Morgunblaðið - 03.11.1971, Page 5

Morgunblaðið - 03.11.1971, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1971 5 Hallarekstur á ríkissjóði — og horfur á aö hann haldi áfram sagöi Þorvarður Jón Júlíusson flutningur 38% meiri. Skýringin - - á mismuninum liggur í stór- a aðalfundi Verzlunarraös auknum innfiutningi skipa og flugvéla og til stórframkvæmda. Á árinu í heild er búizt við 36— 37% aukningu á heildarinnflutn- ingi að fob-verðmæti og um 30% á almennum innflutn- ingi. Þar er aukningin að sjálf- sögðu mjög misjöfn eftir vöru- greinum. Einna mest er aukn- ingin á bifreiðum, varanlegum neyzluvörum og vörum til fjár- munamyndunar. Aukning útflutnings verður mun minni en innflutnings. Út- flutningur sjávar- og landbúnað- arafurða verður minni að magni til en á sl. ári, en að verðmæti nokkru meiri vegna verðhækk- ana. Álútflutningur mun drag- ast verulega shman, en útflutn- ingur annarra iðnaðarvara mun halda áfram að aukast. í heild er gert ráð fyrir, að verðmæti útflutningsins verði aðeins um 2% meira en á sl. ári. Af þessu er ljóst, að veruleg- ur halli mun verða á viðskipt- um við útlönd, og er hann áætl- aður um 3600 millj. kr. Á hinn bóginn mun mikill fjármagns- innflutningur eiga sér stað, eink- um vegna flugvéla- og skipa- kaupa og til stórframkvæmda. Ennfremur mun álverið flytja inn fjármagn til fjárfestingar og rekstrar. Þegar á allt er litið, er búizt Framliald á bls. 21. •. AÐ undanförnu hefur verið umtalsverður hallarekstur á ríkissjóði og eru horfur á, að hann niuni halda áfram, sagði Þorvarður Jón Júlíusson á aðalfundi Verzlunarráðs ís- lands fyrir skömmu. Fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs- ins sagði ennfremur, að við þær aðstæður, sem nú ríktu í efnahagsmálum lands- manna, væri nauðsynlegt að ríkissjóður stefndi að ríflegum tekjuafgangi, til þess að efna- hagslegt jafnvægi færi ekki úr skorðum. Horfur í þessum Þorvarður .1. .lúlíusson efnum virðast því miður ekki vænlegar, sagði Þorvarður Jón Júlíusson. I upphafi ræðu sinnar á aðalfundi Verzlunar- ráðsins ræddi framkvæmda- stjórinn um þróun efnaliags- mála að undanförnu og sagði m.a.: „Nú eru liöin rúm tvö ár frá því að íslenzkt atvinnulif var i öldudal eftir mikið hrun á út- flutningstekjum landsins. Aftur- batinn, sem hófst á árinu 1969, náði á því ári aðeins til vissra þátta atvinnurekstrarins, en aðr- ir, þ.á m. verzlunin, átiti i erfið- leikurn og starfsemi hennar dróst saman. Á árinu 1970 og því, sem af er þessu ári, hefur batinn breiðzt út um efnahagskerfið og verið mjög ör. Þö að margt hafi kom- ið til, hafa batnandi skilyrði sjáv- arútvegs, bæði hækkandi verðlag erlendis og góð aflabrögð, ráðið mestu um þessa þróun. Framleiðsluverðmæti sjávaraf- urða jókst á árinu 1970 um 27%, miðað við fyrra ár, og átti erlend vorð-htek'kun meginþáttinn í því, enda varð magnaukningin ekki nema 4%. Iðnaðarframleiðslan utan áls og kísilgúrs er talin hafa aukizt um 10%, bygginga- starfsemi um aðeins 4—5% og framleiðsla annarra greina, þ.á m. verzlunar, um 5—6%. Niðurstaðan varð aukning þjóðarframleiðslu um 6%, og mun meiri aukning þjóðartekna, vegna áhrifa bættra viðskipta- kjara, eða um 10%. Ráðstöfun þjóðartekna beind- ist fyrst og fremst að aukinni einkaneyzlu, og jókst hún um 13%. Aukning fjármunamyndun- ar nam rúmlega 8%, þó að stórfram kvæmdir hafi dregizt saman. 