Morgunblaðið - 03.07.1971, Side 17

Morgunblaðið - 03.07.1971, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLl 1971 17 £r Seldu sælgæti og gáfu út auglýsingablað — til að geta tekið þátt í alþjóðiegri söngkeppni í Wales SKÓLAKÓR Menntaskólíatia við Hamrahlíð er nú á för- um til Bretlands, þar sem hann mun taka þátt í alþjóð legu tónlistarmóti í Llangoll en í Wales. Mótið hefst 6. júlí og stendur til 15. júlí, en síðan mun kórinn ferðast nokkra daga um England og heimsækja helztu sögustaði þar. Hamrahlíðarkórinn var stofnaður fyrir fjórum árum og er söngur hans nú orðinn fastur liður á helztu samkom um og tyllidögum skólans. Þá hefur kórinn sungið víða sungið hvað sem um yrði beðið. Enda kom í ljós að efn isskráin hjá kórnum er ó- venju fjölbreytt: gömul þjóð ilög, íslenkar og erlendar tón smíðar af ýmsum gerðum, stúdentasöngvar og svo margt fleira. Eftir að hafa sungið nokkur lög til að gefa hug- mynd um fjölbreytnina brá æskufól'kið á leik og söng Trölladansinn, sem Þorkell Sigurbjörnsson samdi og gaf skólanum, en efst á nótna- blaðinu segir að Trölladans- inn sé saminn handa hálf- tröllum i Hamrahlíð. Fjáröflunarstjórarnir Áslaug Helgadóttir og Þóroddur Þór- oddsson í skólum úti um land, og á jólunum skemmtir hann jafn an sjúkum og öldruðum í Reykjavik og nágrenni með söng sínum. Þar sem söng- kennsla er ekki kennslugrein í skólanum eru æfingar kórs ins allar utan skólatíma, en yfirleitt er æ£t tvisvar í viku yfir vetrarmánuðina. Frá því þátttaka í mótinu í Wales var ákveðin hefur æf ingum mikið verið fjölgað og undanfarið hefur verið æft á hverju kvöldi. Áhuginn hef ur verið svo mikill í kórfólk inu, að einn kórfélaganna, sem búsettur er í Hvera- gerði, og annar, sem búsett- ur er í Keflavík, hafa komið til æfinga á hverju kvöldi — og þá ekki sett það fyrir sig að þurfa að ferðast á „puttanum", ef aðrar ferðir hafa brugðizt. Og ekki hefur stofnandi kórsins og stjórn- andi, Þorgerður Ingólfsdóttir talið æfingarnar eftir, enda finnst henni hún eiga orðið hvert bein í „börnunium sín um“ eins og hún kallar þau. —★— Söngurinn barst á móti okk ur, er við knúðum dyra í Hamrahliðinni í fyrrakvöld. „Hvað viljið þið heyra — hafið þið einhver óskalög?“ spurði söngstjórinn, er hún hafði boðið okkur velkom- in, og ekki virtist hún óttast að kórinn hennar gæti ekki í hléi, sem gert var á æf- ingunni, sögðu söngstjórinn, Þorgerður Ingól'fsdóttir og Guðmundur Arnlaugsson rekt or, sem verður fararstjóri, okkur svolítið frá mótinu í Wales. Mótið er kennt við Llangoll en, lítið og friðsælt sveita- þorp í Wales, en þar hafa verið haldin slík mót árlega frá 1947 og verður þetta hið 25. í röðinni. Hugmyndina áttu nokkrir hugsjónamenn, sem komu saman í Llangoll- en í skugga heimsstyrj aldar- innar, til þess að leiita ráða til að eflla frið.og græða sár- in eftir ógnir ófriðarins. Varð að ráði að efnt yrði til al- þjóðlegra söngmóta, þar sem æskufólk frá öllum löndum kæmi saman til að syngja og keppa undir einkunnarorðun um, sem á enskri tungu eru: „Blessed ia a world that sings, happy are its songs“. Á liðnum aldarfjórðungi hafa samtals yfir 4400 kórar frá yfir 50 löndum tekið þátt í sönghátíðinni og um 2180 gestir hafa að jafnaði verið viðstaddir. Að þessu sinni táka þátt í mótinu kórar frá 33 löndum. Einn íslenzkur kór, PóJýflónkórtmn hefur áð- ur sótt þetta mót og var það fyrir 