Morgunblaðið - 07.10.1971, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.10.1971, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐtÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1971 Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavik. FramkvBemdastjóri Haraidur Sveinsson. Rilatjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstraeti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 12,00 kr. eintakið. STEFNAN MÖRKUÐ T svo strjálbýlu landi sem íslandi er alltaf miklum örðugleikum háð að koma upp og halda við sæmilega tryggu akvegasambandi í samræmi við kröfur tímans. Þótt mikið hafi áunnizt á undanförnum árum, eru enn til byggðarlög, sem búa við óviðunandi ástand í þessum efnum og önnur, þar sem mikilla endurbóta er þörf. En þó svo sé, verður ekki fram- hjá því komizt, að síðasti ára- tugur markaði þáttaskil í vegamálum íslendinga. Þá var stefnan mörkuð, sem fylgja ber, ef ekki á að verða um afturför að ræða. Grundvöllurinn að nýskip- an vegamála var lagður með vegalögunum frá 1963. Fram að þeim tíma höfðu vegamál- in verið tekin fyrir á Alþingi til eins árs í senn og afgreidd, án þess að nokkur heildarsýn fengist yfir framkvæmdimar á næstu árum. Nú var annar háttur upp tekinn og ákveð- ið að vinna að vegafram- kvæmdum eftir fjögurra ára áætlun í senn, sem þó skyldi endurskoðuð á þriðja ári. Með þessum hætti tókst að korna á skipulegri vinnu- brögðum en ella og árangurs- ríkari. Auk þess fylgdi þess- ari breyttu skipan sá kostur, að íbúar byggðarlaganna fengu vitneskju um, hvað framundan væri í vegagerð, sem beðið var eftir. í annan stað var tekin upp gerð landshlutaáætlana í samgöngumálum. Riðið var á vaðið á Vestfjörðum, en þar var þörfin brýnust og verk- efnin örðugust viðfangs, en yfir langa og erfiða fjallvegi að fara. Með hinni nýju vega- gerð þar hefur tekizt að tengja byggðarlögin betur hvert öðru og aðstaðan í at- vinnulegum sem félagslegum efnum er allt önnur en áður. Samgönguáætlun Aust- fjarða var tekin á dagskrá fyrir ári og hófust fram- kvæmdir á þesisu sumri, en á að ljúka á árinu 1975. Snemma á sl. ári fól svo At- vinnujöfnunarsjóður Efna- hagsistofnuninni gerð Norð- urlandsáætlunar í samgöngu- málum og hefjast fram- kvæmdir samkvæmt henni þegar á næista sumri, ef sami háttur verður á hafður sem um framkvæmdaáætlun Aust fjarða. Framundan eru svo samgönguáætlanir Vestur- og Suðurlands. Þegar ofangreindum fram- kvæmdum lýkur, verður að ætla, að samgöngumál strjál- býlisins séu komin í viðun- andi horf. En það er mjög brýnt einmitt nú, að íbúar landsbyggðarinnar viti, hvað framundan er í þessum efn- um fyrir margra hluta sakir. Samgöngumálin koma inn á marga þætti daglegs lífs bæði í átvinnulegu og félags- legu tilliti og lausn ýmissa sérstakra miála strjálbýlisins svo sem í heilbrigðis- og skólamálum veltur á fram- vindu þeirra. Erfiðasti hjallinn að baki TtÆeð lagningu Keflavíkur- ■" vegar hófst nýr kapítuli í sögu samgangna hér á landi. Öll byrjun er erfið og eðli- lega kostaði það nokkur átök að koma því máli fram. Eftir á sjá allir, að rétt var að far- ið, og þess þurfti ekki lengi að bíða, að framhald yrði á hraðbrautarframkvæmdun- um. Þannig er í vegaáætlun- inni frá 1969—1972 ákveðið að nífalda vegalengd þeirra þjóðvega, sem teknir voru í hraðbrautartölu, og verða þeir í lok næsta árs 3,8% af öllum þjóðvegum landsins. Ná þær frá Elliðaám að Sel- fossi annars vegar en að Kollafirði hins vegar. Til hraðbrautarframkvæmda við Akureyri er varið 50 millj. kr. á þessu ári. Með þessum áfanga er erf- iðasti hjallinn að baki í hrað- brautarframkvæmdunum, því að þær eru að sjálfsögðu dýr- astar næst Reykjavik, þar sem umferðarþunginn er mestur. Næst liggur fyrir að leggja olíumöl á Vestur- og Norðurlandsleiðinni og verð- ur að ætla, að ríkisstjórnin sjái sér fært að halda þeim framkvæmdum áfram, en láti ekki þráðinn niður falla. Var- anlegt slitlag á helztu þjóð- vegum landsins er áð sjálf- sögðu það, sem koma skal, og borgar sig upp á fáum árum með minna viðhaldi þjóð- vega og minna sliti á bílum. Sé litið yfir framlög til vegamála síðustu 15 árin, kemur í ljós, að þau hafa margfaldazt. Þannig lætur nærri, að á fimm ára tímabil- inu frá 1968—1972 sé varið jafnmiklu fé á föstu verðlagi til vegamála og á næstu 10 árum á undan. Sé miðað við síðasta ár vinstri stjórnarinn- ar gömlu 