Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1971næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 26.05.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.05.1971, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐÍÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 19T1 31 íslendingar opnir fyrir nýjungum í skíðaíþróttinni segir Magnús Guðmundsson, skíðakennari HINN kunni golf- og skíðamað- ur, Magnús Guðmundsson, efndi fyrir skömmu til námskeiðs fyrir skíðafólk á Akureyri og kynnti þar ýmsar tækninýjungar í skíðaíþróttinni, sem ekki hafa verið kynntar hér á landi áður. Magnús Guðmundsson hefur verið búsettur í Bandarikjunum í nokkur ár og starfar þar sem skíðakennari í Sun Valley í Idaho. — Sun Valley er mikil miðstöð skíðaíþróttar í Banda- rikjunum og hafa komið þar fram margar merkar tækninýj- ungar í þeirri íþrótt. Magnús kom heim í stutt frí skömmu fyrir páska. Var hann fenginn til þess að leggja brautir í mót- um þeim, sem haldin voru á Akureyri um páskana, en að því Ioknu kynnti hann skíðafólki á Akureyri nokkrar af helztu nýjungunum, sem komið hafa fram í Sun Valley að undan- förnu. Fór hann aftur utan fyrir nokkrum dögum. — Akureyringarnir voru mjög móttækilegir fyrir nýjungum og framfarimar þennan stutta tíma voru greinilegar, sagði Magnús í viðtali við Morgunblaðið. — Ég kom síðast heim árið 1968 og frá þeim tíma hefi ég orðið var við stöðnun. Mér fannst þessarar stöðnunar gæta á ný- afstöðnu landsmóti. Segja má að hún sé eðlileg að nokkru leyti, þar sem íslendingar eru mjög einangraðir hér og lítið um utanlandsferðir skíðafólks. Fara þeir því mikið á mis við þær tæknilegu framfarir, sem verða í íþróttinni. Hins vegar eru Islendingar opnir fyrir nýj- ungum þegar þeim gefst tæki- færi á að kynnast þeim og sá ég undraverðan árangur hjá skíðafólkinu þennan stutta tíma, sem ég var með því í Hlíðar- fjalli við Akureyri. — Nefndi hann sem dæmi Hauk Jóhanns- son, ungan og efnilega skíða- mann frá Akureyri, sem stóð sig mjög vel á landsmótinu. — Ég fór upp í brekku með honum og eftir klukkutíma hafði hann uppgötvað hverjir hinir tæknilegu vankantar á skíðun hans voru og tók hann þá um leið framförum í íþróttinni. Að svo mæltu skýrði Magnús frá því í stórum dráttum í hverju hinar tæknlegu breyting- ar væru fóignar: — Grundvallarlögmál skíða- íþróttarinnar er gott jafnvægi, rétt notkun líkamsþunga í beygj um og réttur þungaflutningur, sagði Magnús. — Fram til þessa hefur íslenzkt skíðafólk vanizt því að standa upprétt í fyrri hluta beygju í svigi, en í ljós hefur komið að mun betri ár- angur næst með því að vera í lágri stöðu í fyrri hluta beygj- unnar og spyrna síðan út í gegn um beygjuna. Með þessu næst meiri kraftur og þar með meiri hraði.-I öðru lagi legg ég áherzlu á notkun efra skíðisins út úr hverri beygju og síðan er næsta beygja tekin á áðurnefndu skíði. Með þessu móti tengjast beygjurnar hvor annari betur sem erfitt yrði að útskýra í orð- um. Magnús er búinn að vera meira og minna við skíða- kennslu í yfir 20 ár, en þar af hefur hann verið við kennslu í 8 ár í Bandaríkjunum. f því sambandi sagði Magnús að tals- verður munur væri að kenna íslendingum og Bandaríkjamönn um að rehna sér á skíðum. — Þeir. Bandaríkjamenn, sem koma til Sun Valley