Morgunblaðið - 06.07.1971, Side 11

Morgunblaðið - 06.07.1971, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1971 11 Er Hannibal að glopra niður kosningasigrinum? Þegar úrslit kosnlnganiia hinn 13. júní al. eru hugleidd, og viðhorfin að þeim loknum, m.a. stjórnarmyndunartiílraun Ólafs Jóhannessonar, er vert að leiða hugann að kosningun um 1967 og úrslitum þeirra. Þá beindist athyglin ekki sízt að I-listaframboði Hannibals Valdemarssonar í Reykjavik og baráttan í höfuðborginni stóð um það, hvort Hannibal næði kosningu. Það tókst og að loknum kosningimum var það samdóma álit manna, að Hanni bal hefði styrkt mjög stöðu sína i baráttunni við kommúr. ista innan Alþýðubandalagsins. Þess var beðið með talsverðri eftirvæntingu, hvað gerasft mimdi er þingfiokkur Alþýðu bandalagsins kæmi saman til fundar um haustið og kysi sér formann. Á fyrsta fundi þing- flokksins var Hannibal boð- inn fram gegn Lúðvík Jóseps- syni en Lúðvík var kjörinn. Þeir Hannibal, Björn Jónsson og Steingrímur Pálsson hættu fljótlega að sækja fundi þing flokksins en ekki leið á löngu þar til Steingrímur sagði skil ið við Hannibal og Björn og tók sæti í þingflokknum á ný. Rúmu ári siðar sögðu Hanni- bal og Björn skilið við Alþýðu bandalagið. Þeir höfðu gersam lega glutrað niður þeirri stöðu innan Alþýðubandalagsins, sem skapazt hafði með kosninga- sigri Hannibals í Reykjavík. Þessir atburðir eru rifjaðir upp hér, vegna þess, að margt bendir til þess að sagan sé að endurtaka sig þessa dagana. Hinn óumdeilanlegi sigurvegari þingkosninganna 13. júni sl. var Hannibal Valdemarsson. Kosningasigur hans á Vest- fjörðum er nánast eimsdæmi í Islenzkum stjómmálum. Þess munu fá ef nokkur dæmi, að stjórnmálamaður vinni slíkan persónulegan sigur í kosning- um hér. Þar við bætist, að margra skoðun er, að fylgi það sem F-listinn fékk í Reykja- vik í þessum kosningum, hafi að talsverðu leyti verið at- kvæði fólks, sem vildi tryggja Hannibal þingsetu og taldi ó- víst að hann næði kosningu á Vestfjörðum, sem fyrirfram hlaut að teljast næsta ólíklegt og raunar kraftaverk. Aðeins rúmur hálfur mánuður er lið inn frá kosningum. Hvemig hefur sigurvegari kosninganna, Hannibal Valdemarsson, not- fært sér þennan sigur? ÓLÝÐRÆÐISLEG ÖFL — SAMEINING í ummælum Hannibals Valde marssonar að kosningum lokn um vakti tvennt mesta athygli. í fyrsta lagi lagði hann á- herzlu á, að Alþýðubandalagið vaeri ólýðræðislegur flokkur og ólýðræðisleg öfl réðu þar ferðinni. Hann lét jafnframt í ljósi þá skoðun, að sú ábyrgð hvíldi á herðum hinna lýðræð issinnuðu stjórnmálaflokka að sjá fyrir stjórn á máLefnum lands og þjóðar. í öðru lagi lagði hann þunga áherzlu á, að eitt þeiirra mála, sem hann hefði hvað mest rætt um í kosningabaráttu sinni á Vest- fjörðum, væri sameiningarmál íð, en með því átti hann við sameiningu lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna í einn flokk, þ.e. sameiningu Alþýðuflokks og Samtaka frjálslyndra og vinstii manna. Ummæli Hanni bals Valdemarssonar urðu ekki skilin á annan veg en þann, að hann mundi undir engum kringumstæðum taka þátt í stjómarsamistarfi með kommún istum og að hann liti á sam- einingu lýðræðissinnaðra jafn - aðarmanna, sem þýðingar- mesta hlutverk sitt að kosning um loknum. Kosningasigurinn tryggði Hannibal lykilstöðu í íslenzkum stjómmálum. Stjóm armyndun var nánast óhugs- andi án hans og ósigur Al- þýðuflokksins hlaut að skapa grundvöll innan Alþýðuílokks- in fyrir aameiningu. SKJÓTX SKIPAST VEÖUR 1 LOFTI Það var við þessar að®tæð- ur, sem Ólafur Jóhannesson tók að sér stjómarmyndun Að kosningum loknum var