Morgunblaðið - 12.05.1971, Page 17

Morgunblaðið - 12.05.1971, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 12. MAl 1971 17 — Ársfundur Framhald af bls. 28 var haldinn í London 3.—8. þessa mánaðar. Eftirgreindar þjóðir eiga sæti í nefndinni: Belgía, Bretland, Dammiörk, Frakkland, Holland, Iriand, Island, Noregur, Pólland, Portúgal, Sovétríkin, Spánn, Sviþjóð og Þýzkaland. Fundinn sóttu af Islands hálfu Hans G. Andersen, þjóðréttar- fræðingur utanrikisráðuneytis- ims, Jón L. Arnalds, ráðuneytis- stjöri sjávarútvegsráðuneytásins, Jón Jónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar, Már Elís- son, fiskimálastjóri og Pétur Sig urðsson, forstjóri Landhelgis- gæzlumnar. Á dagskrá fundarins voru meðal eunnars eftirgreind mál- efni: Skýrsla Alþjóðahafrannsókna- ráðsins um rannsóknir á fiski- stofnum á Norðaustur-Atlants- haifssvæðinu, en I skýrslunni er gefið heildaryfiriit yfir fisíkveið- ar á svæðinu á árumum 1962 til 1969 og ástand einstakra stofna, þjám. ástand þorsk- og ýsustoín- anna við Island og í Barents- hafi og ástand norsk-islenzka síldarstofnsins, sildarstofnanna í Norðursjó og makrílstofnanma í Skagerak og Norðursjó. Fyrir fundinum lá ennfremur að ræða um bamn við laxveiðum í sjó. Á dagskrá fundarins var einn- ig að ræða sameiginlegt eftir- lit með því að ákvæðum Norð auistur-Atlantshafssaimninigsiins sé framfylgt, og samræmingu á aðferðum við mælingar á möskvastærð á Norðaustur- og Norðvestur-Atlantshafi. Þá var og til umræðu gildis- taka 2. málsgr. 7. gr. samnings- ins um ákvörðun hámarksafla I Norðaustur-Atlantshafi og skiptinigu hans milli þjóða, en sjö riki hafa samþykkt gildis- töku ákvæðisins, þ.e. Bretland, Danmörk, Frákkland, Irland, Noregur, Spánn og Sviþjóð. Mörg önnur efni voru á dag- skrá fundarins. Svo sem áður greinir lá fyrir fundinum skýrsla Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins, þar sem með- al annars er skýrt frá ástandi þorsk- og ýsustofnanna við Is- land og sókn i þá 1 skýrslunni kom meðal ann- ars fram, að sókn brezkra tog- ara á Islandsmið jókst jafnt og þétt frá lokum síðari heimsstyrj- aldar og fram til ársins 1964, en það ár komst hún upp í 235 milljón tonntima. Síðan hefur sókn þeirra minnkað ár frá ári og var komin niður I 92 milljón- ir tonntíma árið 1969. Sókn islenzkra togara hefur farið vaxandi undanfarinn ára- tug; hún var 38 milljón tonn- tímar 1960, en var komin upp i 62 milljónir tonntíma árið 1969. Sé litið á sameiginlega sókn togara beggja þjóðanna — en hún er hér mæld í sömu einin.g- um — þá var hún: 196 milljónir eininga árið 1960. 271 mi'Mjón eininga árið 1964 og 153 milljónir eininga árið 1969. Sókn þýzkra togara er mæld í öðrum einingum — veiðidög- um —, en á henni hafa verið sáralitlar breytingar síðastliðinn áratug. Sókn brezkra og islenzkra tog- ara var árið 1969 96% af því sem hún var árið 1964 og tæp 80% af því sem hún var árið 1960. Ekki eru á þessu stigi til ör- uggar heimildir um sókn is- lenzka bátaflotans, en hún hef- ur þó aukizt í heild, sökum samdráttar sildaraflans. Minni sókn brezkra togara undanfarin ár hefur haft já- kvæð áhrií á þá árganga i þorsk stofninum, sem eru nú að alast upp. Að vísu hefur ekki dregið úr afla Breta jafnmikið og minnkun sóknarinnar, en það stafar af því, að afli á sóknar- einingu hefur aukizt mjög, að- allega vegna hins góða árgangs frá árinu 1964 Það er ástæða til þess að ætla, að þessi árgang- ur nýtist Islendingum betur en ella hefði