Morgunblaðið - 07.10.1971, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.10.1971, Qupperneq 7
MORGUtNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBBR 1971 v- Blaka með eina mynda sinna, en þeim hefur hún ekki gefið neitt nafn. Sagði að ég væri skáld i listinni „Biaka" — Guðrún Jónsdótt- ir öðru nafni hefur verið að sýna myndir sínar undanfarnar þrjár vikur uppi í Mokkakafíi hjá Guðmundi. Á iaugardaginn kemur lýkur sýningunni hennar. Blaka sagði við okkur nokkur orð í tilefni af þessu. — Sýningu minni er að ljúka á laugardagskvöldið kem ur. Margir hafa komið og skoð- að. Ég hef selt tvaer myndir. Ás geir Ásgeirsson fyrrverandi for seti keypti aðra þeirra. Áður en ég hélt þessa sýningu, hafði ég selt nokrar myndir vinum mín um, sem komu heim til mín, og ekki má ég heldur gleyma því, að frændkona min, sem býr í Kanada, Valgerður Ruby Daw- son (hún er systir Pearl Páima son, fiðluieikara) fékk hjá mér 20 myndir til að fara með vest- úr um haf og sýna með sölu fyrir augum. — Hún hefur nú selt þær ail- ar og vil'l fá fleiri til að haida söiusýningu. Gissur Elíasson prófessor við Manitoba há- skóiann i Winnipeg keypti eina mynda minna, og skrifaði mér nokkrar línur í tiiefni af þvi. Ég tek það fram, að hann er mér með öllu ókunnugur, og þeim mun vænna þótti mér um orð hans. Sagði hann, að ég hefði með- fædda hæfileika, sem ekki væri hægt að iæra í háskólum, en kannski að sumu leyti hægt að þróa upp með ærinni vinnu. Væri ég skáld í listinni og bað hann mig lengstra orða að halda áfram uppteknum hætti að mála það sem ég sæi innra með mér, ekki endilega það, sem ailir aðrir sæju i nátt úrunni. Hann hefur mikið umgengizt list, og þótti mér ekki minnst varið i þessi hiýiegu orð hans fyrir þær sakir. Nýlega fékk ég svo bréf frá frænku minni í Winnipeg þar sem hún fer þess á leit við mig, að ég sendi sér fleiri myndir til að setja á sýningu. Ég er að hugsa um að verða við þessari beiðni hennar. Hún sýndi tvær mynda minna á Islendingadeg: þar í borginni, og kvað þær hafa vakið athygii. t>vi skyldi ég ekki lofa þeim að sjá fleira? — Ég hef aidrei lært neitt að mála eða teikna, en ég hef afar gaman af þvi, og þessar myndir, sem ég sýni nú í Mokka, hef ég eins og reyndar aliar hinar mál að við hlið móður minnar sem hefur verið sjúkiingur. Það var þægilegt að hafa liti og blað þar á litlu borði, og ég hafði gam- an af því að gera þetta á fal- legum kvöldum og í góðu veðri, þvi að ég fer lítið út. Það hefur verið mér mikil ánægja að setja þær saman, og ég er að hjgsa um að halda áfram uppteknum hætti. Þriggja mínútna samtal úr hversdagslífinu HOSMÆÐUfl Stórkostleg lækkun á stykkja þvotti, 30 stk. á 300 kr. Þvott ur, sem kemur í dag, tiibúinn á morgun. Þvottahúsið Eimir Síðumúla 12, sími 31460. BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðste. Nóatún 27, sími 2-58-91, TEIKN iST OFUfl Tækniteiknari vanur ýmsum teiknistörfum óskar e. starfi % daginn eða heimavinnu. Uppt. í síma 50755 fyrir hád. og á kvöldin. KEFLAVlK Tíl sölu 4ra herb. Ibúð í fjöl- býlkshúsi. Verð kr. 1200 þ.. útb. kr. 750 þ. Fasteignasate Vilhjá'æs og Guöfinns, sím- ar 1263 og 2376. HLlÐAR — NORÐURMÝRI Kona óskast til að gæta 1 áns gamals barn® frarn að áramótum. Uppf. í sima 25731 milli kl. 5 og 7. UNGT BARNLAUST par óskar eftir að taka á leigu 2ja—3ja berb. ibúð, belzt í Kópavogi. SSrrri 40376. IbUð óskast 3}a—4ra herb. íbúð óskast tíl teigu nú þegar. Uppl. í sima 19230. * HESTAFÓÐRUN Getum tekið nokkra hesta 1 fóðrun í vetur. Uppl. í srme 41499. TIL SÖLU Ohevrolet árg. '55 sendiferða m tiil niðurrifs. Seist ódýrt Up>pl. i sima 8171, Grindavlk erftir kl. 7 á kvöldin. PEKINGENDUR Höfum til sölu Pekirrgendur — stofn. Fara i varp eftir ára- mót. Uppl. í sfmum 66381 og 66384. BARNGÓÐ KONA óskast strax tif að gæta 8 mán. gamals