Morgunblaðið - 28.10.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1971
Sigur Fischers kom
ekki á óvart
einbvern laisleika að stríða í
upphafi einvigisins. >að þurfa
ekki að hafa verið mikil veik-
indi, en svona tilfinningarik-
um mönnum er mjög annt um
söálfan ság, og veikindin þvi
e.t.v. mikil í hams eigin aug-
um, og þvi kannski haft ein-
hvér áhrif á taflmennskuna.
Ingvar Ásmundsson: Þetta
fór eins og við var að búast í
aðalatriðum. Petrosjan hefur
íengið aðeins minna en menn
almennt gerðu ráð fyxir, sjálf
ur spáði ég honum 314 vinn-
ing á móti 6% hjá Fischer.
Það má segja að Petrosjan
hafi komið nokkuð á óvart í
fyrstu skákunum, hann tefldi
að minu viti heldur betur í
fyrstu fimm skákunum, en
yfirburðir Fischers eru mjög
greinilegir í sjöttu, sjöundu
og áttundu skákinni. Þá ní-
undu hef ég ekki séð.
Ég er á þeirri skoðun, að
Fischer eigi yfirgnæfandi sig-
urmöguleika í einviginu við
Spassky, núverandi heims-
meistara. Það hafa verið gerð
ir tölfræðilegir útreikningar
á styrkleika skákmeistara, og
samkvæmt þeim útredkning-
um var Fischer bezti skák-
maður í heimi áður en hann
tefidi einvígin gegn Tajman-
off, Larsen og Petrosjan. Ef
útreikningar lægju fyrir
núna, má telja vist, að þeir
Rætt við finim kunna skák
menn um úrslit skákein-
vígisins í Buenos Aires
SKÁKEINVÍGI þeirra Bobby
Fischers og Tigran Petrosjan
í Buenos Aires er nú lokið með
yfirburðasigTi Fischers. Ib-
Ier.zkir skákutuienclur hafa
íylgzt með þessu einvígi af
áhuga, enda það talið heizti
skákviðburður ársins. Morgun
blaðið hafði í gær tal af nokkr
um kunnum skákmönnum,
leitaði eftir áliti þeirra á
gangi einvígisins og úrslitifhn
þess. Hér fara á eftir svör
þeirra:
Jón Kristinsson: Fyrir ein-
vígið reiknaði ég með örugg-
um sigri Fischers, að vísu
ekki svona stórum, en ságri
þó. Þeir þreifuðu fyrir sér í
fyrstu skákunum og í sjöttu
skákinni þá vinnur Fischer
eftir langa baráttu. Við þetta
nær Petrosjan sér aldrei á
str'ik og Fischer sigrar mjög
örugglega í þeim skákum, sem
eftir voru, og virðist þar ekki
vera um neina verulega mót-
spyrnu hjá Petrosjan að
ræða.
Bragi Kristjánsson: Nei,
þetta kemur mér ekki á óvart.
Það má segja að Petrosjan
hafi haft mun betur í fimm
fyrstu skákunum, því hann
virtist tefla betur framan af.
Það má segja að hann hafi svo
„faliið saman" í sjöttu skák-
inni, og ekki haft mikið við-
nám eftir það. Fischer náði
sér ekki á strik fyrr en í
sjöttu skákinni, enda teflir
Petrosjan þanm'g að mjög
erfitt er að vinna hann, hann
virðist hafa sérstakt lag á því
að halda andstæðingunum
niðri með því að tefla mjög
örugglega. Það má segja að
þessi ságur Fischers sé að þvi
leyti merkilegur, að það er al-
gjört einsdæmi að Petrosjan
tapi fjórum skákum í röð.
Björn Sigurjónsson: Sigur-
inn kom mér ekki á óvart, ég
var mest hissa á því hvað
Petrosjan stóð í Fischer í
firnm fyrstu skákunum. Ég hef
trú á því að Fiseher hafi, eins
og hann sagði sjálfur, átt við
Ingvar Ásmundsson
sýndu enn meiri yfirburðd
Fischers heldur en útreikning
ar sem gerðir voru áður en
einvígin voru tefld. Ég tel lík-
Jegt, að satmkvæmt nýjinn út-
reikningum væru siguxlikur
Fischers gegn Spassky, a.m.k.
70%.
Auðvitað nær enginn svona
árangri nema hann hafi frá-
bæra hæflleika, en ég álit að
yfirburðir Fischera yfir aðra
snillinga byggist öðru fremur
á langvarandi og samvizku-
samri þjálfun.
Guðmundur Ágústsson:
Þessi sigur kom mér alis ekki
á óvart. Fiscber er að minu
áliti mesti skákmaður sem
komið hefur fram til þessa.
Framhald á bls. 13.
