Morgunblaðið - 06.07.1971, Side 3

Morgunblaðið - 06.07.1971, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLl 1971 3 ■1 KARNABÆR SI\KSIM\\K Viðskilnaður viðreisnar- stjórnar f smuiudagrspistli Tímans s.l. sunnudagr er fjallað um þær að- stæður í þjóðarbúinu, sem væntanleg vinstri stjóm Ólafs Jóhannessonar kemur að, ef og þegar stjómarskiptin hafa farið fram. Um þetta sagði svo í Tímanum á sunnudaginn: „Margt veldur því, að stjórnar- myndunin hefur dregizt mcira en búast mátti við, ef dæmt er eingöngu eftir svipuðum mál- flutningi stjómarandstæðinga fyrir kosningar. Mikilvægust er þó að sjálfsögðu sú ástæðan, að viðskilnaður „viðreisnarinnar" verður með slikum hætti, að það tekur nokkum tima að átta sig á honum og gera sér grein fyrir þeim aðgerðiun, sem leiðir af honum. Slíkt verður þð ckkl gert að sinni nema til bráða- birgða, því að afleiðingar mis- heppnaðrar stjóraarstefnu koma ekki allar I Ijós í einu, helður smám saman á lengri tima. f stuttu máli má fuilyrða, að við- skilnaðurinn hefur ekki verið eins ömuriegur hjá neinni ís- lenzkri stjórn og „viðreisnar- stjóminni". Svo mörg eru þau orð í Tímanum á sunnuðaginn var. En hverjar eru staðreynð- imar. Blömlegt þjóðlíf Óhætt er að fullyrða, að alðrel hefur ný ríkisstjóra tekið við þjóðarbúinu í jafngóðu og traustu ástandi og sú ríkisstjóra sem þeir Framsóknarmenn gera sér vonir um að komist á lagg- imar á næstu dögum eða vikum. Og eru þær aðstæður alls ólíkar því sem var, þegar viðreisnar- stjórain tók við völdum 1959 og ísland riðaði á barmi gjaldþrots vegna viðskilnaðar vinstri stjóra- ar Hermanns Jónassonar. í at- vinnu- og efnahagslífi lands- manna er nú mikill kraftur og gróska. Velflestir atvinnuvegir búa við traustan hag og nýjar framkvæmdir og fjárfestingar eru á döfinni, hvert sem litið er. Það er því ekki við nein sérstök vandamál að etja í atvinnulífinu. Staða ríkissjóðs er mjög traust, enda hefur fjármálastjóra Sjálf- stæðismanna um 12 ára skeið gjörbreytt allri fjármálastöðu rík isins og vinnubrögðum í sam- bandi ríð opinber fjármál. Staða þjóðarbúsins út á við er mjög sterk. Ný ríkisstjórn tekur við miklum gjaldeyrisforða, en til samanburðar má geta þess, að þegar vinstri stjóm Hermanns Jónassonar hrökklaðist frá völð- um í desember 1958 mátti segja, að gjaldeyrir til næstu daglegu þarfa væri ekki fyrir hendi. Margvíslegar stórframkvæmðir hafa verið undirbúnar og má þar nefna nýjar stórvirkjanir í Sig- öldu- og Hrauneyjafossum og verður fróðlegt að sjá, hvort vinstri stjóra heldur áfram með þær framkvæmdir, en þær byggj ast að sjálfsögðu á því að orku- frekur iðnaður verði jafnframt byggður upp í landinu. Segja má, að einu umtalsierðu vanda- málin, sem að nýrri ríkisstjóm steðja, verði í sambandi við lok verðstöðvunartímabilsins hinn 1. september nk., en það vandamál er ekki stærra en ýmis þau við- fangsefni, sem jafnan er við að etja í efnahagslifi okkar. Skrif Tímans benda til þess, að væntanleg vinstri stjóm hafi I byggju þungbærar efnahagsráð- stafanir fyrir allan almenning i Iandinu, og að ætlunin sé að skella skuldinni á fráfaranði rík- isstjóra af þeim sökum. Það tekst ekki vegna þess, að öllum er Ijóst, við hve blómlegu þjóðar búi Ólafía tekur — ef hún þá kemst á laggirnar. Þátttakendur í hinni fjölniennu sumarferð Varðar sl. sunnudag. (Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson) Fjölmenn sumarferð Varðar — um Kaldadal og Borgarf jörð LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vöróur efndi til 19. sumar- ferðar sinnar á sunnudaginn var. í bítið um morguninn þyrptist fólk saman á Aust- urvelli, en þaðan var haldið í langri lest langferðabíla. Það var ys og þys í miðbæn- um áður en haldið var af stað, enda voru ferðalangar hátt á niunda hundrað. Að þessu sinni var farið um Kaldadal og Borgarfjörð undir leið- sögn fræðaþularins Áma Óla. Þama var saman kominn f jör- legur hópur fólks á öllum aldri; það var blíðskaparveður og eft- irvæntingin leyndi sér ekki. Fyrsti áningarstaðurinn var í Bolabás, þar sem menn