Morgunblaðið - 08.10.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1971, Blaðsíða 2
f 30 MORGU.NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1971 l r 1 dagblaðinu Vísi birtist 2. september s.l. mjög athyglis- verð grein, þar sem þekktur starfsbróðir minn og fyrr- verandi borgarfulltrúi í Reykja vik, Úlfar Þórðarson, gerir á skýran og skilmerkilegan hátt grein fyrir afstöðu sinni til kosta og galla hundahalds þar í borg; Grein Úlfars ber þess merki, að hún er þaulhugsuð og „ofstækislaus“, og finnst mér hún um margt með því „skyn- samlegasta", sem til þessa máls hefir verið lagt, og hafa þá marg unum og það virðist ekki fyrr en 1968, að norskir dýralæknar fara að velta þvi fyrir sér, hvort þarna sé um eitthvert vanda- mál að ræða. Þá birtist grein í tímariti norska dýralæknafélags ins með fyrirsögninni: „Eru spóluormar í hundum umhugs- unarverð zoonosa?" Þar er vitnað í skýrslu frá Heilbrigðis stofnun Sameinuðu þjóðanna 1967, sem vissulega gefur tilefni til nokkurrar varúðar. Skal ég fúslega viðurkenna, að þetta finnst mér bitastæðasta stykkið í Brynjar Valdimarsson, læknir: Eiga reykvískir foreldrar að endurskoða afstöðu sína til sumardvalar barna? ar skarplegar athugasemdir ver- ið færðar fram í þessu vinsæla deilumáli. Ég verð að játa, að mér varð ekki um sel, þegar ég las grein ÚKars. Bæði skammaðist ég mín fyrir, hvað ég hafði fylgzt illa méð í mínu fagi, og svo átti ég sjálfur lítið hundkvikindi; nú sé ég ekki fram á annað en ég yrði að losa mig við aumingja seppa. Börnin mín höfðu „kúskað" mig til að taka þessa skepnu inn á heimilið fyrir hart nær 7 árum, en svo æxlaðist það einhvern veginn þannig, að með okkur tókst vinátta, og hann var búinn að trítla með mér á minni daglegu heilsu bótargöngu öll þessi ár. En af því að mér var þetta ekki sársaukalaust, fór ég á stúf ana til að leita að einhverjum vörnum fyrir aumingja Snata. En þar var ekki gott til fanga. Mín tímaritaeign spannaði ekki nema s.l. 12 ár, svo þarna vant- ar 28 ár fram til þess tíma, sem rannsóknir Úlfars ná. En úr því varð ekki bætt í svip. Eftir nokkra leit, þykist ég þó vera búinn að finna smugu i rök- semdafærslu greinarhöfundar og ég hefi ákveðið að gefa hundinum frest, þar til ný og marktæk gögn koma fram í mál inu. Þar sem mér hefir fundizt gæta svolítils misskilnings hjá nágrönnum minum á grein Úlf- ars og að almenningur fái ekki alveg hárrétta mynd af þeirri sjúkdómahættu, sem sambýli við þessi dýr hefir I för með sér, þykir mér rétt að min sjón- armið komi fram. Leyfi ég mér í þvi sambandi að vitna einkum í eina tímaritsgrein máli mínu til stuðnings. Hún birtist í brezka læknatímaritinu The Practition- er, nóvember 1963 og er eftir L.R. Thomsett, sem er þar kenndur við lyflæknisdeild kon unglega dýralæknaskólans í London. Heftið í heild fjall- ar um zoonosur! Ég hefi ekki fundið neitt islenzkt orð yfir það, en það er notað um þá smit sjúkdóma, sem menn geta fengið af völdum dýra. Grein Thom- setts fjallar eingöngu um sjúkdómahættu frá hundum og köttum. Ég tilfæri hér fyrst hugleið- ingar Thomsetts í heild, eftir að hann tekur fram, að grein hans taki aðeins til þess vandamáls, sem sjúkdómar af völdum þess ara dýra eru á Bretlandi, þegar greinin er skrifuð, en nái ekki til hvers króks og kima ver aldar. „Landfræðileg lega og lofts- lag þessara eyja takmarka út- breiðslu sjúkdóma við þá, sem þrífast i tempruðum beltum og auðvelda eftirlitsaðgerðir, sem miða að þvi að fyrirbyggja inn- flutning sjúkra dýra inn i sam- félagið, eins og hundaæðiseftir- lit með fyrirskipuðum einangr- unartima. Þáttur, sem er ná- tengdur