Morgunblaðið - 12.05.1971, Side 28

Morgunblaðið - 12.05.1971, Side 28
JUGLVSMGflR @^»22480 LESIB DflGLEGR MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1971 Sumarvinna skólafólks; Góðar horfur á vinnu skólapilta — verr gengur að útvega skólastúlkum atvinnu VEL gengur að útvega skóla- fól'ki vinnu um þessar mundir, en fjölmargir, sem ekki hafa lokið prófum hafa látið skrá sig og óvíst er ennþá hvemig mál þeirra leysast. Samkvæmt upplýsinigum Jór- unnar Isleifsdóttur á Ráðninga- skrifstofu Reykjavikurborgar hefur skrifstofan getað komið öilum skólapiitum í vinnu sem hafa leitað til skrifstofunnar að undanfömu og hafa verið tilbún- ir til þess að hefja vinnu strax. Verr hefur gengið að koma stúlk um í vinnu og eru 6 stúlkur sem ekki hefur tekizt að útvega vinnu, skráðar hjá skrifstofunni. Alls er búið að skrá um 190 skólapilta á aldrinum 16 ára og eldri, en þeir hafa ekki lokið prófum og því liggur ekki fyrir ennþá hvernág mál þeirra leys- ast, en mestur hluti þeirra, sem ráðningarakrifstofan hefur komið í vininu hefur fengið vinnu hjá borginmi og í byggingavinnu. Þá er búið að skrá tæplega 100 skóiastúlkur, en hins vegar sagði Jórunn að þessi mál skýrð ust ekki að ráði fyrr en skólum lyki og þá kæmi betur í ljós hvert framboð væri af vinmuafli og hver eftirspum, en eins og væri liti vel út með vinrnu, sér- staMega fyrir skólapiita. Pétur Thorsteinsson BA 12 á siglingu. Tóku 250 tn. skip og ætl- uðu að fá sjóveð í þvl — fyrir launum, er komið væri til Reykjavíkur 65 tonn af síld við Reykjanes ÖRFIRISEY landaði í fyrradag 65 tonnum af síld til Norður- stjörnunnar í Hafnaxfirði. Síldin var frekar horuð, en ágæt til vinmslu. Veiddist hún út af Kirkj uvogi við Reykjanes. Örfir isey var aftur á sjó í gær. Um þessar mundir er ekki unnið við niðuriagningu í Norð- urstjörmunmi, en safniað er hrá- efni í forðabúr til þess að hægt sé að vinna samfellt annað veif- ið. UM kl. 16 í gær höfðu forsvars- menn útgerðarfyrirtækisins Arn firðings hf. á Bíldudal samband við Landhelgisgaezluna og báðu hana að ná aftur skipi þeirra, Pétri Thorsteinssyni BA 12, sem búið væri að stela og sigla á haf út. Skipið er 250 lestir að stærð. Sam'kvæmt upplýsimgum Pét- urs Sigurðssonar forstjóra Land helgisgæzlunnar fór hann fram á að beiðni um töku skipsins kæmi frá sýslumanni og kom 'hún nokíkru síðar. Varðskipið Óðinn var þá sent á vettvang, en það var statt út af Vestfjörðum þegar beiðn- in barst. Náði Óðinn Pétri Thor- steinssyni út af Arnarfirði og stöðvaði skipið. Var skipstjór- inn á Pétri Thorsteinssyni tek- inn um borð í Óðinn til Skýrslu- gerðar. Skipstjórinn var ekki skráður á Pétur Thorsteinsson, en hins vegar var hann ráðinn til að taka við skipsstjóm af skipstjóra sem var að hætta. Átta menn voru um borð í Pétri og voru þeir skráðir á skipið. Skipst.j ór- in-n gaf þá skýringu í viðtali við Morguntolaðið að áhöfnin hefði ekki fengið greidd laun sín um langt ákeið þrátt fyrir marggef- in loforð og var því afráð- ið að taka skipdð og sigla með það til Reykjavíkur til þess að láta taka sjóveð í því fyrir launum þeirra og til þess að þeir kæmust heim til sín, en þeir voru imiatar- og peningalausir, og framkvæmdastjórinn var farinin til Reykjavíkur. Þegar varðskipsmenn komu að Pétri Thorsteinssyni voru skipverjar búnir að hafa sam- band við lögfræðing í Reykja- vík til þess að koma um borð í skipið í dag í Reykjavíkurhöfn, en svo fór um sjóferð þá, að skipinu var snúið aftur til Bíldu dals af varðgkipsmön'num og hóf ust þar réttarhöld í gærkvöldi í þessu máli. Var ekki unnt að fá frekari fregnir af málinu í gærkvöldi, en þess má geta að gkip eins og Pétur Thorsteins- son er vart undir 30 rhillj. kr, virði. Hefðbundinn lokadagur í gær: Um 30% minni afli en á síðustu vertíð Grindavík hæsta löndunarver- stöðin á bolfiski — Vestmanna- eyjar hæsta vinnsluverstöðin LOKADAGUR vertíðarinnar samkvæmt gamalli hefð var í gær 11. maí. Afli vertíðarbáta er þó miðaður við 15. maí, svo og allir samningar. Morgunblað- ið hafði samband við 5 aflahæstu verstöðvamar í gær og innti frétta af gangi mála. Eins og allir vita er útkoman á þessari vertíð mun verri hjá bálum sunnan- og suðvestanlands mið- að við vertíðina í fyrra. Um síð- ustu mánaðamót var landsaflinn af bolfiski orðinn 132.300 tonn miðað við 184.700 tonn í fyrra. Munar hér röskum 50 þúsund tonnum, eða tæplega 30%. Hæsta löndunarverstöðin á Hætta á aukinni sókn á Islandsmið: Vegna ástands þorskstofnana í Barentshafi og við V-Grænland Ársfundur Norðaustur-Atlantshafsnefndarinnar æskir ýtarlegri rannsóknar „ÁSTAND þorskstofnana í Bar- entshafi og við Vestur-Græn- land er þannig, að mikil hætta er á, að skip, sem hafa stundað veiði á þessum svæðum leiti í æ ríkari mæli á miðin við ís- land.