Morgunblaðið - 26.05.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.05.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1971 Minnisstæð messa á Höskuldsstöðum Sr. Friðrik Friðriksson og' sr. Pétur Ingjaldsson við dyr Höskuldsstnðakirkju. Nýlega gáíu norðlenzkir presteir út íailega bók og fróð lega. Hún heitir: Tíðindi Prestafélags hins forna Hóla- stiftis. Það félag er yfir 70 ára gamalt og gaf út sitt fyrsta rit á Akureyri 1899. Matthias gaf því kjörorðið: Hafðu Guð fyrir augum og stundaðu kristiiega breytni. Þetta var honum líkt. Þetta er nóg. Meira þarf í raumnini ekki til að vera kristinn maður. Tíðindi eru prentuð á góð- an pappír, prýdd mörgum fallegum myndum og það sem bezt er: Efnið er bæði fjöl- breytt og lífrænt. Hér skal það ekki rakið. Það yrði of langt mál. Efnisyfirlitið birt- ist á öðrum stað. Þar er bæði sögulegur fróðleikur, fréttir úr kirkjulífi samtimans, og uppbyggilegar greinar, sem hver og einn hefur gott af að lesa og getur haft af veru- lega sálubót. Á stofnfundi Prestafélags- ins á Sauðárkróki 8. júní 1898 var Friðrik Friðriksson stud. theol. Það á þvi vel við að minnast hans i Tíðindum. Það gerir sr. Pétur Ingjaldsson í fagurri grein, sem hér er birt ur kafii úr með leyfi hans. Hún heitir Fermingardreng- urinn. Sr. Friðrik fermdist á Höskuldsstöðum á Skaga- strönd hafisvorið mikla 1881. „Einmana var þessi ferm- ingardrengur á kirkjugólfi, faðir hans nýgrafinn við kirkjuvegginn og móðir hans rúmföst í fjarliægri sveit. Hinn mikli gáfumaður, sr. Eggert O. Brim, fann einstæð ingsskap hins unga og gáf- aða drengs og var honum hlýr og góðgjarn. Árin liðu, löng mannsævi göfugs anda, sem hafði þreifað á hand- leiðslu drottins. Einlæg barns trú, samfara þrá til menntun- ar varð til að kalla góða menn honum til brautargeng- is. Og er hann kom á fornar slóðir fyrst 75 árum seinna, var fermingardrengurinn, séra Friðrik, kunnasti æs/ku- lýðsieiðtogi lands vors. Öldur mannlegur, hvítur á hár og skegg, klæddur messuskrúða, gekk hann til kirkju sinnar sunnudaginn 23. september 1956, því að nú var hann presturinn. Hin fagra og Forsíða Tíðinda Prestafélags hins forna Hólast.iftis. stóra kirkja föður hans hafði llátið nokkuð á sjá af veðrum áranna, og gólfið var slitið af göngu kynslóðanna, en hlijóm ur hinna 230 ára, stóru kirkjuklu.kkna var sá sami. Séra Friðrik flutti þar ágæta ræðu blaðlaust og hrifning hans sjálfs var mik- il að prédika, þar sem hann hafði sjálfur unnið heit sitt á kirkjugólfi og þá heitið því í huganum að gjörast prestur. Og því lengur, sem hann dvaldi í guðshúsinu urðu mininángarnar frá fermingar- messunni honum skýrari, en hún stóð í 3 tima. Það var sem ljómaði fyrir hugskots- sjónum hans hin dásamlega handleiðsla drottins öll þessi ár. Hann fól sig Guði við grátur hins forna húss, þakk- aði fyrir heyrðar bænir öll þessi ár, biðjandi þess, að Guð greiddi úr áhyggjum hans og vandamálum eftir vilja sínum.“ Og grein sinni um sr. Friðrik Friðriksson lýkur sr. Pétur með þessum orðum: „í Saurbæ við Hvalfjörð stendur kirkja séra Hall- grímis Péturssonar, þar sem hann dvaldi I mörg ár eftir langa og starfsama ævi, og vann þar sín andlegu afrek. Handan Saurbæjarhlíðar er kapella séra Friðriks Friðrikssonar, í Vatnaskógi þar sem hann starfaði sem trúr þjónn drottins með kær- leik tiil allra sinna með- bra^ðra." Tíðindi Prestafélagsins norðlenzka er gott rit.' Það ættu sem flestir að kaupa. HER ÁÐIJR FYRRI HEILLA 80 ára er í dag frú Elísabet Berndsen ekkja Hendriks heit- ins Berndsen, kaupmanns. Elísabet er í dag stödd á heim- ili dóttur sinnar og tengdason- ar að Langagerði 114. Blöð og tímarit Timarit lögfræðinga, 1. hefti 1971 er nýkomið út og hefur verið sent blaðinu. Það er 88 blað síður fyrir utan