1 heild hélzt verðmæta- ráðstöfunin nokkurn veginn í hendur við þjóðartekjur, með 10,5% aukningu. Þetta hafði í för með sér, að jákvæður jöfnuður náðist í við- skiptum við útlönd. Þrátt fyrir aukningu almenns innflutnings um 32%, urðu vöruskiptin hag- stæð, og viðskiptajöfnuðurinn, að meðtöldum jákvæðum þjón- ustujöfnuði um rúmlega 500 millj. kr., varð hagstæður um 725 millj. kr. Lántökur erlendis voru litlar á sl. ári, og lækkuðu fastar erlend- ar skuldir verulega. í heild námu fjármagnshreyfingar frá útlöndum aðeins 185 millj. kr., en þar að auki námu sérstök dráttarréttindi hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, sem fengust I árs- byrjun, 222 millj. kr. Jöfnuður allra þessara hreyí- inga kom fram í betri gjaldeyr- isstöðu bankanna um 1200 millj. kr. Gjaldeyriseignin nam í árslok sl. 3.263 millj. kr., en það eru að- eins tæp 16% af meðaltali inn- og útfluttrar vöru og þjónustu. Þróun peningamála var hag- stæð á árinu 1970. Innlán jukust í hoild um rúmlega 3000 millj. kr., sem er um 500 millj. kr. meira en árið áður. Þó einkennd- tóit þróunin í riíkaira rnæli af -aiuikn ingu útlána. Þau jukust um rúmlega 2500 millj. kr., eða um 1000 millj. kr. meira en 1969. Lausafjárstaða innlánsstofnana við Seðlabankann var svipuð í árslok og ársbyrjun, en bundnar innistæður jukust vegna hinnar miklu sparifjármyndunar um rúmlega 700 millj. kr. Vegna hættu á ofþenslu beit-ti Seðla- bankinn sér fyrir aðhaldi að aukningu útlána, og bar það veru legan árangur, þótt því marki, sem að var stefnt, yrði ekki fylli- lega náð. Fjárhagur ríkissjóðs batnaði verulega á sl. ári. Tekjur af toll- um og söluskatti fóru langt fram úr áætlun, og þótt útgjöld, eink- um launaútgjöld, hafi hækkað verulega, varð tekjuafgangur ríf- legur. Af þeim sökum batnaði staða ríkissjóðs og ríkisstofnana við Seðlabankann um 469 millj. kr. á árinu. Þegar litið er á þróunina á yf- irstandandi ári, svipar henni um margt til þess sem gerðist á árinu 1970. Verð á helztu sjávarafurð- um heíur haldið áfram að hækka erlendis, og er gert ráð fyrir að verðmæti framleiðslunnar verði 15—16% hærra en 1970, þó að magn afla og frámleiðslu verði nokkru minna en þá. I iðnaði og byggingariðnaði verður mik- il framleiðsluaukning, liklega um 15%, og landbúnaðarfram- leiðslan mun aukast að mun eftir nokkuira ára stöðnun, enda hefur árferði verið einstakt. Horfur eru taldar á, að þjóð- arframleiðslan i ár verði allt að 9% meiri en á sl. ári og þjóðar- tekjur allt að 12% meiri. Kemur þetta til af þvi, að verðlag á út- fluttum vörum hækkar miklu meira en á innfluttum vörum, sennilega 4—5 sinnum meira. Neyzla og fjárfesting hafa auk- izt mikið á árinu, og er áætlað, að einfcaneyzla verði 15% meiri en 1970 og fjárfesting í heild urn 30% meiri. Það er því ljóst, að aukning verðmætaráðstöfunar í landinu verður mun meiri en framleiðslu og tekna. Því fylgir mikil aukning á inn- flutningi bæði til almennra nota og til sérstakra fjárfestinga, þ.e.a.s. flugvéla- og skipakaupa, störvirkjana og álvers. Heildar- innflutningur til ágústloka í ár var um 48% meiri en á sama tíma í fyrra, en almennur inn- HLJOM- GÆÐI ScltlstjJL Mwmrnv ‘”mw!wAwí «♦!♦!♦!♦!< #♦♦♦#♦" #♦♦♦♦♦# Wmm W/M

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.