Morgunblaðið - 03.11.1971, Page 23

Morgunblaðið - 03.11.1971, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1971 23 - Minning Grímur Framh. af bls. 18 jafnan sæti, jafnframt því að vera formaður Vatnsvirkjadeild arinnar h.f. frá stofnun til dauðadags, enda var maðurinn þannig gerður, að vegna með- fæddra forustuhæfileika hlaut hann jaflnan að verða oddviti þeirra félaga seim hann starfaði fyrir. Persónulega stend ég í mik- illi þakkarskuld við forsjónina fyrir að hafa fengið tækifæri til að starfa með Grimi á liðnum árum, því slíkt var hverjum manni til þroskaauka, hann var fágætlega heiðarlegur drengskaparmaður og sanngiimi hans og lipurð í samningum var viðbrugðið. Áreiðanlega verð- ur seint fundinn sá bakhjarl, sem Grímur var fljótráðum mönnum, því yfirvegun mála og skoðun frá öllum hliðum var honum í blóð borin og yrðu mönnum á mistök mátti örugg- lega vænta skilnings. Nú er leið ir skiljast og litið er til baka yfir farinn veg, verður mér hugsað til mörgu kvöldanna„. þegar síminn hringdi og róleg og oft glettin rödd spurði frétta af atburðum dagsins, og rædd voru hugðarefni og vandamál líðandi stundar, eða glaðrar stundar í góðra vina hópi, þá íinn ég að þakklæti fyllir hug- ann yfir að hafa átt slíkan mann sem Grím Bjamason að fé laga og vini, því votta ég og fjöl skylda mín einkadóttur hans Thelmu, fjölskyldu hennar, ætt- ingjum og vinum dýpstu samúð. Bergur Haraldsson. 1 dag er gerð útför Gríms iBjarnasonar, pípulagningameist ara, en hann lézt á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 22. október sl. Grimur fæddist 23. jún.í 1902 á Stokkseyri og ólst þar upp. Hann var sonur hjónanna Jó- hönnu Hróbjartsdóttur og Bjarna Grímssonar, sem var nafnkunnur dugnaðarmaður, formaður í Þorlákshöfn um tíma og gegndi einatt trúnaðarstörf- um fyrir sveitarfélag sitt. Bjarni var af hinni kunnu Bergsætt. Jóhanna móðir Gríms var frá Grafarbakka i Hruna- mannahreppi. Þau Jóhanna og Bjarni áttu 7 börn, misstu eina dóttur unga, en Grímur var ölztur þeirra systkina, sem upp komust. Árið 1918 kom Grímur til Reykjavíkur og var einn vetur í Flensborgarskóla, en siðan tvo vetur í Verzlunarskólanum og Jauk þaðan prófi árið 1921. Síð- ar réðst hann til náms i pípu- lögnum til Ríkharðs Eiríksson ar, pipulagningameistara, í Reyfkjavík. Grímur var formað- ur Sveinafélags pípulagninga- manna í nokkur ár, sat í stjórn Iðnaðarsambandsins og síðar Sveinasambands bygginga- manna. Árið 1936 öðlast Grimur meist araréttindi í iðn sinni, og eftir það eru honum falin margvís- leg trúnaðarstörf fyrir Félag pípulagningameistara í Reykja- vík. Hann hefur lengst allra gegnt starfi formanns í því fé- Jagi og var heiðursfélagi þess. Grímur tók þátt í stofnun Meistarasambands bygginga- manna 1958 og sat í fulltrúa- ráði sambandsins, þar til hann var kjörinn formaður þess 1960, og gegndi hann því starfi fram á þetta ár. Það hefur verið Meistarasambandi bygginga- manna mikið lán að njóta leið- sagnar Griims Bjarnasonar. Öðr- um mönnum fremur hafði hann forustu í því, að meistarafélög- in í byggimgariðnaði festu kaup á efri hæð Skipholts 70 í Reykja vík, ásamt Meistarasambandi byggingamanna, en það hefur orðið félögunum mikil lyftistöng í starfi þeirra. Mörg eru þau verk, sem Grím ur Bjarnason, hefur innt af hendi