Morgunblaðið - 17.10.1971, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1971
17
Þórður Gísli Guð-
jónsson —
F. 5. okt 1902. D. 28. scpt. 197 L
I HRAÐFLEYGU viðtali frétta-
manxis nú nýverið við einn
roerkasta þjóðarleiðtoga á Norð-
urlöndum i seinni tíð, Einar
Gerhardsen, lét þessi marg-
reyndi stjórnmálaskörungur og
stríðshetja þess getið, að hann
heÆði um árabil verið vegagerð-
armaður og þótt sá starfi góð-
ur. Taldi hann líklegt að vinna
við vegalagningu hefði orðið sitt
ævistarf, ef samferðarmenn hans
og félagar hefðu ekki hvatt hann
tii annarra starfa.
1 þessari markverðu yfirlýs-
ingu manns, sem hefur um ára-
bU gegnt forystuhlutverki og
mun óumdeilt vera talinn einn
af mætustu mönnum Noregs,
feist sá djúpstæði sannieikur, að
við vitum ekki einatt, hvar
réttast er að leita afburða-
mannsins, og hver á í raun og
sannleika mestan trúnað og
virðingu skilið.
f viðtali forsætisráðherrans
fyrrverandi kom glögglega
fram, að hann taldi vegavinnu-
starfið sér jafnverðugt og þjóð-
félaginu jafnmikUvert og þann
starfa, sem hann var siöar
kvaddur tU að gegna.
Þetta viðhorf hins viðsýna og
gagnmerka þjóðskörungs mun
þvl miður ekki vera nægilega
ríkt í huga okkar, eða ráða
manngUdismati fjöldans að
jafnaði. f»ó komumst við naum-
lega hjá því stundum, þegar við
kveðjum langreyndan samferðar
mann og vin að Láta okkur bjóða
í hug, hvort mannkostirnir, trú-
leikinn, iðjusemin og athöfn öU
hefði ekki verið þann veg, að
á betra hefði ekki verið kosið i
fari þeirra er fremstir ganga.
Minning
Þessar hugleiðingar kunna að
eiga við, þegar slíkur mann-
kosta- og drengskaparmaður,
sem Þórður Guðjónsson, er
kvaddur, en hónum eru þessar
linur tUeimkaðar.
Stundum getur orðið fuU
erfitt að átta sig á því, er sam-
ferðanmenn okkar hverfa skyndi
lega af sviði þessa jarðlífs. Svo
fór mér, er Þórður Guðjónsson
var kallaður af æðri máttarvöld-
um 18. sept. síðaistUðinn.
Þórður GisU Guðjónsson var
fæddur í Reykjavík 5. okt. 1902,
sonur hjónanna Guðjóns Jóns-
sonar, trésmiðs, og konu hans,
Guðrúnar Jónsdóttur. Var Þórð-
ur í hópi eUefu barna þeirra
hjóna. Ekki er að efa, að oft
hefur verið þröngt í búi hjá
þeim hjónum með slíkan bama-
hóp og því var það, að Þórður
varð að yfirgefa æskuheimih sitt,
meðan hann var enn i bernsku.
Um skeið dvaldlst hann á
ýmsum sveitaheimUum í Borg-
arfirði og ekki er að efa, að
stundum hafa sporin verið þung
á þessum árum hjá Utlum dreng
fjarri foreldrum sinum og
systkinum, enda mun það hafa
sett svip á Uf hans aUt æ síðan.
— Síðar lágu spor Þórðar aftur
til Reykjavíkur eftir að hafa
starfað • við margs konar land-
búnaðarstörf viða um Kjósar-
sýslu. — Um 15 ára skeið vann
hann við bú Högna HaUdórs-
sonar, að Langholtsvegi 145 hér
í borg. Mun hann hafa átt at-
hvarf hjá þeim hjónum allt til
hinztu stundar. — Síðasta ára-
tuginn starfaði Þórður við
Ræktunarstöð Reykjavíkurborg-
ar i Laugardal og þar hófust
kynni okkar.
Oft er vandséð, hvaða sam-
ferðamönnum og fyrirrennurum
við, sem enn hjörum, eigum
mest að þakka. Við, sem áfram
dundum við moldina í Laugar-
dalnum, erum þó ekki í neinum
vafa um, að samfylgdina hans
Þórðar megum við þakka, ekki
aðeins frá liðnum árum, heldur
einnig fram í tímann, þvi að
ekki gleymist góðlátlegi félag-
inn. Félaginn, sem hjálpar okk-
ur enn um sinn til að meta
réttilega það bezta í fari þeirra,
sem eftir koma og áfram halda.
Vonandi starfa þeir með sama
hætti og þessi gagnvirki og
gagnmenntaði verkamaður, sem
aldrei hafði níðzt á netnu, er
honum var tiltrúað.
Ekki verður vitað, hvort Þórð-
ur Guðjónsson hefði getað orðið
slíkur forystumaður, sem fyrr
var getið, ef hann hefði verið
til þess kvaddur, en hitt vita
þeir, er þekktu hann, að flesta
þá kosti hafði Þórður til að bera,
sem orka bezt og duga lengst
til þess að færa einum og öll-
um þá gæfu og leiðsögn, sem
ein dugar, jafnvel þótt hún dugi
skammt. Hann vildi öllu og öll-
um gott gjöra, það vita þeir
vinir hans, sem þekktu hann
bezt og sakna hans mest. En
öll megum við vita, að slíkar
verða mannvirðingar mestar.
Blessuð sé minning hans.
Steingr. Benediktsson.
Starfsmaður óskast
Mann vanan búskap vantar á kúabú í Garðahreppi, strax.
Upplýsingar í síma 42816 milli kl. 6 og 7 síðdegis.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA.
Skoðið
ATLAS
FRYSTI-
KISTURNAR
Skoðið vel og
sjáið muninn í
efnisvali
# frágangi
^ tækni
Ungir frískir menn
geta fengið hreinlega verksmiðjuvinnu á fjölmennum vinnu-
stað nú þegar.
Tekið á móti umsækjendum tii viðtala á morgun.
FATAVERKSMIÐJAN SPORTVER H/F.
Skúlagötu 61.
litum og
formi
FREGNIN FLAUG UM LANDIÐ —
flelrí og fleiri sjá að hér er kominn bíllinn sem þeir
biðu eftir. Við viljum reyna að tryggja að biðin verði
ekki of löng hjá öllum sem á eftir koma. Samt
getum við ekki pantað bíla flugleiðis, svo það er
um að gera að ákveða sig sem fyrst.
Allir þekkja Cortinuna, — en nú er hún næstum
óþekkjanleg — endurbætt frá grunni.
Hjá Ford-umboðinu Kr. Kristjánsson, Suðurlands-
braut er hún til sýnis. Orð gefa fátæklega mynd —
látið eigin sjón og reynslu dæma.
CORTINA
HR.HRISTJÁNSSDN H.F.
U M B 0 II III SUDURLANDSBRAUT 2 • SIMI 3 53 00