Morgunblaðið - 11.07.1971, Page 5

Morgunblaðið - 11.07.1971, Page 5
—u----- , ..- ---------—r^-4————1 ■ -M* * f* MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚL.Í 1971 Áttræöur á morgun; Sigurður Þórðarson frá Laugabóli HANN er fæddur á Laugabóli i ísafirði, ættaróðali sínu, þann 12. júlí 1891, sonur hjónanna Þórðar Jónssonar bónda þar Halldórssonar og síðari konu hans Hallfríðar Eyjólfsdóttur, Höilu skáldkonu. í afmælisgrein um Sigurð sjötugan stendur: „Að Sigurði standa merkar ættir á báðar hendur, bændur, embættismenn og listamenn. — Hann ber glögg einkenni mikilla erfða í mannkostum og fjölþætt um hæfileikum, sem samfara góðri og traustri menntun mynda merkilegan persónuleika, manngerð minnisstæða þeim, er giöggt þekkja.“ Sigurður var við nám í Flens borgarskóla og tók þaðan gagn fræðapróf 1907. Verzlunarprófi lauk hann frá Brþdrene Páhl- mans Handelsakademi i Kaup- mannahöfn 1913. Þar starfaði hann 1913 og 1914 sem hraðrit- ari hjá Andelsanstalten ,,Tryg“ og síðar hjá Jakobi Gunnlaugs syni við skrifstofustörf og inn- heimtu. Kaupfélagsstjóri var hann á Arngerðareyri 1915—35. Síðan stórbóndi á ættaróðali sinu Laugabóli 1935 til ársloka 1962. Hann hefur gegnt fjölda trún aðarstarfa i héraði sínu. Verið hreppsstjórí, hreppsnefndarmað - ur, í stjórnarnefnd Djúpsbátsins, formaður skólanefndar héraðs- skólans í Keykjanesi, endurskoð andi hans og prófdómari, átt sæti í skattanefnd og sóknar- nefnd. Hann var útgefandi fyrstu sönglaga Sigvalda Kalda- lóns og að Ijóðabók móður sinnar Höilu skáldkonu. Kvæntur er Sigurður Ástu Jónsdóttur gistihúseiganda Ja- sonarsonar á Borðeyri. I áðurnefndri afmælisgrein um Sigurð segir: „Fjölhæfar gáfur og hæfileik ar Sigurðar hefðu dugað honum til margvíslegra starfa í þjóðfé- laginu. Af honum mátti gera marga menn eins og Gissuri bisk upi ísleifssyni. Hann hefði sómt sér vel sem forstjóri stórra fyr irtækja. Hann hefði orðið fyrir myndarembættismaður i fleiri en einni grein, ef hann hefði gengið þann veg. Hann hefði getað orðið aðsópsmikill stjórn málamaður, en þó líklega rek- izt illa í sporaslóð flokkaskipu- lagsins. En hann valdi sér hið góða hlutskiptið, að rækja tryggðir við ættaróðal, vera bóndi í þess orðs virðulegustu merkingu. Hann ber í brjósti mikinn metnað og stolt fyrir hönd stéttar sinnar. Það gerist of sjaldan, að menn af gerð Sigurðar Þórðar sonar, með menntun hans og fjölþætta hæfileika hafi þann metnað að helga ættaróð ali líf sitt og starfskrafta. Það varðar miklu, héraðið, landið allt og þjóðina, að tignarheitið bóndi sé borið uppi af sem mest um mannkostum, góðri og traustri menntun, heilbrigðum metnaði og stórhug. Sigurður hefur verið ham- ingjumaður i einkaiífi sínu. Við hlið hans hefur staðið hin ágæta Útgerðormenn - skipstjorar Höfum fyririiggjandi 32 volta gírmótora, á keðjustýri, einnig sjálfskiptingar, stýrismæia og stýrisrofa. Gústaf Ágústsson hf., Simi 26787. Box 7034. og mikilhæfa eiginkona hans frú Ásta Jónsdóttir. Hefur henn ar hlutur eigi verið minni en hans í því að gera garðinn fræg an. Þegar þau höfðu setið óðal sitt við rausn og