í iðn sinni, m.a. var hann einn af þeim, sem lögðu hitaveit una í Reykjavik á sinum tima. Hann gerðist einnig virkur fé- lagi og hluthafi í allmörgum samtökum og félögum, einkum á sviði bygginga- og verzlunar- mála. Hann var einn af stofn- endum Sameinaðra verktaka og i stjórn þess félags um ára- bil, átti sæti í framkvæmda- stjórn Vinnuveitendasambands íslands, aðalhvatamaður og for- maður Iðntrygginga h.f. og í stjóm Rannsóknarstofnunar byggingaiðnaðarins. Grímur sat mörg iðnþing sem fulltrúi félags síns, Félags pípu lagningameistara í Reykjavík, og á iðnþimgi í eeptember s.l. var hann sæmdur gullheiðurs- merki iðnaðarmanna fyrir störf sín að iðnaðarmálum. Árið 1936 kvæntist Grimur Helgu Ólafsdóttur, Þórarinsson ar múrara i Reykjavík. Þau áttu eina dóttur Jóhönnu Thelmu, sem gift er Einari Þórð arsyni, rafverktaka. Þau Grím- ur og Helgu slitu síðar samvist- um. Mér er það mjög minnisstætt, hversu Grimi Bjamasyni var umhugað um velferð fjölskyldu sinnar. Hann var dóttur sinni góður faðir og móður sinni ein- stakur sonur. Frú Jóhanna móð ir Grims lézt 1969. Eftir að hún varð ekkja 1944, byiggðu bræðurnir Grímur og Haraldur íbúðarhús að Reynimel 28, þar sem móðir þeirra bjó með þeim, virt af öllum þeim, sem henni kynntust. Hin sterku fjölskyldu bönd og samstaða þeirra systk- ina birtist ennfremur í því, að i sameiningu reistu þau sumar- bústað með foreldrum sinum ár- ið 1942 á æskustöðvum frú Jó- hönnu. Þar dvaldi frú Jóhanna mörg sumur, og þangað fór Grimur margar ferðir. Þessi fagri staður á bökkum Litlu- Laxár, þar sem nú vaxa tré úr moldu, sem fjölskyldan hefur gróðursett, var Grírni einkar kær. Þegar ég nú kveð vin minn Grím Bjarnason hinztu kveðju, minnist ég margs úr samstarfi okkar að iðnaðarmálum, sem hófst árið 1960. Fyrst er það maðurinn sjálfur, sem var fastur fyrir, hafði sinar skoðanir og var óhræddur að láita þær í ljós, hvort sem öðrum Mkaði bet ur eða verr. 1 öðru lagi hinn lifandi áhugi hans á öliu því, sem til framfara mátti verða^í fé lags- og hagsmunamálum iðnað- armanna, samfara aðgát og drengskap. Þessir kostir gerðu Grím Bjarnason að farsælum og virtum forystumanni iðnaðar manna og munu halda minningu hams á loft. Bragi Hannesson. Ég kynntist Grími Bjamasyini fyrir um 50 árum. Við komuim saman, ungmenni frá ýmsum byggðum landsins til að setjast saman á skólabekk i Reykjavík, vorum flest ókunnug og tók það nokkurn tíma að hrista þennan hóp saman. Þau kynni urðu að sjálfsögðu misjafnlega náin og misjöfn milli hinna einstöku ein- staklinga, eftir þvi hversu lynd iseinkunnir þeirra, skoðanir og viðmót féllu saman. Atvikin leiddu til þess að ég kynntist Grimi fyrr en mörgum öðrum skólafélögum, enda þótt hann væri hlédrægur og komu þá þegar í ljós þeir þættir í lyndiseinkunn hans, sem fvlgdi honum allt lífið, rólegheit og ijúfmennska, en hins vegar skoð anafesta og ákveðni i að halda fast fram þeim málum, er hann tók að sér og taldi vera rétt. Þar var honum trauðlega þok- að. Seinna meir á lifsleiðinni lágu vegir okkar saman við að vinna að ýmsum félagsmálum, er snertu þær atvinnugreinar, er við höfðum valið okkur að lifsstarfi. Á þeim vettvangi reyndist Grimur hinni sami hæg láti félagi, sem þó hélt fast á þeim málstað sem hann taldi góð an og horfa tii framfara. Þar