Morgunblaðið - 26.05.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.1971, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1971 1 Norðmenn bjartsýnir á, sigur í leiknum í kvöld En það eru Islendingar líka Frá Steinari J. Lúðvíkssyni, fréttaritara Mbl. með lands- liðiniu KOMA ísl. landsliðsins til Nor- egrs vakti töluverða athyg-li og strax á Fornebu-flugvelli voru mættir blaðamenn sem ræddu við leikmennina og Ijósmyndar- ar, sem mynduðu þá bak og fyr- ir. Mesta athygli virtist Her- mann Gunnarsson vekja, en Norðmenn eru þess vel minnug- ir, að það var bann sem skoraði bæði mörk Islands i leikniun við þá í fyrra. Fá vakti það einnig mikla athygli, að sonur Alberts Guðmundssonar er i liðinu, og spá mörg blaðanna þvi, að hann eigi eftir að feta í fótspor föður síns, en greinilegt er að orð- stír Alberts Guðmundssonar sem knattspymumanns er mik- U1 hér í Noregi. Leikurinn í kvöld er fyrsti landsleikur Norðmanna í ár, en deildakeppnin hjá þeim er nú i íullum gangi og allir landsliðs- menn þeirra, að markverðinum undanski-ldum, þóttu standa sig meS prýði um helgina. 1 skrifum dagblaðanna um leikinn kemur fram augljós bjartsýni um að Norðmenn nái hagstæðum úrslitum í leiknum. T.d. segir Káre Sirevág, dómar- inn sem dæimdi leik Frakka og Islendinga á dögunum, að sér finnist eðlilegt að Norðmenn sigri í leiknum með þriggja til fimm marka mun. Hann segir að ísL landsliðið sé sizt sterkara en beztu 1. deildarliðin í Noregi, en tekur það þó fram, að í leikn um við Frakkland hafi sér virzt vörnin standa sig mjög veL svo og markvörðurinn, en sóknar- leikurinn hafi hins vegar verið vonlaus. En Islendingarnir eru einnig bjartsýnir og mikil bjartsýni og baráttuhugur í liðinu. JÓHANNES BJARTSÝNN Völlurinn, sem leikurinn íer fram á, er raunar ekkert glæsi- legur, sagði Jóhannes Atlason, fyrirliði liðsins. Hann er mjög mishæðóttur og etnnig finnst mér hann vera lengri en Laug- ardalsvöllurinn. Norðmenn leika allt öðru visi knattspymu en Frakkar, sagði Jóhannes, og ég held að það sé betra fyrir okk- ur að ráða við þá. Ég held því t.d. hiklaust fram, að í fyrra hafi lið Frakklands verið lang- bezta liðið, sem við lékum gegn, og flestum ber saman u-m, að þeir eigi eitt bezta éihugamanna landslið í Evrópu, ef austan- tjaldslöndin eru fnáskilin. Að minum dómi teldi ég hyggilegt að byrja leikinn með aukamann i vörninni, meðan við erum að sjá hvernig þeir eru. Þannig lék um við í fyrra, og þanni-g var okkur sagt að leika gegn Frökk- unum, en hitt er svo alit annað mál, að þar tókst okkur ekki að framkvæma það, sem fyrir okk- ur v£tr lagt. knattspymu, sem fram íór á Laugardaisvellinum, en þar skor aði hann þýðingarmiki-1 mörk á siðustu stundu. Marteinn sagði, að sér hefði komið það mjög á óvart aðvera valinn í landsliðið núna. — Ég hiakka til leiksins í kvöld, þó að ég verði e.t.v. svo- Ifitið óstyrkur á taugum, þegar á hólminn verður komið. ÁSGEIR B.JARTSÝNN Ásgeir Elíasson, einn af fram- herjunum, kvaðst einnig vera bjartsýnn á lei-kinn, en sagðist þó ekki þekkja mikið til norsku varnarleikmannanna, en ef ísl. liðið næði vel saman, ætti að vera hægt að sigra — Við vitum að auðvitað leggja Norðmenn geysiiega mik ið upp úr sigri í leiknum í kvöld, til þess að hefna fyrir tapið í fyrra, sagði Ásgeir, en við leggj- um einnig mikið upp úr því að vinna þennan leik, og sanna að við stöndum þeim jafnfætis. Eyleifur og Hermann þurfa ásamt fleirum að tryggja sigurinn. með því að setja mörk. Tekst Þorbergi markverði aftur að haida markinu hreinu gegn Norðmönnum? 