Morgunblaðið - 21.07.1971, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1971
5
Qlafur Mixa, læknir:
íslenzkir Indíánar í Kanada
ÞAÐ sagði mér kona frá Winni
pég, að íslendingar væru allt að
þvi illa þokkaðir í þeirri borg.
Ég móðgaðist vitaskuld niður
fyrir allt eins og sannur íslend
ingur, fjarskalega hörundsár, og
spurði, hvernig í ósköpunum það
mætti vera. Kvað hún ástæðuna
vera þá, að stúdentar af íslenzk
um ættum í háskólum þar rök-
uðu ávallt til sín heiðurspening
um og verðlaunum, svo að ann
ars konar Kanadamenn sætu eft
ir súrir með tvær hendur tóm-
ar. Þetta væri næstum óbifan-
leg hefð. Þess má geta, að sögu
konan var af íslenzkum ættum.
Á ferðalagi í afskekktum
skógi í Alberta vár numið stað
ar i smáþorpi, Water Valley
(Yatnsdalur?), við krambúðina
þar til að skoða eigandann. —-
Eins og vonir höfðu staðið til,
var hann glaðklakkalegur, þybb
inn náungi og fjarskalega skraf
hreyfinn eins og títt er um
menn í slíkri stöðu. Hann var
akozkur og þótti lítið til koma,
þegar undirritaður fór að gorta
af þjóðerni sínu. Hann kallaði
eitthvað langt inn i búð, og gekk
þá óðara fram anbað sýnishorn
af okkar kynstofni, eiginkona
hans, Josephine Sigurdsson; var
var það kona höfðingleg. Og
hljómar ekki íslenzk tunga einn
góðan gang inni í Albertaskóg-
um, eins og ekkert sé! Kvaðst
konan eiga í fórum sínum fálka
orðu eina, sem hún viti ekki al
mennilega, hvernig eigi að nota.
Faðir sinn sálugi, Ófeigur Sig-
urdsson, hafi fengið hana forð-
um fyrir að vera íslenzkur og
sem slíkur mikill áhugamaður
um framgang þeirrar þjóðar í
nýræktarmálum við Medicine-á,
auk þess sem hann hafði vísað
íslenzkum forseta til vegar í
Markerville eitthvert árið. Ekki
sagði ég henni að skila orðunni.
í stærstu fundarhöll Winnipeg
borgar var alþjóðlegt læknaþing
háð á sl. ári undir forystu ís-
lendings, dr. Paul Thorláksson,
sem er þekktur læknir í Kan-
ada. Hann er á íslandi, er þetta
er ritað. Og sem maður ráfar
um kristalskreytt salarkynnin
geliur við íslenzkur hlátur ein
hvers saðar, og þarna er þá hóp
ur Kanadamanna að tala ís-
lenzku eins og það sé sjálfsagt.
Maður slæst strax í hópinn og
er tekið vel. Enn svellur ylur i
brjósti.
Svo að ekki sé minnzt á
Bethelheimilið í Gimli. Þrösk-
uldurinn á því húsi eru Atlants
álar. Þegar inn er komið, er
Kanada i annarri heimsálfu. —
Margt af því aldna fólki, sem
þarna býr og talar aðeins ís-
lenzku, hefur aldrei ísland aug
um litið. Það horfir bara út á
Winnipegvatn með íslands sogu
í augum, og úti á vatninu róa
enn íslendingar til fiskjar.
Aftur í Alberta: Við erum
villt þar sem við erum að litast
um eftir heimili Stephans G.