snæddu árbít og Sveinn Björnsson, for- maður Varðar, bauð þátttakend- ur velkomna. Þaðan var ekið sem leið liggur eftir Kaldadalsleið og um Kaldadal; siðan var farið um Hvítársíðu og staðnæmzt i Norðtungu i Þverárhlíð. Fyrir neðan túnið í Norðtungu er skóglendi. Þangað var komið laust eftir hádegi í glaðasólskini og settust ferðalangar þar að snæðingi. En fljótt skipast veð- ur í iofti; eftir skamma stund var komin úrhellis rigning og blotnaði því mörg flíkin. Eftir það skiptust á skin og skúrir, en ekkert virtist þó skyggja á óblandna ánægju og gott ferða- skap þátttakenda. Um kvöldmatarleytið var stanzað skammt frá Ferstiklu og snæddur náttverður. Árni Óla flutti þar fróðlegt erindi og Bald- ur Jónsson, formaður ferðanefnd ar Varðar, flutti kveðjur frá Ás- geiri Péturssyni, sýslumanni Borgfirðinga. KÆÐA JÓHANNS HAFSTEIN Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti ræðu, þar sem hópurinn hafði viðdvöl á Hvalfjarðarströnd. Jóhann Hafstein sagði, að nú hefði verið farið um tvö héruð, Borgarfjarð- ar- og Mýirarsýslu, og komið við í Árnessýslu og Kjósarsýslu og þegar hefði margt verið um þau talað. Farið hefði verið í fögru veðri og sólskini um Kaldadal. 1 hans hlut hefði komið að ræða nokkuð um Kaldadal stjómmál- anna, en enginn skyldi halda, að þar gæti ekki einnig verið heið- rikja. Hann sagði, að sjálfstæðis- menn stæðu nú á vissum tíma- mótum. Þeir hefðu haldið velli í kosningunum; hitt væri svo ann- að mál, að samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn hefði goldið mikið afhroð. En rétt væri að hafa i huga, að sá flokkur, sem tapað hefði næst mestu fylgi, væri Framsóknarflokkurinn: Sá flokkur, er nú hefði forystu um myndun nýrrar rikisstjórnar. Eftir tólf ára forystu í stjórnar- andstöðu hefði Framsóknarflokk urinn tapað furðu miklu fylgi. Hann hefði tapað miklu fylgi á Austfjörðum og. Vestfjörðum og Jóhann Hafstein í kjördæmi formannsins hefði hann misst þingsæti. Tap Fram- sóknarflokksins væri miklu meira en tölur segðu til um. Það væri vegna þess, að þeir hefðu ætlað sér að vinna glæsilegan sigur. Oft væri nú að því spurt, hvers vegna kommúnistar og Samtök frjálslyndra og vinstri manna hefðu unnið svo mikið fylgi i kosningunum. Það væru fyrst og fremst tvær ástæður, sem þessu hefðu valdið. 1 fyrsta lagi hefði kommúnistum tekizt að hylja stefnu sina undir sauðargær- unni. Það yrði nú verkefni sjálf- stæðismanna að fletta ofan af þéim. Kommúnisminn væri al- varlegri • hlutur en svo, að unnt væri að leiða þessa staðreynd hjá sér. Það væri vitað, að kommún- istar stjórnuðu Alþýðubandalag- inu og þeim væri aftur stjómað annars staðar frá. Þess vegna væri það nú verkefni sjálfstæðis- miainna að fletta ofan af komm- únismanum. 1 öðru lagi hefðu kjósendur ekki getað gert sér grein fyrir þeim ósköpum, sem gengu yfir, þegar vinstristjómin var við völd. Þvi væri nú haldið fram, að vinstristjómin hefði gefizt upp vegna hatrammrar stjórnar- andstöðu Sjálfstæðisflokksins. En hvað sem því liði, væri ljóst, að engin stjóm gæfist upp, nema vegna þess, að hún væri úrræðalaus. Rétt hefði verið að leggja meiri áherzlu á glapræð- in á stjómarferli vinstri- stjórnarinnar i kosningabarátt- unni. Síðan þakkaði Jóhann Hafstein sjálfstæðismönnum fyrir skel- egga baráttu; Sjálfstæðisflokkur- inn væri enn sem fyrr sterkasta vígið, traust og hald almennings i landinu. Það yrði að sýna þeim mönnum, sem nú vinna að stjóm armyndun, visst umburðarlyndi. Þeir héldu þvi að visu fram, að á milli þeirra væri enginn mál- efnaágreiningur. Ef svo væri Framhalð á bls. 19 TÖKUM UPP í DAG i FYRIR SUMAR- i FERÐIRNAR! ' l □ GALLABUXUR FRA U.S.A. , □ STUTTJAKKAR DÖMU , OG HERRA □ SPORTJAKKA 1 □ HAA SPORTSOKKA 1 □ RÚSKIIMNSSTUTTBUXUR I JAKKA OG KAPUR | □ STUTTERMA SKYRTUR , □ HERRA- OG DÖMUPEYSUR SUMAR OG SÓL! VIÐ LEGGJUM AHERZLU Á: □ GALLA- BUXUR □ BOLI □ GALLA- BUXUR I-------------- ' 1 " | □ BOLI , I □ GALLA- 1 I BUXUR I 1 □ BOLI 1 I I , □ GALLA- , BUXUR NÚ ER SUMAR SUMAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.