auglýsingar og af efni þess má nefna: Nestor íslenzkra lagamanna, Karl JúMus Einarsson. Minning, eftir Jóhann Gunnar Ólafsson, fyrrv. sýslumann. Stefán Már Stefánsson borgardómari skrif- ar greinina Réttarsáttir. Er það löng grein og skilmerkileg. Björn Guðmundsson og Stefán Már Stefánsson skrifa frá Sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur, Arnljótur Björnsson ritar yfir- lit yfir dóma Hæstaréttar í bif- reiðamálum, þar sem bætur eru lækkaðar vegna meðsakar tjón þola. Ritstjórinn skrifar Á við og dreif, og heftinu fylgir efnis yfiriit 1969—1970. Ritstjóri er Theodór B. Líndal. Ritið er prentað á góðan pappír í Félags prentsmiðjunni. Afgreiðslumað- ur er Hilmar Norðfjörð, Brá- vallagötu 12. Samúel og Jónína, táninga- blaðið, 4. tbl. 3. árgangs, er ný- komáð út og hefur verið sent blaðinu. Blaðið er mjög mynd- skreytt og flytur efni fyrir tán inga. Ritstjóragrein heitir Mein- lioka? Þá er skop og grein um diskotek. Óttar Felix Hauksson skrifar hljómplötugagnrýni. Grein með myndum af Ródur- um. Smásagan Gunni. Viðtal við Þorstein Eggertsson. Sumar- tízkan í hillum. Hópferð Islend- inga á enska hátíð. Að lesa i skrift. Heimisendi seinkar. Hve- nær verð ég kona? eftir Fríðu. Litli strákurinin venjulegi: Dust- in Hoffman, og eins og áður seg ir glás af myndum. Ritstjóri blaðsins er Þórarinn Jón Magnússon. 2 BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91. SKODA OCTAVIA COMBI '62 vel með farinn og Htið keyrð- ur í góðu standi er ti-l sölu. Upplýsingar i síma 15476 eftir kl. 5 daglega. teÚÐ TIL LEIGU með húsgögnum í Stokk- hólmi i þrjá mánuði, júni til ágúst. Sími og bíll geta fylgt. Upplýsingar i síma 33170. POPCORNS-VÉL Eigum óselda Pop-A-Lot pop- corns-vél á lager. H. Óskarsson sf„ sími 34339. FANNHVÍTT FRA FÖNN Fönn óskar að ráða strax ungan reglusaman mann til ýmissa afleysingastarfa. Bíl- próf. Uppl. í Fönn, Lang- holtsvegi 113. TIL SÖLU tvö kæliborð, annað með djúpfrysti. Stebbabúð Hafnarfirði. RlKISSTARFSMAÐUR óskar eftir smáíbúð (ung- karlaíbúð) nú þegar, eða fyr- ir ménaðamót. Uppl. í síma 2-39-60 eftir kl. 17 (5 e. iv). HAFNARFJÖRÐUR Kjötiðnaðarmaður óskast strax. Stebbabú? Hafnarfirði. MATSVEINN ÓSKAST á 60 tonna færabát frá Stykkishólmi, sími 24903. BlLSTJÓRI Ungur reglusamur maður með réttindi til aksturs fólksflutn- ingabifreiða óskar eftir vinnu i júní, helzt úti á landi. Tifboð merkt „Bílstjóri 7908” send- ist Mbl. fyrir 31. maí. TIL LEIGU GOTT HERBERGI með húsgögnum, aðgang að baði og síma fyrir reglu- sama konu frá 1. júní — 1. sept. Tilboð merkt „Haga- hverfi 7907" sendist Mbl. f. 30. maí. ARINCO Erum fluttir með málmmót- tökuna að Gunnarsbraut 40. Kaupum eins og áður alla brotamálma allra hæsta verði. Staðgreitt. Símar 12806 - 33821. ATVINNA Ung dugleg kona óskar eftir ræstingarstarfi, t. d. i skrif- stofu eða annarri vinnu, 2—5 tíma á dag í Hafnarfirði eða Rvík. Uppl. í síma 52765 kl. 19—20. BÍLL — BÍLL Til söiu af sérstökum ástæð- um, Skódi 100 L, árgerð '70, drapplitur, ekinn 12000 km. Til sýnis á bílasölu Matthias- ar Höfðatúni 2. Góð kjör við staðgreiðslu. RYMINGARSALA Seljum næstu daga með afslætti ýmsar vörur verzlunarinnar. Blóm og grœnmeti hf. Langholtsvegi 126 — Sími 36711. • • BÍLAR TIL SOLU Citroen Safari '69 VÖRUBfLAR: station, ekinn 11 þús. km M-Benz 1413 '69. allur sem nýr. M-Benz 1413 '67. M-Benz '65 disel, ný vél. M-Benz 1413 '66 Ford Fairlane '66. með framdrifi. Chevrolet Maiibu '64. Bedford '61—'66. Chevi Nova '64—'66. Opel station '68 4ra dyra. Moskwitch '64 ódýr. Skannia '66— '67. BÍLABORG - Sími 30995 Kleppsvegi 152 Holtavegsmegin. RUTLAND byggingavörur Undirburður, 4 tegundir. Sökklamálning. Uakmálning. Þakkítti. hi., sími 17373

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.