Guðmundur Ágústsson
Björn Sigurjónsson
Jón Kristinsson
Blragi Kristjánsson
Nýjar vörur á öllum hæðum
MATVÖRUDEILD: Munið sparikortin
HÚSCACNADEILD: Nýtt - nýtt - nýtt
Litaðar kommóður r mörgum stœrðum — Raðhillur í iitum
ÁLNAVÖRUDEILD: Nýjar sendingar
Atnavara okkar er sérpönfuð og fœst því hvergi annars staðar
Fromvegis verður opið til kluhkun 10 ó löstudögum
■V1
JVL
Vörumarkaðurinn hf.
ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍIVII 81680
OG 84800.
STAKSTEINAR’
SJálfsvlröing
ntanríkis-
ráðherra
Nú er rétt vika síðan ÞjóðvílJ
inn tilkynnti, að tveir af fyrrver
andi ritstjórum hans hefðu ver
ið settir í ráðherranefnd með ut
anríkisráðherra til þess að fjalla
um herstöðvarmálið. Þessi óliS
indi komu illa við menn, um leið
og þau vitnuðust. Og ekki hefiwr
mönnum hugnast þau betur á
þeim tíma, sem síðan er liðinn.
Alveg sérstaklega á það þó vi®
um Framsóknarmenn, að þelr
þykjast grátt leiknir af formannl
sinum að rjúfa með þessum
hætti þá samstöðu, sem verið
hefur með lýðræðisöflunum í
landinu um það að halda komm- >
únistum utan við öryggismál
landsins. f annan stað fá þeir j
ekki skilið, hver nauðsyn har tll
þess að auðmýkja utanrikisráð-;
herra með þeim hætti, sem gertj
hefur verið.
Utanríkisrá'ðherra reynir a® ]
sjálfsögðu að bera sig v©l og láta
á engu bera. En hann var ekki
fyrr búinn að sleppa orðinu i SÖI- \
um Alþingis þess efnis, að varn-'
armálin heyrðu undir hann ein- i
an í ríkisstjóminni, en Þjóðvilj-'
inn slær hinu gagnstæða fösttt
í ramma á forsíðu og er ofan £
kaupið svo ósvífinn að hirta um
leið mynd af ráðherranum og
nokkur orð eftir honum. En alit
er þar feitletrað haft, sem Þjóð-
viljinn segir frá eigin hrjósti, ea.
hitt grannt, sem eftir ráðherr-
ann er. Orðrétt segir í Þjóðrilj-
anum: „Frá því var greint f
Þjóðviljanum í síðusttt viku, if
sett hefði verið á laggirnar séf-
stök nefnd þriggja ráðherra, ttl
þess að fjalla um herstöðvarmál-
ið í samræmi við ákvæði mál-
efnasamnings stjórnarflokkanna.
f nefnd þessari eiga sæti einn
ráðherra frá hverjum flokki, —
í henni eru Einar Ágústsson utan
ríkisráðherra, Magnús Kjartans-
son iðnaðarráðherra og Magnús
Torfi Ólafsson menntamálaráð-
herra; hér eru semsé í nefnd
þrir ráðherrar, einn frá hverjum
flokki ríkisstjórnarinnar.“
Hér leiðréttir Þjóðviljinn svo
skýrt sem verða má þau ummæli
utanrikisráðherra, að varnarmál
in heyri undir hann einan: „hér
eru semsé í nefnd þrír ráðherr-
ar.“ Verður nú ekki annað séð,
en utanríkisráðherra verði að
taka á sig rögg og leysa ráð-
herranefndina upp með form-
legum hætti, ef hann á að haida
sjálfsvirðingu sinni og vera tek-
inn trúanlegur af þjóðinni í þess-
um efnum.
Aðstoðarutan-
ríkisráðherra?
Ólafur Ragnar Grimsson sækir
það nú mjög fast að verða skip-
aður ritari utanrikisráðherra
eða aðstoðarutanrikisráðherra,
eins og það er kallað, en utan-
ríkisráðherra mun hvorki hafa
gjört að játa né neita þetrri
málaleitan. Svo mikið er þó víst,
að freguazt hefur, að Ólafor
Ragnar hafi verið á ferðalagi er-
lendis með bréf frá utanrikis-
ráðherra upp á vasann og kom-
ið til sendiráða íslands eriendis
einhverra erinda.
Ekki er þó óliklegt, að einhver
afturkippur sé kominn í þessa
máialeitan Ólafs Ragnars af háifu
utanríkisráðherra, sem kannskl
er ekki nema von. Utanríkisráð-
herra kann að hugsa sem svo, »®
það sé ærið að hafa tvo Magnúsa
á háisinum i varnarmálunum,
svo að einum Ólafi Ragnarv
Grímssyni sé ekki á bætandi.