7 SINNUM I LANDSLIÐI EN NÝLIÐI ÞÓ Liðsandinn í íslenzka iandsiið- inu er sérstaklega góður og hann einn ætti að geta fleytt okkur yfir erfiða hjalla, sagði Marteinn Geirsson, sem í kvöld leikur sinn fyrsta landsleik íyr- Island. Reyndar er þó Mart- einn ek-ki ókunn-ur landsliðspeys unni, þar sem hann hefur leikið 3 unglingalandsleiki í handknatt leik og 4 unglingalandsleiki í knattspyrnu. Muna víst flestir eftir frammistöðu hans í Ungl- ingameistaramóti Norðurlanda í Marteinn Geirsson — nú í fyrsta sinn í A-landsliði. Einn nýliði í landsliðinu — móti Norðmönnum í kvöld EINN nýliði verður í islenzka landsliðinu sem mætir Norð- mönnum á Brann-StajHon í Berg en i kvöld. Er það Marteinn Geirsson i Fram, sem leikur sem bakvörður í liðinu. Kemur hann í stað Einars Gunnarssonar ÍBK, sem ekki gat komið þ\4 við að fara utan. Þá er nú Guðgeir Leifsson, Víkingi, í fyrsta sinn valinn í liðið, en sem kunnugt er, kom hann inn í ieikinn við Frakka á dögimum sem vara- maður, og stóð sig þá mjög vel. Liðið, sem leikur við Norð- meran verður annars þannig skipað. Martovörður: Þorbergur Atlason, Fram. Bakverðir: Jóhannes Atlason, Fraim, Guðni Kjartansson, ÍBK, Marteinn Geirsson, Fham, Þröstur Stetfánsson, iBA. Tengiliðir: Harald-ur Sturlaugsison, ÍA, Guðgeir Leifsson, Viking, Eyleifur Hafsteinsson, IA. Framherjar: Maitthias Hailgrímsson, lA, Hermann Gunnars-son, Val, Ásgeir Elíasson, Fram. Varamenn: Magnús Guðmundsson, KR, Róbert Eyjólfsson, VaJ, Jóhannes Eðvaldsson, VaJ, Ingi Bjöm Albertsson, Val. Hafstein-n Guðmundsson, ein- valdur, sagði í viðtaii við Morg- unblaðið, að ætlunin væri, að semja við Norðmenn um að skipta mætti u-m þrjá menn í leiknum á morgun. Við munum þó engar breytinigar gera á lið- in-u i leiknum, ef vel gengur og engin óhöpp henda. — stjl. ,1 Munum reyna að sækja meira en í leiknum gegn Frökkum — sagði Albert Guðmundsson Frá Steinari J. Lúðvíkssyni í Bergen. MÓTTÖKURNAR hér í Nor- egi hafa verið frábærlega góðar, sagði Albert Guð- mundsson, form. KSÍ og aðal- fararstjóri ísl. landsliðsins, í viðtali við Mbl. í gær. En þegar við ræddum við hann var landsliðshópurinn að koma úr hádegisverðarboði borgarstjórans í Bergen. — Ég er sérstaklega ánægð nr með framkomu drengj- anna, sagði Albert, en hún hefur verið þeim og landi þeirra til sóma. — Leikurinn í dag leggst ekki illa í mig, því ég ber það mikið traust til drengj- anna. Hitt er staðreynd að Norðmenn hafa aldrei tapað iandsleik hér í Bergen og ætla ekki að láta slíkt henda nú. Aðspurður um leikaðferð landsliðsins, sagði Albert. — Við munum útfæra leik- aðferð liðsins á annan hátt nú en gert var i ieiknum gegn Frökkum. Leikaðferðin sjálf á að vera hin sama og við notuðum í fyrra með góð- um árangri en misheppnaðist gegn Frakklandi á þann hátt, að úr varð of mikill varnar- leikur. 1 þessum leik ætlum við okkur að sækja og verj- ast til skiptis eins og vera ber í knattspymu. Að mín- um dómi er það meira virði að gera fleiri mörk en and- stæðingurinn, en að halda markinu hreinu. Ég hugsa að norska landsliðið sé líkt þ\4 franska að styrkleika, en leik ur sennilega dálítið öðruvísi knattspymu, þar sem Rrakk- arnir hafa meiri möguleika á því að fylgjast með at- vinnumönnum og læra af þeim. — En það sem mest er um vert, sagði Albert, er að drengimir eru ákveðnir í að gera sitt bezta, og takist það hjá þeim, þá ber ég engan kvíðboga. NU er rétti tíminn til að hvrja að SKOKKA: SKOKK hefur marga kosti: 0 Það kostar ekkert. • Tekur lítinn tíma. • Styrkir hjarta og lungu. • Eykur öryggi og þol. • Hjálpar þér til að léttast. • Jafnt fyrir konur og karia. Allar upplýsingar um hvað þér hentar, færðu í bókinni „SKOKK fyrir alla“. SKOKK- bókin fæst í öllum bókaverzlun- um. íþróttablaðið komið út ÍÞRÓTTABLAÐIÐ er nýkomið út. Af efni blaðsins má nefna samtal við yngsta millirikjadóm ara heims, Guðm. Haraldsson, frásögn af sambandsráðsfundi I.S.I., fyrri hluti mjög skem-mti- legrar greinar eftir Halldór Hansen, fyrrv. yfirlækni, um sögufræga ferð íslenzkra iþrótta man-na á Olympíuleikana í Stokk hólmi 1912, skrá yfir heimsmet og Evrópumet í snndi o.fl. Blað- ið er prýtt fjölda mynda. íþróttablaðið er selt i lausa- sölu í bókaverzlunum og sport- vöruverziunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.