smádýrazoonosunun, er sá brezki skapgerðareiginleiid, er kemur fram sem djúp ástúð- arkennd í garð dýra og hefir i för með sér, að of* er samband eigenda þeirra við þau nánara en við fólkið á heimilinu. Það félagsiega umhverfi, sem dýrið býr í, er einnig mikilsverður þáttur í smitun sjúkdóma frá þvi til mannsins og öfugt. Vissir aldursflokkar, börn og eldra fólk, eru útsettir fyr- ir sjúkdóma af vöidum gæludýra, en það er vegna þekHngarieysis þeirra — eða kæruleysis á almennum hrein- læ*isráðstöfunum, sem eru svo nauðsynlegar, þegar dýr eru höfð á heimilinu. Einnig geta aðrir verið í nokkurri hættu vegna atvinnu sinnar. Þegar tek ið er tiUit til, að áæriaður hunda fjöldi er 3‘/z milljón og kettir V/i sinnum fleiri og i tUtölulega nánu sambandi við 50 mllljón manna samfélag, er sjúkdóms- riðni, sem beint er hægt að rekja tii smáhúsdýra sem mUli- liða afskaplega lítU. Það er þess vegna bráðnauðsynlegt í öllu mati á zoonosuvandamálinu, að réttur mælikvarði sé notaður.“ Nú vik ég aftur að grein Úlfars. Ég fæ ekki séð að hunda hald i Reykjavík, hafi mikið að gera með vamir gegn sulla- veiki, sem hefir verið „útrýmt“ (?), eftir að sauðfjárbúskapur var aflagður í borginni. Ég álít jafnvel að bændur landsins, þurfi ekki að leggja í stórfelld- an niðurskurð hunda sinna, en brýni hins vegar fyrir þeim að halda fast við aðrar varúðarráð stafanir gegn sullaveiki, eins og lögskipaðar hreinsanir hunda og fara eftir settum reglum um slátrun búf jár. Mér finnst höfundur mála hættuna af spóluormum í hund- um of sterkum litum. Ég skil frá sögn hans svo, að á spítala þeim í Boston, sem hann að vlsu ekki nafngreinir, séu meðhöndluð 2—3 ný tilfelli á viku hverri. Ég ætla mér ekki þá dul að ve- fengja persónulegar upplýsing- ar á hans sérsviði. Sjúkdómur- inn (Visceral larva migrans) get ur vissulega orðið alvarleg- ur, en 1964 var þetta talinn mjög íátíður sjúkdómur i Bandarikj- röksemdafærslu Úlfars, og þama eru kannski ekki öll kurl komin til grafar enn. Þessi sjúk dómur er enn á slíku rannsókn- arstigi og margt ókannað um þýðingu hundahalds i sambandi við hann. T.d. geta spóluormar í köttum, pg jafnvel ýmsar teg- undir sömu orma hjá mönnum, valdið þessum sama sjúkdómi. Ég hygg því, að óhætt sé að lifa eftir gamalli íslenzkri lifsspeki; koma timar, koma ráð. Þá gerir höfundur ráð fyrir, að hundaæði geti komið upp. AIl ur er varinn góður. Nú kem ég að þeim kafla greinarhöfundar, sem mér finnst fólk misskilja mest, og leyfi ég mér að tilfæra hann orðrétt: „Fyrir utan þessa sjúkdóma fylgir hundum svo og svo mikið af vírussjúkdómum. Þa<5 er því auðsapt, að þar sem hundahald er leyft þarf að breyta eftirlitl með börnum. Væri hundahald leyft hér, væri útilokað að leyfa börnum að vera jafn frjáls ferða sinna og hingað til hefur verið. Það er ekki þorandi að leyfa börnum að fara um upp á eigin spýtur, þar sem hundar eru hlaupandi um alP.“ Eftir að höfundur hefur talið upp sullaveiki, spóluormasjúk- dóma og hundaæði, fer hann allt í einu, að tala um vírussjúk- dóma. Menn hafa verið að spyrja mig: „Er þá hundaæði ekki vírussjúkdómur?" Thom- sett segir þetta um hundaæði í kaflanum um virussjúkdóma: „Sem betur fer þekkist þessi eini vírussjúkdómur með háa dánartölu, og sem tekur bæði menn og dýr, ekki lengur hér á eyjunum." Þá hafði enginn far- aldur af hundaæði komið síðan 1921—22, en einn hundur dáið í sóttkví 1949. Hann nefnir aðeins einn annan vírussjúkdóm, sem hundar geta smitað menn með, en það er fátitt og meinlaust af- brigði af heilahimnubólgu. Annars er hundaæði orðið hálfgert vandræðaorð. Það er nefnilega komið á daginn, að öll spendýr og