Morgunblaðið - 21.07.1971, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1971
Fallvaltri stjórn
steypt í Súdan
SÍÐAN herforingjar undir
forystu Jaafar Nimeris hers
höfðingja brutust til valda
í Súdan 25. maí 1969 og
mynduðu byltingarstjórn,
hafa þeir átt fullt í fangi
með að halda völdum sín-
um vegna andstöðu öfga-
manna til hægri og vinstri.
Andstaða kommúnista hef-
ur nú orðið Nimeri og
stjórn hans að falli, en lít-
ill vafi leikur á því, að
hann naut töluverðrar
hylli í Súdan, og var hon-
um jafnan vel fagnað á
ferðum hans um landið.
Nýlega sagði hann við
blaðamenn, sem komu í
heimsókn: „Nú tölum við
ekki meira um stjórnmál í
kvöld. Við skulum heldur
tala um viskí.“
Nimeri og herforingjar hans
urðu fyrst að brjóta á bak
aftur mótspyrnu öfgasinnaðra
Múhameðstrúarmanna undir
forystu madisins, sem er af-
komandi hins kunna andstæð-
ings Breta í orrustunni við
Omdurman fyrir aldamótin o,g
leiðtogi Ummaflokksins, sem
hefur jafnan verið áhrifamik-
ill i súdönskum stjórnmálum.
Uppreisn, sem þeir gierðu
síðla árs 1969, var fljótlega
brotin á bak aftur. Stuðnings-
menn madisins voru einangr-
aðir og bornir ofurliði á eynni
Aba á Hvitu Níl.
Eftir þetta einbeittu Nim-
eri og „ungu liðsforingjarnir"
sér að því að berjast gegn
kommúnistum, og komst sú
barátta á alvarlegt stig í nóv-
ember í fyrra. Maghoub, aðal
ritari kommúnistaflokksins,
og tugir kommúnistaieiðtoga
voru handteknir. Þremur af
11 ráðherrum byltingarstjórn
arinnar var vikið frá af þvi
að þeir voru kommúnistar
eða áhangendur þeirra. Kunn
astur þessara þriggja ráð-
herra var innanríkisráðherr-
ann, Hamadailah majór,
sem hefur komið mikið
við sögu byltingarinnar
nú. Hann hafði lýst yfir:
„Ógerningur er að fram-
kvæma sósíalisma án hj'álpar
kommúnista sem einstaklinga
og verkamanna sem stéttar."
• STRÍÐSYFIRLÝSING
Útvarpsræða sem Nimeri
hershöfðingi hélt í febrúar
jafngilti stríðsyfirlýsingu á
hendur kommúnistum. Hann
sagði:
„Ekkert getur lengur rétt-
lætt tilveru kommúnistaflokks
ins. Flokkurinn hefur fyrir
löngu einangrað sig, og félög-
um hans verður vikið úr öll-
um embættum i ríkissjórn-
inni, embættismannastjórn-
inni og verkalýðshreyfing-
unni. Kommúnistaflokkurinn
hefur reynt að skaða efna-
hagslíf landsins, einingu þjóð-
arinnar og samskiptá við er-
lend ríki. Hann hefur beitt
sviksamlegum og viðurstyggi
legum aðferðum, fótum troð-
ið hugsjónir okkar og grund-
vallarreglur og ekki hi'kað
við að stunda glæpsamlega
starfsemi og undirróður til
þess að ná fram markmiðum
sínum. Upp frá þessu verður
hver sá sem lýsir sig komm-
úniista eða félaga í flokknum
knésettur. Það er skylda sér-
hvers borgara að útrýma
þeim . . .“
Áhrif kommúnista ógnuðu
völdum Nimeris alia tíð, þótt
hann bannaði flokk þeirra
fljótlega eftir valdatökuna.