10 árum. —★— Framlag „hálftröllanna í Hamrahlíðinni“ til mótsins í Llangofllen verður í fernu lagi: fyrst taka þau þátt í þjóðlagakeppni þá keppni fyr kór ungs fólks á aldrinum 16-—25 ára og síðan koma þau fram á tvennum tónleik um og syngja íslenzk þjóð- lög á öðrum en íslenzkar tón smíðar á hinum, m.a. eftir Pál ísólfsson, Jórunni Viðar og Þorkel Sigurbjörnsson. —★— Eins og gefur að sk*Lja liggur geysileg vinna og mik ill timi i öllum æfingunum, en það hefur þurft meira til. Svona ferð kostar drjúgan ski'lding og þvi hefur kórinn beitt ýmsum ráðum til að afla fjár. Þau Þóroddur Þór oddsson, sem var í 4. bekk og lauk því stúdentsprófi nú og Áslaug Helgadóttir, sem var í 2. bekk stóðu fyrir fjár öflúninni og sögðu okkur nokkuð frá öðrum undirbún- ingi. — Það er rúmt ár síðan þeirri hugmynd skaut upp að gaman væri að geta farið á þetta söngmót, en það var þó ekki farið að ræða þetta að ráði, fyrr en i febrúar- marz i vetur. Það var nokk uð erfitt að taka ákvörðun í málinu, þar sem fólk vissi ekki hvernig atvinnumál og Því verður varla neitað að þær lifa sig inn í sönginn. — aðrir ástæður yrðu á þessum tíma. En þegar við svo sá- um fram á að úr þessu gæti líklega orðið fórum við á stúfana og gáfum út auglýs- ingablað. Við söfnuðum aug- lýsingum sjálf og fengum yf irleiltt mjög góðar undirtekt Söngstjórinn, Þorgerður Ing- ólfsdóttir, tekur oft undir með „börnunum sínum“ Skólakór Menntaskólans við Hamrahlíð á æfingu. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) ir hjá auglýsendum, þegar þeir heyrðu hvað til stæði. Siðan var lítið aðhafzt fyrr en 17. júní er við höfðum sölutjald í miðbænum. Ný- stúdentarnir, sem eru um helmingur af kórnum, stóðu í fullum skrúða og seldu blöðrur, sælgæti og öl og sungu einnig fyrir viðskipta- vini og vegfarendur. Virtist þetta vekja mikinn fögnuð og við þénuðum vel. Að öðru leyti verður ferðin kostuð með styrkjum, sem við höf- um fengið úr skólasjóði, frá ríki og frá Reykjavíkurborg, og eitthvað smávegis þurfum við líklega að greiða sjálf. — Tóku æfingarnar ekki mikinn tíma frá ykkur í próf unum? — Jú, þær hafa tekið mik inn tíma bæði í vetur og í prófunum, svo ekki sé taiað um nú upp á síðkastið, sagði Þóroddur. Vinnudagurinn var oft orðinn langur, þegar mað ur var búinn að vera í tim um frá kl. 8 til hálf tvö og síðan oft tvo tíma á söngæf ingum. En hvað gerir maður ekki fyrir ánægjuna? — f prófunum í vor var æft af kappi og það var gott að geta sótt svolítinn sálar- styrk til söngsins og kórfé- laganna. Stundum kom fyrir að menn biðu á söngæfingun um eftir að þeir væru kallað ir inn í munnleg próf, og sungu á meðan af fuillum krafti og gleymdu kvíðanum. — Gekk öllum vel að fá frí úr vinnu? — Já, það hefur að ég held ölum, sem farnir eru að vinna tekizt að fá frí, sagði Áslaug. Það gengur allt með góðum vilja. Og þeir, sem eiga heima úti á landi og hafa ætlað sér þangað í vinnu sitja fastir i Reykja- vik. —★— Já, mikið skal til mikils vinna. í dag er lokaæfing hjá kórnum, og verður þangað boðið vinum og vandamönn- um, en síðan verður farið að setja niður farangurinn því á morgun verður lagt af stað. í sínum farangri hefur hver stúlka upphlut, sem hún mun klæðast á mótinu, en piltam ir verða í svörtum buxum, hvítum skyrtum og með svartar slaufur. Því fint skal það vera! Þ. Á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.