Morgunblaðið - 08.10.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1971, Blaðsíða 16
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1971 Er fækkun vinnu- stunda kjarabætur? Þegar samtök verkamanna hófu sína fjrrstu baráttu fyrir bsettum kjörum verkafólks, var þann veg háttað kjörum þess hér á landi, sem og hjá flestum þjóð- um heims, að vinnutíminn var úr hófi langur, og svo hart eftir af- köstum gengið, að slíkur þræl- dómur gat valdið varanlegu heilsutjóni og ótímabærri hrörn un, og fyrir þessa vinnu voru greidd sannkölluð sultarlaun. Fimm manna f jölskylda, sem ekki hafði aðrar tekjur en vinnulaun húsbóndans rétt skrimti, hvað þá, þegar ómagarnir voru 5—10 í heimili. I>á var nauðsyn að gera hvort tveggja: stytta vinnutím- ann og hækka launin. Og að þvi unnu samtökin sleitulaust, með góðum árangri. Verkalýðsmálin voru þá í höndum ábyrgra á- hugamanna, er skildu glöggt þarfir beggja aðila, verkafólks og vinnuveitenda, og að þeir fyrrnefndu þurftu á að halda skeleggri og heiðarlegri forustu. Þeir áttu hvort tveggja, vit og vilja, til að meta réttilega, að starfið er afl þeirra hluta er gera skal, og að verður er verka maðurinn launanna, en hins veg ar mætti ekki ofþjaka atvinnu- vegunum með hóflausum kröfum, heldur samstilla efiingu þeirra, og bætt kjör vinnandi fólks. Að þessu tvennu var stefnt á dög- um Jóns Baldvinssonar og hans samherja. Þeir töldu hóflegan vinnutíma nauðsynlegan, sem þá var fyrst um sinn tíu stundir, en iðjuleysi meirihluta dagsins ekki kjarabót, nema siður væri. Þá voru sigrarnir unnir i áföngum, tíu stunda vinnudagur fastbund inn, og timakaup hækkað til muna, ef nauðsynlegt var að vinna lengur, skildi aukavinna sú greidd með 50% áiagi. Fram að þeim tima, er skipu- leg barátta hófst undir forustu jafnaðarmanna, fyrir bættum kjörum verkafólks, voru atvinnu rekendur: útgerðarmenn, bænd- ur, verzlunarstj. og iðnmeistar- ar nær einráðir um vinnuálag og vinnulaun. Glöggt dæmi voru takmarkalausar vökur sjómanna á togurum. Með Vökulögunum var sá þrældómur afnuminn. Fór svo fram um skeið, að kaup verkafólks fór hækkandi, og öli aðbúð þess var bætt. Verkamenn undu glaðir við sitt, unnu dyggi lega, og afköstuðu hver eftir sinni getu. Vinnusvik voru ó- þekkt fyrirbæri. Erfiði var þó enn mikið, því vinnutæki voru frumstæð, þó nokkuð örlaði á vél tækni á öðrum og þriðja tug ald arinnar. Atvinnubyltingin mikla hófst á iandi hér, þegar Bretar her- námu landið árið 1940. Hernáms liðið færði okkur sumt gott, en annað illt. Bretarnir komu með vélar, og peninga, sem þeir voru ósparir á, því mikið vinnuafl þurfti til að reisa öll þeirra her- virki, víðsvegar um landið, og létu sig engu varða kostnaðinn. Verð islenzkrar framleiðslu hækkaði gifurlega, og kaupgjald að sama skapi. En illhveli leynd ust i kjölfarinu, fjármálaspilling og vinnusvik. Hvort tveggja hef ur þvi miður orðið hér landlægt. Þessi faraldur er þekktur á vinnustöðum, utan húss og inn- an. Þó varast hann margir enn. Kommúnistar höfðu lengi boð að, að vinnan væri böl, og verka menn þrælar „auðvaldsins". Þeg ar á hemámsárunum voru komm únistar búnir að svæia undir sína