Morgunblaðið - 03.07.1971, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1971
Skipulagsmál hafa mjög
verið til umræðu á opinber-
um vettvangi að undan-
förnu. Aðaltilefnið hefur ver
ið þær framkvæmdir, sem
standa nú yfir framan við
Stjórnarráðshúsið i Lækjar-
götu, en inn í þessar umræð
ur hafa blandazt ýmsar aðr
ar aðgerðir í skipulagsmál-
um borgarinnar. Sýnist sitt
hverjum eins og gengur,
enda smekkur manna mis-
jafn og deilur um smekk
leiða sjaldnast til ákveðinnar
niðurstöðu, sem allir geti
saett sig við.
Umræður sem þessar eru
þó ávallt gagnlegar. Þær sýna
lifandi áhuga fólksins á um
hverfi sinu og eiga að geta
orðið yfirvöldum til stuðn-
ings við ákvarðanir um
skipulagsmál. Þó er það því
miður oft svo, að slíkar um
ræður fara of seint af stað.
Dæmið um blettinn fyrir
framan Stjórnarráðshúsið
sýna það einna bezt.
Þegar aðalskipulag Reykja
víkur var samþykkt, var
jafnframt gengið frá svo-
nefndu deiliskipulagi fyrir
miðbæinn, þ.e. gerð var náin
grein fyrir nýtingu og notk
un lands, tilhögun gatna,
lóða, húsa, opinna svæða og
annarra atriða, sem tilheyra
slíku skipulagi. Við ákvörð
un um aðalskipulagið var
BORCAR
-AIAI
því jafnframt tekin ákvörðun
um breikkun Lækjargötu
framan við Stjórnarráðið. Sú
aðgerð hefur hins vegar ekki
komizt til framkvæmda fyrr
en nú, þar sem aðrar gatna
gerðarframkvæmdir hafa set
ið í fyrirrúmi. Þessi ákvörð
un, sem var ítarlega undir
bújn, var mjög vel kynnt á
sínum tíma, bæði meðal al-
mennings og einnig meðal
þeirra, sem sérmemntaðir eru
i skipulagsmálum eins og t.d.
hjá arkitektum. Vitað er að
Arkitektafélag íslands hélt
sérstaka fundi um aðalskipu
lagið, þar sem sérfræðingar
þeir, sem að skipulaginu
unnu voru mættir til útskýr-
inga. Það er því þessu ann-
ars ágæta félagi til lítils
sóma nú að rjúka upp til
handa og fóta og mótmæla
framkvæmd þessa verks, sem
svo auðveldlega mátti lesa út
úr aðalskipulaginu að til
stæði að framkvæma. Að
vera vitur eftir á hefur sjaldn
1
Þessi mynd sýnir hvernig bletturinn fyrir framan Stjórnarráðið verður þeg-ar Lækjargatan
het'iir verið breikkuð en um þessa framkvæmd ogr nýja st.jórnarráðshygginiru við I.ækjargötn,
fjallar Birgir Isl. Gunnarsson i þessari grein.
Stjórnarráðsblettur og
st j órnarr áðsby gging
ast þótt mikil speki.
Auðvitað ber að fara að
með mikilli gát, þegar hreyft
er við jafn viðkvæmum stað
í borginni og gamla miðbæn
um. Allar breytingar þar
vekja deilur. Þannig var það
t.d. með breikkun Lækjar-
götu á sínum tima frá Tjörn
inni að Bankastræti, en þá
þurfti að taka sneið af
Mæðragarðinum og Mennta-
skólablettinum. Þær fram-
kvæmdir ollu háværum deil-
um. Að framkvæmdum lokn
um hjöðnuðu þær deilur
fljótt og sennilega eru það
fáir nú, sem harma að í þessa
framkvæmd var ráðist. Flest
ir sjá nú að vel tókst tii og
Lækjargatan á þessu svæði
er einn fegursti hluti miðbæj
arins.
Breikkun Lækjargötu fram
an við Stjórnarráðshúsið er
rökrétt afleiðing fyrri að-
gerða við Lækjargötu og lík
legt er, að þegar gengið hef
ur verið að fullu frá svæð-
inp, þá sjái flestir réttmæti
þessarar framkvæmdar og
miðbærinn verði fegurri eftir
en áðui.
