Morgunblaðið - 17.10.1971, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1971
Útgáfubækurnar haustiö 1971:
Fjöldi nýrra bóka
á markaðinn í haust
Bókaútgfáfurnar eru nú í óða
5nn að undirbúa útg'áfubaekur
sínar fyrir jólamarkaðinn mikla
sem er orðinn fastur fylgifisk-
ur jólaliátíðarinnar. Morgun-
blaðið hefur að venju snúið sér
til forsvarsnianna bókaútgáfu-
fyrirtækjanna og leitað frétta
af heiztu bókum sem væntan-
legar eru nú á haustmánuðun-
um, en 23. sept. s.l. birtist fyrsta
yfiriitsgreinin um jólabækurnar.
ALMENNA BÓKAFÉLAGDD
Hjá Almenna bókafélaginu
kennir ýmissa grasa í bókaút-
gáfunni þetta árið. Hér fer á eft
ir yfirlit yfír þær bækur sem
út koma hjá AB á þessu hausti:
Svartfugl, Gtmnar Gunnarsson,
í nýrri þýðingu höíundar sjálfs.
Þessi bók er upphaf á nýrri út-
gáfu verka Gunnars Gunnars-
sonar.
fslenzk nútímaljóðlist, Jóhann
Hjálmarsson. 1 bókinni er fja.ll-
að um þau skáld, sem aiit frá
Jóhanni Sigurjónssyni hafa, að
mati höfundardns, stuðlað öðrum
fremur að endurnýjun ljóðsins
bæði að þvi er tekur til efnis og
forirts.
Vísur jarðarinnar, ljóðabók;
Þorgeir Sveinbjarnarson. Bók
þessa lauk höfundur við að búa
til prentunar nokkru áður en
hann iézt í febrúar s.l. Þorgeir
Sveinbjarnarson varð áður þjóð
kunnugt skáld af tveimur Ijóða
bókum sinum, Vísum Bergþóru,
1955 og Vísum um drauminn,
1965.
Lýsingar í stjórnarhandriti
(Illumination in a Manuscript of
Stjóm), dr. Selma Jónsdóttir
listfræðingur. Ailstórt rit og
Gunnar Gunnarsson.
fagurlega úr garði gert, sem
fjaliar um lýsingar (mynd-
akreytingar) í Stjórn, einu glæsi-
legasta handriti fornislenzku.
Bóik þessi sætir tíðindum bæði
fyrir fræðilegar og skarplegar
röksemdir höfundar og þar að
auki fyrir prentun mynda og
annars umbúnaðar, en bókin er
algjörlega unnin af íslenzkum
fagmönnum i islenzkum fyrir-
tækjum.
Kristnitakan á fslandi, Jón
Hnefil Aðalsteinsson. Bók þessi
er mikilsvert framlag til ís-
lenzkrar sagnfræði og hefur að
geyma árangur margra ára rann
sófknarstarfs, sem beinzt hefur
að því að bregða ijósi yfir iannri
sögu þessa afdrifaríka atburð-
ar.
Ösköp, frumsamin skáldsaga eft
ir ungan lögfræðing. Guðjón Ai-
bertsson. Þetta er nútímaleg
saga skráð af kunnáttu og gáf
um. Ósköp geyma í hnitmiðuðu
formi mikta og áhrifaríka sögu.
Vikivaki, Gunnar Gunnars-
son, önnur bókin í nýrri útgáfu
verka Gunnars.
fslendingar, nokkur drög að
þjóðarlýsiingu; Guðmundur
Þorgeir Sveinbjarnarson.
Finnbogason, stytt útgáfa.
Merkilegt sígiit fróðleiksrit um
landið og þjóðina sem það bygg
ir.
Þrjár ljóðabækur:
Hverfist ei hvað: Kristinn
Reyr.
Þar og þá: Steiminn Signrðar
dóttir, en eftir hana kom út hjá
AB árið 1969 ijóðabókin Sífell-
ur.
Ljóðabók, sem ekki hefur hlot
ið endanlegt nafn eftir ungan
menntamann Aðalstein Ingólfs-
son, þetta er fyrsta bók höfund
ar.
Frá Heiðarbæ til himinfjalla,
níu sögur; Guðmimdur G. Haga
lín. Þessar sögur hafa ekki birzt
Jóhann Hjálmarssou.
áður og fullyrða má, að enginn
verður fyrir vonbrigðum, sem les
þær, því að sjaldan hefur sagna-
gleði höfundar Verið meiri en
einmitt nú.
Sveinn framtíðarskáld; um-
sjón Björn O. Björnsson.