vildi hann enga afsláttarsemi. Við bekkjarsystkinin höfum haft þann hátt á að koma til fagnaðar saman og til þess að halda tengslunum við á áratuga fresti og hafa þá allir reynt að ganga æskudögunum á hönd og gleðjast saman. Slikur fagnaður átti sér stað í vor, er minnzt var 50 ára brottskráningair okkar úr skólanum. Þar var Gbímur að vanda hrókur alls fagnaðar. Lítið grunaði okkur þá, að það væri i síðasta sinn, sem við kæmum til slikra funda með honum. Nú kveðjum við hann með söknuði, þvi þar er skarð fyrir skildi þar sem Grímur stóð. Ég hefi persónulega margar góðar endurminningar um. félagsskap og margra ára samstarf við góð an dreng. Sveinn B. Valfells. 1 dag er til moldar borinn vinur minn, Grímur Bjarnason, pípulagningameistari, og af þvi tilefni langar mig til að setja á blað nokkur minningar- og kveðjuorð. Okkar fyrstu kynni voru í sambandi við verkframkvæmdir við húsbyggingar hér í bænum. Þá vann hann sem meistari í sinu fagi og ennfremur hafði ég spurnir af honum í verkfram- kvæmdum við hið mikla mann- virki Hitaveitu Reykjavíikur. ásamt fleiri aðilum í hans stétt, en sú verkframkvæmd stóð mest í kringum árið 1940, og fór þá sem endranær orð af honum fyrir traust og áreiðanlegheit í öllum viðskiptum. En það er ekki fyrr en um einum áratug síðar að leiðir okkar lágu saman á ný að nokkru ráði, en það var þegar Sameinaðir verktakar voru stofnaðir árið 1951, en tilgang ur þeirra samtaka var að taka að sér byggingaframkvæmdir á Keflavíkurflu'gvelli, sem áður höfðu verið framkvæmdar af er lendum aðilum. Félagsuppbygg- ing var á þann veg að hún sam- anstóð af deildum úr hverri fag grein. Grimur var þá strax einn af forsvarsmönmum Vatnsvirkja deildar, stjómarmaður og fram kvæmdastjóri allt frá stofnun og til dauðadags, ennfremur var hann í stjórn heildarsamtaka S.V. frá árinu 1954. Störf Grims í þágu iðnaðar- samtakanna eru orðin bæði mik il og merk, hann var strax ung ur að árum. kominn í forustu- sveit stéttar sinnar, ýmist stjóm armaður eða formaður í meist- arafélagi pipulagningamanna og um nokkurra ára bil formaður Meistarasambands bygginga- manna, þar til hann lét af þeirn störfum að eigin ósk á síðast- liðnium vetri. í Iðnaðar- mannafélagmu í Reykjavík hefur hann gegnt mörgurn trún aðarstörfum meðal annars verið full'trúi þess á mörgum iðnþing- um. Síðasta iðnþing sæmdi hann heiðursmerki Landsambands iðn ararmanna úr gulli fyrir frábær störf i þágu iðnaðarsamtakanna, sem að sjálfsögðu sýnir bezt hvers álits hann naut. Grímur var félagshyggjumað- ur að eðlisfari og var opinn fyr- ir hvers konar framfaramálum og lagði þeim lið eftir beztu getu bæði með f járframlögum og með sínu starfi. Eitt var það mál, sem hann var flutningsmað ur að á iðnþingi, það var starf- semi tryggingafélags fyrir iðn- aðinn. Þetta félag var stofnað og fékk nafnið Iðntrygging, en hefur ekki enn starfað sem upp haflega var áætlað, er nú að- eins umboðsaðili í sambandi við annað tryggingafélag. Hans áhugamál var fyrst og fremst að hvetja atvinnurekendur í iðnaði að tryggja sig á sem flestum sviðum fyrir hvers kon ar skakkaföllum sem menn geta orðið fyrir í atvinnurekstri, og gera það á sem hagkvæmastan hátt. 1 þetta mál var hann bú- inn að leggja mikla vinnu og mér er kunnugt um að hann hafði ætlað sér að vinna