Stephanssonar, þar sem hann
orti á andvökunóttum eftir erf-
iði dagsíns. Við skálmum að
næsta bóndabæ, bönkum uppá
og spyrjum, hvort húsráðend-
um sé kunnugt um hús og leiði
þessa skálds. Þau spyrja þá,
hvort við séum íslenzk, og þeg
ar við játum því, biður bónd-
inn, Jóhann Jóhannsson okkur
velkomin á reiprennandi ís-
lenzku og spyr hvort við vilj-
um ekki þiggja molakaffi og
með því, hún Liilian (Lilja)
hafij einmitt verið að hella upp
á. Það var kátt yfir kaffinu og
klúkkaði í þeim hjónum yfir að
sjá alvöru íslendinga þarna uppi
undir Klettafjöllum. Þau hjón
höfðu fyrst séð ísland ári fyrr;
og eru aftur að skoða það nú.
Og þeir, sem kynnu að eiga
leið. um norðurslóðir Kanada, á
heimskautssvæðum, gætu kann
ski rekizt á Raymond (Hró-
mund) Thorsteinsson, jarðfræð-
ing sem er þar á þönum og
hefur troðið fæti um slóðir, sem
ekki hafa verið troðnar af mönn
um síðan Vilhjálmur Stefánsson
kom þar fyrstur allra. Raymond
á dagbókarbrot eftir Vilhjálm,
sem hann fann norður þar.
Þannig mætti lengi telja um
íslenzkt þjóðlíf á strjáli í Kan-
ada. Til er jafnvel saga ein-
hvern veginn á þá leið, að ís-
lendingur var að mæla fyrir
simastaurum uppi á heiðum
norður í Manitobafylki. Gengur
hann þá fram á gríðarstóran
Indióna. Þeir. kasta stuttum
kveðjum hvor á annan og kynna
sig. Kvaðst Indíáninn heita Jón
og vera Jónsson og eiga ættir
að rekja í Skagafjörð norður.
Og gekk síðan hvor sina leið.
Þetta er sennilega saga á borð
við sumar Kjarvalssögur: lyga-
saga, en gæti verið sönn. — í
þessu víðáttumikla landi skýt-
ur íslendingum upp þegar
minnst varir. Þeir hafa sett svip
sinn á þessa þjóð, hjálpað til að
byggja hana og móta, einkum
í sléttufylkjunum, þar sem þeir
brutu landið, oft i geysilegu
basli. Dr. Walter J. Líndal, dóm
ari, nefnir bók sina um Vestur-
íslendinga: The Icelanders of
Canada, a Strand og the Can-
adian Fabric, sem gæti útlagzt:
Þættir úr mynztri Kanada. Þeir
hafa orð á sér fyrir að hafa að
lagazt vel þjóðinni og hafa,
þrátt fyrir rányrkju í verðlauna
kistur háskóla, gott orð á sér
eftir allt saman. Þeir eru stoltir
yfir þessu og montnir af þjóð-
erni sínu eins og vera ber. Það
fást harðfiskur og skyr í Winni
peg. Sigmar Johnson frá River
ton sendi okkur hangikjötslæri
á næstsíðustu jólum, og hafi
hann hjartanlega þökk fyrir. —
Þetta fólk talar íslenzku fram
í rauðan dauðann. Til hvers
vita fáir. Það virðist vera eitt-
hvað ósköp fánýtt að kyrja
þessa tungu, sem enginn skilur
nema maður sjálfur. En það er
bara svona. Og þeir kveða einn
ig kvæðin sín. Ég hef heyrt á
segulbandi kveðinn Guttorm
Guttormsson og fleiri stanzlaust
í a.m.k. 30 mínútur á langlín-
unni milli Riverton og Winni-
peg. Sam Austmann, formaður
hins nýja Leifs Eiríkssonar fé-
lags í Calgary, syngur óvallt ís-
lenzk Ijóð, þegar hann er í sér
stakri stemningu. Tárið. Hvað
er svo glatt. Ó, fögur er vor
fósturjörð. Hann hefur ekki
heldur (verið á íslandi. „The
Saga singers“ frá Edmonton
æfa allt árið íslandssöngva og
kyrja þá svo um Albertabyggð-
ir. Edmonton er höfuðborg Al-
bertafylkis. Þar er kröftugt ís-
lendingafélag. Þeir krýna sína
fjallkonu hvert ár. Börnin gera
vinnubækur um ísland. Einn af
helztu viðhaldsmönnum þeirrar
starfsemi, Gunnar Thorvaldsson,
er nú á íslandi að svipast eft';r
ættingjum. — í Alberta iifa
synir og dætur Stephans G.