stjóm mörg verkalýðsfélög og orðnir valdamiklir í sambandi þeirra. Nú töldu þeir sig eiga leikinn. Vinnusvik og fjármála- spilling var byltingarflokknum að skapi. Þannig bar að naga ræt- ur lýðræðisins, þá hlaut meiður inn brátt að falla. En þetta ent- ist þó byltingarflokknum skammt, því sjómenn, bændur og meirihluti verkamanna reyndust sem fyrr trúir þegnar þjóðar sinnar. Vegna mikillar vélvæðingar, töldu hófsamir menn úr röðum lýðræðissinna fært að stytta vinnudaginn í átta stundir, og náðist um það samkomulag allra flokka. Virtist þá flestum, að málum vinnandi stétta væri all- vel borgið, a.m.k. hvað snerti vinnuálagið: vélamar búnar að létta mesta erfiðið, og hvíldar- tími, í flestum tilvikum (á landi) 16 stundir í sólarhring, aðbúnað ur á vinnustöðum, og ýmis fríð- indi veitt, er hér verða ekki tal- in, en flestir munu kannast við. Sem kunnugt er, hafa vixl- hækkanir kaupgjalds og verð- lags valdið verðbólgu meira en flest annað. Þá var það að ráði í einni vinnudeilunni, að stytta vinnudaginn i stað þess að hækka launin eins mikið og kröf ur stóðu til, en borga óunninn tíma með fullu kaupi, og kalla það kaffitíma, þessi „kjarabót" færi ekki út í verðlagið, sögðu þeir, þ.e. hækkaði ekki vísitöl- una. Rétt var að visitalan hagg- aðist ekki við þessa fölsun dag- vinnutímans, en þess gættu snill ingarnir ekki, að framkvæmdir allar urðu þeim mun dýrari sem fleiri dauðir tímar voru greidd- ir, og afköstin eðlilega i réttu hlutfalli minni. Flest verkalýðs- félög sömdu brátt um klst. kaffi tima á dag, svo unnið var aðeins 7 stundir í stað átta. Þegar vinnu veitandinn neyddist til að kaupa eftirvinnu, þá greiddi hann raun verulega kaffitímann með 50% álagi á dagvinnutaxtann. Mikil var hagræðingin, og er. Ég og fleiri, er fórum með umboð vinnuveitenda ríkisins, töldum þessa „kjarabót" neikvæða, til tjóns fyrir báða aðiia. 1 stuttri grein skal það ekki nánar rök- stutt, enda svo augljóst dæmi, að jafnvel hver maður, með lág- marks greind hlýtur að geta reiknað það rétt. Þá kastaði tólf unum, þegar eigendur bifreiða og annarra vinnuvéla, fengu fullt kaup fyrir vélina, í klst. meðan vélstjórinn sat við kaffi- borðið. Engan þarf að undra, þó að við stöndumst ekki sam- keppni við aðrar þjóðir með framleiðsluverð, nema fisk, og aliar framkvæmdir okkar, svo sem byggingar hverskonar, verði ofsalega dýrar, og sem engan samjöfnuð á í öðrum löndum. Enda hefur engri þjóð komið i hug þetta snjallræði, að borga fyrir menn og vélar fullt kaup í sex stundir á viku hverri, sem ekki eru unnar. Það munu aðrar þjóðir aldrei gera. Hluti sögunn ar er enn ósagður: Þegar menn venjast á að fá jöfn laun fyrir hvíldarstundir sem unnin tima, missa þeir virðingu og áhuga fyr ir starfinu, glata vinnugleðinni. Þeim starfsmönnum hiýtur stöð- ugt að fækka, sem vinna trúlega í víngarðinum. Enn hefur tekizt að fækka vinnustundum, svo þær eru nú aðeins 38 á viku, þ.e.a.s. raun- veruiegar vinnustundir, eða þremur stundum færri en í ná- grannalöndunum. Og ekki er vit anlega nein breyting þar á hjá frændþjóðum vorum, eða öðrum nágrönnum. Svona er velsældin stígandi hátt hér á íslandi. „Mikl