meira að þess um málum, ef honurn hefði hlot izt aldur til, Eitt var það sem gerði Grimi létt um vik í öllu hans félags- málastarfi og það var það, hve afbragðsgóður ræðumaður hann var á fundum eða á öðrum mannamótum. Hann talaði gott mál, notaði orð sem sögðu mik- ið, því laus við orðmaelgi, radd béiting og áherzluir bundnar efn inu, sem flutt var, og að síðustu málefninu sjálfu skipulega rað- að í hugann á þann veg, að ræð an var órofin heild sem menn gátu ekki_ annað en hlustað á með athygll Ég tel mér það til ávinnings i lífinu að hafa átt þess kost að hafa átt samleið og oft á tíðum svo náið samstarf með Grími Bjarnasyni sakir mannkosta hans. Hann var maður prýðilega gefinn og raunsær, enda hafði hann tamið sér að grandskoða hvert mál frá fleiri hliðum en einni. Hann var velviljaður og sáttfús, og vildi jafna deiiur á millum manna með góðu ef mögu legt var, en fastur fyrir ef hann mætti ójöfnuði eða ósanngimi. Ætlan min var aðeins að flytja Grími vini mínum nokk ur kveðjuorð, þar sem ég veit að skrifuð verða eftirmæli eftir hann af öðrum sem geta um ætt hans og uppruna. Þessi fáu og fátæklegu orð sem ég hef sett hér á blað eru aðeins svipmyind ir sem koma í hugann þegar leið ir skiljast. Ég vil svo leyfa mér, fyrir hönd Landssambands iðnaðar- manna og stjómar iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík, að votta Grími Bjamasyni virð- ingu og jafnframt þakklæti fyr- ir vel unnin störf í þágu iðnað- arsamtakanna. Að endingu vil ég votta einka dóttur hans, Thelmu, mína inni- legustu samúð, svo og öðru venzlafólki. Hafðu þökk gamli vinur fyrir samfylgdina og vinskap þinn til mín. Ingólfur Finnbogason. I dag verður til moldar bor- inn Grímur Bjamason pípulagn ingameistarí, en hann lézt á Ríkisspitalanum i Kaupmanna höfn h. 22. október sl. eftir stutta sjúkralegu. Við þessi timamót langar mig til þess að kveðja þennan horfna vin minn fáeinum orðum. Kynni okkar hófust fyirir rúm- lega átta árum, þegar ég hóf störf hjá Landssambandi iðnað- armanna og Meistarasambandi bygigingamanna í Reýkjavik, en þá var Grimur formaður síðar- nefndu samtakanna. Með okkur tókst þegar í upphafi gott og náið samstarf og Grímur reynd- ist mér, ungum og reynslulitlum, nýkomnum frá námi, sannur vel gerðarmaður. Hann varð mér góður leiðbeinandi og hollráður vinur, sem jafnan vildi mér vel og bar hag minn sér fyrir brjósti með föðurlegri um- hyggjusemi. Hann hikaði ekki heldur við að benda á það, sem hann áleit betur mega fara og lýsti skoðunum sínum afdráttar laust og án hræsni. Slíkum manni var gott að kynnast og ómetanlegt að hafa hann sem ná inn samstarfsmann um margra ára skeið. Síðus'tu ár ævi sinnar helgaði Grimur félagssamtökum bygg- ingameistara starfskrafta sína í rikum mæli. Hann varð formað- ur Meistarasambands bygginga manna árið 1960 og frá árinu 1968 var hann jafnframt fram- kvæmdastjóri sambandsins. Hann var einnig formaður Fé- lags pipulagningameistara í mörg ár og átti sæti í stjórn og framkvæmdastjóm Vinnuveit- endasambands Islands. Öll þessi trúnaðarstörf og mörg önnur rækti hann af þeirri saim- vizkusemi og alúð, sem honum var eiginleg. Honum var mikið kappsmál að byggja upp öflug samtök iðnmeistara og hann vildi veg þeirra sem mestan og hann lét ekkert tækifæri ónot að til þess að