Morgunblaðið - 03.11.1971, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVBMBER 1971
Coldwater:
Framleiðir 348 mat-
reidda fiskrétti
Verksmiöjuhúsið tvöfaldað að stærð
Rætt við Einar Sigurðsson,
stjórnarformann Coldwater
STJÓRN Coldwater Seafood
Corporation, dótturfyrirtækis
SH, hélt stjórnarfund i Banda-
ríkjunum fyrir nokkru, Af því
tilefni náði Morgunblaðið tali
af Einari Sigurðssyni, stjórnar
formanni Coldwater, og innti
hann eftir upplýsingum um
starfsemi félagsins.
— Hvað bar helzt á góma
á stjórnarfundinum?
— Það var margt gagnlegt
rætt af hagsmunamálum Sölu
miðstöðvar hraðfrystihúsanna
og Coldwaten og skipzt á skoð
unum við forráðamenn fyrir-
tækisins hér heima og í Banda
ríkjunum.
Hvað líður fyrirhugaðri
verksmiðj uby ggingu?
— Þégar við komum vestur
var verkið hafið fyrir um hálf
um mánuði og furðaði ég mig
á, hvað því hafði miðað áfram
á jafnskömmum tíma. Það var
langt komið að hlaða upp út-
veggi og byrjað á innveggj-
um. Þó er þetta bygging, sem
nær yfir 4 þúsund fermetra.
Verksmiðjubyggingin öll kem
ur því til með að standa á 8
þúsund fermetra svæði með
gömlu byggingunni.
— Hvað vinnur margt fólk
í verksmiðjunni?
— Þar vinna nú 350 manns
og að auki 22 á skrifstofunni í
New York. Þegar stækkun
verksmiðjunnar er lokið er
gert ráð fyrir að um 500
manns yinni þar, Þetta hefur
í för með sér ýrnsar breyting
ar, þegar starfsfólkið er orðið
svona margt, að koma þarf
m.a.s. upp nokkurs konar spít
ala með fastráðinni hjúkrunar
konu. Stækkuninni á að vera
lokið fyrrihluta næsta árs.
— Hvað er hægt að segja
um framleiðslu verksmiðjunn
ar?
— Þar eru alls framleiddar
348 tegundir af meira eða
minna matreiddum fiskrétt-
um. En alls selur Coldwater
558 tegundir af fiskréttum,
flökum og blokkum.
— Hvað er geymslurými
verksmiðjunnar mikið?
— Það er erfitt að segja um
það, því aðstæður eru svo ólik
ar því sem hér er heima, þar
sem nær eingöngu er verið
með fiskflök og blokk. En
þarna er meginhlutinn mat-
reiddar matvörur, sem þurfa
miklu meira rými. Ég myndi
gizka á að i báðum geymslun
um, eftir stækkunina, muni
vera hægt að geyma sem svar
ar 5—6 þús. lestum af flökum
og blokk. Þetta svarar til um
200—250 kassa eins og menn
miða við hér heima.
— Hvemig er með flutning
ana að heiman?
— Skip Eimskipafélags ís-
lands sigla beint til Cambridge
þar sem verksmiðjan er, og
koma venjulega 2—3 skip í
mánuði með 1500—3000 lestir
hvert. Það má geta þess til
gamans, að í Cambridge eru
um 10 þúsund íbúar. íslenzku
skipin eru svo til þau einu,
sem nota höfnina þar. Coldwat
er er stærsti atvinnuveitand-
inn í bænum.
—• Hvað er ársframleiðsla
verksmiðjunnar mikil?
— Þegar stjórnin var þarna
á ferðinni var búið að selja
85 milljónir punda af fiski og
fiskréttum það sem af var ár
inu fyrir 45 milljónir dollara,
en Þorsteinn Gíslason, for-
stjóri Coldwater, gerði nýlega
ráð fyrir í viðtali við Morgun
blaðið, að salan í ár færi
yfir 5 milljarða króna. Það
svarar til að vera um helming
ur af öllum útfluttum sjávar
afurðum ÍSlendinga.
— Er salan fyrir Færeyinga
talin þarna með?
— Coldwater hefur söluum
boð fyrir frystihúsin í Færeyj
um og hefur selt fyrir þau 8,5
milljóniir punda af flökum og
fiskblokkum þegar fundurinn
var haldinn, eða sem svarar
10% af heildarsölu Coldwater,
og er Færeyjafiskurinn inni-
falinn í fyrrnefndri tölu.
Viðskiptamenn Coldwater
eru tæplega 2 þúsund talsiins
og eru þeir dreifðir um öll
Bandaríkin.
— Hvað viltu segja um
markaðinn nú og framtíðar-
horfur?
