Morgunblaðið - 03.11.1971, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 19TI
í^-14444
wmw
BILALEIGA
IIVERFISGÖTU 103
VW SatifoMrfnH-YW 5 imnra-VWwtfmpi
VW 9 msnna - Larafc'over 7marata
22-0-22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
V------—--------/
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
TS 21190 21188
BÍLALEICA
Keflavik. sími 92-2210
Reykjavík — Lúkasþjónustan
S- *u.'la.irisbraut 10. s. 83330.
LEIGUFLUG
FLUGKENNSLA
FLUGSTÖÐIN HF
Simar 11422. 26422
Bilaleigan
SKÚLATÚNI 4SÍMI15808 (10937)
BÍLALE/GAN UMFERÐ
SENDUM
iSENDUMmmm
Ódýrari
en aórir!
SHODH
laeut
AUÐBREKKU 44 - 46.
| S(MI 42600.
Tlorðurbraut U1
Wafnarfirði
SÍMI 52001
EFTIR LOKUN 50046
Lausir bílar í dag
£ Tungutak barna
Guðmundur Ágúatsson skrif-
ar Velvakanda um bamabæk-
ur og tungutak barna:
Heiðraði Velvakandi!
Lengi hefi ég haft áhuga á
gölluðu málfari barna og reynd
ar fullorðinna líka og langar
mie því til að biðja um rúm
fyrir nokkrar hugleiðingar að
gefnu tilefni.
ORÐ OG ORÐTÖK:
Margt heyrist latmælið og
óheppileg orðtök hjá bömum
á þéttbýlisgötum. Kenni ég
því venjulega um, hve mikihn
hluta orðaforða síns börn þessi
muni læra hvert af öðru. Á
flestum sveitabæjum eru börn-
in miklu oftar samvistum við
fullorðna fólkið. Því tel ég
mikilsvert, að sem flestir for-
eldrar í þéttbýlinu, «eri sér far
um að hlera sem oftast tal
barna sínna að leik og leiðrétti
þau svo með hógværð í ein-
rúmi og ræði einnig sem oftast
við þau á heimilinu og lesi fyr-
ir þau góðar barnasögur, sem
annað hvort foreldraiuva fer
vonandi hvað líður að tima að
sjá af tíma til, þar sem nýja-
bmmið með sjónvarpið virðist
nú vera að „renna af“ mörgum.
Er sannarlega þakkarvert ör-
læti útvarpsins með að bjóða
íslenzkum bömum upp á sögu-
lestur við þeirra hæfi, allt að 6
sinnum á viku hverri, og trú-
legt þykir mér, að torveit reyn-
ist að afla svo mikils efnis fyr-
ir hvern vetur, og finnst mér
meirihluti sagnanna bera þess
vott og slekk ég þá fljótlega á
viðtækinu, ef mér finnst efni
og orðfæri ekki vera heppilegt,
jafnvel handa yngstu börnun-
um og virðist þá álitamál,
hvort ekki væri börnunum
betra, að fá að hlýða á góðar
ÓSKAR EFTIR
STARPSfÓLKI
I EFTIRTALIN
STÓRF:
X
BLAÐB URÐARFOLK
ÓSKAST
TJARNARGATA — HÁTÚN — BARÐA-
VOGUR — SKEIÐARVOGUR — LANG-
HOLTSVEGUR 110—208.
Afgreiðslan. Sími 10109.
BLAÐB URÐARFÓLK
ÓSKAST
til að bera út blaðið í Ytri-Njarðvík.
Sími 2698.
VANTAR FÓLK
til að bera út Morgunblaðið í Hveragerði.
Umboðsmaður óskast
til dreifingar og innheimtu fyrir Morgun-
blaðið í Gerðahverfi Garði.
Upplýsingar hjá afgreiðslustjóra, sími
10100 eða umboðsmanni, sími 7128.
sögur annan hvern dag, held-
ur en mikið af ljótum sögum
oftar. Því sem betur fer flytur
útvarpið oft ágætar sögur, sem
ég samgleðst bömum með að
njóta og get notið þeirra með
þeim, þótt aldraður sé orðinn
og rifja þá gjaman upp ánægju
legan ævintýralestur í bernsku.
Með beztu barnasögum í út-
yarpinu tel ég þær, sem hjónin
Jenna og Hréiðar hafa samið
og er nýlega lokið 1. sögu
þeirra á vetrmum, sem nú fer
í hönd i ágætri meðferð frú
Sigríðar Schiöth. — Væri ósk-
andi að þessi skilningsriku
bjón héldu áfram að gleðja ís-
lenzk börn með sögum af góð-
um börnum, sem gætu orðið
ungum börnum til eftirbreytni,
þvi nóg er víst mörgum ís-
lenzku börnunum sýnt áf
hrottaskap í allt of mörgum
sjónvarpsleikritum, sem mis-
jafnlega mun takast að aftra
börnum frá að horfa á, þar sem
fullorðna fólkið hefur ekki ann-
að þarfara að gera en að
horfa á slíkar kvikmyndir
kvöld eftir kvöld.
Vonandi hvetja flestar mæð-
ur ungu börnin til þess að
hlýða í næði á beztu sögurnar
í morguntíma barnanna, þvi
slíkt er þroskandi auk skemmt-
unarinnar.
Loks vil ég enda þessar hug-
leiðingar með einu dæmi þess,
er ég gat um í upphafi og hefði
mér aldrei dottið í hug, að
neinn fulltíða maður kynni
ekki að gera greinarmun á
grjóti og stökum steini! Því
varð ég hissa, er blaðamaður
skýrði frá því á prenti, að
grjót hefði brotið framrúðu í
bifreið á ferð! Varla hefur
hann sjálfur trúað því, að
grjóthrúga hafi hoppað upp á
bílrúðuna! Skyldi það ekki
hafa verið stakur steinn að
venju?
