Morgunblaðið - 03.07.1971, Side 5

Morgunblaðið - 03.07.1971, Side 5
MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLl 1971 Kristin Magnús Guðbjartsdóttir og fnski leikstjórinn Jobn Fernald Leikur og söngur fyrir erl. ferðamenn — á vegum Sumarleikhússins í Glaumbæ SUMABLKIKHÚSIÐ, sem stóð f.yrir kvöldvökum fyrir erlenda ferðamenn í fyrrasumar, er nú að fara af stað á ný, og verður fyrsta sýningin i Glaiunbæ n.k. niánudagskvöld. Þar niunu leik- ararnir Kristín Magniis Guð- bjartsdóttir og Ævar Kvaran flytja riinilega tveggja klukku- stimda dagskrá í bundnu og ólunidnii niáli. Kr efnið tekið úr íslenzkiitn sögiun, kveðskap og leikritiun, aftur úr ölduni og frani til jiessa dags. Molly Kennedy hefur Valið efnið og þýtt yfir á ensku, en dagskráin er öll flutt á ensku. Inn á niilli konia frani þrír piltar, seni kjósa að kalla sig „Tópa, Drösul ok 0|u>la“ og syngja íslenzk lög, göniiil og uý. Sumarleikhúsiö, sem eiginlega er angi af Ferðaleikhúsinu, var starfrœkt í ágústmánuði í fyrra- sumar og fékk þá svo góðar viðtökur að ákveðið var að end- urtaka kvöldvökurnar í sumar, í júlí og ágúst með auknu efni og endurbættu. Kristín Magnús og Halidór Snorrason, forstöðu- fólk Ferðaleikhússins standa f.vrir Sumarleikhúsinu og hafa þar fengið til liðs við sig Ævar Kvaran, söngtríóið, Molly Kenn- edy og brezka leikstjórann John Fernald, sem tekið hefur að sér leikstjórnina. Fernald hefur unn- ið víða á meira en 40 ára starfs- íerli, þar á meðal fært upp 200 leiksýningar í London og Liver- pool. Um 10 ára skeið stjórnaði hann Konunglega brezka leik- listarskólanum og síðustu fimm árin hefur hann starfað í Banda- rikjunum, en er nú á leiö til Bretlands til starfa. Á blaðamannafundi, sem Sum- arlei'khúsið efndi til í gær, sagði Fernald, að sér væri það mikil ánægja að koma og færa upp kvöldvökur Sumarleikhússins - enda væri hér um merka starf- semi að ræða, sem hann vissi ekki til að ætti sér hliðstæðu. nokkurs staðar í heiminum. Ég varð reyndar „ástfanginn“ af íslandi 1941 þegar ég kom hir.gað í brezka sjóhernum — og síðan 1968 hef ég komið hing að á hverju sumri, sagði Fern- ald. í fyrrasumar leyfði Krist- in Magnús, sem er gamall nem andi minn, mér að fylgjast með æfingu hjá Sumarleikhúsinu og fannst mér þetta svo skemmti- leg hugmynd að ég kvaðst með ánægju skyldi koma í 10 daga nú í sumar og stjórna uppfærsl unni. — Að mínum dómi eru þýðingar Molly Kennedy alveg frábærar og efnisvalið er þann ig, að ég held að flestir hljóti að hafa gaman af, því þarna fer saman fróðleikur um ísl. menningu og létt og fersk skemmtun. Kristín Magnús sagði að Sum aiieikhúsið hefði fengið smáveg is fjárhagsaðstoð hjá Ferðaskrif stofu í-ikisins og Ferðaskrifstofu Zoéga, en að öðru leyti væri það áhuginn í aðstandendum og flytjendum, sem bæri þetta uppi, því gróðavonin væri ekki mikil, frekar en i annarri hlið stæðri leikstarfsemi. En þakk- irnar og viðtökurnar hjá hinum erlendu áhorfendum hefðu full vissað þau um að þau væru að leggja þarna sitt af mörkum til landkynningar og í þeirri trú ætluðu þau að reyna að halda starfsemi Sumarleikhússins á- fram á komandi sumrum. Kvöldvökur Sumarleikhússins verða á mánudögum, þriðjudög um og miðvikudögum kl. 21 i Glaumbæ — fleiri sýningar er ekki hægt að hafa í viku, þvi aðra daga þurfa unglingarnir að dansa í Glaumbæ. Eyðileggur aspirin áhrif „lykkiunnar“ BRF.ZKIIt vísindamenn hafa komizt að því, að aspirin getur haí't áhrif á frjósemi. Er liugs anlegt, að þessar venjulegu höf uðverkjatöflur geti dregið úr álirifum „Iykkjunnar“ svonefndu til þess að koma í veg fyrir getnað. Aspirin dregur úr myndun svonefndra prostaglandinhvata, en menn hafa þá hugmynd um „Iykkjuna“, að hún orsaki mynd un prostaglandinhvata, sem aft ur á móti hafi þau áhrif á leg ið, að það dregst saman og veld u r fóstureyðingu. Taki kona töfiu ; til að losa sig við höfuð- vérk, kann það hins vegar að upphefja áhrif „lykkjunnar". Niðurstöður rannsókna á á- hrifum aspirins eru skráðar í skýrslu, sem lyfjafræðideild „The Royal College of Surge- ons“ í London hefur nýlega birt. Brezka vísindaritið „New Scientist“ rekur málið einnig og telur hið merkilegasta. Það samband, sem virðist vera milli aspiríns og prostaglandin- hvata, getur orðið til þess að menn finni ný og áhrifameiri lyf gegn ýmsum sjúkdómum, svo sem gigtsótt, jafnframt því að auka mönnum skilning á mannalíkamanum. Atuskilyrði, ástand sjávar og fiskigöngur — rædd á fundi haffræðinga á Akureyri markaður við 40— 50 lestir vegna vinnslumöguleika um borð. Um 80% aflans fara í frystingu til manneldis en hitt í bræðslu. FUNDUR sovézkra og islenzkra haf- og fiskifræðinga var bald inn á Akureyri 27.