Hitt er svo annað mál,
hvernig haga eigi frekari
framkvæmdum á þessu svæði
t.d. hvernig haga eigi húsalin
unni milli Amtmannsstígs og
Bankastrætis. Hætt er við að
nýtízkuleg stjórnarráðsbygg-
ing, eins og likan hefur verið
sýnt af, muni ekki fara vel
á þessum stað. Vonandi
verða niðurstöður úr verð-
launasamkeppni Arkitektafé-
lags ísiands til aðstoðar við
ákvörðunartöku um það efni
þegar þar að kemur.
Inn í umræðurnar um
skipulagsmálin að undan-
förnu, hefur komið fram
gagnrýni á það, að bíllinn sé
ofmetinn í skipulaginu og
„einkabílisminn“ svonefndi
hefur verið talinn of ráðandi.
Rétt er það að víða um heim
hafa skipulagsmenn áhyggjur
af vaxandi bílamergð og
reyna að koma i framkvæmd
aðgerðum til að sporna við
fótum, t.d. með aukinni þjón
ustu almenningsvagna. í
framkvæmd hefur þetta
reynzt mjög erfitt og á fæst
um stöðum orðið til að
minnka umferðina, heldur í
mesta lagi orðið til að draga
úr hraða aukningarinnar.
Bíllinn er orðinn almenn-
ingseign, ekki síður hér á
landi en annars staðar. Fólk
vill fá að nota sína bíla, ekki
aðeins til að aka á milli
landshluta, heldur líka inn-
anbæjar. Skólakenningar um
einkabílismann geta verið
gagnlegar til að vekja um-
ræður og umhugsun, en þær
eru ekki líklegar til að leysa
í framkvæmd raunverulegan
vanda. Þar verður til að
koma raunhæft mat á eðli-
legum vilja og þörfum þeirra
íbúa, sem við skipulagið eiga
að búa.
Aðalskipulag Reykjavikur
var vel undirbúinn og merk-
ur áfangi í skipulagsmálum
borgarinnar. Það er t.d. al-
rangt, sem skrifað var í einu
dagblaðanna fyrir stuttu af
fyrrverandi ritstjóra þess, að
landfræðingar hefðu ekki ver
ið kvaddir til ráðuneytis um
skipulagið. Var þetta reynd-
ar haft eftir einum af okkar
ágætustu jarðfræðingum.
Hver sem hefði haft áhuga á
að kynna sér hið rétta i mál
irru, hefði getað flett upp í
bókinni um Aðalskipulag
Reykjavíkur og kynnt sér,
hvaða sérfræðingar , komu
þar við sögu. Þar lögðu t.d.
hönd á plóginn bæði jarð-
fræðingar og veðurfræðing-
ar. Um forsendur skipulags
ins frá náttúrunnar hendi er
fjallað í skipulagsbókinni í
sérstökum kafia.
Skipulag er aðeins áætlun,
sem byggist á margvislegum
forsendum. Hinar náttúru-
fræðilegu forsendur breytast
lítið, en ýmsar aðrar forsend
ur, sem byggjast á spám um
framtíðina geta breytzt. Því
er nú í undirbúningi
að hefja ítarlega endurskoð-
un á aðalskipulaginu, enda
nauðsynlegt að það sé í sem
mestu samræmi við það, sem
við á hverjum tíma vítum
sannast og réttast um fram-
tíðarþörfina.
__________l
— 8. júlí
Framh. af bls. 1
ræði við fulltrúa framkvæmda
stjórnar kommúnistaflokks N-
Vietnams, Le Duc Tho.
Stjórnimálafréttaritarar segja,
að þessar tillögur Norður-Víet-
nama hafi sett Bandaríkjastjórn
í nokkurn vanda. Tillögurnar
virðast hafa fallið í jákvæðan
jarðveg hjá mörgum, m. a. banda-
rískum þingmönnum, en fyrir
Bandaríkjastjórn liggUT ekki að-
eins að ákveða, hvort hún eigi
að samþykkja þær eða hafna
þeim, hún þarf að gera sér fulla
grein fyrir því hvað að baki ligg-
ur, af hverju þær eru til kommar
og hver tilgangurinn með þeim
er. Það eina, sem enn hefur ver-
ið sagt af hálfu Bandaríkjastjórn
ar er í rauninni, að tillögurnar
hafi bæði jákvæðar og neikvæð-
ar hliðar.
— Víetnam
Framh. af bls. 1
er gert ráð fyrir fækkun um
14.300 manna á mánuði en land-
varnaráðuneytið er sagt vilja
fækka um 20.000 á mánuði.