orðið. EkM er talið, að þorskstofn- inm við ísland sé nú ofveiddur, enda þótt jafnan veirði að hafa í huga hættuna á vaxandi sókn og aukiinni veiðitækni. Ennfrem ur ber að gæta, að mikill hluti vertíðaraflanis er af grænlenzk- um uppruna og árgangurinn frá 1961, sem á mestan þátt í vertíð- araflanum undanfarin ár, hefur þegar skilað mestu af framlagi sínu til veiðanna. Ýsuveiðum hefur hrakað und- anfarin ár. Aðaldkýringiin virð- ist vera sú, að ekki hefur komið neinm góður árgangur í þenman stofn síðan árið 1957. Fyriir fundimum lá tillaga ís- Iendinga um lokun svæðis út af Norðaustur-lslandi fyrir öllum togveiðum á tímabilimu júlí til deseimber ár hvert í fimm ár, en tillaga þessi kom fram á ára- fundi mefndarinnar 1967 og var frestað xneðam séristalkar rann- sólknir á áistandi þorsk- og ýsu- stofmanma við íslandi færu fram Niðuristöður þeirra ramnsókna lágu mú fyrir. Á grundvelli skýrelunniar taldi nefndin, að lókun svæðisins hefði ekki til- ætluð áhriif til vermdar stofnun- um, þar sem slík lokum myndi aðeins hafa í för með sér sókn- airtilfærslu en ekki sóknartaik- mjörkun. Nefndim var samimála um, að koma yrði i veg fyrir hættuna á aukinmi sókn á fslctndsmið. Astand þorskstofnanna í Barents bafi og við Vestur-Grænland er þaninig, að milkil hætta er á, að skip, sem stundað hafa veiði á þessum svæðum, leiti í rílkari mæli á miðin hér við land. Fundurinm beindi því til Alþjóða- hafrannisóknaráðsinis að það léti í té heildarupplýsingar um á stand og þol þorek- og ýsustofn- anmia á Norðvestur- og Norð austur-Atlantshafi og sókn í þá, þamnig að hægt væri að taka af- stöðu til sóknar á íslamdsmið með hliðsjón af því. Jafnframt ákvað nefndin að taka til athug urnar á næsta ársfundi eða fynr, ef umint er og ástæða þykir til, hvaða ráðstafanir séu nauðsyn- legar til vermdar þorsk- og ýsu stofnunum við ísland. Af íslands hálfu var því lýst yfir, að slíkar ranimsóknir væru mjög æskilegar og vonir stæðu til að þær gætu haft mikla þýð ingu, en að ríkisstjónn íslands miyndi að sjálfsögðu hafa öll þessi mál í stöðugri athugun með það fyrir augum að gera nauðsynlegar og fullnægjandi ráðstafamir til að vernda þá lífs- hagsmuni, sem hér er um að ræða. Nefndin fagnaði saimkomulagi er gert hefur verið milli íslands, Noregs og Sovétríkjanma um takmarkanir á aflamagni við veiðar á morsk-íslenZka síldar- stofninum. Nefndin ræddi eimnig um ráða gerðir Dammerkur, Noregs og Svíþjóðar um takmarkanir sín á milli á veiðum síldar í Norður- sjó og ákvað að ræða afstöðu anmarra ríkja til þeirra eða framihald gildandi takmarkana á sérstökum fundi í desember. Þá ákvað nefndin einnig að bamina síldveiðar með snurpunót á svæði suður af írlandi til að fyrirbyggja skyndiaukningu sókn í þá stofna. Á ársfundi nefndarinnar 1969 mælti nefndin með því að bamma laxveiðar á úthafinu, en það kom ekki til framkvæmda vegna mótmæla sunara ríkja. Á árs fundinuim 1970 varð saimikomu lag uim bann við laxveiðum á tilteknu svæði undan Noregs ströndum til þess að koma í veg fyrir útþanslu veiðanna. Á fund inum iniú lögðu Bretar tii, að lok- að yrði svæði undan Bretlands og Irlandsströndum og var það samþykkt. Af íslands hálfu var lagt til að einnig yrðu bannaðar laxveiðar á svæðinu umhverfis ísland og við Austur-Grænland. Sú tillaga náði ekki fram að ganga að þessu sinni. Sovétríkin lögðu til, að sér- stakur ráðhenrafundur skyldi haldinn fyrrir næstu áramót til að ræða ýmis mál er nefndin fjallar um. Nefndin var sam- mála