Morgunblaðið - 21.07.1971, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.07.1971, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1971 11 Einar Sveinn Erlingsson: r Bréf f r á Astr alí u MÉR DATT í hug að ýmsum löndum mínum þætti gaman að fá fréttir frá Ástralíu. Ég hef búið hér í landi um 3ja ára skeið og þykist hafa kynnzt landsháttum lítillega. fslending ar hér í Perth munu vera um 120. Vegnar þessu fólki sæmi- lega eða eins og hægt er í þessu hagkerfi. Fiest fjölskyldufólkið ér að kaupa hús og er algeng út borgun um 10—20% húsverðs- ins, en lánastofnanir sjá um af ganginn. Lánastofnanir þessar eru gey-si öflugar og standa á gömlum merg. — Vextir af lánum til húsakaupa eru um 6—12% eftir því, hvað mik- inn hluta liúsverðsins þarf að fá lánaðan. Aliir keppast við a.1 mata þessar lánastofnanir. Því er það algengt hér í landi að húsmæður vinni úti til að breikka bilið milli þessarar „mannætu" er allt vinnandi fólk verður að egna á sig ætli það að freista þess að eignast hús yfir höfuðið. Verð á hús um er hér mjög hátt (algengt verð á 3ja herbergja húsi er um 15 til 16 þúsund dalir eða um IVz milljón kr.), þegar haft er í huga, hvað hægt er að spara hér til húsa, svo sem hitalagnir, einanigrun, tvöfalt gler og oftast eru þau afhent ómáluð að inn an og oft ekki dúkar á gólfum. Eins eru innréttingar mjög af skornum skammti og allur frá- gangur lélegur miðað við það, sem við eigum að venjast á ís- landi í þeim efnum. Gætu okk ar háþróuðu byggingameistarar kennt þeim margt hérna megin á hnettinum. Verðbólga virðist vera að renna á hérna, en ekki mun hún borga skuldir manna eða gera þær að engu, eins og gerðist á íslandi, því að allt er vísitölu tryggt í bak og fyrir. Já, ekki gerðu allir sér grein fyrir, hvað þeir áttu þessairi skuldaætu að þakka og spörkuðu oft í hana að óverðskulduðu. Náttúruauðæfi eru mikil hér í Vestur-Ástralíu og raunar meiri en nokkur hefur hugmynd um, og eru þeir svo til nýbyrjað ir að hagnýta þau. En sá galli er á, að þeir hafa notað mikið erlent fjármagn til að hrinda þessum framkvæmdum af stað og kemur því tiltölulega lítill hluti gróðans inn í landið. Marg ir námubæir hafa risið upp í kringum þessa starfsemi og ber þar hæst Mount Newman og Tom Price í járnvinnslunni. Þá hafa þeir fundið mikinn nikkel í Kambalda, sem er um 40 mílur frá Kalgoorlie, gullborginni frægu, er átti mikinn þátt í mannflutningunum til Vestur- Ástralíu á sinum tíma. Ekki er hægt að sjá á ytra útliti staðarin-s, að þama renni gullið upp úr jörðinni og ber mest á fremur illa hirtum görð um og húsum og finnst mér stað urinn hinn sóðalegasti, er ég hef séð i Ástralíu. Kambalda er aftur á móti nýr Og þrifalegur bær og er byggður algjörlega upp af Western Mining-félaginu er vinnur þarna nikkel úr jörðu af miklum krafti. Allgott er að vinna fyrir þessi námufélög og gera þau mjög vel við siitt fólk, en galli er á fyrir fjöiskyldu fólk, sem hefur unglinga í skól um, því að á þessum stöðum eru aðeins bamaskólar. Eyja er nefnd Barrow Island og er um 900 mílur fyrix norðan Perth og um 100 mílur undan ströndum. Þana