Morgunblaðið - 03.07.1971, Síða 12

Morgunblaðið - 03.07.1971, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLl 1971 \ 1 BREIÐHOLTI standa nú yf- ir byggingarframkvæmdir við stærsta fjölbýlishús, sem hing að til hefur risið á Islandi. Stendur húsið við Asparfell og í því munu verða 180 íbúð- ir. Að byggingarframkvæmd- unum stendur Byggingasam- vinnufélag atvinnubílstjóra og eru meðlimir í félaginu skráð- ir 778, en „virkir“ félagar munu vera um 500 talsins. 1 fyrsta áfanga, Asparfelli 2 og 4, eru 59 íbúðir og 8 leiguherbergi. Framkvæmdir í Breiðholti: Stærsta f jölbýlishús á íslandi Getur rúmað alla íbúa Stykkishólms hjá fyrirtækinu manns. 50 Áætlað er, að framkvæmd- um ljúki um áramótin 1973— ’74, en þær hófust í ágúst 1970. Stærð hússins við Asp- arfell verður um 58 þús. rúm- metrar og gólfflötur þess á öllum hæðum verður um 21 þús. fermetrar. Grunnflötur þess er 2522 fermetrar. Heild- arkostnaður við byggingar- framkvæmdirnar er áætlað- ur rúmar 218 millj. kr. 1 fyrsta áfanga, Asparfelli 2 og 4, sem áætlað er að steypa upp í vetur og fram á vorið 1971, eru 59 ibúðir og 8 leigu- herbergi. Undirstöður voru steyptar í október. Áætlað er, að íbúðimar verði íbúðar- hæfar jafnóðum og verkinu miðar áfram á tímabilinu frá því í febr.—marz 1972 til ágúst—september sama ár. 1 öðrum áfanga, Asparfelli 6 og 8, verða 70 íbúðir og 8 leiguherbergi. Uppsteypa á honum á að hefjast í maí— júní 1971. Áætlað er að íbúð- ir verði íbúðarhæfar á tíma- bilinu okt.—nóv. 1972 til rnarz —april 1973. 1 þriðja áfanga, Asparfelli 10 og 12, eru 51 íbúð, barna- heimili og 8 rými fyrir at- vinnu- og þjónustufyrirtæki. Uppsteypa á að hefjast í febrúar—marz 1972, áætlað íbúðarhæft frá apríi 1973 til des. 1973. Blaðamaður og ljósmyndari Mbl. lögðu leið sína upp í Breiðholt fyrir skömmu, skoð- uðu framkvæmdir þar og ræddu við menn að störfum. Fyrstan tókum við tali Ólaf Guðmundsson, trésmið, en hann hefur unnið við þessar byggingarframkvæmdir síðan þær hófust. Ólafur er ættað- ur af Skógarströnd á Snæ- fellsnesi, — Það þyrfti ekki nema eitt hús af þessari stærð til að fullnægja húsnæðisþörf allra íbúa í Stykkishólmi og myndi það spara geysilegt fé við gatnagerð. Ekki er þó víst, að „Hólmararnir" séu mér sammála um að þetta sé rétt. — Jú, ég er mjög ánægður með vinnuaðstöðuna hér, að- búnaður er allur mjög góður, t.d. er mötuneytið hér til fyr- irmyndar. Við ræddum næst við Gest Vigfússon, járnabindinga- mann, en hann er frá Skálma- bæ I Álftaveri og vinnur hér i byggingavinnu á veturna og vorin. — Mér likar að mörgu leyti vel að vinna hér. Maður er alltaf á sama stað og aðstað- an er hér góð. Auk þess eru vinnufélagarnir mjög góðir og ósjaldan gerist eitthvað skemmtilegt. Ég reyni að halda það út að vinna hér þar til verkinu lýkur, þ. e. ef mér endist aldur til, Loks tókum við tali verk- stjórann, Einar Jónsson. Ein- ar var áður leigubílstjóri, en hóf störf sem verkstjóri hjá B.S.A.B. fyrir fimm árum síð- an. — Hversu margir vinna hér á vegum Byggingasamvinnu- félagsins? . — Hér vinna nú 38—40 manns, en alls munu vinna — Notið þið einhverjar nýj- ungar í byggingatækni hér við þessa byggingu. — Það er í rauninni ekki hægt að segja það. Við not- um Breiðfjörðsmót og fáum þannig mjög góða nýtingu á timbri. Hins vegar finnst mér byggingariðnaðurinn hér á landi standa helzt til mikið í stað, því ekki er hægt að segja að neitt nýtt hafi kom- ið fram í byggingatækni hér á undanförnum árum. Það getur þó verið að stálmótin, sem framkvæmdanefnd bygg- ingaiðnaðarins er að gera til- raunir með, séu nýjung á ein- hvern hátt. — Hafið þið margt skóla- fólk í vinnu? — Við erum með átta stráka hér, en það er talsvert há prósentutala af verka- mönnum. En þeir eru yfir hÖfuð mjög nýtir starfs- kraftar og engin ástæða til að sniðganga þá á vinnu- markaðinum. Reyndar tel ég það siðferðislega skyldu, að þeir aðilar sem standa að svona miklum framkvæmd- um, taki skólapilta i vinnu. — Hvernig miðar svo fram- kvæmdum hér. — Vel, við steypum alltaf upp tvær hæðir á mánuði fyr- ir utan það sem við vinnum í undirstöðum og öðru slíku. Ég held að með því fram- haldi eigum við að ljúka verk- inu á tilskildum tima. — Loks vil ég benda á að samvinnufélög sem þetta, geta lækkað byggingakostn- aðinn veruiega, t.d. taldi ég þetta einu leiðina fyrir mig til að koma mér upp ibúð. Einar Jónsson Gestur Vigfússon ...... ■ be u s»rr:: n““ Frá framkvæmdunum við Asparfell Norðurhlið fjölbýlishússins eins og það verður fullgert.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.