um að ákvörðun um slíkan fund yrði tekin, þegar uppiýs- ingar lægju fyrir um afstöðu ráðherranna til þesis máls. BRIDGE KEPPNIN á heimsmeistaramót- inu í bridge, sem fram fer þessa dagana á Formósu, er afar tví- sýn og skemmtileg. Núverandi heimsmeistarar, DALLAS-ásarn- ir, eru nú komnir í efsta sæti, en franska sveitin (Evrópumeist arar 1970) fylgir fast á eftir. í síðustu umferð urðu úrslit þessi: Frakkland — Bandaríkin A 11-9 Ástralía —- Brazilía 14-6 Staðan er þá þessi: 1. Bandaríkin A. 117 stig Frakkland 115 — 3. Ástralía 75 — 4. Formósa 58 — 5. Brazilía 55 — 6. Bandaríkin B. 52 — Keppninni er háttað þannig að fyrst fer fram undankeppni sú, sem nú stendur yfir. Að hertni lokinni keppa 2 efstu sveitirnar um heimsmeistaratitilinn, sveitir nr. 3 og 4 um þriðja sætið og sveitir nr. 5 og 6 um fimmta sætið. Það hefur vakið mikla athygli hve franska sveitin hefur staðið sig vel og bendir allt til að keppnin um heimsmeistaratitil- inn verði milli frönsku sveit- arinnar og núverandi heims meistara frá Bandaríkjunum. Fari 3vo má búast við spenn- andi keppni og ekki að vita nema frönsku spilurunum takist að stöðva sigurgöngu banda- rísku sveitarinnar. — Rólegra Framhald af bls. 1 frankanis né láta hanu fljóta. Þessi ákvörðun var tékin þrátt fyrir mikinin þrýsting af hálfu Svisslendinga og Vestur-Þjóð- verja um að gengið yrði hsekk- að. Yeija fréttaritarar að þróun mála værði ljósari er kemur und ir hádegisbilið á morgun. Sýningnm fer senn að fækka á hinni skemmtilegu Universal- mynd „Harry Frigg“, sem I.augarásbíó hefur nú sýnt við góða aðsókn um þriggja vikna skeið. Myndin gerist á stríðsáruniim og fjailar um það, þegar herstjórn bandamanna ákveður að reyna að bjarga fimm hershöfðingjum úr fangabúðum á Ítalíu. Tii björgunarfararinnar veist Harry nokkur Frigg, óbreyttur liðsmaður, sem er kunnur úr her sínum fyrir sífelld agabrot og fangelsanir — og jafn sífelld strok úr fangelsi. Aðalhlutverkið leikur Paul Newman, sem er nú meðal vinsælustu leikara hvarvetna, og Sylva Koscina, auk ýmissa annarra frægra leikara. — Krabbamein Framhald af bls. 1 kleift að beizla kjarnorkuna og senda menn til tunglsins, til þess að sigrast á krabbameini og verja til þess, nauðsynlegu fjár- magni. Hann sagði, að sérstakri nýrri stofnun yrði komið á fót í þjóð- arheilbrigðismálastofnuninni og myndi hún hagnýta sér niður- stöður allra þeirra víðtæku rann- sókna, sem nú væru gerðar á krabbameini. Hin nýja stofnun á að hafa aðskilinn fjárhag og verður ábyrg gagnvart forsetan- um. Nixon sagði blaðamönnum: „Ég hef farið fram á þetta, þvi að mér er það mjög umhugað, og einnig vegna þess að ég held, að forsetinn geti flýtt fyrir þvi að krabbamein verði læknað með áhuga á leiðsögn.“ Nixon bætti þvi við, að hvorki fjárskortur, skipulagsskortur né áhugaieysi forseta ættu að standa baráttunni fyrir þrif- um. Þjóðarheilbrigðisstofnunin myndi beita öllum kröftum sín- um til baráttunnar. Forstjóri stofnunarinnar, dr. Robert Q. Marston, sagði hins vegar, að ekki væri unnt að setja það mark að sigrast á krabbameini á 10 árum eins og þegar ákveð- ið var að koma mönnum til tunglsins á tíu árum. „Ógerning- ur er að spá nokkru um, hvenær við náum því marki að lækna krabbamein,“ sagði hann. Fjár- veitingar til baráttunnar gegn krabbameini hafa aukizt úr 180 milljónum dollara í 232 milljónir á yfirstandandi fjárhagsári, sem lýkur 31. júlí, en þar við bætist fyrirhuguð aukafjárveiting fyrir næsta fjárhagsár. — Kostnaður