Morgunblaðið - 12.05.1971, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.05.1971, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MEDVIKUDAGUR 12. MAÍ 1971 21 Jónas Jónsson mál- arameistari-Minning Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaiskilnaðar Viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er setfur hinn síðsta blurnd. Marg's er að minnast, maxgt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir iiðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda, heimili sdtt kveður hedmilisprýðin i hinzta sinn. Síðasta sinni. Sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér siðar fylgja I friðarskaut. Jónas Jónsson frá Siglufirði lézt hinn 3. þ.m. og verður útför hans gerð frá Siglufjarðarkirkju i dag. Með Jónasi er horfinn einn af ágætustu borgurum Siglu fjarðar. Virðulegur og glæsileg- ur maður sem eftir var tekið, að eins 61 árs að aldri. Ekki gat mig rennt grun I að við ættum ekki eftir að sjást og talast við oftar, er ég fyrir stuttu fékk óviðráðanlega löng- un til þess að hringja í hann og njóta þeirrar hressingar er ætíð fólst í því að ræða við hann, þá hafði hann á orði að næst ætlaði hann að hringja til mín. Jónas var fæddur í Haganes- vik í Austur-Skagaíirði 19. des- ember árið 1909. Sonur merkis hjónanna Friðrikku Þorsteins- dóttur og Jóns Jónassonar verzl unarmanns. Ungur fluttist hann með foreldrum sínum til Siglu- fjarðar. Þar starfaði faðir hans að verzlunarstörfum, var lengst af við verzlun HalMórs Jónas- sonar og varð vinsæll og mjög vel metinn og þau hjón bæði. Jónas Jónsson ólst upp og hrærðist i lófi og blómaitíð Siglu f jarðar og tók þátt í þeirri miklu uppbyggingu er þar átti sér stað, er silfri hafsins var þar mokað á land á sínum tima. Jónas vann margvisleg störf, t. d. vann hann að verzlunarstörf- um um skeið, en lengst af vann hann við málningar, var um fjölda ára verkstjóri yfir allri máiningarvinnu hjá Sildarverk- smiðjum ríkisins, og var það oft erilssamt og ábyrgðarmikið starf. Sérstaklega á sumrin er fjöldi manns víðs vegar að af landinu vann hjá verksmdðjunum, ogvar oft á tíðum seibtur í að vinna að hreinsun og málningu á lýs- istönkum og ýmsum öðrum mann virkjum Síldarverksmiðjanna. Þá var I mörgu að snúast og eftir mörgu að Mta, því gáleysi manna t.d. við tankana gat kost að þá örkuml, eða jafnvel Mfið. Ef hann varð var við glannaskap uppi í tönkum þá lét hann þá menn fara til annarra starfa, og hefur sennilega bjargað mörg- um frá slysum með þvi móti. Jón asi rókst vel verkstjómin hjá verksmiðjunum, gegndi því starfi með mikilM prýði, þvi hann var samvizkusamur og mjög verklaginn að hverju sem hann gekk. Einhverjum hefði nú stundum í hans sporum fund izt of mikið á sig lagt, en ekki kom það niður á undirmönnupi hans, af þeim var hann sérstak- lega vel liðinn og vart hægt að hugsa sér betri yfirmann. Jónas var hjálpsamur, og góður vinur vina sinna. Sem málari var hann vandvirk ur með afbrigðum og mjög eftir- sóttur málari. .Nú siðustu árin unnu þeir saman við málningar Jónas og Herbert Sigfússon mál arameistari á Siglufirði, en báð- ir hafa þeir verið sérstaklega eftirsóttir í þessu starfi vegna ágætrar vinnu og snyrti- mennsku. Jónas slasaðist fyrir fimm ár- um en vann þó þegar hann mögu lega gat, en afleiðingar þessa slyss munu hafa háð honum mjög, og hann aldrei