Morgunblaðið - 08.10.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.1971, Blaðsíða 15
MORGUlNÐLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÖBER 1971 43 Þráinn Bertelsson: „Ást okkar logar og lifir“ Um Pál Oiafsson, manninn og skáldið, ævi hans og ástarljóð Rætt við Benedikt Gíslason frá Hofteigi og Jón G. Nikulásson lækni um „Fundin ljóðÉ< - ástarljóð Páls, sem nýverið komu í leitirnar og hafa nú verið gefin út í bók „Dýrgripir,“ segir hann. „Gersimar. Ómetainlegar gersim ar.“ Þetta eru orðin, sem Beneditet Gíslason frá Hofteigi viðhefur til að lýsa „Fundnum ijóðuim", ástarljóðum Páls Ólaifssonar, sem nýlega voru dregin fram i dagsljósið og gefin út hjá Hetgafelii. „Páll Ölafsson var alþýðu- steáld,“ segir Benedikt, sem þekkir manna bezt Ijóðagerð og œviferil þessa austfirzka skálds. Og Beneditet heldur á- frarn: „Það er marklaust skáld, sem ekki er alþýðuskáld. Skáid skapurinn er að binda augna- blikið, og lifið er eintóm augna blilk. Skáldið, sem bindur þau fflest, og gerir það bezt, verður alþýðuskáld. Eðli skáldskapar er að mála augnablikið.“ Hvort sem þessi skilgreining á eðli steá'ldskapar er endanleg eða ekki er ekki að tvíla, að Páffl ÓHatfsson er mikill málari augnabliksins. Sin beztu ljóð yrkir hann af hita þeirra til- ifinninga, sem hafa hann á valdi sinu það augnablikið. Og til- finningaofsinn er mikill, ást eða hatur, ekkert þar á milli. Ef til vill var það fyrir hat- ursfull níð- og kersknikvæði, sem hann varð fyrst frægur með þjóð sinni, en örugglega verða það ástarljóð hans, sem munu halda nafni hans á loft um ókomin ár. Ástin og hatrið eru þeir meg- tnþættir í skapgerð Páls, sem skópu honum örlög og útdeildu honum gæfu og gæfuleysi. Hvoru tveggja, ást sinni og hatri, kunni Páll að lýsa á ó- gleymanlegan hátt. Einn óvildarmaður Páls fékk þessa vísu: Illa fenginn auðinn þinn, áður en lýkur nösum; aftur tínir andskotinn upp úr þínum vösum. (Pál átti raunar í málaferi- um, þegar hann kvað þessa visu, og var sektaður um 20 krónur fyrir tiltækið, svo að vlsan er dýr). Annar óvildar- maður Páls fékk þessar trakt- eringar: Hér í hlaðið rógur reið, ranglætið og illgirnin. Lygi og smjaður skelltu á skeið. — Skárri er það nú fylkingin. Þetta er ófagur kveðskapur, en það kvað við annan tón hjá Páli, þegar hann orti um ást- ina: Án þín er sérhver dagur draumur og dauðans svartnætti fyrir mig, af þvi að dagsins glys og glaumur glepur mig frá að hugsa um þig- En þegar nóttin blessuð breiðir blæjuna dökku yfir mig, hjartað mitt flýgur langar leiðir, lifir og unir kringum þig. Þannig eru öfgarnar i lund- erni þessa ágæta skálds, brenn andi hátur eða brennandi ást. En það varð þó eins og i vinnu konuskáldsögunum, að ástin varð yfirsterkari, hún er mun fyrirferðarmeiri og merkari í skáldskap Páls heldur en níðið og skammirnar. II Páll Ólafsson fæddist átt unda dag marzmánaðar árið 1827 á Dvergasteini við Seyðis- fjörð. Foreldrar hans voru síra Ólafur Indriðason, síðar prest- ur á Kolfreyjustað, og fyrri kona hans, Þórunn Einarsdótt- ir. Páll dvaldist í föðurhúsum, unz móðir hans lézt, þann 30. janúar árið 1848. Eftir það fór hann fljótlega að heiman, og telja sumir, að orsökin hafi verið sú, að faðir hans gekk að eiga nítján ára gamla stúlku, Þorbjörgu Jónsdóttur, ári eftir lát konu sinnar, og var þá sjálf ur 53 ára að aldri. Segja sumir, að ekki sé fráleitt að ætla, að Páll hafi sjálfur fellt ástarhug til þessarar stúlku, sem síðar varð stjúpmóðir hans, og hafi sú óhamingjusama ást verið á- stæða þess, að hann fór að heiman. Þetta eru raunar getsakir ein ar, og harla ólíklegar. Þegar betur er að gáð, bendir fátt tii þess, að Páll hafi fellt hug til Þorbjargar, og