sem orti svo innblásna óða um
sitt fjarlæga land. Og í Calgary
lifir dóttir þess manns, sem
samdi þjóðsöng íslands: Helen
Sveinbjörnsson Lloyd sá ísland
í fyrsta sinni í fyrrasumar.
Kona mín, Ásthildur og önnur
íslands dóttir, Margrét Sig-
valdadóttir Geppert tóku sig til
og fiskuðu upp úr heilli síma-
skrá Calgaryborgar öll- þau nöfn
sem hefðu á sér íslenzkt snið,
og voru þau síðan hringd upp.
í flestum tilvikum stóð heima,
að þar voru komnir afkomend-
ur Snorra og Njáls. Sumir
klökknuðu við að heyra aftur
móðurmálið eftir langa þögn. Á
örskammri stund voru boðaðir
saman 40—50 meðlimir i nýtt
íslendingafélag. Einn frumkvöð
ull þeirrar félagsstofnunar er
dr. Clive Cardinal, prófessor í
germönskum og skandinavískum
fræðum við Calgaryháskóla,
heitur áhugamaður um íslenzk
ar menntir, sem hann hefur
kynnzt af lestri íslenzkra skálda.
Hann mun heimsækja landið
seinna í sumar. Og dr. Walter
Líndal gaf Calgaryháskóla allt
islenzka bókasafnið sitt, sem er
höfðingleg gjöf, næststærsta ís-
lenzka bókasafn í Kanada á eftir
safni Winnipegháskóla.
Hví er ég nú að tína saman
þessa strjálu punkta? Vegna
þess að mér þykja þeir mark-
verðir og ekki skaðlegt, þótt
einhver vitneskja um þetta ó-
kunna fólk, Vestur-íslendinga,
ríki meðal mörlandans. Áhugi
okkar á frændum okkar í Kan-
ada er yfirleitt i engu samræmi
við þeirra áhuga á okkur, sem
virðist vera vaxandi. Fráfræði
mín um afdrif þriðjungs þjóðar
á ofanverðri siðastliðinni öld
var sérlega sár, er hingað kom.
Hvað hafði þetta fólk eigin-
lega verið að gera hérna? Og
hvað er að gerast nú? Fræði
mín um þau mál voru stórgöt-
ótt, en ég leyfi mér að hugga
mig við og halda því fram, að
ég hafi ekki verið einn um þenn
án fræðsluskort, og er það ekki
vanzalaust.
Ekki er við því að búast, að
hér verði töluð íslenzka eða
sungin kynslóð eftir kynslóð.
Yngsta fólkið gerir það ekki nú.
Eftir eina kynslóð verður „dönsk
tunga“ að mestu gleymd i Kan
ada. En hvort skal þá gleymt
sjálft landið? Á meðan Vestur-
Islendingar sýna svo sannverð-
ugan áhuga á upprunalandi sínu
væri leitt, ef við dottuðum og
létum lönd og leið samband við
þá og einkum það unga fólk,
sem er að vaxa úr grasi og
þarfnast sterkari hvatningar til
viðhalds vissum tilfinningum
gagnvart gamla landinu. Dr.
Líndal segir, að margt ungt fólk
af islenzku borgi brotið hafi
komið til sín og sýnt áhuga á
því að kynnast betur þessu sér
stæða landi og leggja eitthvað
af mörkum til gagnkvremra
kynna milli landanna beggja.
Það væri eins og þetta fólk
llvítt: Kobert Fischer.
Svart: Bent Larsen.