1958 er munurinn enn meiri. Þannig voru fram- kvæmdirnar 1970 nær þrefalt meiri en 1958 og rúmlega fjórfalt meiri á yfirstandandi ári. Allt segir þetta sír.a sögu um þau stórátök, sem unnin hafa verið á síðustu Pentagon-skj ölin Byrjun Víet- namstríðsins GREINAR þær, sem hafa birzt í Washington Post og New York Times um leyni- skjölin úr Iandvarnaráðu- neytinu síðan banninu við birtingu þeirra var aflétt, hafa fá ný stórkostleg sann- indi fram að færa. Upplýs- ingarnar lýsa viðhorfi land- varnaráðuneytisins til stríðs ins. Önnur viðhorf koma fram í skjölum, sem ekki hafa verið birt, svo sem í skjölum Hvíta hússins og utanríkisráðuneytisins. í heild gefa skjölin góða mynd af þróun Víetnam-stríðsins, en upplýsingarnar eiga fyrst og fremst erindi til sagn- fræðinga. Ýmsar kunnar staðreyndir eru staðfestar í leyniskjölunum eins og fram kemur í ítarlegri yfirlitsigrein í tímaritinu News- week um efni þeirra. Athafnir bandarískra stjórnvalda hafa jafnan átt rætur að rekja til þeirrar sannfæringar, að það Fyrsta grein varðaði brýna þjóðarhagsmuni Bandarikjanna að bjarga Suð- ur-Víetnam frá yfirráðum kommúnista. Um það bil sem stjóm Kennedys tók við völd- um, varð það sannfæring bandarískra stjórnvalda, að Bandaríkin mættu aldrei sem voldugasta ríki heims hika við að standa við skuldbindingar sinar. Grundvallarmarkmiðið var alltaf hið sama, aðeins var reynt að breyta um aðferðir og leiðrétta fyrri mistök. Afleið- ingin yarð sú að hlutdeild Bandaríkjamanna í striðsrekstr inum jókst stöðugt og náði þessi stigmögnun hámarki á ár unum 1965 til 1968. * HO HAFNAÐ Greinaskriíunuim um leyni- skýrslurnar er nú lokið, og hafa þá verið birtar uppljóstr- anir um allt tímabilið frá stjórnardögum Harry S. Tru- mans til síðustu valdadaga Lyndon B. Johnsons. Skjölin frá Truman-tímanum sýna hvernig þær skoðanir urðu til, sem mótuðu afstöðu banda- riskra stjórnvalda æ síðan: s'ú sannfæring að það varðaði bandaríska þjóðarhagsmuni að koma í veg fyrir að kommúnist- ar næðu yfirráðum í Suður-Viet nam og dóminó-kenningin svo- kallaða þess efnis, að næðu kommúnistar þessu markmiði í Suður-Víetnam, mundi sagan endurtaka sig um alla Suðaust- ur-Asíu. Þær upplýsingar frá þessum tima, sem vekja hvað mesta at- hygli, sýna að bandarísk stjórnvöld hafi margoft vísað á bug hjálparbeiðnum frá Ho Chi Minh rétt eftir síðari heims styrjöldina. Skjölin segja, að Ho hafi lagt fram þá undar- legu beiðni að staða Víetnam yrði sú hin sama og Filipps- eyja, það er að segja að land- ið nyti bandarískrar verndar í óákveðinn tíma og fengi siðan sjálfstæði Bandaríkjastjóm virti að vettugi átta orðsend- ingar á fyrstu sex mánuðunum eftir síðari heimsstyrjöldina, að því er skjölin segja. Þess vegna féllst Ho á það 1946 að veldi Frakka í Víetnam yirði endur- reist og var fús að samþykkja að þeir héldu völdum sinum í fimm ár. Bandariíkin lögðust í fyrstu gegn endurreisn ný- lenduveldis Frakka, en lögðust sífellt meir á sveif með Frðkk- um. 1 skjölunum segir, að Bandarikjamenn hefðu í þess stað getað stuðlað að þvi, að Ho tæki að sér svipað hlutverk í Asíu og Tító í Evrópu. Afstaða Bandarikjanna var þó lengi vel tvíræð, en í febrú- ar 1950 kömst Þjóðaröryggis ráðið að þeirri niðurstöðu, „að útvikkun yfirráða kommúnista í Kina jafngilti alvarlegum póli tískum ósigri fyrir okkur. Ef Suðaustur-Asía fellur einnig undir yfirráð kommúnista jafn gildir það stórfelldri pólitískri uppgjöf okkar, og afleiðing- anna mun gæta hvarvetna í heiminum, einkum í Miðaustur- löndum og í Ástralíu, sem kærn ist I aivarlega hættu. „Dómínó- kenningin kom betur fram í öðru áliti, sem Þjóðaröryggis- ráðið gerði tveimur árum síðar þegar Kóreustríðið stóð sem hæst. Bandarískir hermenn stíga á land í Víetnam. árum. En þar með er ekki sagt, að nú megi láta deigan síga. Fyrir næsta Alþingi liggur að semja vegaáætlun fyrir árin 1972—1976 ag þess verður að vænta, að ríkis- stjórnin sjái sér fært að halda þeirri stefnu stórhugar í vegamálum, sem mörkuð var aif fyrirrennurum hennar. Meðan annað kemur ekki í ljós, verður að trúa því, að orð Hannibals Valdimarsson- ar, samgönguráðherra, í Tím- anum 28. sept. sl. um hið gagnstæða hafi verið á mis- skilningi eða vanþekkingu byggð og að hann komiz t að annarri niðurstöðu, þegar hann gefur sér tíma til að at- huga málin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.