fannst mjög góð olía fyrir skömmu. Ég starfaði þarna um nokkurra mánaða skeið sem vélstjóri á flutninga- skipi, og var starf okkar fólgið í að flytja matvæli og tæki út í eyjuna. Skip þetta, sem ég var á, líktist mest innrásarpramma eins og þeir gerðust í siðasta stríði og keyrðum við þennan flatbotnaða dall á land og var hann opnaður að framan, svo hægt var að aka tækjum út og inn í hann. Aðgrynni er þarna mikið og yrði óhemjudýrt að byggja höfn, svo að þessi lausn þótti heppilegri. Skip þau er lesta olíuna verða að liggja um 4 mílur undan eynni og kemur sér vel hin góða veðrátta, en sjór er hér spegilsléttur allt ár ið um kring. Japönsk skip komu hér alloft með olíuleiðslur, og losuðum við þau á hafi úti, en eins og kunn- ugt er, kaupa Japanir mikið af járngrýti frá Ástralíu, og ekki er ósennilegt að rör þessi séu úr áströlsku efni. Iðnaður hér í Vestur-Ástralíu er skammt á veg kominn og selja þeir svo til al'it sitt hráefni úr landi óunn ið. Mikið ber hér á japönskum vörum og þykir Áströlum nóg um. Þeir gera allmikið til að fá fólk til að kaupa ástralska fram leiðslu, en þetta gengur hálfilla, þegar hægt er að fá japanskar vörur betri og ódýrari, og skell ir fólk gjarnan skollaeyrum við aðvörunum þessum (en auðvit að ógna þeir iðnaðinum í hvert sinn, er þeir hafna honum og þá afkomu sinni um leið). FASTBACK '69 Til sðlu Mustang Fastback, árgerð 1969, nýinnfluttur. Til sýnis og sölu eftir klukkan 8 í kvöld á Sólheimum 10, sími 85189. FERÐAKLmVRIM BMimm Hdlendisierð Lagt verður af stað föstudaginn 6. ágúst, komið sunnudaginn 15. ágúst. Norður Kjöl, Blöndudal, Svartárdal og eins og leið liggur til Mývatns, þaðan Herðubreiðarlindir, Dyngjufjöll (Askja), Hóls- fjöll, Dettifoss, Forvöð og Vestralandsbjörg, Hólmatungur, Hljóðaklettar, Ásbyrgi, kringum Tjörnes, gist í Laxárdal, ef ekki verður búið að sökkva honum. Bárðardalur, Sprengisandur, Tungnafellsjökull, Veiðivötn, Þóristungur, Jökulheimar og heim. Klúbbfélagar eru beðnir að panta fyrir sig og gesti sína sem fyrst, því þegar eru margir búnir að skrá sig. Ferðaklúbburinn Blátindur, Austurstræti 14. Þorleifur Guðmundsson, símar 16223 og 12469. En það eru fleiri en Ásjlröl- um, er stendur ógn af japanska iðnaðarveldinu, jafnvel Banda- ríkjamenn, feður sjálfvirkninnar og hins háþróaða iðnaðar, eiga í vök að verjast fyrir þeim gulu, er sækja æ fastar á mið fram- leiðandans méð æ betri vöru. Ástralir eiga bágt með að líta Japani réttum augum, eftir hina hömulegu meðferð þeirra á ástr ölskum stríðsföngum og þarf engan að vmdra. Samt virðist þetta ekki hafa háð viðskipta- lífinu. Mjög lítið ber á lituðu fólki hér í Ástraliu, enda er landið lokið fyrir því. Það eru aðeins hinir áströlsku aborigine blökkumenn, sem sést bregða fyrir og ber mest á þeim í N- Ástralíu. Stjórnin gerir talsvert fyrir þetta fólk, sem er ekki vinnugeíið, en ótalinn fjöldi þess lifir ennþá vill'tu lífi og hefur ekki komizt í snertingu við hina svokölluðu menningu. Sagt er að þessi frumstæðasti maður á jörðinni geti lifað þar sem engum öðrum er fært vegna hita og vatnsleysis. Fólk þetta, sem kom frá