríkis- ráðherra Frakklands, se.m er for nnaður ráðherranefndar EBE staðfesti á fundi með frétta- mönnum í Bru.ssel í kivöld, að mikið hetfði miðað í samikomiu- lagsátt á fundiunum í dag. Var að síkilja á Scíhumann, að raiun- verulega væri nú engin stór hindr un efltir á veginum fyrir saim- konaulagi. Scíhumann áitti að gefa Pompidou forseta Frafcik- iands nákvæma skýrslu um við- ræðumar í dag, seinna í fcvöthL — Mansfield Framhald af bls. 1 riska herliðinu í V-Evrópu. Hiann saigði, að gjaldeyriskreppan staf- aði af greiðsHuhaHa Bandarífcj- anna, sem ætiti ræbur að refcja til herkostnaðar I Vtetnaim, Evrópu og víðar. Hann kvaðsfc hafa verið vairaður við að ieglgja frumvarpið fram, en efcki væri hægt að biða lentgur eims og mái- um væri nú komið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.