svo mætti verða. Grimur var mörgum þeim hæfileikum búinn, sem gerðu hann að sjálfkjömum forystu- manni. Hann var gáfaður vél, hafði aflað sér góðrar menntun ar á lífsleiðioni, honum var lag- ið að fá menn til að hlýða á mál sitt, en hann kunni líka að taka tillit til skoðana annarra. Hann var ma'nna sáttfúsastur og honum var einkar lagið að bera sáttarorð á milli manna og sam- ræma ólik sjónarmið ef svo bar undir. Ailir þessir kostir komu hon- um að góðum notum I starfi - hans hjá meistarasamtökunum, en þar varð hann oft að leysa úr erfiðum deilumálum og gegna hl-utverki sáttasemjarans. En sá eiginleiki í skapgerð Gríms, sem okkur samstarfs- mönnum hans verður kannski minnisstæðastur, var kímni hans og létt 'lundarfar, hann átti auð- velt með að sjá skoplegu hliðar málanna og hann tók hvorki sjálfan sig né aðra of hátíð- lega, þegar það átti við. En und ir hrjúfri kimni yfirborðsiris bjó hiýja þess drengskaparmanns, sem öllum vildi gott gera og brást aldrei, ef til hans var leit- að. Hann flikaði tilfinningum sinum lítt í orði, en verkin töl- uðu fyrir hann. Síðastliðið vor lét Grímur aí formennsku í Meistarasambandi byggingamanna. Við vinir hans, sem þar kvöddum hann og þökk uðum honum fyrir allt hans starf, áttum þá ekki á öðru von en að mega hafa hann með okkur enn um mörg ár, svo vel sem hann var á sig kominn, lík- arnlega og andlega, og við hugs- uðum gott til þess að mega enn um sinn leita ráða hjá honum og hafa hann meðal okkar á há- tíða- og gleðistundum. En for- lögin hafa skipað málum á ann an veg og við höfum nú séð á bak mikilhæfum manni og það skarð, sem varð við lát hans, verður vandfyllt. Kæri Grímur, ég þakka þér samveruna og handleiðsluna á liðnum árum og bið þér bless- unar á vegferð þinni um nýja stigu. Dóttur Gríms, fjölskyldu hennar, systkinum hans og öðr- um vandamönnum vottum við hjónin dýpstu samúð. Otto Schopka Sú fregn að Grímur Bjarna- son, pipulagningameistari væri látinn um aldur fram kom mér vissulega á óvart. Á síðastliðnu sumri hitti ég hann hraustan og kátan í Hvera gerði en þar dvaldi hann þá í nokkrar vikur sér til hvíldar og hressingar. Hann tjáði mér að vísu þá, að sér fyndist starfs- orkan vera að dvina. Ég sá þó ekki á honum hnignunarmerki. Hins vegar gerir dauðinn ekki boð á undan sér. Grímur Bjarnason var skemmtilegur félagi, greindur glaðvær og fyndinn. Á Stokks- eyri dvaldist hann til 24 ára aldurs. Á þeim árum var Ung- mennafélag Stokkseyrar, öflug- ur, vakandi og kraftmikill skóli æskunnar á Stokkseyri. Alhliða menntastofnun jafnt í líkams- rækt sem fjölda námsefna, er það hafði forustu um að gefa æskufólki á Stokkseyri tæki- færi til að hagnýta sér til náms og þroska. En tvímælalaust var það -merk asti þátturinn í starfsemi fé- lagsins og sem ekki gleymist þeim sem nutu, sú mannræktar hugsjón er félagið lagði höfuð- áherzlu á og svo að segja í hverri fundargerð félagsins frá þeim árum er að finna. Það er sígild staðreynd að manngiildi einstaklinganina skapa sögu byggða og þjóða. Það er þvi engin tilviljun hversu margir Stokkseyringar sem fluttust frá Stokkseyri á þriðja áratug þessarar aldar og mótun sina og uppeldi fengu í Ungmennafélagi Stokjkseyrar komust fljótt til áhrifa og nutu Framli. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.