Henry A. Kissimger, ráðgjafi
Nixom.s; er sagður hafa farið frá
Washington í gærkvöldi áleiðis
til Saigon til þess að kanna
hver.su æsikilegt það er að hraða
fækkuninni.
„Los Angeles Times“ segir, að
helzta röksemd landvamarácu-
neytisins fyrir óskinmi um örari
fækkun sé sú, að bardagasveitir
hersins séu hinar fyrstu, sem
heim eru kallaðar, og sé það
herlið sem eftir er þá skilið
illa varið fyrir hugsanlegum ár-
ásum.
Opinberlega hefur landvarna-
ráðuneytið ekki staðfest bessa
fregn blaðsins; talsmenn þess
segjast einungis stefna á bað
mark, sem Nixon, forseti, s-'tri
fyrir 1. des. nk„ þ. e„ að þá
verði búið að fækka i liðinu um
184.000 hermenn. Nixon hefur
sagt, að hann muni e. t. v. setja
fram nýjar tölur um lækkun ;
nóvember nk. Sem stendur eru
um það bil 241.000 bandarísklr
hermenn i S-Víetnam.
— Geimfarið
Framh. af bls. 1
geiimfaranma komið fyrir í
Kremlmúrnum við mikla við-
höfn. Lík geimfaranna stóðu uppi
í gær en voru brennd í nótt. I
morgun voru krukkurnar með
ösku þeirra settar á pallana, þar
sem kisturnar höfðu staðið, og
gátu borgarbúar farið þar um í
morgun og vottað hinum látnu
virðingu í tvær klukkustundir.
Eftir hádegi fengu einungis ætt-
ingjar geimfaranna og forystu-
menn Sovétríkjamna að koma þar.
Leiðin til Rauðatorgsins þaðan
sem líkin stóðu uppi, er um tíu
km og höfðu borgarbúar safnazt
þar saman sem líkfyigdin fór um.
Byggingar voru skreyttar fán-
um og myndum af geimförunum,
með svörtum sorgarborðum. —
Krukkurnar með öskunni voru
fluttar á fallbyssuvögnum, sem
brynvarðar herbifreiðar drógu.
Á undan líkfylgdinni gengu her-
menn, sem báru heiðursmerki
geimfaranna á flauelspúðum og
myndir af geimförunum. Fyrst á
! eftir fallbyssuvögnunum gengu
ekkjur geimfaranna og leiðtogar
ríkisiinis, þeir Kosygin, Podgorny [
og Brezhnev.
Minningaræður á Rauða torg-
inu héldu m. a. Mstislav V. Keld-
ysh, forseti sovézku vísindaaka-
demíunnar, og geimfarinn Viadi-
mir T. Shatalov, sem stjórnaði
íerð Sojusar 10. Keldysh sagði,
að för þeirra félaga markaði
þáttaskil í rannsókn manna á
víddum himingeimsins, og Shata
lov lagði áherzlu á það í ræðu
sinni, að aðrir sovézkir geimfar-
ar mundu halda áfram starfi
hinna látnu. Sovézkir geimfarar
væru sér vel meðvitandi um þær
hættur, sem fylgdu rannsókn
geimsinis og va-ru ávallt viðbúnir
að taka því sem að höndum bæri.
- Til Möltu
Framh. af bls. 1
vegna legu sinnar. Hins vegar
hefur Mintoff ekki til þessa lát
ið neitt uppi um, að hann sé
reiðubúinn að veita Rússum
hernaðarlega aðstöðu þar.
Er haft fyrir satt, að Mintoff
j hafi boðið Bretum nýjan leigu-
[ s-amning til 10—15 ára gegn
meira en helmingi hærri
greiðslu en til þessa hefur gilt,
eða 10—13 milljónum sterlings
punda. Hafi bezka stjórnin
þetta til athugunar en muni
hafna því finnist henni verðið
of hátt, þar sem flugvélar
Breta geti eins athafnað sig á
Ítalíu eins og á Möltu. Hefur og
varnarsamningur Breta og Líb
anon dregið mjög úr gildi Möltu
fyrir Breta.
— Pakistan
Framh. af bls. 1
ekki neinar heildartölur yfir þá
sem hefðu látið lifið af kulda og
vosbúð, en það væri nú tíðari
dánarorsök en kólera. Fréttir
frá landamærunum herma að
flóttamennirnir séu komnir langt
yfir fimm milljónir, og enn
komi stöðugur straumur þeirra
yfir landamærin. Á síðustu fjór
um dögum hafa rúmlega 300
þúsund þeirra komið yfir larida
mærin til Vestur-Bengal.