Morgunblaðið - 17.10.1971, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1971
Hrúturinn, 21. marz — 19. april.
Reyndu að lesgja eins lítið á þifi og þú möfiulefia fietur.
Nautið, 20. apríl — 20. mai.
Fólk er þrasfijarnt þessa stundina, en það er engin ástæða til
þess, að þú eifiir að láta það þig neinu skipta.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
l»ú hefur færzt dálítið um of f fang, og verður að slá af í svipinn.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Ef þú gefur einkamálunum meiri gaum en þú hefur gert, get-
urðu komið hag þínum í gott horf.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Reyndu að láta hávaðann í öðrum eins og vind um eyrun þjóta.
Mærin, 23. ágrist — 22. september.
hú verður að gera eignakönnun og skipuleggja þótt óraunhæít
sé.
Vogin, 23. september — 22. október.
Lagfærðu allar skekkjur í fjárhag þínum hið fyrsta.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
I»ú kannt að enda sem efnalega velstæður maður, en það skapar
öfund.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Alvarleg hugsun kemur þér að furðanlegri niðurstöðu.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
hú ert nærri því að ganga of langt en það er ekkert óvirðulegt
að fylgja fast eftir hugðarefnum.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
_\ form J>ín ættu að vera skýr, ef allir eig'a að njóta góðs af.
Fiskarnir. 19. fehrúar — 20. marz.
Óákveðin afstaða þarf ekki að tefja fyrir vinnu þinni.
ar, blandaðist ofurlitlu suði frá
miðstöðvarofninum. Vísai’nir á
klukkunni sýndu 10.45.
Stynjandi dróst ég fram úr,
með óbragð í munninum og
Nú eða...
næst er þér
haldið samkvæmi;
FERMINGAR-
AFMÆLIS-
eöa
T7EKIF7ERISVEIZLU
erum við reiðubúnir
að útbúa fyrir yður:
Kalt borð, Heita rétti,
Smurbrauð, Snittur,
Samkvæmissnarl.
Auk þess matreiðum
við flest það, sem
yður dettur í hug,
— og ýmislegt fleira!
Soelkerinn
HAFNARSTRÆTI 19
hausinn eins og hann hefði ver-
ið brotinn upp og settur saman
aftur eins og bezt vildi verkast.
Fyrir nokkrum klukkutímum,
þegar ég fór að hátta, hafði ég
lokað öllum gluggum og kveikt
öll ljós. Ég gekk nú um með
veikum burðum, slökkti ljósin
og opnaði gluggana til þess að
hleypa hreinu lofti inn. Mér
fannst sú tilhugsun óþolandi að
eiga nú að horfast í augu við
nýjan dag með öllu hans mót-
iæti og mig langaði mest til að
fara upp í aftur og sofa vikum
saman. En bráðum kæmi hr.
Parrott, svei honum! Ég hafði
engan tíma til að sofa. Það virt
ist ótrúlegt, að ég fengi nokk-
urn tíma að sofa framar.
Ég hugsaði með mér, meðan
ég var að gefa kettinum og hita
kaffið: Hann verður vandamál.
Hann er þegar orðinn það.
Fjandinn hirði hann — hvers
vegna getur hann ekki spurt
alla hina fyrst og lofað mér að
sofa?
Ég gekk inn í baðherbergið
og undir steypuna hálfringluð.
Kalda vatnið hafði góð áhrif á
blóðrásina og eyddi smám sam-
an þeirri tilfinningu, að ég hefði
sofið í ruslafötunni. Enda þótt
heilsufarið væri ekki upp á það
bezta, var ég samt orðin nægi-
lega hress til þess að geta farið
að velta fyrir mér alls konar
sundurlausum og hryliilegum
hugsunum.
Það voru nú fyrst og fremst
minar eígin áhyggjur, sem hóf-
ust í gær með bréfi Melchiors
og uxu svo álíka og baunagras-
ið hans Jacks í sögunni —
áhyggjur, sem komu mér einni
við og alls ekki lögreglunni —
það er að segja færi hún ekki
að sletta sér í þær fyrir til-
verknað þessa andstyggilega
hr. Parrotts. Þarna var morð,
sem kom mér raunverulega ekk
ert við, nema þessi Parrott og
slepjulegi fulltrúinn héldu
áfram að klína því á mig. Og
svo var þessi síðasta ákoma
þegar ég var loksins komin heim
í morgun — að finna, að ein-
hver hafði komizt inn í íbúðina
mina, og hin algjöra óvissa um,
eftir hverju hann hafði verið að
sækjast.
„Ég trúi ekki á tilviljanir,"
hafði fulltrúinn sagt. —Ekki
svona tilviljanir.
Það gerði ég heldur ekki.
Ekki á morð og innbrot sömu
nóttina, ef ekki var neitt sam-
band þar í milli. Jæja, það
skyldi nú ekki endurtaka sig.
Jafnskjótt sem Gordon Parrott
væri farinn, skyldi ég láta hús-
vörðinn setja læsingar á glugg
ana.
Kaffið var farið að sjóða í
könnunni, þegar ég reikaði aft-
ur fram í eldhús á nærklæð-
unum, i slopp utan yfir mig. Ég
var að brenna mig í kverkun-
um með kaffinu, þegar dyra
bjallan hringdi og ég velti sykur
karinu um koll. Sykurinn, sem
fór niður, settist í inniskóna
mína og marraði andstyggilega
undir fæti og skildi eftir sig
feril út að dyrum.
Hver er það? kallaði ég, hás
af hræðslu og timburmönnum.
— Það er Pa-rrott. Hleypið
mér inn.
— Ég er ekki klædd, sagði ég
og hreyfði mig ekki. Farið þér
burt og komið aftur seinna.
— Það er sama þótt þér séuð
ekki klædd. Ég þarf að tala við
yður.
— Já, en ég er ekki klædd,
öskraði ég aftur. - ég er ekki i
neinu.
— Ef þér ætlið að snúast
svona við þessu, skipa ég yður
að opna í laganna nafni!
Ég opnaði dyrnar. — Komið
þér inn. Það er sjálfum yður að
kenna. Ég benti með hendinni
um íbúðina, þar sem allt var á
rúi og stúi og benti loks á
sjálfa mig, fáklædda og ómál-
aða.
— Þér litið ágætlega út, sagði
hann blátt áfram. — Hvernig
líður yður? Hann fleygði hatt-
inum sínum og frakkanum og
JÓLASKÓRNIR FYRIR TELPUR
OG DRENGI ERU KOMNIR
Verða seldir nœstu daga að Laugavegi
103 — Kaupið jólaskóna strax
— Fáum ekki aðra sendingu fyrir jól
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR
LAUCAVECI 103
BARNAMYNDATÚKU
Munið okkar vinsælu barnamyndatökur.
Pantið tímanlega fyrir jól.
Við útbúum jólakort eftir myndum.
frá okkur.
BARNA- &
FJÖLSKYLDU
Austurstræti 6 — Sími 12644.