sennilega öll dýr með heitu blóði geta smit- azt af hundaæði og þar með sjálfsagt minkurinn líka. Mér sýnist nú í fljótu bragði, að af vissum lifeðlisfræðilegum ástæð- um væri meiri hætta af ref en mink. Til að bregða upp örlitlu ljósi á hundaæðisvandamálið, eins og það horfði við í Banda- ríkjunum 1964 birti ég hér tölur um tíðni skráðra hundaæðistil- fella það ár: Hundar 409 (á móti 5688 árið 1953) Kettir 220 Búfénaður 594 Orðsendíng tO Skodneigenda Þeir sem keypt hafa nýja Skodabifreið á árinu 1970 og 1971 með ryðkasko ryðvörn eru beðnir að athuga skírteini sín og færa bifreiðar sínar til enduryðvarnar í tifteknum mánuði. Pantið tíma strax fyrir þær bifreiðar sem eiga að endurryðverj- ast í október 1971. SKODA-VERKSTÆÐIÐ HF„ Auðbrekku 44—46, Kópavogi. Simi 42604. Refir 1061 Þefdýr 1909 Leðurblökur 352 önnur dýr 238 Menn 1 Ég held því, að Islendingar yrðu verðugt aðhlátursefni út um heim, ef þeim tækist að læða hundaæði inn í kjölturakka- stofninn sinn. En staðhæfingar Úlfars þarf kannski að rannsaka betur og foreldrar í Reykjavik að hugsa sig um tvisvar áður en þeir senda börnin sin í sveitina næsta vor. Þá víkur greinarhöfundur að hundsbiti. Hundar geta bit- ið. Rétt er það. Engin rós er án þyrna. En „ég hefi ekki áhuga á“, að láta einn ranglátan hund draga 99 réttláta og góða hunda með sér í gröfina. Úlfar er yfirleitt ekki fullyrð ingasamur í grein sinni, en á einu atriði er hann eitilharður: „Það er ófrávíkjanleg regla, að bíti hundur barn verður að drepa hann og rann- saka.“ Ékki veit ég, hvar í skrambanum höfundur hefir grafið þennan fróðleik upp, en hræddur er ég um, að skondinn yrði svipurinn á þeim í „heil- brigðismálaráðinu" I Boston, ef Úlfar Þórðarson reyndi að fá þá til að taka upp þá skipan á heilsugæzlu þar í borg. Ég lofa svo Thomsett að hafa síðéusta orðið í þessari grein og birti niðurstöður hans um sjúk- dómahættu af völdum hunda og katta á Bretlandseyjum og bið lesendur sérstaklega að taka til athugunar, að þær eru birtar áð ur en rökræður um það vanda- mál hófust að ráði á Islandi, svo að þær geta ekki hafa mótað skoðanir hans: „Það eru niðurstöður mínar, að líkumar fyrir hvern þegn þjóðfélagsins til að smitasf af nokkrum þeirra sjúkdóma, sem eru til umræðu í þessari grein, hvort heldur sem er frá búfén- aði eða gæludýrum á heimiium manna, eru sáralitlar. Upptaln- ingin er löng og hún gæti kom- ið þeirri flugu inn í höfuðið á ímyndunarveiku fólki, að þörf væri á að koma í veg fyrir hið nána samband, sem liundar og keKir nú njóta við eigendur sína, samband, sem þróazt hefur um aldaraðir. Eins og nú standa sakir, er ekki vitað nákvæmlega, hve mikilvægu hlutverki hund- ar og kettir hafa að gegna við sýkingu á mönnum. Þær töl- fræðilegu upplýsingar, sem liggja fyrir gefa ekki rilefni til að ætla, að þessi dýr séu mikil- væg uppspretta sjúkdóma i mönnum. Að um einhverja sök hjá þeim sé yfirleitt að ræða, er þvi að kenna, að almenningur, sem heldur þessi dýr, gerir sér ekki nógu ljósa grein fyrir þeim sjálfsögðu hreinlætisráðstöf- uniim, sem þarf að viðhafa, þeg- ar dýr eru höfð á heimilum. Það er ekkert álifamál, að í einstöku tilfelli getur verið um nokkra áhættu að ræða, bæði fyrir dýr- ið og eiganda þess, og þetta verða þeir að gera sér Ijóst, sem ábyrgðina bera á, að fryggja lieilsufar þeirra þ.e.a.s. eigand- inn, læknirinn og dýralæknir- inn. Félag^sskapur og: þjónusta hundsins og kattarins gerir Kf óteljandi manna bærilegra á svo margan hátt, að það vegur langt um meira en nokktir sjúkdóms- liæHa frá þeim.“ Kristnesi í september 1971.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.