náð sér að neinu ráði eftir það. Jónas var hrókur alls fagnað- ar í góðra vina hópi, hann hafði yndi af söng og tónlist, einnig hafði hann mjög góðan smekk fyrir hvers konar list Hann átti sér ýmis tónstunda- áhugamál, bar þar efst skák og bridge. Áður fyrr tók hann oft þátt i skákkeppnum og stóð sig ágætlega, einnig var hann með- limur i Bridgefélagi Siglufjarð- ar og tók þátt í keppnum fyrir það félag enda maðurinn ágætur bridgespilari. Á yngri árum var Jónas mikið í iþróttum bæði hlaupum og stökkum og þótti mjög liðtækur á þeim vettvangi. Jónas var ekki einn á lífsleið- inni, hann eignaðist myndau-lega og góða konu Fanney Lárusdótt ur frá Neskaupstað sem ætíð stóð við hlið manns síns í bhðu og striðu. Hún bjó manni sínum og sonum fagurt og gott heimiii, yfir þvi hvUdi reisn og höfðings bragur enda hjónin samtaka um að gera það sem bezt úr garði, þar sátu hlýjan og gestrisn in i hávegum, er allir urðu varir við er komu inn á heimili þeirra að Hvanneyrarbraut 64 á Siglu- firði. Kæri vinur og frændi ég vil að lokum þakka þér samver- una, já þakka þér fyrir allt og allt, það var ánægjulegt að vinna þér við hlið og undir þinni stjórn, af þér lærði ég margt í starfi, sem oft hefur komið sér vel um dagana. Ég mun sakna þín Jonni, af heilum hug, en hinar góðu end- urminningar sem ég á um þig munu í framtíðinni milda eitt- hvað þann trega, en óhjákvæmi lega verður þar eftir tómarúm sem ekki verður bætt. Guð blessi þér heimkomu þína Guðmundur Sigur- jónsson húsasmiður Fæddur 21. apríl 1903. Dáinn 3. maí 1971. Þótt kveðji vinir einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sam ekki bregzt og aldrei burtu fer. Þetta láttausa vers Margrétar Jónsdóttur, skáldkonu kom mér í hug er ég frétti hið svdplega fráfall Guðmundar Sigurjónsson ar, húsasmiðs Urðarstíg 7, Hafn arfirði. Ég er einn þeirra mörgu, sem finnst auðara og snauðara í kringum mig, er sá góði og tryggi vinur er horfinn af sjónarsvið- inu, því svo reyndist mér hann jafnan. Ef ég fór eitthvað út úr bæn- um, þá var það með Guðmundi, með honum var ég óttalaus og öruggur. Já, Guðmundur var sannar- lega gæðadrengur, þann vitnis- burð báru honum, undantekm- ingalaust allir samferðamenn hans, hvort sem þeir höfðu ver- ið með honum á sjó eða landi. Sjómennsku stundaði Guð- mundur framan af ævinni, en lærði trésmiðar hjá Jóhannesi Reykdal á Setbergi, er hann fór að þreytast á sjónum. Eftir það stundaði Guðmundur smíðar til síðasta ævidags 3. þ.m. að hanm hneig niður örendur. Guðmundur var fæddur að Hreiðri í Holtum 21. apríl 1903. Foreldrar hans voru Margrét Árnadóttir frá Skammbeinsstöð um, Árnasonar frá Galtalæk, og Sigurjón Jónsson frá Hreiðri, Guðmundssonar frá Gíslholti, en kona Árna bónda á Skammbeins stöðum var Ingiríður Guðmunds dóttir frá Keldum á Rangárvöll um, Brynjólfssonar, saman flétt- aðar rangæskar bændaættir, traustar mjög. Þau Margrét og Sigurjón bjuggu í Hreiðri á árunum 1890 —1917 og eignuðust 12 börn og komust 9 þeirra til fullorðins- ára, 6 eru lifandi enn, allt mæt- asta fólk, hógvært, starfsamt og vinfast, kröfuharðast við sjálft sig. Er þau Margrét og Sigurjón létu af búskap fluttust þau til Hafnarf jarðar, áttu þá elztu börn þeirra þar heimiM, yngsti sonur- inn, Guðmundur, var þá stoð þeirra og stytta í ellinni. Þessi merkishjón hvíla nú i kirkju- garði