barns, hálfan eða allan daginn, sem næst Akurgerði. Uppl. i síma 32912. SENDIBlLL TIL SÖLU Auistin árg. '71, 400 kg. ek- inn aðeins 15 þ. km. Stení 25891. KJÖT — KJÖT 5 verðflokkar. Úrvals dilka- kjöt. 1. verðfloikkur. Beint úr gálga og sagað kr. 97.50 kg. Sláturhús Hafnarfjarðar, sím- ar 50791, heima 50199. ATVINNA Kona sem getur skrifað ensk verzlunarbréf og unnið venju lega skrifstofuvinnu óskast hálfan daginn. Tilb. sendist Mbl. fyrir laugardag merkt Vön 4376. iBÚÐ TIL LEIGU Ti'l leigu 2ja herb. íbúð í há- hýsi við Austurbrún með eða án húsgagna. Laus um 20. þ. m. Leigist til 12 mán. m. a.m. k. 6 mán fyrirframgr. Leigu- tifb. merkt Panaram 3206 sendist blaðinu f. 10. þ. m. IbUÐ ÖSKAST 2 reglusamar stúlkur í góðri atvinnu óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð til leigu. Góðri um- gengni heitið. Uppl. í sím® 10776 kf. 5—8 í dag og á morgun. M árnad iiuilla Sigurður Óli Ólafsson, fyrrum alþingismaður, er 75 ára í dag. Hann verður að heiman. Sigurður fæddist á Eyrar- bakka, og voru foreldrar hans Óiafur Sigurðsson, bóndi og eöðlasmiður á Eyrarbakka, og kona hans Þorbjörg Sigurðar- dóttir. Eftir tveggja vetra nám í unglingaskóianum á Eyrarbakka, stundaði hann ýmis störf, en árin 1927—64 var hann kaupmað ur á Selfossi. Sigurður áitti sæti í hreppsnefndum, var sýslunefnd anmaður um árabil, og skólafor- maður Héraðsskólans á Laugar- vatni. Hann átti sæti á Alþingi sem þingmaður Sjáifstæðisfiokks ins frá 1950—67. Kona Sigurðar er Kristin Guð mundsdóttir. GAMALT OG GOTT Gulls hjá niftum ungum er Ari sviftur vonum, hefir skipti og hallar sér heizt að giftum konum. Tryggvi H. Kvaran. Vísan er um ókvæntan mann, sem var i þingum við gifta konu. Þú ert Gvendur gæðaskinn, þótt greind sé ekki hjá þér. Ég heid ég þekkti hundssvipinn þótt haUsinn væri ekki á þér. Tryggvi H. Kvaran. Ur bókinni Ég skal kveða við þig vel eftir Jóhann Sveinsson frá Fiögu. Grímur Þórarinsson i Garði í Keiduhverfi kom inn í veitinga hús í Húsavík. Hafði þar löng- um verið háreysti og ölteiti, en nú voru menn daufir i dálkinn. Þá kvað hann: Sorgar stranga svipinn ber sérhver spangaviður. Á drykkjuvangi dapurt er drengir hanga niður. Ort um kaupmann: Yfir bárur ágirndar, eiligrár og slitinn, reri árum rógburðar rann af hári svitinn. fsleifnr Gíslason Sauðárkróki. (Bók Jóhanns Sveinssonar Ég skal kveða við þig vei). Spakmæli dagsins Uppeldi þýðir ekki, að mönn- um sé kennt eitthvað, sem þeir vita ekki. Það þýðir að kenna þeim að hegða sér örðuvísi en þeir gera. Það er ekki að kenna unglingum að þekkja staf ina eða kenna þeim að íara með tölustafi og láta þeim síðan eft ir að beita stærðfræðinni til íjár svika og nota iestrarkunnátt- una til þess að sesa með henni girndirnar. Þvert á móti er það fólgið í því að venja þá á al- eflingu og fullkomna sjálfs- stjórn líkama og sálar. Það kost- ar samvizkusama, stöðuga og stranga vinnu og verður að ger ast með góðvild, yfiriegu, varn aði, fyrirmælum og hrósi, en um fram allt með fordæmi. — J. Ruskin. PENNAVINIR Aage Storengen, Vislies gt. 34,2300 Hamar, Norge, 23 ára, óskar eftir bréfaskiptum með frímerkjaskipti fyrir augum. Rudolf Clerici, 21 árs, Via Uni one 29,22074 Loma 220 (Como), Italia, sem er læknanemi óskar eftir bréfasambandi við íslenzk an stúdent. Tarlok S. Ohabra, 181 Sector 21 A, handigarh-22, India skrifar: Hef hundruð pennavina fyrir ís land, frá 14—60 ára aldurs. AXl- ir velkomnir. Þrir alþjóðasvar- seðlar óskast meðfylgjandi i bréfi. NÝJAR ÍBÚÐIR TIL SÖLU Til sölu 4ra herb. íbúðir ásamt 1 herb. í kjallara við Lundarbrekku í Kópavogi, (Fossvogsmegin). Seljast fokheldar til afhendinga fyrir 1. febrúar 1972. Tvennar svalir, fallegt útsýni. SKIP & FASTEIGNIR, SKÚLAGÖTU 63, SÍMI 21735. EFTIR LOKUN 36329.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.