1. e4 c5
2. BÍ3 d6
3. «14 cxd
4. Bxd Bf6
5. B«3 Bc6
e. Bc4 «t6
7. Bb3 Be7
8. Be3 0—0
9. 0—0 Bdl
1«. f4 Dcl
H, ts BxB
12. BxB exf
18. Dd3 fxe
14. Bxe RxB
15. DxB Be6
16. Ilf3 Dc6
17. Hel DxD
18. HxD d5
19. Hg3 g6
20. Bxd5 Bd6
21. HxB Bxll
22. He7 Bd6
fyndi til hins alræmda íslend
jngastolts í beinum sér en vissi
ekki beint af hvers konar völd-
um og þyrfti endilega að útkljá
málið. Vis.sri íslenzkri hefð og
arfleifð má og á að halda við
í Kanada fyrir þá, sem vilja.
Okkur ætti að vera nokkurt
keppikefli að einhverjir viljí.
Það er gott að eiga góða frænd
ur og vini. Kanada er gott land
að skipta við. Það hefur ótrú-
lega framtíðarmöguleika. —
Frændur hér gætu verið haukar
í horni. Vestur-íslendingar, sem
nú hafa verið í heimsókn á ís-
landi, komu færandi hendi. Ætt
um við ekki að gera meira en
segja bara takk. Þess vegna:
Þarf að bæta kynni íslenzks
æskufólks á því, hvers konar
fólk Vestur-íslendingar eru, og
hvað þeir hafa gert,
þarf að stuðla að aukningu
námsmannastyrkja á báða bóga
Framh. á bls. 19
23. Hxb Ha-c8
24. c4 a5
25. Ha7 Bc7
26. a3 Hf-e8
27. Kfl He7
28. Bf6 HeT
29. Bc3 hf
30. Ha6 Bef
31. Bd2 Hd3
32. Ke2 Hd4
33. Bc3 Hcxc4
34. BdxH HxB
35. Kd3 Hc5
36. Hxa HxH
37. BxH Bxb
38. a4 Kf8
39. Bc3 BxB
40. KxB Ke7
41. Kd4 Kd6
42. aö f6
43. a6 Kc6
44. a7 Kb7
45. Kd5 Il4
46. Kc6 gefið
Fyrir sykursjúka
Niðursoðnir ávextir, marmelaði, sykur, saft, hrökkbrauð,
súkkulaði og konfekt.
VERZLUNIN ÞÖLL,
Veltusundi 3
(gegnt Hótel Islandsbifreiðastæðinu).
Simi 10775.
Til sölu — Til sölu
Einbýlishús og sérhæðir í Kópavogi.
Stórglæsileg sérhæð með bílskúr í Hafnarfirði.
í skiptum 110 fm hæð í Lækjum fyrir minna í Lækjum,
Heimum eða Laugarás.
I skiptum í Vesturbæ 120 fm fyrir 3 herbergi í Háaleiti, Hvassa-
leiti eða Mýrum.
Vantar góðar 2ja og 3ja herbergja ibúðir — í sumum tilfellum
STAÐGREIÐSLA.
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN AUSTURSTÆTI 12.
Símar 20424 — 14120. — Heima 85798.
Vei varið hús fagnar vori....
VITRETEX
heit/r plastmálningin frá SUPPFÉLAGINU.
Hún ver steinveggi gegn vatnsvedrum haustsins
og frosthörkum vetrarins.
VITRETEX plastmálning myndar óvenju sterka húð.
Hún hefur þvi framúrskarandi veðrunarþol.
Samt sem áður ,,andar" veggurinn út um VITRETEX
plastmálningu.
Munið nafnið VITRETEX það er mikilvægt - þvi:
endingin vex með ViTRETEX
rBukÁiii
Framleiðandi á íslandi:
S/ippféfagið íReykjavíkhf
Málijingarverksmidjan Dugguvogi — Símar 33433 og 33414
Fischer — Larsen:
5. skákin