ir menn erum við Hrólfur minn." Og hér skal velsældin ekki stað- ar nema. Nýja rikisstjórnin, er allt vill fyrir alla gera, lofar guðaveig- um og glöðu lífi, boðar nú af- dráttarlaust, að enn skuli stytta vinnuvikuna um fjórar stundir. Verður þá vinnuvikan 34, þrjá- tíu og fjórar dagvinnustundir, samkvæmt fyrr sögðu, eða mið- að við sex virka daga: 5 stundir og 40 mínútur á dag. Oriofstíma skal og lengja í 24 virka daga. Ekki hefur heyrzt að fjölgað verði greiddum helgidögum, það mun bíða næsta áfanga. „Vinnu- laun eiga og að hækka, í „áföng um" um 20%. Vinnulaunin mættu sennilega hækka meira, ef vinnu tíminn héldist óbreyttur, þ.e. stundafjöldinn. Jafnvel þó vinnu laun hækkuðu nokkuð meira en hagfræðingum þætti hóf að, þá er það aðeins tilfærsla á fjár- munum, og hægt að bæta atvinnuvegunum ofgreidd vinnu laun, en glataður tími geymist ekki, og það tjón verður aldrei bætt. Stjórnin segir nú eins og skollinn við bóndann forðum: „Hvildu þig, hvíld er góð.“ Bóndi fór eftir „héilræðinu," en man ríkisstjómin hvemig fór fyrir bóndanum? Ekki skeytir stjórnin um vilja starfsmanna. Vitað er að þeir eru margir and vígir þessari stefnu. Ef ekki verð ur samið um fækkun vinnu- stunda, þá skal þvinga það fram með lögum. „Hvaðan kennir þef þennan?" Margar spurningar vakna. Get ur þjóðfélagið veitt sér þann munað, að hvílEist og skemmta sér fullar nítján klst. hvem virk an dag ársins? Svarið verður af- dráttarlaust neikvætt. Þjóðar- skútan getur þvi aðeins flotið fyrst um sinn, að olnbogabörnin, sjómenn og bændur vinni að framleiðslu óbreyttan tima eins og verið hefur. Sjómennimir sækja björg í bú á fjárlæg mið, og bregður hvergi, þó bylgjum- ar risi hærra en möstur skip- anna. 1 vetrarhörkum svellar rá og reiði, svo eina bjargarvonin er, að erfiða við íshögg, stund- um svo dægrum skiptir. Hetjur hafsins styðjast þá ekki letilega við issaxið, og bíða þess gáandi á klukkuna, að fimm stundirnar líði. Þeir berjast ótrauðir við náttúruöflin víðs fjarri heimil- um og ástvinum sínum. Starfs- gleðin er þeim í blóð borin, og stolt þeirra er að færa sem mest an feng í þjóðarbúið. Ljóst má vera hver framtíð blasir við þjóð félaginu, þegar þessir menn, sjó mennirnir er einir færa þá vöru á land er stenzt samkeppni á er- lendum mörkuðum, heimtuðu sinn jafnaðarrétt við „landkrabb ana", gengu á land i miðri afla- hrotunni til að hvilast og skemmta sér í 19 stundir hvern dag. Vaktavinna getur ekki bjargað slíku manndómsleysi. Sennilega verður bændum veitt undanþága frá fimm tíma reglunni. Ólafur sér um það, því heljurnar geldast óefað, ef þeim verður gefið aðeins einú sinni á dag og mjólkaðar bara annað málið. En víst eiga bændur líka rétt á 19 stunda hvild, eins og borgarbúarnir. En hvað um opinMka þjón- ustu? Flestar opinberar skrif- stofur og bankar hafa nú um skeið verið lokaðir alla laugar- daga, og þykir léleg þjónusta. Þegar vinnustundum hefur enn verið fækkað um fjórar, verða þessar stofnanir vart til þjón- ustu nema 3—4 daga í viku. Um verzlanir gildir að sjálfsögðu sama lögmál. Þetta bagar ekki mennina, sem berjast við að „drepa timann" í nitján stundir, eða lengur