— Salan hefur verið svo ti)
hin sama að magni til í ár og
á sama tíma í fyrra, en veru-
legar verðhækkanir hafa átt
sér stað á síðustu 12 mánuð-
um. Eht af því, sem forstjóri
Coldwater, Þorsteinn Gíslason
verkfræðingur, lagði sérstaka
áherzlu á var það, hve mikil-
vægt það er að hafa alltaf
nægar birgðir af sem flestum
fisktegundum. Það hjálpi mjög
til að unnt sé að halda háu
verði á markaðinum, en á því
varð miabrestur sl. haust
vegna skorts á fiski að heim
an.
Þorsteinn lagði jafnframt
mjög mikla áherzlu á aukna
vöruvöndun, ef íslendingar
ættu að geta gert sér vonir um
að halda þeim sessi, sem þeir
hafa nú á Bandaríkjamarkaði,
þar sem islenzki fiskurinn er
orðlagður fyrir gæði.
Hvað markaðinn snertir þá
er eins og kunnugt er verð-
stöðvun í Bandaríkjunum og
ekki hægt nú að segja neitt
fyrir um, hvernig þróun efna
hagsmálanna verður þar í
landi. Hins vegar gerum við
okkur miklar vonir í sam-
bandi við nýju verksmiðjuna
um að geta enn aukið fjöl-
breytni þeirra vara, sem fram
leiddar eru. Einnig má benda
á, að tvöföldun á geymslurými
verksmiðj unnar sparar fyrir-
tækinu stórfé í geymslukostn
aði, þó að það sé vafasamt
þrátt fyrir nýbygginguna, að
það verði sjálfu sér nógt í
þeim efnum.
— Hvaða áhrif hafði 10%
innflutningstollurinn á rekst-
ur Coldwater?
— Tollahækkunin varð ekki
eins þungt áfall eins og menn
óttuðust í upphafi, eins og
áður hefur komið fraurn, en
það er rétt að geta þess, að
tollahækkunin mun yfirleitt
ekki hafa farið út í verðlagið
á neytendamarkaðinum. Verk-
smiðjurnar hafa tekið á sig
hækkunina, t.d. á fiskblokk.
Þessi stækkun á verksmiðj
unni bendir eindregið til þess,
að stjórn Sölumiðstöðvar hrað
frystihúsanna og stjórn Cold-
water geri sér miklar vonir
um framtíðarmöguleika á
Bandaríkjamarkaði og að það
beri að efla þá starfsemi sem
fslendingar reka í Bandaríkj
unum.
Stjórn og nokkrir starfsmenn Coldwater Seafood Corporation, Scarsdale, New York. —
Fremri röð frá vinstri: Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri, SH, Guðmundur Karlsson, frú
Ingibjörg Gíslason, Jón Ingvarsson, Ólafur Jónsson og C/Ar Magnússon, starfsmaður Cohl-
water. — Aftari röð frá vinstri: Gunnar Guðjónsson, formaður SH, Þorsteinn Gíslason, for-
stjóri Coldwater, Einar Sigurðsson, formaður Coldwater, Guðfinnur Einarsson og Guðni Gunn-
arsson, verksmiðjustjóri Coldwater. — Myndin er tekin fyrir framan aðalinngang verksmiðju
Coldwater, Cambridge í Maryland, Bandaríkjunum.
Fréttir og hugleiðing-
ar úr Reykhólasveit
Miðhúsum, 15. okt.
KIRKJA
Slðastliðhiin sunroudag prédik-
aði vígslubiskup, séra Sigurður
Pálsson, Selfossi, í Reykhóla-
kirtíju, en sóknarprestur, séra
Sigurður H. Guðmundsson, þjón-
aði fyrir altari. Sungin var klass-
isk messa.
Sóknarprestur færði séra Þór-
aml Þór, prófasti Patreksfirði,
þakkir, en vegna aðgerða veður-
guða gátu þau hjón ekki verið
viðstödd þessa messu, en svo
hafði verið fyrirhugað. Séra Sig-
urður ámaði séra Þórarni og f jöl
skyldu allra heilla á komandi
tímum.
Séra Þórarinn hefur þjónað í
20 Sr og varð hann fimmtugur
þann 13. þessa mánaðar. Héðan
úr byggðarlagi fylgja honum
beztu kveðjur á þessum tíma-
mðtum. Séra Þórarinn er einn
þeirra manna, sem bæta aðra
við kynningu. Séra Sigurður Páls
SOn, vigslubiskup, flutti prédikun
sína af trúfesti og skörungsskap
og hafi hann þakkir safnaðarins
fyrir komaxna.
Nýlega hafa Reykhólakirkju
borizt 25 þúsund krónur að gjöf
frá Ástríði Eggertsdóttur
Jochumssonar, Skógum í Þorska-
firði, sem séra Sigurður H. Guð-
mundsson þakkaði við síðustu
messuigjörð.
