Morgunblaðið - 26.05.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.05.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1971 13 „1 mínu húsi rúm- ast allir, allir ■ U A LAUGARDAGINN héldu frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavik fund með íbúum Uaugarness, Lang; holts, Voga og Heima. Frum- mælendur á fundinum voru Jóhann Hafstein, forsætisráð- herra, Ellert Schram, skrif- stofustjóri og Geir Hallgrims- son, borgarstjóri. Að loknum ávörpum svöruðu frummæl- endur fyrirspurnum fundar- manna um hin margvísleg- ustu efni. Fundarstjóri var Ólöf Benediktsdóttir, kennari. Fyrsta fyrirspurnin barst frá Magnúsi Óskarssyni og var beint til forsætisráðherra. Spurðist hann fyrir um hvað tæki við að verðstöðvun lok- inni, 1. september. Jóhann Hafstein sagði, að verðstöðvunin fælist m.a. í því, að frestað hefði verið framkvæmd vísitöluhækkun- ar frá 1. desember til 1. sept. Þetta þýddi, að í stað kaup- hækkana, sem valdið hefðu samdrætti í atvinnulífinu, stæði atvinnulíf í landinu nú með miklum blóma. Þannig værum við betur undir það búnir að mæta hækkunum 1. september. Ólíku væri saman að jafna verðstöðvuninni, sem var í framkvæmd 1967 og nú. Atvinnulíf i landinu væri nú í samsvarandi hæð og það var þá i lægð. Á hinn bóginn væri erfitt að segja fyrir um það, hvað gera ætti, fyrr en niður- stöður kjarasamninganna i haust væru kunnar. Það væri nú talið, að unnt væri að halda verðstöðvuninni áfram til áramóta að öllu óbreyttu með 130 til 150 millj. kr. tekjuöflun, sem nú væru horf ur á að væru fyrir hendi í ríkissjóði. Vandinn væri ekki mikill, en erfitt að spá fram I tímann. Launþegar yrðu hins vegar að fá sinn eðlilega skerf af tekjuauikningunni í þjóðfélaginu. Haraldur Haraldsson spurð- ist fyrir um hvort nokkrar ákvarðanir hefðu verið tekn- ar um oliuhreinsunarstöð, og hvar hún yrði þá staðsett. Geir HallgTÍmsson sagði, að lög um könnun á möguleik- um á byggingu slikrar stöðv- ar hefðu verið samþykkt á Alþingi í vor. Engin ákvörð- un yrði hins vegar tekin fyrr en niðurstöður könnunarinn- ar lægju fyrir, og fyrr væri ekki hægt að segja fyrir um hugsanlega staðsetningu slíkr ar stöðvar. Einnig sagði hann, að fullkomin rannsókn á meng unarhættu frá slíkri verik- smiðju yrði látin fara fram áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um að reisa oliu- hreinsunarstöð. Svavar Júlíusson varpaði fram fyrirspurn til Ellerts Schram um hver væri stefna ungra Sjálfstæðismanna i tryggingamálum. Ellert sagði að stefna ungra Sjálf- stæðismanna væri í raun ekki frábrugðin stefnu Sjálfstæðis- flokksins, kjarni hennar væri að koma lítilmagnanum tii hjálpar. Stefna bæri að breyt- ingum á fyrirkomulagi fjöl- skyldubóta þannig, að bætur væru ekki greiddar til fólks, sem ekki þyrfti þeirra með en auka bætur til þess fólks, sem efnalítið er. Ellilífeyri yrði að hækka og jafnframt fella niður . skattlagningu hans. Júlíus Sveinbjörnsson spurði hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi beita sér fyrir þvi að aldrað fólk, t.d. það sem náð hefði sjötugs aldri, yrði ekki skattlagt. Jóhann Hafstein sagði að persónufrádráttur hefði ver- ið hækkaður til muna, og stefnt væri að því að ellilíf- eyrir yrði hækkaður, jafn- framt því sem hann yrði ekki skattlagður og yrði þess vænt anlega ekki langt að bíða. Stefán Skarphéðinsson spurði hversu langt væri í það, að gangstétt yrði lögð í Barðavogi. Geir Hallgrímsson svaraði og taldi að framkvæmdir þess ar væru á áætlun nú í sumar. Pétur Eiríksson varpaði fram spurningu um næstu viðfangsefni í stóriðju á Is- landi. Jóhann Hafstein svaraði fyrirspurninni og sagði, að til athugunar kæmi stækkun ál- bræðslunnar í Straumsvík. Þá hefði einnig komið til ihug unar málmblendisverksmiðja. Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, í ræðustól. Geir Hallgríms- son, borgarstjóri, og Eilert B. Schram, formaður SUS. Margar slikar verksmiðjur í Bandaríkjunum væru nú orðn ar gamlar, og af þeim staf- aði mengunarhætta. Hins veg- ar væri komin fram ný tækni, er kæmi i veg fyrir mengun. Þá væru einnig í athugun sjó- efnavinnsla, þungavatnsfram- leiðsla og oliuhreinsun. Varð- andi virkjun við Sigöldu sagði hann, að í þá virkjun væri ekki hægt að ráðast, nema til kæmi orkufrek stóriðja. Árni Eiríksson spurði hvort ekki væri æskilegt að draga úr fjölskyldubótum og verja þvi fjármagni til hækkunar ellilífeyris. Geir Hallgrímsson sagði, að það væri einmitt skoðun Sjálfstæðisflokksins, að draga bæri úr fjölskyldubótum t.d. til fyrsta barns. Eðlilegra væri að koma þeim fyrir í skattakerfinu, þ.e. í auknum frádrætti frá sköttum. Sá háttur yrði einnig til að ein- falda skrifstofukerfið. Jón Guðmundsson spurði hver stefna Sjálfstæðisflokks- ins væri í skattamálum ein- staklinga. Jóhann Hafstein sagði, að stefnt væri að þvi að minnka beina skatta en hins vegar hækka óbeina. Stefán Skarphéðinsson spurði í hverju lægi flótti ungs fólks frá stjórnmála- flokkunum og hvort skólarnir hefðu á einhvern hátt brugð- izt hlutverki sínu i þeim efn- um. Ellert Schram sagðist ekki vera fyrirspyrjanda fyllilega sammála um, að um raunveru legan flótta frá stjórnmála- flokkunum væri að ræða. Áhugi ungs fólks á stjórn- málum væri og meiri en margur héldi. Hins vegar væru stjórnmálaflokkarnir þung bákn og einstaklingar ættu oft erfitt með að koma á framfæri skoðunum sinum innan þeirra. Notokrar bætur á þessu hefðu þó komið fram að undanförnu t.d. prófkjörið, en halda yrði áfram að finna leiðir til þess að auka hlut Framhald á bls. 20 Kynnlð yður nýlustu breytlngarnar iðar & Landbúnaðarvélar hf. Suðurlandsbraut 14 - Revkjavík - Simi 38600 Á MOSKVICH KEMSTU ÞAÐ!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.