hvern virkan dag. En eiga þessir „landkrabbar" einir rétt á lífinu? Og er rétt að gefa þeim aðstöðu til að eyða því, sem dyggðugir manndóms- menn afla með súrum sveita? Hvað er nú um allt jafnréttistal- ið? Er það iíka fölsk kenning? Þrátt fyyir mikið afhroð er Þjóðverjar guldu í síðari heims- styrjöldinni eru þeir nú ríkasta þjóð í Evrópu. Og Japanir munu vera ríkasta þjóð í Asiu, eða jafnvel í heimi öllum. Þess- ar þjóðir vinna sleitulaust, eru hagsýnar og sparsamar. Þeim kemur ekki í hug, að fara að dæmi okkar Islendinga, hætta að vinna. Og dæmin eru nærtæk ari. Sem fyrr segir verða vinnu- stundir hér samkvæmt stjómar- sáttmálanum sjö stundum færri, vikulega, en í nágrannalðndun- um. Verðum við að athlægi alls heimsins? Hér hefur margt verið talið, er allt mælir gegn „sáttmála" rikisstjórnarinnar um vinnumál in, en þó enn ósagt það, sem varð ar líklega mestu. Maðurinn er sem allt lifandi, starfsvera. Mál- tækið segir: „Betra er illt að gera en ekkért." Sú verður líka reyndin. Þvi færri vinnustundir því fleiri skemmdarverk, og meira um glæpsamlegt athæfi unglinga og fullorðinna, dagieg ar fréttir eru ólygnar. En hvað þá, þegar enn meira iðjuleysi verður valdboðið. Það mega vera starblindir menn, er ekki skilja svona ljósan sannleika. Eru inenn ekki uggandi um æskumenn ina, er brátt eiga að erfa landið, en alast upp í sliku soramenguðu andrúmslofti? Margt þyrfti um þessi stórmál fleira að segja, ef það gæti orð ið til að opna augu þeirra, er með vinnumálin fara, svo ekki yrði anað fram af hömrunum í glöt- unardjúpið. Við íslendingar er- um oftast hneigðir til að inn- byrða erlenda siði og hætti. Tök- um nú nágranna okkar til fyrir- myndar í umræddum málum og færum vinnustundatölu hér til jafns við þá. En komum a.m.k. i "»g fyrir tilræði ríkisstjórnarinn ar við atvinnumál þjóðarinn- ar, þroska og verkmenningu. At vinnurekendur og alþingismenn, standið nú trúlega vörð. Ég sá rétt í þessu, að atvinnurekend- ur leggja til, að stytting vinnu- t'ímans komi fram í áföngum, og einnig verði fækkað dauðu tím- unum, einnig í „áföngum". Hér dugar ekkert kák. Greiðsla fyr- ir kaffitima óg aðra dauða tíma á að hverfa með öllu, og neita ber fækkun vinnustunda, fara þannig að dæmi nágrannaþjóð anna sem fyrr segir. M.a. ber að hafa i huga: að vélarnar vinna ekki án stjórnenda. Allt ber að sama brunni: mikill og dýr véla- kostur liggur ónotaður, þegar mennirnir hafa ekki dáð til að hreyfa þær til nýtra starfa. Allt þetta gildir og um vinnu- tima opinberra starfsmanna. Og á það ber að benda um leið, að ofhlaðið er í margar opinberar skrifstofur. Þvi er rétt að fara að dæmi Nixons forseta: fækka þessu „starfsfólki" um 5—10%. Skilt þessum umræddu málum, er það atriði í stjórnarsáttmálan- um, að veita rikisstarfsmönnum samningsrétt og þá auðvitað verk falisrétt. Ljóst er undan hverra rifjum þetta á'kvæði er runnið. Hyggindi, sem í hag koma, að hægt sé að lama framkvæmdar- valdið, þegar að því kynni að koma, að byltingarmenn ryddust til valda á Islandi. Þarna þarf að stemma á að ósi. l.október 1971. Steingrímur Davíðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.