Sveinn Jónsson, sem kallaður
var framtíðarskáld, þegar hann
var í menntaskóla, orti mikið á
þeim árum og voru við hann
bundnar miklar vonir. Að stúd-
entspróri loknu sigldi hann til
Kaupmannahafnar, en þar varð
framtið hans önnur en ætlað
hafði verið. — Bók þessi grefur
upp minningu um sérkennileg-
an mann, sem að öðrum kosti
má ætla að algjörlega hefði orð
ið gleymskunni að bráð.
Norðan við stríð: Ný skáld-
saga eftir Indriða G. Þorsteins-
son. Síðasta bókin í „trí-
lógiu“, hernámssaga að norðan.
Um bækur Indriða þarf ekki
mörg orð, og ekki er vafi á
því að þessarar bókar er beðið
með eftirvæntingu.
Leikhúsið við Tjörnina:
Sveinn Einarsson. 75 ára saga
Leikfélags Reykjavíkur i máli
og myndum. Bðk þessi verður
Guðinimdiu- G. Hagalín.
mjög vönduð að efni og umbún-
aði — kjörgripur.
Þjóðsagnabókin I. bindi, dr.
Sigurður Nordal hefur unnið
undanfarin ár að úrvali ís-
lenzkra þjóðsagna,. sem hugsað
er að gefa út I 3 bindum. í
haust kemur fyrsta bindi og
vænta má næstu binda árið
1972. Ólafur Oddsson cand, mag
hefur verið aðstoðarmaður dr.
Sigurðar við útgáfuna.
Gjafabókiin í ár verður eftir
Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrv.
bæjarfógeta og fjallar um bóka-
menn og bókasöfn.
SETBERG
Hér fer á eftir stutt yfirlit
um útgáfubækur Setbergs haust
ið 1971, sem eigandi útgáfunn-
ar Arnbjöm Kristinsson tók
saman.
Fyrst skal nefna bókina
„Mörg er mannsævin“ eftir
Stefán Júlíusson rithöfund.
Þetta eru fimim ævisagnaþættir:
'um skáldið Örn Arnarson, vær-
ingjann Einar Guðmundsson,
blinda manninn Halldór Brynj
ólfsson, vormanninn GunnTaug
Kristmundsson og togarakarl-
inn Guðmund Knútsson. Tveir
þessara manna voru þjóðkunn
ir, sérkennilegir persónuleikar,
atigervismenn hvor á sínu sviði.
Þrír þáttanna eru um minna
þekkta menn, en þó er persónu
saga þeirra næsta merk og í frá
sögninni af þeim spegiast marg-
ir fletir á þjóðlifi, atvinnuhátt-
um ag sögu. „Mörg er manns-
ævin“ er sextánda bók Stefáns
Júlíussonar.
„Hverra manna“ heitir bók eft
ir Árna Óla. Þar segir hann
sögu sinnar sveitar, Keldu-
hverfis í N orður-Þingey ja r-
sýslu. Ámi Óla sýnir í þessari
bók af hvaða bergi Keldhverf-
ingar voru brofcnir og dregur
upp mynd af því hvernig um-
horfs var í sveít hans á sein-
asta skeiði hinnar löngu land-
námsaldar. Þar segir og frá
ýmsum ættum, sem þar hafa bú
ið og ennfrerruur eru i bókinni
sögur og sagnir af merkum ein
staklingum.
Þá kemur ný bók í flökknum
um mikilmenni okkar tíma, bók
um Franklin Delano Roosevelt
fyrrum forseta Bandaríkjanna.
Bókin uim Roosevelt er skriíuð
af Gylfa Gröndal, ritstjóra
Vikunnar, en hann skrifaði aðra
bók í þessuim flokki, um Robert
Kennedy. Áður hefur Setberg
gefið út þessar bækur í sama
bókaflokki: Winston Churchill,
John F. Kennedy og Abraham
Lincoln, aliar eftir Thorotf
Smith, bókina um ÐeGaulle eft-
ir Þorsfcein Thorarensen, Robert
Kennedy eftir Gyifa Gröndal
og Albert Schweitzer eftir Sig-
urbjörn Einarsson.
Forlagið gefur og út nokkrar
þýddar og frumsamdar barna-
og unglingabækur. Islenzku
frumsömdu bækurnar eru þesis-
ar: „Steini fer í skóla“ eftir
Axel Guðmimdsson og er þetta
fjórða og síðasta bók hans, en
Axel lézt á siðastliðnu sumri.
Þá er drengjabök eftir Ragnar
A. Þorsteinsson, kennara, öan-
ur bók hans „Röskir strákar í
stórræðum'*. Loks er sjötta og
síðasta bókin í flokknum um
Önnu Heiðu eftir Rúnu Gísla-
dóttur, „Anna Heiða átján ára“.
BÓKAFORLAG
ODDS BJÖRNSSONAR
Eftirfarandi bækur eru vænt
anlegar frá Bókaforlagi Odds
Björnssonar á þessu hausti:
Fjórða bindi i hinu mikla rit-
verki sr. * Benjamins Kristjáns-
sonar, Vestur-íslenzkar ævi-
skrár, en sem kunnugt er hefur
ritverk þetta vakið verðskuld-
aða athygli bæði austan hafs og
vestan, enda er æviskrárrifcun
Vestur-íslendinga lykill að frek
ari og vaxandi kynnum miili
fól'ks báðum megm hafsins. Sr.
Benjamín Kristjánsson hefur
unnið mikið þrekvirki með skrá
setningu æviskránna.
Þriðja og jafnframt lokabindi
endurminninga Sæmundar Dúa-
sonar, Einu sinni var. Sæmund-
ÖNNUR
GREIN
ur bregður hér upp myndum af
daglegu lífi og athöfnum þess
fólks, sem hann kynntist í Fljót
um í Skagafirði um og eftir sið
ustu aldamót. 1 þessu bindi eru
70 frásagnir og bókinni lýkur á
nafnaskrá.
Hrafnhildur heitir nýjasta ást
arsagan eftir hina vinsælu
skáldkonu Ingibjörgu Sigurðar-
dóttur. Þetta er 14. skáldsaga
Ingibjargar.
í fyrra kom út skáldsagan
Eiginkonur læknanna eftir
Frank. G. Slaughter. Bók þessi
vakti mikið umtal og seldist al
gjörlega upp fyrir jólin. Nýja
Slaughter-skáldsagan í ár nefn
ist Hættuleg aðgerð. spennandi
saga í þýðingu Hersteins Páls-
sonar.
1 ritsafn Armanns Kr. Einars
sonar bætast nú við tvær bæk-
ur, Falinn fjársjóðnr og Týnda
Sigurður Nordal
Indriði G. Þorsteinsson.
flugvélin, en það eru tvær
fyrstu Árnabækurnar, sem hafa
verið algjörlega ófáanlegar und
anfarin ár.
Tvær af hinum vinsælu Öddu
bókum þeirra Jennu og Hreið-
ars Stefánssonar koma í nýrri
útg&fu, en það eru Adda og litli
bróðir og Adda iærir að synda.
Þá kemur ný, spennandi saga
eftir hinn vinsæla unglingahöf-
und Guðjón Sveinsson. Nefnist
hún Svarti skugginn og eru
söguhetjurnar þær sömu og í
fyrri bókum Guðjóns.
HÖRPUÚTGÁFAN
Hörpuútgáfan á Akranesi
mun að vanda senda nokkrar
bækur á jólamarkaðinn, Hér fer
á eftir stutt yfirlit sem Bragi
Þórðarson tók saman.
Atreifur og aðrir fuglar, eft-
ir Guðmund Böðvarsson. Nafn
bðkarinnar vekur eflaust fbr-
vitni. Atreifur er einn af sam-
ferðamönnum höfundar, glett-
inn og skemmtilegur náungi.
Þetta er rammíslenzk bók, þar
sem höfuindur segir í söguformi
frá samferðafólki sinu. Hlý og
djúp lífsást og mannúð og næm
ari skynjun íslenzkrar náttúru
en öðrum skáldu-m hefur heppn-
azt að tjá i ljóði gæða verk
hans hljóðlátum töfrum. Og
sjálfsagt mun einsdæmi 1 veröld
inni, að óskólagenginn bónda.
maður glírni við að þýða Hinn
guðdómlega gleðileik Dantes
eða önnur slík öndvegisverk
heimsbókmehntanna og hljóti
fyrir það óskipta þökk þjóðar
sinnar. Slíkt afrek vinnur borg
firzki bóndinn, Guðmundur
Böðvarsson, og bera fá verk síð
ari tima reisn íslenzkrar alþýðu
menningar ijósara vitni.
Mörgum mun þykja sennilegt
að höfundur Saltkorna í mold
sé liðtækur sagnahöfundur, og
þvi mun bók þessi lesin með
nokkurri eftirvæntingu.
Refskinna eftir Ref bónda —
Braga Jónsson. frá Hoftúnum á
Snæfellsnesi. Sagnaþættir af sér
kennilegu fólki, þjóðsögur og
skopsögur hafa longum verið
vinsælt lestrarefni íslendinga
fyrr og síðar. Skáldið og fræði
maðurinn Bragi Jónsson frá Hof
túnum — Refur bóndi — hefur
tekið saman efni þessarar bók-
ar. Ekkert af því hefur birzt á
prenti áður. Um árabil hefur
hann viðað að sér frásögnum af
skemmtilegu og sérkennilegu
fólki á Snæfelisnesi og víðar,
Framh. á bls. 19
Árni Óla.