Kommúnistar hafa haft menn
i mikilvægum valdastöðum á
ýmsum sviðum og verið nokk
urs konar riki.í rí'kinu. Flokk
ur þeirra er talánn stærsti
kommúnistaflokkur í Arba-
heiminum með um eina mil'lj-
ón félaga, þótt virkir komm-
únistar séu aðeins taldir um
5000. Þrátt fyrir brottvikn-
ingu hinna þriggja ráðherra
í fyrra, héldu sjö kommúnist
ar eða áhangendur þeirra sæt
um sínum i stjórninni, enda
tóku þeir afstöðu gegn Mah-
goub aðalritara, sem hins
hefur að mestu farið í kaup á
hergögnum, sem hafa streymt
til landsins síðan Nimeri tók
völdin. Marxistinn og blökku
maðurinn Josef Ganang, sem
fór með mál Suður-Súdans í
stjórn Nimeris, var líka tal-
inn manna líkiegastur til
þess að geta bundið enda á
uppreisn sunnanmanna og
stuðlað að sáttum við blökku-
menn.
Ekkert lát er á baráttu
biökk'umanna í Suður-Súdan
gegn Múhameðstrúarmönnum
úr norðri. Enn eiga fjölda-
morð sér stað og stöðugur
straumur flóttamanna er til
nágrannalandanna Uganda,
Kongó og Eþiópiu. „Við erurn
útilokaðir frá ábyrgðarstöð-
um, reynt er að þröngva okk-
Nimeri h<krshöfðingi.
• v - ■
ÉLMU-
mmm
l'ppreisnarmenn í Snðiir-Siidan.
vegar nýtur stuðnings yfir-
gnæfand'i meirihluta ó-
breyttra kommúnista. Þessir
sjö ráðherrar hafa krafizt
þess í vaxandi mæli að undan
förnu, að mynduð yrði „þjóð
fylking" með þátttöku komm
únistaflokksins, sem yrði
leyfður á ný. Áhrif kommún-
ista hafa aukizt mikið meðal
atúdenta að undanförnu, og
’iáskólinn í Khartoum hefur
verið lokaður siðan í apríl
vegna mótmælaaðgerða og
óeirða.
• SOVKZK AOSTOO
Stuðingur Rússa við Nim-
eri, fyrst og fremst stórfelld
hernaðaraðstoð, hefur vakið
furðu í ljósi baráttu hans
gegn kommúnistum og hún
hefur sett þá og önnur komm-
únistaríki, sem hafa veitt
honum stuðning, í nokkurn
vanda. Ráðunautar og ýmsir
fulltrúar frá kommúnista-
löndum hafa fjölmennt til
Súdans síðan Nimeri tók völd
in, og er á það bent að starfs
menn austur-þýzka sendiráðs
ins eru 250. Áhrifamenn í Súd
an hafa verið uggandi vegna
þess hve landið hefur sífellt
orðið háðari kommúnistalönd
um og aðstoð þeirra.
Barátta Nimeris gegn
kommúnistum heima fyrir
var skoðuð í ljósi þess að
hann vildi iosa um hin nánu
tengsl við kommúnistarikin.
Stuðningur kommúnista
heima fyrir og utanaðkom-
andi aðstoð kommúnistaríkja
hafa hins vegar verið taidn
nauðsynleg vegna borgara-
styrjaldar þeirrar sem hefur
geisað í Suður-Súdan síðan
1956. Arðurinn af út'flutningn
um til kommúnistaiandanna
ur til að taka múhameðstrú
og tala arabísku, við höfum
ekki sömu menntunaraðstöðu,
fólk okkar er kúgað og ofsótt.
Efnahagsiíf Suður-Súdans er
vanrækt,“ segir í yfirlýsingu
frá blökkumönnum. Ríki
blökkumanna í Afríku hafa
samúð með uppreisnarmönn-
um, en óttast að láta hana í
ljós tii þess að spilla ekki fyr
ir einingu Afríku. Ýmsar
kirkjustofnanir og frjáislynd
öfl á VesÞurlöndum styðja
uppreisnarmenn. En mest
munar um stuðning Eþíópíu
og ísraels. Israelar þjáifa
uppreisnarmen.n og útvega
þeim vistir og hergögn. Eþíó-
píumenn senda fiUigvélar
hlaðnar vistum og hergögn-
um, sem aðallega hafa verið
tekin herfangi af múhameðsk
um uppreisnarmönnum í
Eritreu.