það almenn skoðun að gera yrði tilraun til þess að mynda vinstri stjóm, stjórnarandstöðu flokkanna, þó ekki væri nema til þess að sá möguleiki hefði verið kannaður ti'l þrautar. Um mæli Hannibals bentu ekki til þess, að líkur væru á því, áð sú stjóm kæmist saman og i ljósi þess var ekki óeðlilegt, að formanni stærsta stjórnar- andstöðuflokksins yrði falið að gera þessa tilraun, enda þótt hann og flokkur hans hefðu beðið mikið áfall í kosning- unum og í rauninni lilotið al- varlega vantraustsyfirlýsingu kjósenda. En skjótt skipast veður í lofti og það á ekki sízt við, þegar Hannibai Valdemarsson er annars vegar. Þessa dagana er það mat hinna fróðustu manna, að stjórnarmyndunar- tilraun Ólafs Jóhannessonar muni takast og vinstri stjóra verði komin á laggirnar innan tiðar. Þá hefur það í fyreta lagi gerzt, að hinn vígreifi sig urvegari kosninganna, Hanni- bal Valdemarsson, hefur geng ið til samstarfs í ríkisstjórn ís lands við ólýðræðisleg öfl i Alþýðubandalaginu og engum dettur í hug að draga þá skoð un hans í efa, að Alþýðubanda laginu sé stjómað af ólýðræðis Iegum öflum. Hann starfaði með kommúnistum um 12 ára skeið í Alþýðubandalaginu og þekkir þá. Hannibal Valde- marsson ætlar sem sagt að taka þá ábyrgð á sínar herðar að hleypa ólýðræðislegum öfl- um til áhrifa við stjórn lands- mála. f öðru lagi gerizt það, að því tækifæri, sem nú er til að sameina jafnaðarmenn í einum flokki og mynda sterkan verkalýðsflokk, sem mundi verða stærxi flokkur en A1 þýðubandalagið með yfir 20 þúsund atkvæði á bak við sig og 11 þingmenn, er kastað á glæ. Þessu tækifæri er ekki aðeins kastað á glæ nú heldur er augljóst, að líkumar fyrir slíkri sameiningu fara minnk andi um leið og Samtök frjáls lyndra em orðin aðili að vinstri stjóm en Alþýðuflokkurinn er í stjórnarandstöðu. Þessu til andsvarS kunna menn að segja, að Samtök frjálslyndra og vinstri manna hafi knúið það fram, að Al- þýðuflokknum yrði boðin þátt taka í viðræðunum um stjórn armyndun. En til hvers var það gert? Var það ekki einung is til þess að skapa glundroða Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins. Flokkur hans tapaði 3000 atkvæðum í kosningunum. Á hann að verða forsætisráðherra? innan Alþýðuflokksins í kjöl- far hins mikla kosningaósig- urs? Það tókst að vissu marki, en þó er ljóst, að Alþýðuflokkur inn hefur snúið vöm upp í sókn. Alþýðuflokkurinn bauð fram viðræður um samein- mgu, áður en stjórnarmyndun kæmi til tals. Jafnvel þótt SVF hefðu tjáð sig fús til viðræðna við Alþýðuflokkinn, um sam- einingu, en gengju um leið til stjómarsamstarfs við Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokk er ljóst, að slikt tilboð væri fyr- irsláttur einn og gæti ekki leitt til eins eða neins. En eins og skýrt er frá í Morgunblaðinu í dag hefur SFV einungis lagt fram sýndartilboð um Scimein ingarráð. Þar með er ábyrgðin á áframhaldandi sundmngu lýð ræðissinnaðra jafnaðarmanna komin yfir á herðar Hanmi- bals Valdemarssonar. Hann hef ur brugðizt kosningaloforði sínu við vestfirzka kjósendur, og yfirlýst stefna SFV um, að samtökin væru reiðubúin að leggja sjálf sig niður til þess að koma sameiningu á, rej'nist innantóm orð, því að þegar allt kemur ti’l alls, eru ráð- herrastólarnir meira virði en hið margyfirlýsta markmið um sameiningu. En látum þetta liggja á milli hluta. Það er ekkert nýtt I sögunni að stjórn málamaður gangi á bak orða sinna og geri allt þveröfugt við það, sem hann sagðist mundi gera. HVER Á AÐ MYNDA VINSTRI STJÓRN? í kosningunum hlaut Ólafur Jóhannesson og flokkur hans, Framsóknarflokkurinn alvar- legt áfall og vantraust