Fratnhald af bls. 5. við upplýsingar, sem liggja fyr- ir á nefndarkostnaði, er gert ráð fyrir, að hver nefnd kosti 150 þús. kr. eða alls 2,1 millj. kr. 2. FLOKKUB I öðrum flokki eru þingálykt- unartillögur, sem fela ríkisstjórn- inni að framkvæma umfangs- miklar athuganir og/eða undir- búning löggjafa. Ofangreindar tillögur skiptast á stjórnmála- flokka sem hér segir: Alþýðu- bandalag 3 nefndir. Framsóknar- flokkur 13 nefndir. Samtök frjáls lyndra og vinstri manna 2 nefnd- ir. Hér er alls um 18 nefndir að ræða. Miðað við nýgerða athug- un á nefndarkostnaði, er gert ráð fyrir, að hver nefnd kosti 100 þús. kr. eða alls 1,8 millj. kr. 3. FLOKKUR I þessum flokki eru þings- ályktunartillögur stjórnarand- stæðinga um stofnun ríkisfyrir- tækja. Hér er um að ræða tvær tillögur. Önnur er frá Alþýðu- bandalaginu um lyfsölu, en hin er frá Framsóknarflokknum um klak- og eldisstöð fyrir lax og silung. Gera verður ráð fyrir, að ríkiseinkasala á lyfjum myndi ekki kosta bein útgjöld úr ríkis- sjóði. Kostnaður við byggingu klak- og eldisstöðvar fer eftir stærð og hve góð aðstaða er fyr- ir hendi af náttúrunnar hálfu. Eftir þvi, sem næst verður kom- izt, má gera ráð fyrir, að kostn- aður geti verið frá 20 og upp i 80 millj. kr. eftir stærð. Hér er reiknað með 30 millj. kr. (áætluð tala). 4. FLOKKUR Hér er um að ræða frumvörp til laga um stofnun fyrirtækja, sjóða, nefnda og fjölgun í þeim. Frumvörpin skiptast á stjórn málaflokka sem hér segir: Al- þýðubandalag 4 frumvörp; Fram sóknarflokkur 9 frumvörp; Fram sóknarflokkur og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna 1 frum- varp. Alls eru hér um að ræða 14 frumvörp og áætlaður kostn- aður 492,7 millj. kr. 1 sumum ofangreindra frum- varpa er gert ráð fyrir nefndum og stjórnum. Skiptast tillögur um það efni sem hér segir eftir stjórnmálaflokkum; Alþýðu- bandalag 3 stjórnir og nefndir. Framsóknarflokkur 6 stjórnir og nefndir. Alls 9 stjórnir og nefnd- ir. Áætlaður kostnaður er 1,35 millj. kr. — Gjaldeyris- tekjur Framhald af bls. 3. baka, þá sér maður að í raun- inni varð ekki á þessu fullur skilningur fyrr en með til- komu viðreisnarstjórnarinnar. Og Ingólfur Jónsson, sam- göngumálaráðherra, er mjög opinn fyrir þessu og hefur góðan skilning á þvi. Ferðamannastraumurinn hefur sem sagt aukizt mjög mikið hér. Skemmtiferðaskip koma einnig hér í síauknum mæli og þó það fólk stanzi kannski ekki lengi i það skipt- ið, þá koma margir aftur ef þeir eru heppnir með veður og lízt vel á sig. Sama er að segja um bakpokafólkið. Marg ir ferðamálasérfræðingar segja, að ekki megi amast við því, þar sem fólk festi oft ein- mitt ást á því landi, sem það kom fyrst til meðan það var ungt og móttækilegt. Við eigum margt eftir að gera hér á sviði ferðamála, sagði Lúðvík að lokum. En ég hefi trú á því, að þessi þátt- ur í þjóðarbúskapnum eigi eftir að aukast. TIL SÖLU Tilboð óskast í húsið Borgartún 11 (Sendibílastöðin Þröstur). Húsið er litið timburhús, sem hægt vaeri að flytja. Til sýnis daglega. Tilboðum sé skilað á Sendibílastöðina Þröst, sem fyrst. FOSSVOGUR 200 ferm. raðhús fokhelt Selzt á sanngjörnu verðí ef samið er strax. MEIST AR AVELLIR Góð 2ja herb. íbúð verður laus fljótlega. MUftOBO FASTEIGNASALA Lækjargötu 2, i Nýja bió húsinu. Simi 25990 og 21682. A TEIGUNUM 150 ferm. hæð með risi samt. 8 herbergi. falleg eign. Getur verið laus strax. KÓPAVOGUR Góð 4ra herb. sérhæð með bilskúr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.