• VERSNANDI ÁSTANI)
Ástandið í Suður-Súdan fer
versnandi, og er ekki hægt
að ferðast út fyrir setuliðs-
bæi án herverndar. Stjórnin
hefur smám saman reynt að
skipa fleiri blökkumenn í
ábyrgðarstöður. Rússar hafa
aðstoðað við stækkun flug-
vallarins i aðalbænum, Juba,
en ekki virðist um viðtæka
aðstoð af þeirra hálfu að
ræða. Rússneskir l'eiðbeinend
ur og ráðgjafar eru í Suður-
Súdan, en þeir stjórna ekki
hernaðaraðgerðum.
Garang, sem nú er líklegt
að verði jafnvel áhrifameiri
en áður, hefur tekið sér
kommúnista Austur-Evrópu
tiil fyrirmyndar í ýmsum til-
raunum sem hann hefur gert
Kortið sýnir Súdan.
til þess að breyta ástandinu í
Suður-Súdan og binda enda
á aðskílnaðarstefnu blökku-
manna. Ungir menn, þjálfaðir
í Au.stur-Þýzkalandi haía tek
ið að sér að stjórna æskulýðs
hreyfingu blökkumanna. Ga.r-
ang sagði nýlega, að innan
skamms yrði hafizt handa
um að slkipuleggja ýmiss kon
ar „félagsstarfsemi“ í þorp-
um Suður-Súdans, þar sem
flestir í'búarnir búa. Stjórn
Nimeris fylgdi sáttfúsari
stefnu i garð blökkumanna
en fyrri stjórnir, sem létu
brenna þorp og stóðu fyrir
fjöldamorðum. Allf jölmennir
hópar hafa snúið aftur til
heimila sinna úr felustöðum
í frumskógum og fenjasvæð-
um og hafið fyrri störf. Gar-
ang hefur heitið þvi, að Suð-
ur-Súdan fái sjálfstjórn eftir
þrjú ár, en blökkumenn eru
vantrúaðir á að það loflorð
verði efnt.
• HARÐAR AÐGERDIR
Þegar Nimeri skar upp
herör gegn kommú.nistu.m
fyrr á þessu ári var ein helzta
ástæðan, að sögn hans sú, að
þeir voru andvígir þátttöku
Súdans í fyrirhuguðu ríkja-
sambandi Egypta, Sýrlend-
inga og Libýumanna. Ýmis-
legt annað en harðnandi bar-
átta gegn kommúnistum
sýndi, að Nirneri færðist stöð
ugt meir í hægri átt, meðal
annars það að hann náðaði
Múhameðstrúanme'nn úr Ans-
ar-sértrúarflokknum, sem
gerðu uppreisn í fyrravor og
leysti þá úr haldi.
Á byltingarafmælinu í maí
gekk Nimeri skrefi lengra í
baráttunni gegn kommúnist-
um og tilkynnti að verkalýðs-
félög, stúdentafélög, kvenfé-
lög og æskulýðsféiög yrðu
endurskipulögð eða leyst upp.
Hann boðaði um leið stofnun
hreyfingar, Sósíalistasam-
bandsins, sem ætti að afla
stjórninni aukins stuðnings,
þar sem hún hefði treyst u.m
of á stuðning hersins. Með
þessu bjó hann í haginn fyr-
ir víðtækar breytingar, sem
hafa átt sér stað á undanförn
um vikum og leitt til falls
hans. Hann greip tii harka-
legra ráðstafa.na til þess að
þagga niður í áhrifamönnum
kommúnista, og voru 70
kommúnistar handteknir í
júní, þar á meðal nær öil mið
stjórn flokksins og 130 komm
únistar voru settir undir eftir
lit. „Kommúnistar hafa sí-
fellt reynt að spilla fyrir
starfi okkar siðan í m,ai 1969,“
sagði talsmaður Nimeri-
stjórnarinnar nýlega, en hin-
ar harkaiegu ráðstafanir gegn
kommúnistum hafa orðið tii
þess að stuðningsmenn þeirra
hafa tfiikið völdin.
G.H.