kjós- enda. Framsóknarflokkurinn bætti ekki við sig einu ein- asta atkvæði frá kosningunum 1967, heldur tapaði hann þvert á móti atkvæðum. Hann tap- aði allri aukningunni og um 400 atkvæðum að auki. Til þess að halda því hlutfalli, sem Framsóknarflokkurinn fékk í heildaratkvæðamagninu í þing Hannibal Valdemarsson, sigur- vegari þingkosninganna 1971. Ætlar hann í stjóm með „ólýðræðislegum“ öflum? kosningunum 1967, hefði flokk urinn þurft að bæta við sig um 2500 atkvæðum, þannig að raunverulegt tap hans nemur um 3000 atkvæðum frá 1967. Þetta er árangur flokks, sem verið hefur í stjórnarandstöðu frá 1958, og hefði samkvæmt öllum venjulegum lögmálum kosninga átt að auka fylgi sitt, ekki sizt í kosningum eina og þeim, sem nú fóru fram, þeg ar hreyfingin var frá stjómar flokkunum til stjórnarandstöðu flokkanna. í kjördæmi Ólafs Jóhannes- sonar, formanns flokksins, tap aði flokkurinn einu þingsæti. f kjördæmi fyrrverandi for- manns Framsóknarflokksins, Eysteins Jónssonar, nam tap Framsóknarflokksins hvorki meira né minna en 9,3% frá kosningunum 1967 og í kjör- dæmi ritara flokksins, Stein- gríms Hermannssonar, tapaði flokkurixm 7,9% atkvæða frá kosningunum 1967. Þessi kosn ingaúrslit eru því ekki aðeins áfall fyrir Framsóknarflokkinn heldur sérstök vantraustsyfir- lýsing kjósenda á forystumenn Framsóknarflokksins. Kosninga úrslitin sýna, að þeim er> ekki treyst til forystuhlutverks í j landsmálum. ' ! Gagnstætt þessari niðurstöðu ! fyrir Framsóknarflokkinn og ' forystumenn hans, hlutu Hanni [ bal Valdemarsson og samtök | hans, sérstaka traustsyfirlýs- i ingu kjósenda. Sjálfur vann j hann stórsigur á Vestfjörðum I og hlaut nær 25% atkvæða þar og lagði tvo stjórnmálaflokka í rúst í því kjördæmi, Alþýðu flokkinn og Alþýðubandalagið. Samtök hans, sem höfðu á sér slíkan feigðarsvip fyrir kosn- ingarnar að með fádæmum var, hiutu 1 þrjá kjör- dæmakosna þingmenn og tvo uppbótarþingmenn til við bótar. Nú virðist sigurvegari kosninganna ætla að ganga inn í ríkisstjórn undir forsæti. manns, sem tapaði kosningun- um. Það er auðvitað afskræm- ing á kosningaúrslitunum, ef samkomulag tekst um vinstri stjórn, að hún verði mynduð undir forsæti Ólafs Jóhannes- sonar. Hana á auðvitað að mynda undir forsæti Hannibals Valdemarssonar. Þegar sam- komulag hefur tekizt um stjórnarmyndun væri eðli- legt, að Ólafur Jóhannesson skýrði forseta frá því og benti honum jafnframt á, að fela Hannibal Valdemarssyni að mynda stjómina. Það væri í samræmi við úrslit sjálfra kosninganna. En samkvæmt þeim fregnum, sem nú berast úr herbúðum vinstristjórnar- manna em ekki iikur á að þetta gerist. Þvert á móti bendir allt til þess, að þeir Hannibal og Bjöm ætli endanlega að glutra niður kosningasigri sínum og samtaka sinna með því að skriða inn í flatsæng með Ólafíu á allt annan veg en sig- urvegurum sæmir — og að Hannibal ætli að verða utanrík- isráðherra!! I stuttu máli sagt verður ekki annað séð en að sagan frá 1967 sé að endurtaka sig. Hinil mikli baráttumaður, Hannibal Valdemarsson, er enn einu sinni búinn að vinná orustu en á góðri leið með að tapa stríðinu. Honum ætlar að tak- ast á tveimur til þremur vikum að glopra gersamlega niður þeirri pólitisku stöðu, sem kosningaúrslitin tryggðu hon- um. — StG. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR XDP 4.88 XDP 4.90 XDP 6.90 STOKKFJÖLDI 4 4 6 ROMTAK CM5 1.946 2.112 3.168 Hestöfl 68/4.500 75/4,500 106/4.000 HÁMARKSÁTAK . M/KG 12/2.200 13.3/2200 20.1/2.000 VER-ÐK) MJÖG HAGSTÆTT BRÆÐURNIR ORMSSON% Lágmúla 9. simi 38820

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.