HEILBRIGÐISMÁL
Útlit er fyrir, að við verðum
Iæknislau.s hér á Reykhólum i
vetur, en héraðinu mun verða
þjónað frá Búðardal, þegar þang-
að kemur læknir. Hins vegar
gegnir prestsfrúin okkar, frú
Brynhildur Sigurðardóttir, störf-
um héraðShjúkrunarkonu, og er
það mikill munur.
Um læknamál dreifbýiisins er
mikið rætt og ritað, en árangur
enginn. Hins vegar telur bréfrit-
ari að taka verði þessi mál fast-
ari tökum, geri lœknastéttin það
ekki sjálif. Læknar, sem ekki
ætla sér að nota menntun þá, er
þjóðin hefur veitt þeim hér á
landi, eiga að greiða námskostn-
að sinn sjálfir, eða sænSka ríkið
greiði mámskostnað þeirra, því
þangað skilst mér að þeirra leið-
ir liggi.
SKÓLAMÁL
Skölinn er að byrja vestur hér
og starfar unglingaskólinn í
þremur bekkjardeildum. Prest-
amir hér, þeir séra Þórarinn Þór
og séra Sigurður H. Guðmunds-
son, hafa byggt upp þennan
Skóla með dugnaði sinum og vel-
vllja. Séra Sigurður er aðalkenn-
ari 3ja bekkjar. Eimn nýr kenn-
ari hefur bætzt skölanum, Jakob
Pétursson, og er hann boðinn
velkominn. Skólastjórinn er Jens
Guðmundsson. Skólabygiging-
ingunni miðar alivel áfram og
verður fyrsti hluti hennar tek-
inn í notkun upp úr áramótum.
Þegar rakin verður saga skóla-
byggimgarinnar má ekki gleyma
hlut bankastjórans í Búðardal,
Skjaldar Stefánssonar, en hann
hefur sýnt það í verki, að þar er
réttur maður, sem heldiur um
stjómartaumana af lipurð og
velvilja. Við eigum ekki að venj-
ast betri þjámustu.
SUÐUR
Fólk flytur suður og stöðugt
hallar undan fæti og efckert er
gert. Það er efcki okkar einka-
mál, hvort einhver sveit helxt í
byggð. Það er mál þjóðarinnar
aílrar. Væri nofckuð athugavert
við það, yrði þess farið á leit við
ISlendiniga, að þeir létu land und-
ir flóttafólik til dæmis Pakistana
og Tibeta, að íslenzka ríkisstjórn
in brygðist vel við og afhenti
flóttamannastofnuninni það land,
sem þjóðin vill ekki nota sjálf.
Annars væru Islendingar búnir
að gleyma uppruna slnum. Héð-
an úr hreppnum flytja nú í haust
4 fjölsfcýldur, en aðeins ein kem-
ur í staðinn.
SAMGÖNGUR
Oft er það svo, að enfiðara er
að gera hugmyndir að veruleika
en að koma þeiim á framfæri, og
þar á ég við ævintýrið mikla,
veginn fyrir Þorskafjörð. Senni-
lega er þetta mesta ævintýri
allra tíma í því að gera Vest-
firði að eftirsöttu landsvæði. —
Hvers vegna þóknast ekki ís-
lenzkum embættismönnum einu
sinni að láta kanna þetta mál.
Hefur veigamálastjóri ekkert um
þetta mál að segja? Hvað segja
þeir, sem hafa vit á veiðimálum,
um 35 ferkilómetra vatn, sem
í renmur ómengað vatn úr ám
Þorska-, Djúpa- og Gufufjarðar.
Þingmenn Okkar stinga höfðinu
í sandinn. Satt er það, okkur
vantar dugandi forystu, sem sér
lenigra en út fyrir landamerki
Stór-Reykjavíkur. Við höfum of
mikið af sofandi Steinaldarmönn-
um, sem halda flestum málum í
heljargreipum.
FUNDARHÖLD
Steingriimur Hermannsson hélt
fyrir skömmu fund með héraðs-
búum í Króksfjarðamesi og var
hann að kynna sér áhuga hér-
aðsbúa á framfaramálum þeirra.
Þessi þáttur þingmanna hefur
að miesfu le-gið niðri niú um skeið,
en Gísli Jónsson hafði þennan
sið í heiðri meðan hann var þing
maður okkar.
VETURINN OG ÚTVARPIÐ
Nú fer vetur í hönd og þá gef-
ur fólk sér oft frefcari tíma til
þess að horfa á sjónvarp og
hlusta á útvarp. Mér hefur alltaf
fundizt að hlutur dreifbýlis-
manna sé mifclu minni en efní
standa til og eðliieigt geti talizt.
Það er viitað mál, að það fier í
fímu taugarnar á deiidarstjóruim
Framh. á bls. lf