Morgunblaðið - 03.11.1971, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.11.1971, Qupperneq 3
3 MORGUNBLAÐHV MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVBMBER 1971 Norræna rfthöfundaráðið; Samþykkt um norr- æna þýðingarmiðstöð ARSFUNDUR Norræna rithöf- undaiáðsins var haldinn í Osló dagana 16.—17. október sl. Fund inn sátu um 20 rithöfundar frá Dammörku, Finnlandi, Færeyjum, íslandi, Noregi og Sviþjóð. Full trúar Rithöfundasamhands ís- lands á fundinum voru þeir Bjöirn Bjarman og Ingóifur Kristjáns- eon. Meðal ályktana, sem fundurinn gerði var tillaga borim fram af Ri thöf u n d asa m ban d i nu v arð andi norræna þýðingarmiðstöð, og var hún einróma samþykkt. Alyktun in etr svohljóðandi: „Ársfundur Norræna rithöf- undaráðsins, haldinn í Osló 16.— 17. október 1971, hvetur ríkis- stjómir Norðurlanda til þess að hafa áhrif á stofnun þá fyrir nor irænt menningarsamstarf, sem taka á til starfa í janúar 1972, og sjá til þess, að það verði eitt fyrsta verk hennar að semja reglu gerð fyrír og stofna norræna þýð iugarmiðstöð í samræmi við þær tillögur, sem rithöfundasamtökin hafa lagt fram og Norðurlanda- tráð hefur fjallað um og hvatt rík isstjómir Norðurianda til að hrinda í framkvæmd.“ Á fundinum kom fram að fjár hagsafkoma færeyskra rithöf- unda er mjög bágborin í saman- hurði við aðstöðu norrænna starfs 'bræðra þeirra, og samþykkti fund urinn að fara þess á leit við fær eysk yfirvöld og menningarmála nefnd Norðurlandaráðs, að þau beiti sér fyrir því, að færeyskum irithöfundum verði sköpuð sama aðstaða til að sinna ritstörfum og starfsbræðrum þeirra annars staðar á Norðurlöndum. Fundarmenn skiptust á skoð unum og upplýsingum varðandi stöðu rithöfunda á Norðurlönd- úm og rætt var um einstök atriði í sambandi við fyrirhugaða end- uirskoðun á norrænum höfunda- rétti. Var fundurinn einhuga um að bæta þyrfti aðstöðu höfunda og semja þyrfti viðunandi reglur um greiðslufyrirkomulag til þeirra fyrir afnot samfélagsins af verkum þeirra, og ýrðu reglur þessar einnig að ná til fjöidanotk unar á verkum þeirra í skólum og við hvers konar kennslu. Að því er varðair greiðslur fyrir afnot bóka i bókasöfnum, taldi fundur inn, að hækka þyrfti þær veru lega frá því sem verið hefur. — „Rithöfundar fara ekki fram á ölmusu, heidur sómasamlega greiðslu fyrir þá vinnu, sem þeir leysa af hendi og þjóðfélagið not ar í æ ríkari mæii,“ segir í áiykt un fundarins. Jacqueline Onassis Skilyrði að þau eignuðust ekki börn Fyrrverandi þjónn Onassis skýrir frá einkalífi húsbónda síns og Jacqueline konu hans FRÚ Jaqueline, ekkja Kenne dys heitins Bandarikjaforseta, féllst á að giftast griska skipa kónginum og auðmanninum Aristotle Onassis með því skil yrði, að þau eignuðust ekki böm. Kemur þetta m.a. fram í bók, sem Christian Gafarak is, fyrrverandi herhergisþjónn skipakóngsins, hefur skrifað um það 10 ára tímabil, sem hann var í þjónustu Onassis. í bókinni, „Le fableaux On assis“ — Hinn ævintýralegi Onassis — skýrir Gafarakis umbúðalaust frá einkalífi fyrr verandi húsbónda síns og nú- verandi konu hans, Jacqueline. Athyglisverðasti kafli bókar- innar er sá, sem fjallar um leyniiegan hjúskaparsamning, sem þau Onassis og Jacque- line undirrituðu þann da.g, sem þau voru gefin saman. — Þar var það gert að algjöru skilyrði af hálfu Jacqueline, að hún yrði ekki þunguð og í 19. grein samningsins lofar hann því ennfremur, að þau skuli sofa hvort í sínu her- • bergi. Hún skuldbindur sig til þess að dveljast hjá honum yfir sumarmánuðina og á helgidög um grísk-kaþólsku kirkjunnar. Á öðrum tímum ársins er henni heimilt að ferðast ein, hvert sem henni sýnist, án þess að þurfa að biðja mann sinn leyfis. Hvað peninga snertir, þá skuli hún fá greiddar 10 millj. dollara (880 millj. ísl. kr.) fyr ir hvert ár, sem þau eru gift, ef svo skyldi fara, að Onassis segði skilið við hana. Ef hún aftur á móti yfirgæfi hann, áður en fimm ára hjúskaparaf mæli þeinra