í hinum opin- skáu ástarljóðum sínum tekur Páii margoft fram, að hann hafi aðeins elskað eina konu um dag ana — og sú kona hét Ragn- Þráinn Bertelsson hildur. Margar ástæður geta legið til þess, að Páll fór að heiman, og líklegasta ástæðan er einfaldlega sú, að hann hafi ekki kært sig um að ala mann- inn undir handarjaðri föður síns. Ungir menn vilja vera frjáisir, ekki sízt jafnákaflynd ir menn og Páll Ólafsson. Þegar Páll fór að heiman, fór hann að Surtsstöðum í Eyrar- hreþpi til Önnu systur sinnar og mágs síns Siggeirs Pálsson- ar. Hjá þeim er hann um hríð, en ósætti þeirra hjóna Siggeirs og Önnu var mikið, svo mikið að um síðir slitu þau samvist- um og skildu eftir ellefu ára hjónaband. Eftir að Páll fór frá mági sín um og systur, réð hann sig að Hallfreðarstöðum, þar sem bjó ekkjan Þórunn Pálsdóttir. Þar staðfesti hann ráð sitt, því að fimmta júli 1856 kvæntist Páll Þórunni. Hann var þá tuttugu og níu ára, en Þórunn fjörutíu og fimm ára og hafði ver- ið ekkja í tíu ár. Mjög hafa menn brotið heil- ann um þetta hjónaband Páls og Þórunnar. Sumir telja, að Páll hafi gengið að eiga Þór- unni í einhverju örvæntingar- kasti, vegna þess að hann hafi beðið skipbrot í ástum, er síra Flugvirkjar - Flugvélstjorur Félagsfundur Flugvirkjafélags íslands verður haldinn að Brautar- holti 6 laugardaginn 9. okt. 1971 kl. 13.30. FUNDAREFNI: Uppsagnir flugvirkja og flugvélstjóra hjá Loftleiðum hf. önnur mál. STJÓRNIN. GRETTISG. 8 • REYKJAVÍK SÍMI 17840 • PÓSTIIÓLF 1296 FYRSTA BÓKAUPPBOÐ VETRARINS verður haklið í Átthagasaí Hótel Sögu mánudaginn 11. okt. nk. og hefst það kl. 17.00. Bækurnar verða sýndar í skrifstofu undir- ritaðs, Grettisgötu 8, laugardaginn 9. okt. milli kl. 14.00 og 18.00 og í Átthagasal Hótel Sögu mánudaginn 11. okt. kl. 10.00 og 16.00. MUNAS pllllrlðS knltlrO BRUUNÖ LISTMUNAUPPBOÐ KNÚTUR BRUUN Ólafur, faðir hans, kvæntist Þorbjörgu Jónsdóttur. Þetta er óneitanlega rómantísk tilgáta, en þó ósennileg. 1 fyrsta lagi bendir fátt til þess, að kærleikar hafi verið með þeim Páli og Þorbjörgu, og í öðru lagi hafði Páll haft svo langan umhugsunartíma, að ljóst er að hann flanaði ekki í hjónaband i augnabliksörviln- an. 1 þriðja lagi var Þórunn væn kona og virðuleg, sýslu- mannsdóttir, og sterkur og á- kveðinn persónuleiki, en allt þetta eru kostir, sem hafa kom ið Páli, jafn flöktandi og í- stöðulaus og hann virðist hafa verið. Heimilið að Hallfreðarstöð um mun hafa verið glæsilegt, þótt tæpast væri þar mikið riki dæmi. Ekki undi Páll á Hall- freðarstöðum til langframa, þvi að fljótlega flytur hann að Höfða á Völlum, þar sem hann er í tvö ár, þar til hann flytur að Eyjólfsstöðum, og býr þar i tvíbýli með Birni Skúlasyni. í fyrstu hefur það ef til vtil verið vináttan við Björn Skúla son, sem laðaði Pál að Eyjólfs- stöðum, en innan tíðar kom þó fleira til. Árið 1865 kemst það upp, að tíðleikar eru mili'i þeirra Páls og Ragnhildar, dótt ur Björns. Reynt er að ráða þeim málum giftusamlega til lykta með því að Ragnhildur fer til Reykjavíkur til þriggja ára dvalar, en Páll flytur aftur heim til Hallfreðarstaða með konu sina og sitt fólk árið 1866. Ekki báru þessar tiltektir þó tilætlaðan árangur. Árið 1864 hafði Páll verið kjörinn vara- þingmaður Norðmýlinga, og ár- ið 1867 fer hann suður til Reykjavíkur á þingið fyrir síra Halldór á Hofi. Lítið orð fer af Páli sem þing manni. Mælskur var hann ekki á þingi, en hefur líkast til ver- ið þeim mun mælskari við Ragn hildi, er fundum þeirra bar sam an í Reykjavik. Árið 1869 fór Ragnhildur frá Framhald á bls. 47. Mamma hennar veit... aðLJOMA gerir allan mat góðan og góðan mat betri • smjörlíki hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.