—29. júní. Á fundinum voru tekin saman gögn sem sýndu ástand sjávar, átuskilyrði og fiskigöngur i liaf inu miili Noregs og íslands og norðan Islands seinni hluta maí og í júni. í fréttatilkynningu frá Ilaíraniisóknastofnuninni er skýrt frá ýmsu sem kom fram á fundimim. Þar segir: Eins og flestum er kunnugt var isbrúnin í vor fjær land inu en verið hefur síðan 1964. Sjómælingar, sem gerðar voru í febrúar sl. milli íslands og Jan Mayen, bentu einnig til að svo myndi verða. í samræmi við legu isbrúnarinnar var hitastigið í hintpn kalda Austur-íslands- straumi hærra en undanfarin hafísár og lágmarkið nú minus ein gráða, en í upphitaða yfir borðslaginú allt að 4°C í júní. Seltumagn sjávar í Austur-ís landsstraumnum er samt en*n til tölulega lágt eins og venja hef ur verið síðan 1964 og sýnir spU an að áhrifa pólsjávar gætir en., í ríkum mæli fyrir norðaustan ísland. Norðanlands gætti sæv ar sunnan úr Atlantshafi með minnsta móti i maí. Þannig verð ur ástand sjávar fyrir Norður- landi í vor að teljast til undan farinna kaldra ára, þótt hita- stig í yfirborðslögum sé tiltölu lega hátt vegna mildrar veðr- áttu og fjarlægðar íss. að kolmunninn var óvenjulega stór á öllu svæðinu (25 til 36 sentimetrar). Gagnstætt reynslu undanfar- inna ára fundust ekki kolmunna- torfur, sem veiðanlegar hefðu verið í herpinót, en þess má þó geta að engar rannsóknir fóru fram á kolmunnasvæðinu sjálfu í maí. Jákvæðar veiðitilraunir rann- sóknaskipanna með flotvörpu í júní urðu þó til þess að 20—30 rússnesk verksmiðjuskip komu á svæðið og fengu þar strax góð- an afla. Algeng veiði þeirra var 15—20 lestir i togi sem stóð i l'a klst., en dagsafli var þó tak- Áætlað er að þessum rann- sóknum verði haldið áfram á næsta ári í samvinnu við Rúss- ana. Frá Hafrannsóknastofnuninni sátu fundinn þeir Hjálmar Vil- hjálmsson og Sveinn Svein- björnsson fiskifræðingur og Svend-Aage Malmberg haffræð- ingur. LESIfl DRGLEGR Mínar hjartans þakkir tii allra, sem sýndu mér vinsemd á 100 ára afmæli minu, börn- um mínum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnum, sem gerðu mér dag- inn ógleymanlegan. Ennfremur öllum ættingjum og vinum, er glöddu mig með blómum, gjöfum, skeytum og hlýjum handtökum. . Guð blessi ykkur öll. Guðhjörg Svanlaug Árnadóttir, Aiistiirgötn 24, Keflavík. Heilar þakkir öllum þeim, sem vottuðu mér vináttu sína 30. júni. _ Sigurbjöm Einarsson. Mælingar fyrir Austurlandi og í Noregshafi öllu, en þær voru gerðar í júní sýna að hita- stig í hafinu sunnanverðu var yfir rneðallagi, en undir meðal lagi í því norðanverðu. Skilin milli hlý- og kaldsjávarins fyr ir Austurlandi náðu á 10° v. 1. norður á 65° n. br. og þaðan lágu þau í suðaustur á 63° n. br. norður af Færeyjum, en síð an til norðurs að 70° n. br. austur af Jan Mayen. Þau voru eins og á undanförrium árum austar og sunnar en var fyrir 1965. Ekkert bendir því til þess að hafísástand sjávar, sem hófst hér við land 1964, sé um garð gengið. Eins og við mátti búast með hliðsjón af hitastiginu var þör ungagróður með mesta móti sunnarlega á athugunarsvæðinu milli íslands og Noregs. Það er því augljóst að með tilliti til þörungamagns hefur vorað þar vel í ár, en norðanlands aftur á móti ekki. Enda þótt rauðátumagn í Nor egshafi sé svipað og á undan- förnum árum bar nú mun meira á yngri dýrum og verulegt magn pólsjávartegunda var á áhrifa- svæði Austur-íslandsstraumsins austan og norðaustanlands. Virðist því svo, sem sú upphit- un, sem mældist í efstu lögum sjávar og áður var getið hafi ekki flýtt fyrir vexti átunnar. Aöeins óverulegt síldarmagn fannst seinast í maímánuði uppi við norska landgrunnið norðan- vert. Síldin var þarna í smáum torfum og stóð djúpt. Aðrar síld- arlóðningar fundust ekki. í júnímánuði var þess vegna aðaláherzlan lögð á að kanna •magn og útbreiðslu kolmunna á hafinu milli íslands, Færeyja og Jan Mayen, á véiðitilraunir og öflun sýnishorna. Að þessu sinni fannst aðal kolmunnamagnið um 65. breidd- argráðu, 60—120 sjómílur austur af Gerpi. Dreifður kolmunni var þó einnig á allstóru svæði aust- ur og suðaustur frá Jan Mayen sitt hvorum megin við 0-lengdar- bauginn. Lengdarmælingar sýna, a m m *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.