yrði haldið, á hún „aðeins" að fá 20 milljón doll ara. Og ef hún yfirgefur hann fyrst eftir þetta fimm ára ■timaibil, þá á hún að fá sömu fjárhæð auk 180.000 dollara á ári í framfærslueyri. Deyi On assis, á hún að erfa um 100 millj. dollara. Þjónninn fyrrverandi gizkar á, að Jacqueline eyði á hverj um mánuði 10.000 dollurum i símtöl og þjónustufólk, 6000 dollurum í iífverði og noti 5000 dollara til menntunar barna sinna tveggja. Gafarakis lýsir Onassis sem mjög skapheitum manni. Hon um sé þannig farið, að hann telji sér heiður að þvi að eyða eins imiklu fé og unmt sé í konu sína. Þannig háfi hann einu sinni sent einkaflugvél sína frá eyrrni Skorpios í gríska eyjahafinu til Pariisar til þess að láta sækja þangað ilmvatns tegund, sem Jacqueline vant- aði. Þá skýrir Gafarakis svo frá Framh. á bls. 19 KJÖRGARDI SIMI, 16975 SKEIFAN Hefur strax orðið vin- sælt á Norðurlöndum, enda með afbrigðum stílhreint, þægilegt og virðulegt. Gerið svo vel að líta í glugga Skeifunnar, Kjörgarði, nú um belgina. 8TAKSTEIIMAR Athyglisverð ræða Astæða er til að vekja athygli á ræðn þeirri, sem Jón Skafta- son, alþm. flutti á funcli fram- sóknarmanna í Keflavík sl. sunnudag. I ræðu þessari tók þingmaðurinn af öU tvímæli um það, að h:um fylgir ekki stefnu ríkisstjórnarinnar í vamarmál- um, eins og hún hefur verið túlkuð af utanríkisráðherra og öðrum talsmönnum stjórnar- flokkanna. I ræðunni sagði Jón Skaftason m. a.: „ ... að ég vil ekki á þessari stundn segja, að varnarliðið skuli horfið fyrir lok kjörtímabilslns heldur láta at- huga málið, eins og ég hef greint frá og táka ákvörðun síðar að athugun fenginni. Fyrir þessari a.fstöðu gerði ég grein strax er stjómarsamningurinn var ræddur í þingflokki og framkvæindastjórn Framsöknar- flokksins, þannig að flokksbræð- ur á þingi vita um þetta.“ Með þessum orðum hefur Jón Skafta- son tekið eindregið undir þau sjónarmið, að kanna beri örygg- ismálin rækilega, áður en á- k\7örðun er tekin, en vinstri stjómin hefur farið þveröfugt að. t»ingmeirihluti ekki fyrir hendi? Ræða Jóns Skaftasonar í Keflavík er ákveðin visbending um, að stjórnarflokkarnir hafi ekki þmgmeirihluta til þess að knýja frarn stefnu sína i vamar- málum. Þannig sagði Jón Skafta- son í ræðu sinni, að liann teldi „fráleitt að á þessari stundu væri fortakslaust hægt að full- yrða, að varnarliðið skyldi fara úr landinu fyrir lok kjör- timabilsins. Stjórnarsamningur- inn segði aðeins, að að því skyldi stefnt en ekki, að það skúli og á því væri mikill munur." Þessi túlkun Jóns Skaftasonar er ekki í samræmi við tiilkun utanríkisráðherra á ákvæði málefnasamningsins, en athyglisvert er, að Jón Skafta- son upplýsti á Keflavíkurfund- inum, að hann væri ekki einn uni þá skoðun i þingflokki Fram- sóknarflokksins „að óheimilt væri samkvæmt stjórnarsáttmál- anum að staðhæfa í dag, að varn- arliðið ætti að vera farið fyrir lok kjörtimábilsins". Þingmaður- inn sagði Hka, að honum hefði verið skýrt frá því, að í þing- flokki Samtaka frjálslyndra og xinstri manna væru menn, sem túlkuðu málefnasamninginn að þessu leyti á sama hátt og hann. Hernaðarlega mikilvægt I ræðu sinni í Keflavík vék Jón Skaftason að hernaðarlegu mikilvægi íslands og sagði m.a,: „Stundum hef ég verið ásakaður fyrir að vera of seinn til þess að taka undir frýjunarorð ýmissa lýðskrumara, er hrópa á götuni og pólitískum gatnamótum, að nánast væri allur okkar vandi leystur, ef vamarliðið hyrfi bara úr landinu. Ég tel mig ekkert síð- ur vilja vera lausan við dvöl er- lends herliðs á landi okkar en margir þeir, sem hæst hrópa. Hitt er svo annað mál, að lífsreynsla min hefur ótvirætt sannfært mig um, að í því valdatafli, sem teflt er í heiminum, er ísland staðsett á hernaðarlega mikilvægum reit, Landið er því girnilegt hverju þvi stórveldi, er liyggur á yfir- ráð á N-Atlantshafi, þar sem um fara sjóflutningar milli AmerlkUf og Evrópu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.