mikinn mynd arbrag í 27 ár var Sigurður kom inn á áttræðisaldur og þau bæði farin að heilsu. Voru þá ekki önnur úrræði fyrir hendi en að selja Laugaból og fá sér staðfestu við hæfi. Fiuttust þau hjónin þá til Akra- ness og hafa búið þar þangað til þau fluttust þaðan á þessu ári og búa nú á Dvalarheimilinu Ás ar III. í Hveragerði í vistlegum húskynnum, snyrtilegum innan húss sem utan. Þótt nokkuð skorti á að hús- rýrni þar jafnist á við hýbýli Laugabóls, þá minnir hið nýja vistlega heimili þeirra á gamla glæsilega heimilið þeirra á Laugabóli, þar sem sömu ger semar búnaðar og rnuna prýða stofur þeirra og í hug-ai og hjarta vakin minningin um Laugaból. Á áttræðisefmæli Sigurðar Þórðarsor.ar munu margir minn ast þeirra hjónanna, ánægju- legra kynna og komu sinnar að Laugabóli. Við hjónin og fjöiskylda okk ar þökkum þeim órofa vináttu og tryggð. Við biðjum þeim allr ar blessunar og að ævikvöldið megi verða þeim sem friðsælast og bjartast. Með vinarkveðju. Aðalsteinn Eiríksson. Á afmælisdaginn 12. júlí verð ur Sigurður Þórðarson og frú Ásta að heiman. Stór iðnaðar- og skrifstofuhæð til sölu við Ármúla. TilboÖ sendist blaðinu merkt: „7543“. Lokað vegna sumarleyfa frá 17. júlí — 3. ágúst. Bílaryðvörn hf. Skeifan 17 — Sími 8 13 90. < c LANDSINS MESTA ÚRVAL AF LÍF- STYKKJAVÖRUM BÆDI A YNGRI SEM ELftRI. V Ó S T S E N ft U M . lympía. Sími 1518(» Laugavegi 26. Nýtt líftryggingafélag er tekið til starfa LÍFTRYGGINGAMIÐSTÖÐIN P Að Líftrygo-iiigamiftstöðinni hf., seni nýlega tók til starfa, standa 18 hlut- hafar, þar á meðal Tryggingamiðstöð- in hf. Líftrygginganiiðstöðin hf. er í sömu hiisakynnum og Tryggingamið- stöðin hf. að Aðalstradi (» (Morgun- blaðshúsinu. 5. hæð) og síminn er sá sami — 1 94 60. FJÖLBREYTTNI OG NÝR GRUNDVÖLLUR Líftryggingamiðstöðin hf. býður upp á fjórar tegundir líftrygginga, þar sem komið er á móts við kröfur al- mcnnings um skynsamlegri og nú- tímalegri háttu á iíftryggingum. Þess- ar fjórar tcgundir líftrygginga flokk- ast þannig: 1) FÖST TRYGGING. 2) ÓVERÐTRYGGÐ STÓRTRYGG- ING, 3) VERÐTRYGGÐ STÓR- TRYGGING og 4) SKULDATRYGG- ING. LÍFTRY GGING ER SJÁLFSÖGft Almenningi finnst nú orðið sjálfsagt að líftryggja sig, a.m.k. ættu allir þeir, sem standa í húsbyggingum eða eru skuldugir, að taka einhvers konar líftryggingu til langs eða skamms tíma. Líftryggingarskilmála er sjálf- sagt að ræða í góðu tómi, því að þeir, sem vilja líftryggingu, þurfa eðlilega margs að spyrja um réttindi sín og skyldur. Það er til dæmis ákaflega athyglisvert að kynna sér líftrygg- ingu þá, sem felur í sér bætur vegna slysaörorku. REYNDIR TR Y GGIN GAMENN Iljá Líftryggingamiðstöðinni hf. starfa aðeins reyndir tryggingamenn, sem hafa sett sér þá meginreglu, að útskýra í smáatriðum kosti og tak- markanir líftrygginga, þannig að við- skiptavininum sé fullkomlega ljóst hvaða form líftryggingar hentar hon- um bezt. Tryggingamenn okkar eru reiðubúnir að koma hvenær sem er til fyrirtækja og cinstaklinga til að ræða þessi mál. LÍFTRYGGINGAMIDSTÖÐIN F AÐALSTRÆTI 6 — SIMI 1 94 60. 4 <4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.