Morgunblaðið - 11.07.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.07.1971, Blaðsíða 15
MORGUMBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1^71 15 i Sextugur á morgun: Halldór Gunnarsson ísafirði Á MORGUN mirmist góður vin ur mmn á fsafirði, Halldór Gunn arsson hafnsögumaður, merkra támamóta í lífi sínu, en þá fyll ir hann sjötta tuginn. Halldór Gunnarsson er fæddur 12. júlí 1911 í Vigur í ísafjarð- ardjúpi og við Djúp hefur hann alið allan sinn aldur. Foreldrar hans voru hjónin Guðfinna Hálf dánardóttir og Gunnar Halldórs son í Vigur, síðar formaður og útvegsbóndi að Hóli í Bolungar vík, merkur formaður þar um slóðir á sinni tíð. Annar sonur þeirra hjóna var Högni, sem látinn er fyrir nokkrum árum, en hann vai lengi umsvifamikill athafnamað ur á ísafirði, og siðustu árin að aleigandi og forstjóri Vélsm. Keilis í Reykjavík. Ungur að árum hóf Halldór Gunnarsson sjómennsku við Djúp, eins og háttur var ungra manna í sjávarplássum við hin fengssælu mið Vestfjarða. Var hann um fjölda ára á síldveið- um og línuveiðum, en árið 1941 lauk hann hinu meira fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskól anum. Halldór varð skipstjóri á Djúp bátnum, eða gamla Fagranes- inu á stríðsárunum og gegndi því erfiða og annasama starfi um 16 ára skeið. Framan af þeim áxum var farsvæði Djúp- bátsins miklu stærra en nú er. Auk ferða um Djúpið og vestur á firði allt til Dýrafjarðar, fór Djúpbáturinn margar ferðir milli ísafjarðar og Reykjavík- ur á styrjaldarárunum með far þega og vörur, þótt farkostur inn væri ekki stór, en þessu ollu miklir samgönguerfiðleikar á þessum tímum. Þá er þess einnig að geta, að þegar Hall- dór tók við skipstjóm á Djúp- bátnum, voru hinir stóru hrepp ar norðan Djúpsins, Grunnavík ur- og Sléttuhreppur enn í byggð, og voru þar margir við komustaðir allt norður fyrir Horn og austur undir Geirólfs gnúp, þar sem eru sýslumörk N- ísafjarðársýslu og Strandasýslu. Lætur að líkum, að oft hafa sigiingar á þessum úfna sæ ver ið erfiðar og háskalegar, en um an.nað var ekki að ræða, en að halda uppi ferðum til þessara afskekktu byggðarlaga, því að íbúar þeirra áttu allt undir sjó Jeiðinni. Halldór Gunnarsson var mjög vinsæll og vel látinn af þeim mikla fjölda manna við Djúp og firði, sem nutu margháttaðr ar fyrirgreiðslu og aðstoðar hans og skipverja hans, enda voru erindin mörg og margvís- leg, sem sinna þurfti og var lipurð og hjálpfýsi Djúpbáta- manna annáluð á þessum árum, og er svo vissulega enn um þá, sem nú skipa þar rúm. Frá 1964 hefur Halldór Gunn arsson verið hafnsögumaður á ísafirði og notið trausts og álits í tíðum mjög erilsömu og erfiðu starfi. 23. september 1933 kvæntist Halldór Guðbjörgu Bárðardótt- ur Jónssonar bónda á Ytri-Búð um og konu hans Sigrúnax Guð mundsdóttur. Steig Halldór þar mikið gæfuspor, því að eigin- inkona hans hefur reynzt hon- um elskuríkur og umhyggjusam ur lífsförunautur, og búið manni sínum og stórri fjölskyldu fal- legt heimili og menningarlegt, og bæði hafa hjónin verið sam hent um að hlynna að velferð og framgangi barna sinna. Er frú Guðbjörg hin mesta atgerv is- og mannkostakona, sem ver ið hefur kennari við Bamaskóla isafjarðar mörg undanfarin ár. Þau hjón eignuðust sjö mann vænleg og myndarleg börn, sem öll bera með sér reisn og þokka sinna geðþekku foreldra. Böm- in eru: 1. Sigrún, gift Hringi Hjörleifs syni skipstjóra á Flateyri. 2. Guðfinna, gift Áma Ragn arssyni kaupmanni í Reykjavík. 3. Ragna, gift Elvari Ingasyni málara á ísafirði. 4. Bárður, menntaskólakenn- ari á Akureyri, kvæntur Álf- hildi Pálsdóttur. 5. Guðrún, gift Áma Sigurðs syni prentara á ísafirði. 6. Ásgerður, verzlunarstjóri á ísafirði. 7. Kolbrún, skrifstofumær á ísafirði, báðar þær síðasttöldu í foreldrahúsum. Mér er í barnsminni er Högni heitinn Gunnarsson heimsótti tíðum foreldra mína, og er mér óx aldur og þroski kunni ég enn betur að meta frábærar gáf ur og glæsibrag, sem hann hafði til að bera. Kynni okkar Hall- dórs urðu mörgum árum síðar, og varð ég síður en svo fyrir neinum vonbrigðum af þeim, og eftir því sem árin hafa liðið, hefur mér fundizt Halldór likj ast æ meir bróður sínum. Halldór Gunnarsson er fríður maður, vel á sig kominn og hinn vörpulegasti. Framkoman er hýr og aðlaðandi og HaLldór er góður vinur vina sinna. Nú hin síðari ár hefur hann orðið að slaka nokkuð á klónni vegna lasleika, er hann kenndi, en allt það hefur hann borið með ró og jafnaðargeði. Margar ánægjustundir hefi ég átt á heimili þeirra Guðbjarg ar og Halldórs, sem ég vil nú þakka af alhug, og um leið og ég óska afmælisbarninu ynni- lega til hamingju, sendi ég þeim hjónum og þeirra fjölskyldu beztu óskir um gæfu og gengi á ókomnum árum. Halldór Gunnarsson er nú staddur að Orlofsheimili BSRB að Munaðarnesi í Borgarfirði. Íbúð með húsgögnum óskast til leigu dálítinn tíma fyrir 3 tékkneska tæknimenn. Úpplýsingar á morgun I sima 85411. BLIK H/F., Höfðabakka 9. VECCFÓDUR Enska vinyl veggfóðrið í sí-auknu úrvali. Nýtízku litir og mynztur, verðið hvergi betra. J. Þorláksson & Norðmann hf. snið fyrir þig- snið fyrir mig-efni sem hœfa háðum VIÐ LÆKJARTORG r/W\ BE2T aö auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.