Hafnarfjarðar. Frændrækinn var Guðmund ur, hygg ég að systkinabörn hans tækju undir það með mér. Þegar jólagjafirnar frá „Guð- mundi frænda“ fóru að berast VILJUM RÁÐA NOKKRA VAIMA byggingaverkamenn yfir á sólskinsstrendur hins ei» lifa lifs. Eftirlifandi kona Jónasar er Fanney Lárusdóttir frá Neskaup stað, börn þeirra eru Haukur skipstjóri, kvæntur Érnu Odds- dóttur, búsett á Siglufirði. Jón sjómaður og froskkafari nú starfsmaður i Straumsvík, kvænt ur Sigríði Júliusdóttur, búsett í Kópavogd. Eftirldfandi systir Jón asar er frú Sigurlína búsett á Nes kaupstað, ekkja eftir Sigurð Jensson kaupmann og bakara- meistara þar á staðnum. Fyrir hjónaband eignaðist Jón as 2 dætur og eru þær Edda gift Rafni Sigurbergssyni vélstjóra „ búsett í Reykjavik og Svava gift Ingimundi K. Helgasyni lögreglu þjóni , búsett í Reykjavík. Ég vil að lokum votta eigin- konu, börnum, systur hins látna og barnabörnum og öðrum ættingjum innilega samúð mína og fjölskyldu minnar og bið Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Karl Einarsson. „austur yfir Fjall“ voru jólin 1 nánd. Sá ég eitt sinn hjá Guð- mundi bréf frá Mtilli frænku, mjög hlýlegt, sem sannaði þetta. Þvi segjum við nú öll, skyld og vandaiaus: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðl. E. VILJUM RÁÐA VANAN bílstjóra á steypubíl. BREIÐHOLT HF., Lágmúla 9 — Sími 81550. Bílstjórar Okkur vantar bílstjóra á vörubíl. Upplýsingar hjá verkstjóra, ekki í síma. NATAN & OLSEN HF.. Ármúla 8. Skurðarmaður Óskum eftir að ráða pappírsskurðarmann. LITBRÁ H/F., Höfðatúni 12 Símar 22930 og 22865. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Þorvalds Þórarinssonar hrl. veður bifreiðin X-2641, Volvo, vörubifreið, árg. 1965, talin eign Bergs Sverrissonar og Theodors Kjartanssonar, boðinn upp og seld á opinberu upp- boði að Ármúla 44, miðvikudaginn 19. maí n.k. kl. 14.00. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð Eftir ákvörðun Skiptaréttar Kópavogs verður bifreiðin R-8889 (Rússajeppi) eign þrotabús Guðmundar Þorvarðs Jónassonar, Ásbraut 17, seld á opinberu uppboði, sem haldið verður við félagsheimili Kópavogs í dag, miðvikudaginn 12. maí kl. 15.00. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. BREIÐHOLT HF., Lágmúla 9 — Sími 81550. I.O.O.F. 9 = 1525127i/2 = L.F, I.O.O.F. 8 = 1535128/2 = L.F. I.O.O.F. 7 = 1525127 = L.F. Kvenfélag Ásprestakalls Vorfundurinn okkar verður í Ásheimilinu, Hólsvegi 17, miðvikud. 12. maí, og hefst kl, 8.30. Dagskrá: 1. Rætt um sumarferðina og fleira 2. Hafliði Jónsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkurborgar, talar um skrúðgarða og sýnir myndir 3. kaffidrykkja. Stjórnin. Kristniboðssambandið Samkoma verður í kristni- boðshúsinu Betaníu, Laufás- vegi 13 í kvöld kl. 8.30. Guðivi Gunnarsson prentari talar. Affir eru velkomnir. Kvenfélagið Keðjan Síðasti fundur vetrarins verð- ur haldinn að Bárugötu 11 fimmtudaginn 13. maí kl. 8.30. I.O.G.T. Einingin nr. 14 Fundur í kvöld kl. 2030. Kosnirvg embættismanna. Æ.t. Kvenfélag Breiðholts Á fundinum í kvöld verður tekin ákvörðun um ferðalag- ið og Margrét Kristinsdóttir kynnir nýja ostarétti. Stjórnin. Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ l dag verður opið hús frá kL 1.30—5.30 e. h. Auk venju- legra dagskrárliða verður kvikmyndasýning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.