Morgunblaðið - 08.10.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.10.1971, Blaðsíða 11
39 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1971 Akranes Kjalarnes hreppur Soltjarnarnes ReyKj'avík Sandgeröi Bessastaðahreppur Keflavík Stapi >2 ^ Njarövík Mosfellssveit Kópavogur Garðahreppur Hafnarfjörður Kortiö sýnir byggrðarlög-in, seni liggja að krikannm við sunnan verðan Faxaflóa, þar seni nieira en helmingnr þjóðarinnar býr og þarf að losa sig við úrgang og skolp. að mikið verkefni er fyrir hönd um varðandi holræsalagnir og raunar byrjað á því verki Reykvíkingar virðast ætla að taka málið föstum tökum. Á blaðamannafundi um mengunar- skýrslu Dananna, talaði borgar- stjóri um að ganga þyrfti í að velja leiðir og gera áætlanir, sem kæmust í framkvæmd á næstu 10 árum. Fól hann gatnamálastj. að velja milli úrlausna og gera áætlun í samráði við nærliggj- andi byggðarlög, sem verða þá Kópavogur og Seltjarnarnes, því hagkvæmt mun verða fyrir aðra að vera þar utan við með sinar eigin úrlausnir. Og þá kemur þessi stóra spurning. Hve hreinn á sjórinn að vera? Á að vera hreint bað- vatn allt í kringum byggðina? Eða má hafa nokkurt magn óhreininda á völdum stöðum til að gera úrlausnir auðveldari og ódýrari? Fyrsta verkefnið er því að gera sér grein fyrir því og er að því unnið í Reykjavík í samráði við heilbrigðisyfirvöld borgarinnar. En þó svo farið sé með alit skolp svo langt út, að ekki stafi mengun af hér inni á sundum og víkum og þynningin verði nægi- leg til að eyða baklteríum og veirum og lifrænu efnunum án þess að eyða of miklu súrefni, og svo langt að ekkert af úr- ganginum komi til baka á fjör- ur, þá er enn eftir einn liður eða ein tegund efna, sem ekki eyðist í sjónum. Það eru kemisku efn- in frá iðnaði, sem eyðast ekki eða illa í vatni, heldur safnast bara fyrir. Slík efni verður að stöðva áður en þau fara í sjó- inn, þ.e. við verksmiðjuvegginn. Það hlýtur að vera siðferðileg skylda allra þjóða að sleppa ekki óeyðanlegum efnum í haf- ið. Hvað sem ákveðið verður, virðist augljóst, að halda þarf sjónum og fjörunum eins hrein- um og unnt er með allri strönd inni við innanverðan flóann og vandinn er mestur við hann sunnanverðan, þar sem þéttbýli er mest og jaínframt hvers kyns úrgangur og óþverri. Eins og er, er langt frá því að ástandið í þessum efnum sé viðunandi. E. Pá. Burger, forseti Hæstaréttar — Nixon Kramhald af bls. 1 um, að Hæstiréttur taki á- kvörðun í málinu. Annað mál getur leitt til frjálsræðis i fóst ureyðingarlögunum í mörgum rikjum, þar sem fóstureyðing ar eru enn ólög'legar. Hæsti- réttur úrskurðar etf til vill líka á þessu starfstímabili, hvort blaðamanni má gera skylt að bera vitni í rnálum, sem bann hefur afíað sér upp lýsinga um í trúnaði við störf sin. Val manns tií[ að úrskurða í svona stórmálum er talsvert mikið mál. Ef næstu dómarar verða eins langlifdr og Black dómari, dæma þeir af fullum krafti árið 2005. Bremsudiskar nýkomnir í Opel Admiral, Caravan, Reckord, Cadett. Taunus 12 m og 17 m. Volkswagen 1500. Benz 200, 220, 250. Renault R 8. STILLING H/f.. Skeifan 11 — Sími 31340. f réttir í stuttu máli S 9 Keisari í Kína I PEKING: — Haile Selassie ' I Eþíópíukeisari er væntanleg- ‘ ur til Peking í vikulanga op- I 1 inbera heimsókn, en kemur ( I fyrst til Kanton þar sem kín- \ I verskir embættismenn taka á ( i móti honum. Venjan er að/ Mao Tse-tung eða ,,arftaki“' ' hans, Lin Piao, taki á móti I (jafntignum gesti. 9 Þingað um slríð ' KAÍRÓ: — Sadat Egyptalands' 1 forseti hefur rætt við þjóðart I leiðtoga Sýrlands og Líbýu, ( i Assad og Gaddafi, um yfir- , lýsta stefnu egypzka forsetans ] um að leysa deilumálin í Mið- I austurlöndum á þessu ári með | | stríði eða friðsamlegum ráð- i , um. Sadat á fyrir höndum við , ' tækar viðræður við stórveldin I og Arabalöndin áður en frest I | ur hans rennur út um áramót. ( £ Tíu reknir? LONDON: — Brezka blaðið The Guardian segir að Rússar ' muni reka 10 til 19 brezka I diplómata úr landi í Sovétrikj unum í hefndarskyni við brott, visun 105 sovézkra diplómata og starfsmanna frá Bretlandi. 1 Blaðið segir að sagt verði frá ( brottvísuninni þegar farþega- skipið „Baltika" kemur til ] Leníngrad með sovézku dipló matana. SÓLÓ-húsgögn sterk og stílhrein Fjölbreytt úrval af stálhúsgögnum Nýjar gerðir, nýjir litir Seljum trá verkstœði Hagstœtt verð SÓLÓ-HÚSCÖCN HF. Hringbraut 121 — Sími 21832 MOSKVICH M 434 sendibifreið fyrirliggjnndi KALDIR FORRÉTTIR 6 teg. SMÁRÉTTIR 7 teg. SÚPUR 4 teg. FISKRÉTTIR 6 teg. KJÖTRÉTTIR 8 teg. ÁBÆTIR 4 teg. Af þessari upptalningu má sjá «ð auðvelt er áð gera, jafnvel vandlátustu matmönnum til hœfis. Höfum einnig á boðstólnum Rétt dagsins og kaffi ásamt með- lœti- . ttHHTEL# Barinn opinn 12—14.30 og 19—23.30 Borðpantanir í síma 82200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.