“ Framanritað er ein af nið- urstöðum 9. ársfundar Norðaust- ur-Atíantsrafsveiðinefndarinnar, sem haldinn var í London 3.—8. þessa mánaðar. 1 skýrslu Alþjóðahafrannsókn- aráðsins komu fram mörg atr- iði, sem skipta mjög miklu máli fyrir ísland og má þar nefna m.a. að sókn brezkra togara á ís- landsmið jókst jafnt og þétt frá 1960—1964, en síðan hefur hún farið minnkandi ár frá ári og var árið 1969 tæp 56% af þvi sem hún var árið 1964. Fullyrt er að þessi þróun hafi haft góð áhrif fyrir þá árganga í þorsk- stofninum, sem nú eru að alast upp, en hins vegar hefur sókn íslenzkra togara farið vaxandi um tæplega helming sl. áratug. Ekki er talið í skýrslunni að þorskstofninn við Island sé nú ofveiddur, en varað við hættu af vaxandi sókn og aukinni veiði tækni. Var nefndin sammála um að koma yrði í veg fyrír hætt- una á aukinni sókn á Islands- mið. Þá er fjallað um það hve ýsuveiðum við ísland hefur hrak að síðustu ár og skýringin á því er helzt talin vera sú að síð- an 1957 hefur enginn góður ár- gangur komið í stofninn. Felld var á fundinum tillaga íslands um lokun svæðis út af norðaustur íslandi fyrir öllum togveiðum á timabilinu júií til desember ár hvert í 5 ár, en til- lagan kom fyrst fram 1967. Var hún felld á grundvelli niðurstöðu Alþjóðahafrannsóknaráðsins á þann veg að lokun svæðisins hefði ekki tilætluð áhrif til vernd ar fiskstofnunum, þar sem slik lokun myndi aðeins hafa í för með sér sóknartilfærslu, en ekki sóknartakmörkun. Beindi fundurinn því til Al- þjóðahafrannsóknaráðsins að það léti í té heildarupplýsingar um ástand og þol þorsk- og ýsu- stofnana við fsland. Nefndin fagnaði samkomulagi, er gert hefur verið milli fsiands, Nor- egs og Sovétríkjanna um tak- markanir á aflamagni við veið- ar á norsk-íslenzka síldarstofn- inum. Á fundinum nú var sam- þykkt tillaga Breta um að bann- aðar yrðu laxveiðar á svæði und- an írlands- og Bretlandsströnd- um, en felld var tillaga af fs- lands hálfu um að banna einnig iaxveiðar á svæðinu umhverfis fsland og við Avistur-Grænland. Fer hér á eftir fréttatUkynn- ing frá sjávarútvegsráðuneyt- inu um fundinn: 9. ársfundur Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar Framhald á bls. 17 þessairi vertíð er Grinidavík með um 37.000 tonn í gær, en veru- legum hluta þess afla sem landað er í Grindavík er landað þar af aðkomubátum og aflanum síðan ekið til ýmissa verstöðva á Reykjanesskaga og allt til Reykja víkur. Aflahæsta vininsluverstöðiin er hims vegar, eins og mörg undan- farin ár, Vestmannaeyjar, með um 23.000 lestir af bolfiski í gær og er þetta þó einhver lélegasta vertíð í Eyjum í möirg ár. Þá var eininig landað í vetux í Vest- maninaeyjum um 55 þúsund lest- um af loðnu af alls 182 þúsund iestum sem veiddust við landið. Næst hæsta löndunarverstöð loðnuafla var Reykjaví'k með 26 þúsund lesMr. Afli Grir-^avíku rbáta var ágæt ur í fyrrad ig, en þá lönduðu þar 38 bátar um 500 tonnum. Am- firðingur er aflahæstur Grinda- víkurbáta með 1251 tonin, en fast á eftiæ fylgiir Albert með 1231 tonin. Þriðji báturinn Br Hnafn Sveinbj amarson með 1110 tonm, Geirfugl með 1017 tonn og Hóps- nesið rreð 997 tonn. Þriðja hæsta löndunarstöðin er Þorlákshöfn með liðlega 17.000 tonn í gær, en eins og í Grinda- vik er mikill hluti aflans fluttur til vinmslu á öðrum stöðum. Fjórða verstöðin er Keflavík með um 13.000 tonm í gær og 5. ver- stöðin er Sandgerði með 11.000 til 12.000 lestir í gær. „Úr frysti u SEÐLABANKI Islands og við- skiptabankarnir tóku skrán- ingu vestur-þýzka marksins úr „frysti“ í gær og var það skráð með 4% hækkun. Kaup á 100 mörkum var 2477 kr. og sala 2494 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.