Ásáu fyrir ótöldum öldum lifir margt sams konar lífi og forfeðurnir. Það hefur aðlagað sig landinu á undraverðan hátt, svo sem að geta lifað vatnslaust í eyði- mörk aðeins á þeim safa, er það nær úr rótum jurta. Er sagt, að ein vörn þess fyrir sólinni sé hið fræga boomerang-vopn þess. Missi það marks, er því er kastað að bráðinni, fer það í hring og sparar þannig veiði manninum göngu eftir því í brennandi sólinni. Aborigine- maðurinn er ekkert skyldur Afríku-negranum og sannast það bezt við blöndun hvita manns- ins. Hverfa einkenni hans smám saman við blöndunina, og er ekki ólíklegt að hann hverfi eít ir þvl sem álfan byggist. Oft hef ég heyrt talað um hér í Ástralíu að hætta sé á, að kengúrunni verði útrýmt, en vonandi verður henni bjargað, áður en of seint er. Væri skaði að, ef Ástralía týndi þessu sér kennilega einkenni sínu. Ástralir sækja pubbana mjög vel og á loftslagið sinn þátt í því, enda er mjög gott að fá sér svalandi bjórglas eftir heitan dag. Ekki ber mikið á fylliríi á þessum stöðum, en þó meira en á Bretlandseyjum, þar sem mað ur sá varla drukkinn mana — Minnist ég þess frá stríðsárun um, að oft var gaman að koma þar í land og taka þátt í þeirri sérstöku stemningu, er ríkti á þessu öðru heimili Bretans. All ir sungu án tillits til hæfileika og brandararnir voru látnir fjúka og var oft hlegið dátt. Það er persónuleg skoðun mín, að á þessum stöðum, er fólkið náði svo vel hvert tii annars, hafi það einnig öðlazc þann kjark og samstöðu, er þurfti til að sigra hinn hættulega andstæð ing, þýzka nasistann. Og sé svo að pubbinn hafi eitthvað að gera með að stilia saman strengi fólks, gæti hann líka komið okkur ísl-endingum að gagni, jafnframt því að bjórinn gæti orðið drjúgur útflutnings- liður. Nú, jafnvel þótt þetta kostaði, að Bakkus konungur næði aftur nokkrum templurum á sitt vald, ættum við samt að hætta á það. Tilboð óskast í Dodge darta 1970, skemmdan eftir veltu. Bifreiðin er til sýnis að Bílaverkstæðinu Múla, Hamarshöfða 10 Bifreiðin selst í núverandi ástandi. Tilboð sendist Hagtryggingu hf. fyrir kl. 17.00 23. þ. m. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða skrifstofustúlku sem fyrst til vélritunar og annarra skrifstofustarfa. Hnskukunnátta æskileg. — Gott kaup. Nánari upplýsingar í skrifstofu okkar. PÁLL JÓH. ÞORLEIFSSON HF., Skólavörðustig 38. Símar 25416 og 25417. Gler er ekkert grín! Spaug og spé á ekkert erindi í bílaglers- framleiðslu. [ þeirri grein verða menn að taka sjálfa sig alvarlega. Það gera fram- leiðendur Tudor bílaglersins. Það hefur reynslan sýnt og sannað. í þeirri vöru finnst ekkert spé og örýggið er innbyggt í gler þeirra. Glerverkstæði okkar býður yður því ein- ungis Tudor öryggisgler í bílinn. Með því mæla okkar þrautreyndu fagmenn í gler- vinnslu. Þeim treystum við, og til þeirra er yður einnig óhætt að leita, vanti yður gler í bílinn. Þeir vita að bNagler er ör- yggisatriði, því á það reynir á hættu- stund — og þá verður það að standa sig. Allt á sama staó Laugavegi 118 - Simi 22240 EGILL. VILHJALMSSON HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.