Ég sé á þessu dæmi, að ekki
munu allir fullorðnir eins við-
kvæmir fyrir þessu ótrúlega al-
genga rugli eins og ég, því ég
get ekki annað en leiðbeint
hverju því barni, sem ég heyri
nefna steinvölu grjót. Þótt ég
nefni hér aðeins eitt dæmi í
lok þessara málverndarhugleið
inga, þá vil ég enda þær með
þeirri einlægu ósk, að sem flest
ir foreldrar hafi jafnan eyrun
opin fyrir máli því, sem börn
læra á „götunni" og leiðrétti
það sem fyrst og sem oftast.
„Því læra börnin málið, að það
er fyrir þeim haft.“
Guðm. Ágústsson.
Til viðbótar framansögðu,
langar mig til að bera hér fram
aðra ósk vegna ungra barna, en
hún er sú, að takast megi að
gefa út að nýju að einhverju
leyti hinar ágætu barnabækur
séra Friðriks Hallgrimssonar
dómkirkjuprests, en þær komu
út á fyrstu árum ísl. Ríkisút-
varpsins og sá er safnað hafði
(og samið) las oft i útvarpið á
þeim árum, til mikillar ánægju
fyrir uppvaxandi íslendinga,
sem nú eru orðnir fulltiða fólk.
Munu forráðamenn Almenna
bókafélagsins hafa fullan skiln
ing á gildi þessara sagna, fyr-
ir börn þau, sem nú eru að
„vaxa úr grasi“.
Með þökk fyrir væntanlega
birtingu. — G. Ág.
9 Baðstaffiir og mengtin
Baðstaðir fyrir Reykvíkinga
hafa verið á dagskrá að undan-
förnu, ekki síður en mengun og
umhverfisvernd. Jóhann Guð-
mundsson leggur þar o:rð í belg:
Velvakandi minn!
Fyrir nökkrum vikum las
ég, að mig mintiir hjá þér,
ágæta grein með ábendingum
um það, að í stað þes« að menga
sjóinn hér allt í kringum mesin,
væri rétt að pumpa skólpi úr
Reykjavík upp á holt og móa
og láta jarðvegs-geriana eyða
öllum eiturefnum úr því og
sýklum. Jafnframt mundi jarð-
vegurinn sem öll ft’jóefni hafa
skolazt úr fá þann bezta lífræna
áburð, sem hægt er að fá, og
mætti planta skógi á þessum
svæðum.
Þetta þótti mér athyglisverð
tillaga, enda hefi ég haft rot-
þró við sumarbústað minn í fjöl
mörg ár, og aldrei orðið var við
neina skaðsemi af henni.
Síðan þetta var skrifað var
birt niðurstaða einhvers sér-
fræðings um mengunarvanda-
mál Reykjavíkur, sem orðið
hefur að loka öllum sjóbaðstöð-
um sínum. Var tillaga hans sú
að leysa málið með því að
leggja pípu fyrir allt skólp út
í sjó hjá Gróttu, fyrir einar
850 milljónir króna, eða um
4000 krónur á mann.
Ég er nú hræddur um að hér
sé á ferðinni einn Grímseyjar-
garður. Flestir höfum við
heyrt getið um að það liggur
straumur inn Faxaflóann, síðan
við lásum um öndvegissúlur
Ingólfs. Þetta var líka staðfest
fyrir nokkrum áratugum þegar
brak úr báti sem fórst við
Suð-Austurland rak á land í
Reykjavík. Skrifaði dr. Björn
Þórðarson grein um þetta í
eitthvert tímaritið.
Skólpið úr Reykjavík mundi
því eitra fyrir fisk hér í nám-
unda við okkar kæra höfuð-
stað, og halda áfram að menga
sjóinn, þrátt fyrir þessa 850
millj. kr. lögn. Slík leiðsla er
þvi vitleysa.
Á laugardaginn var hélt
Örnólfur Thorlacius eitt af sín-
um ágætu erindum, og sagði
frá og sýndi filmu af tilraun-
um í Bandaríkjunum til að
hreinsa skólp. Þar var skólp-
inu blátt áfram sprautað á
bæði akurlendi og skóglendi.
Hafði þetta þær afleiðingar að
uppskera þar jókst um 50-300%
á þessu landi. En vatnið hreins-
aðist svo vel, að það fullnægði
ítrustu kröfum um neyzluvatn.
Ég tel nú uppástungu bréf-
ritarans betri að plægja öll
föst efni niður, en þessi aðferð,
að sprauta gæti verið mjög
góð, þegar græða á upp hraun,
enda hreinsar það vatn mjög
vel.
Það er komin margra ára
reynsla á rotþrærnar hér inn-
anlands og erlendis að vatnið
hreinast mjög vel. Víða erlend-
is er vatnsskorturinn svo mi'k-
ill, að skólpið er notað aftur
og aftur. Til dæmis fær
Moskva aðeins 10% af vatni
sínu að. Hitt er endurnýjað.
Til allrar hamingju erum við
ekki komnir á það stig, en mér
virðist sem hægt sé að leysa
mengunarvandamál okkar á
fullkominn hátt, frjóvga jörð-
ina og græða upp með skógi í
stað þess að spilla hreinleika
hafsins í kringum okkur.
Þinn
Jóhann Guðmundsson.