eru í mörg um tilfellum millistéttarmenn með fjölskyldur sínar. Þeir hafa sparað fé til skíðafrísins allt Magnús Guðmundsson, skíðakennari. w ... Hé skíðar Magnús fram af lít'lli hengju. Er hann lágur í fyrri liluta beygjunnar, en réttir sig upp og spyrnir í snjóinn þegar hann er kominn fram af hengjunni. Með þessu móti tekst hon- um að halda stöðugri snertinguvið snjóinn og nær þar með betri stjórn á skiðunum. Hér kennir Magnús nokkrum Akureyringum að stiga upp á efra skiðið til þess að fá þungann upp á það skíði, sem notað verður í næstu beygju. og þar með fæst aukinn hraði. í þriðja lagi legg ég mikla áherzlu á gleiðstöðu á skíðum. Fram til þessa hefur það ekki þótt góð skíðun að skíða gleitt. Sú skoðun hefur fyrst og fremst orðið til vegna fagurfræðilegra sjónarmiða, enda skal það játað að skíðamaður sem skíðar með fætur saman lítur rennilegar út en hinn, sem skiðar gleitt, en aftur á móti er gleiðstaðan eðli legri og með henni fæst betra jafnvægi. Með gleiðstöðu kem- ur þunginn beint niður frá mjöðmum og auðveldara er að færa þungann eftir því sem þörf er á. Allt miðar þetta að því að fá sem stöðugast samband við snjóinn og þar með næst betri stjórn á skíðunum um leið. — Þetta eru meginbreytingarnar, en bar við bætast ýmis atriði. Þannig á ekki að standa á skiðum, segir Magnús. Þunginn er of aftarlega, en í allri friskiðun er eðlilegast að standa í þægi- lega uppréttri stöðu með hnéin og ökla beygð. Nokkrir af nemendum Magnúsar. Má sjá þarna ýmis þekkt andlit, svo sem Karólínu Guð- mundsdóttir og ívar Sigmundsson o.fl. árið og koma með þvi hugar- fari að hafa sem allra mest not af dvölinni og nýta þvi hverja stund sem gefst til þess að æfa sig og nema. íslendingarnir fara aftur á móti hægar og oft tekur það langan tíma fyrir kennar- ann að ná sambandi við þá. En loks þegar það tekst þá er árangurinn mjög góður og eru framfarirnar hjá þeim oft ör- ari en hjá Bandaríkjamönnun- um. An efa muna margir eftir Magnús Guðmundssyni í sam- bandi við golf, en Magnús hefur náð langt í þeirri íþrótt engu síður en á skíðunum og hefur einnig fengizt við golfkennslu, hér heima og erlendis. Aðspurð- ur sagðist Magnús vera hættur að kenna en færi þó enn í golf sér til ánaegju yfir sumartímann. Magnús er kvæntur amerískri konu. Kennir hún í reiðskóla yfir sumartímann og fæst við skíðakennslu á vetrum með Magnúsi. Kom þar fram í rabb- inu við Magnúsí að hún hafði upphaflega verið nemandi hans í Sun Valley, þá sem algjör byrjandi í skíðaíþróttinni, en nú hefur hún náð svo langt sjálf, að hún er orðin skíðakennari í Sun Valley. í Hlíðarfjalli við Akureyri var Magnús með tvo hópa skíða fólks. Annars vegar voru ungl- ingár, sem lítið sem ekkert höfðu farið á skíði áður, en hins vegar var skíðafólk, sem lengra er komið og náð hefur langt í mótum hér heima. Má þar nefna nöfn eins og ívar Sig- mundsson, Árna Óðinsson, Karolínu Guðmundsdóttir o. fl. Sagðist Magnús hafa haft mikla ánægju af þvi að starfa með þessu fólki og rómaði þá fyrir gréiðslu, sem hann fékk á Akur eyri um páskana og vikuna á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 116. tölublað (26.05.1971)
https://timarit.is/issue/114754

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

116. tölublað (26.05.1971)

Aðgerðir: