Morgunblaðið - 17.10.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1971
15
Reykjavíkurbréf
----- Laugardagur 16. okt.--
„Frelsi landsins
og virðing
meðal þjóða“
Við setningu Alþingis flutti
íorseti Islands hr. Kristján
EMjám að vanda stutta, en
Sgæta ræðu. Þar sagði hann
m.a.:
„Þjóðin hefur með almennri
þáftttöfeu kjörið yður til að fara
imeð mikilvægustu málefni sín.
Hún lítur til Alþingis og þeirr-
ar ríkisstjórnar, sem ábyrgð ber
fjrrir því, til varðstöðu um það,
sem helgast er, frelsi landsins og
virðingu meðail þjóða, og hún set-
ur traust sitt á yður til giftu-
samlegra úrræða í hinum mörgu
þjóðfélagsmá'lum, sem kenna má
við líðandi stundu og úrlausn-
ar kref jast.“
Þegar forseti Islands vék að
„varðstöðu um það, sem helgast
er, frelsi landsins og virðingu
meðal þjóða“ veittu þingmenn
þvi athygli, að einn af nýju ráð-
herrunum kipptist við og leit í
áttina til pontunnar. Skrýtinn
var svipurinn á honum, en ekki
sfcal þó gerð tilraun ti'l að skýra
frá þvi, hverju hann lýsti. Ráð-
herrann róaðist þó brátt, því
að ræðumaður hélt ekfci lengra á
þessari braut heldur vék að
öðm.
Sjálfsagt rennir lesendur
grun í, hver sá ráðherra muni
vera, sem varð sérlega órótt, er
forseti landsins vék að því, að
þingmönnum bæri að standa
Vörð um frelsi landsins og virð-
ingu meðal þjóða og mest væri
I þvi efni ábyrgð rikisstjómar-
innar og þar méð ráðherranna
hvers og eins. En til að einskis
missfcilnings gæti, skal tekið
fram, að maðurinn heitir
Magnús Kjartansson.
Frjálsræði
í mjólkur-
sölumálum
Lengi hefur það fyrirkomulag
verið gagnrýnt, að kaupfélögin
og mjólkursamlögm einokuðu
dreifingu mjólkur víða um land
til mikils óhagræðis fyrir neyt-
endur, en kaupmönnum hefur
Víðast hvar verið neitað um að
fá mjólk til sölu. Þau sporin
eru orðin býsna mörg, sem hús-
mæður og aðrir þeir, sem inn-
fcaup annast, hafa orðið að
ganga, vegna þeirrar þver-
móðsku, sem ráðamenn i
þessu efni hafa sýnt.
Nú hafa borizt af þvi fregnir,
að Mjólfcurbú Flóamanna vilji
rýmka sölufcerfið, en aðrir aðil-
ar virðast vera tregir til, eins og
fregnir sem hér í biaðinu hafa
birzt um þetta efni, bera með
sér.
Vonandi tekst nú að knýja
fram breytta skipun í þessum
málum, enda hafa engin rök ver
ið færð fram fyrir því, að nauð-
syn beri til að hafa einokunar-
fyrirkomulag á verzlun með
mjólkurvörur. Stundum er að
vísu reynt að halda því fram,
að það séu hagsmunamál bænda,
að samtök þeirra annist dreif-
ingu á þessum vörum, en það er
hrein fjarstæða. Hagsmunir
bænda eru þeir, að vörur þeirra
seljist sem greiðast og á
sem beztu verði. Þess vegna á
að hafa vörur þeirra á boðstól-
um sem víðast og reyna að gera
neytendum til hæfis, en ekki að
egna þá gegn bændum og sam-
tökum þeirra. Þetta ætti hvert
mannsbarn að geta skilið.
Sextíu atvinnu-
pólitíkusar
1 sjónvarpsþætti siðastliðið
þriðjudagskvöld var rætt um
starfshætti Alþingis, og þar boð
aði Eysteinn Jónsson þá kenn-
ingu sína af miklum tilfinninga-
hita, að nauðsynlegt væri að all-
ir 60 þingmenn iandsins væru
atvinnustjórnmálamenn. Þeir
ættu engum öðrum störfum að
sinna en þingstörfunum og
helzt ætti Alþingi að standa svo
til allt árið. Eysteinn Jónsson
hefur áður boðað þessa kenn-
ingu sina, en þó aldrei jafn
ákaft og nú. Og má kannski
segja að það sé eðlileg afleið-
ing af þeirri ákvörðun að stór-
hækka laun þingmanna.
Annars þurfti málflutningur
Eysteins Jónssonar ekki að
koma á óvart, en hitt vakti
vissulega furðu, að þeir þrír
þingmenn aðrir, sem mættir
voru í þessum sjónvarpsþætti,
virtust ýmist sammála Eysteini
eða a.m.k. töldu þeir ástæðu-
laust að ráðast á þessi sjónar-
mið hans, og enginn við-
mælendanna í þættinum benti á,
að þessi þróun gæti verið hættu
leg.
En hvað er það þá, sem fetst í
þessum kenningum Eysteins
Jónssonar? Jú, þingmennirn-
ir allir eiga að vera sama mann-
gerðin, menn, sem gera það að
ævistarfi sínu að sitja á Alþingí,
marka þjóðinni lög og stjóma
þróun mála. Þeir eiga efcki að
stunda nein önnur störf við hlið
annarra landsmanna, heldur að
vera sérstök stétt manna — að
vísu geysifin stétt.
Nú er það alveg rétt, að
til eru þeir þingmenn, sem hafa
gert stjórnmálin að starfi sínu
og ekki hugsað sér að hverfa til
annarra starfa. 1 þeirra hópi er
Eysteinn Jónsson, og víst skal
það játað, að hann er að mörgu
leyti merkur þingmaður. Sjálf-
sagt verður það líka ætíð svo,
að einhverjir forustumenn
flokka verði atvinnustjórnmála-
menn og hugsi ekki um annað,
en bréfritari er þeirrar skoðun-
ar að það væri kvíðvænleg þró-
un, ef allir þingmennimir ættu
að verða steyptir í þetta mót.
Á því leikur ekki minnsti vafi,
að þekking á þjóðmáilum og
þörfum borgaranna vex við það,
að menn taki þátt- i hinni dag-
legu lifsbaráttu, einn sé bóndi,
annar sæki sjó, hinn þriðji
reki- sitt eigið fyrirtæki o.s.frv.
En menn verða ekki hæfari ti'l
að fást við hin margvíslegu við-
fangsefni, þótt þeir stundi ein-
tóman lestur þingskjala og
greinargerða. Þvert á móti ein-
angrast þeir í hugarheimi stjórn
málamanna, sem ekki er alltaf
sérlega geðslegur.
Ef fylgt yrði stefnu Eysteins
Jónssonar mundi af því leiða,
að Alþingi yrði nokkurs konar
klúbbur fínna manna eða „inn-
byrðis vátryggingarfélag fuli
trúanna sjálfra" eins og Einar
Benediktsson einhvern timann
komst að orði.
Hver eiga laun
þingmanna
að vera?
Þegar laun alþingismanna
voru hækkuð var það -gert af
brýnni nauðsyn. Þeir höfðu ver-
ið smánarlega lágt launaðir,
þannig að menn gátu með engu
móti lifað af þeim launum, sem
þeim voru greidd. En þar að
aufci hafa þingmenn margvisleg
gjöld, bæði vegna ferðalaga og
risnu. Hækkun þingfararkaups
ins var því nauðsynleg, þótt
hún hafi kannski verið i ríf-
legra iagi, en urn það má ætið
deila.
Það var annað atriði í hinum
nýj-u reglum, sem gaf byr undir
væn-gi þeim kenningum, sem
hér er fjallað um, en þar sagði,
að embættismenn utan af landi,
sem á þingi sætu, skyldu ein-
ungis hafa 7/10 hluta embætt-
islauna sinna, en hins vegar
fullt þingfararkaup. 1 þessu
ákvæði felst yfirlýsing um það
að líta beri á þingmannsstarfið
sem átta og hálfs mánaðar starf
á ári hverju og þeir, sem önnur
störf hafa með hönd-
um jafnframt þingmennskunni,
gætu þess vegna efcki sinnt þeim
nema sem svaraði til þriggja og
hálfs mánaðar árlega, ef ekki er
tekið tillit til eðlilegra sumar-
ifría, en ella væri þingmanns-
starfið um 8 mán. og tími til
annarra starfa rúmir 3
mán., eða aðeins fjórðungur
heils starfs.
Því var spáð, þegar þessar
reglur voru settar, að þær
mundu leiða til þess, að kröf-
umar yrðu háværar um, að
þingmannsstarfið yrði eina starf
ið, sem þingmenn sinntu. Og nú
er það komið á daginn, að bar-
átta er hafin fyrir því, að
reglan verði sú, að menn sinni
engu öðru en stjórnmálunum, ef
þeir hafa komizt inn á þing.
Miðað við að þróunin verði
þessi, er þingfararkaup sízt of
hátt, en tímabært er að aliir
þeir, sem andvígir eru slíkri þró
un berjist hart gegn henni, þvi
að „atvinnupólitíkusar" virðast
nú ætla að herða róðurinn fyr-
ir stefnu sinni.
Hve lengi á
þing að sitja?
Nú er sem sagt farið að tala
um það, að Alþingi eigi að sitja
allt árið — með einhverjum
stutt-um hléum að vis-u, likt og
jólaleyfum og venjulegu sumar-
fríi. Menn hljóta því að spyrja,
hvort störfin séu svo mikil á
þingi, að þetta sé nauðsynlegt.
Satt er það, að störf þing-
manna eru ekki einungis seta á
þingfundum, ra-unar er það nán-
ast aukaatriði, því að mikil störf
eru unnin í hliðarsölum Alþing-
is og úti um allan bæ og allt
iand, að ógleymdum heimil-
um þingmannanna sjálfra. Og
Ijóst er það, að kjósendur geta
með betri samvizfcu beðið þing-
mann sinn um að snúast í ýms-
um einkaerindum, ef þeir
vita, að hann þartf efcki að vinna
fyrir sér með öðru en þvi
að hafa afskipti af stjórnmálum,
þaðan hafi hann full árslaun.
Fyrir tveim árum urðu á Al-
þingi nofckrar umræður um þing
störfin, þar sem Eysteinn Jóns-
son hélt fram þeim kenningum,
sem hann enn boðar. Þá hrakti
Bjarni Benediktsson í-tarlega í
merkri ræðu rök þa-u, sem
Eysteinn Jónsson færði fram og
benti á að þingtímann mætti
stytta. Gæti þi-ng staðið skem-mri
tíma á ári en verið hefur, og
eins væri nauðsynjalaust að hafa
þingfundi alla virka daga vik-
unnar, og því gætu þingmenn
jafnvel í ríkara mæli en verið
hefur sinnt öðrum störfum, bæði
þeir sem í fjölbýli búa og í ná-
lægð við Reyfcjavik og eins hin-
ir, sem fjær búa, því að sam-
göngur babna nú ár frá ári og
menn geta vel skroppið tíl sinna
heima, ef þingfundir væru t.d.
ekki nema 3 daga vikunnar.
Tvö stutt þing
á ári
Vel mætti hugsa sér, að þing
fcæmi sa-rnan tvisvar á ári, t.d.
tvo mán. á hausti og 2—3 mán.
síðari hluta vetrar, þannig að
þingmenn gætu með góðu móti
sinnt öðrum störfu-m hálft árið,
en auðvitað yrði þá að vera
skerpa í þinghaldinu þann tima,
sem ALþingi væri að störfum.
Reynslan er sú, bæðí hér og
annars staðar, áð afgreiðsla
þingmála dregst mjög úr höml-u,
og oftast fer svo, að slðustu
daga þingsins eru mjög mifclar
annir, og þá er lokið við eitt
og annað, sem vissulega hefði
verið unnt að afgreiða áður. Og
einhvern veginn er það svo, að
hvort sem þingið dregst á lang-
inn eða ekki þá bíða mál af-
greiðsl-u til síðustu daga.
Að þvi er varðar önnur störf
í þágu kjósenda og hinna ýmsu
héraða en þingst-örfin sjálf, þá
geta alþingismenn a-uðvitað ekki
síður sinnt þeim á milli þinga —
og raunar betur margir hverjir,
því að þeir eru þá á heimavíg-
stöðvum. En a-uk þess er athygl-
isverð sú tillaga, sem einn-
ig kom fram í nefndum sjón-
varpsþætti, að þingmenn hefðu
fri flugfargjöld hvert á land,
sem er allan ársins hring, því að
víst er það leið til þess að
styrkja tengslin við kjósendur
og þekkja hagi landsmanna
allra.
En mergurinn málsins er sá,
að það væri mjög miður farið,
ef allir þingmenn væru á kafi í
stjómmáilunum allt árið. Fjöldi
ágætismanna m-undi aldrei gefa
sig til framboðs, ef það skilyrði
fylgd-i, að menn mættu ekki
sinna öðrum störf-um. Hvort
tveggja er, að ýmsir frambjóð-
endur hy-ggjast ekki vera á
þi-ngi til langframa, þótt þeir
gefi kost á sér eitt eða tvö kjör-
tímabil og vilja þvi efcki fórna
stöðum, sem þeir hafa með hönd-
um, en naumast getur það talizt
verjandi til langframa að ha-lda
í starf, sem sjálfur löggjafinn er
búinn að lýsa yfir, að menn
megi ekfci sinna nema sem svar-
ar í árs-fjórðung. Og svo er á
hitt að líta, að þeir, sem sjálf-
stæða atvinnu st-unda, hvort
heiid-ur þar er um að ræða bænd
ur, útvegsmenn eða iðnrekend-
ur, fcæra sig iítt um það að
fóma fyrirtækj-um sinum til að
öðlas-t j>ólitíska upphefð og þa-u
áhrif, sem þingmennsku eru sam
fara.
Enginn vafi er þess vegna á
því, að Alþingi yrði mun lág-
reistara, ef sú stefna sigraði,
sem nú er boðuð. Þar yrðu all-
ir steyptir í sama mótið og þar
væri ekki kominn saman þver-
Skurður íslenzfcs þjóðlífs, held-
-ur samfélag sérstakrar mann-
gerðar, sem minni tengsl ættí
við landið og sjöinn en nú er.
Opin í báða enda
Þegar Framsóknarflokkur-
in-n afgreiddi stefnu-skrá sina á
flokksþingi á síðastliðnum vetri,
sagði Kristján Benediktsson,
framkvæmdastjóri Tímans, að
hún væri „opin í báða enda“.
Þessi orð urðu fleyg, sem von-
legt var, enda undirstrifc-
uðu þau enn rækilegar já, já —
nei, nei stefn-u Framsóknar-
flokksins en áður hafði verið
gert.
Nú hefur vinstri stjórnin
undir forustu Framsófcnar-
flofcksins sent frá sér sín fyrstu
fjárlög, og um þau má segja það
sama og stefnu Framsóknar-
flokksins, að þau eru „opin í
báða enda“. 1 frumvarpinu eru
margháttuð rikisútgjöld vanáætl
uð, þrátt fyrir þá gífurlegu
hækkun, sem á frumvarpinu er
og nemur 3 milljörðum króna
eða 27,5%. Að hinu leytin-u er
svo ekki mörfcuð nein stefna
varðandi tekjuöfl-un ríkissjóðs,
en augljóst, að veru-lega mikilia
tekna verður að afla, ef ekki á
að afgreiða fjárlög með tekju-
halla á mifclum þensl-utímum.
Þrátt fyrir hina geysimiklu
veltu í þjóðfélaginu og gífurleg-
ar tekjur, sem rikissjóður þess
veg-na hefur fengið, er því aug-
ljóst, að langt er í land, að fjár-
lög séu í þeirri mynd, að unnt
sé að afgreiða þau, og þe,ss
vegna verður mjög fróðlegt að
fylgjast með framvindu mála á
sviði rikisútgjalda og skattíla-gn-
ingar. Skal engu um það spáð,
hver niðurstaðan verður, en
landsmenn bíða átekta.
Leifur Haraldsson tók þessa mynd nýleg'a yfir Seyðisfjörð