Morgunblaðið - 14.11.1971, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1971
Prince Albert
Það kunna
fleiri en
Bandaríkjamenn
að meta þetta
reyktóbak •*•
Jóhann Hjálmarsson skrlfar um J B! * o: Kl M [] E] N i N n n [] R
Arfur þjóðanna
VIÐ SAGNABRUNNINN.
Söfiur og ævintýri
frá ýmsum löndum.
Alan Boucher endursagöi.
Helgi Hálfdanarson þýddi.
Myndir eftir Barböru Árnason.
Mál og: monning. Reykjavík 1971.
ALAN BOUCHER segir um sög-
urnar og ævintýrin í Við sagna-
hrunninin, að efni þeirra sé sígilt
og „virðist eiga erindi til allra,
á Öllum aldri og í hvaða landi
sem þeir búa, því að undirstaðan
er arfur þjóðanma, samofinn
irunsta eðli manmkynsinis, draum-
um þess og vonum“.
íslenskir lesendur hafa löng-
um fagnað sögum og ævintýrum
af þessu tagi og ég spái því að
Við sagnabrunimimm muni njóta
milkilla vinsælda. í bókinni eru
eimungis úrvalssögur og Alam
Boucher hefur af sikáldlegri nær-
fæmi endursagt þær, svo að víða
eru sögumar með nýjum svip,
sem þó er trúr frumheimildum.
Heigi Hálfdanarson hefur þýtt
sögumar á fagurt mál og Bar-
bara Árnason myndskreytt þær
á sinn sérstaka geðfellda hátt.
Mál og menning gefur bókima út
með glæsilegu sniði. Allt hjálp-
ast að til að gera Við sagna-
brunniinn að einni eigulegustu
bóikinni á markaði haustsins. Það
er alltaf fagnaðarefni að fá tæki-
færi til að geta þess, sem vel er
úr garði gert.
Sögurnar í Við sagnabrunninn
eru tuttugu að tölu og uppruni
þeinra ólíkur. í bókinni er til að
mynda ein grænlenisk saga, ein
írsk, tvær rússneskar, ein ara-
bísik, ein indversk, ein japöms'k
og ein saga frá Vestur-Afríku.
Frá Englandi er Bjólfsþáttur,
en í honum segir frá jötnii, sem
Grendill heitir, en hann er
þyrstur í mannsblóð og skelfir
Hróðgeir konung dansfea og
menn hans. Kappinm Bjólfur
leggur Grendil að velli og grand-
a,r skessunni móður hans og hlýt-
ur að vonum mikla frægð fyrir
afrek sitt. Bjólfsþáttur er óhugn-
anlegur, eins og til dæmis lýs-
ingin á því þegar þeir hittast
Bjólfur og Grendill og sá síðar-
nefndi flýr af hólmi: ,,því Bjólf-
ur hafði með heljarafli rifið arm
hans frá bol, slitið sinar og undið
bein úr liðum“.
Rollantskviða fjallar um bar-
áttu Karlamagnúsar við Serkja
á Spánd, hinn hugdjarfa Rollant
greifa, sem lætur lífið fyrir guð
og föðurlandið. Rollantskviða er
með bestu þáttum bókarinmar,
þótt reyndar sé erfitt að gera upp
á milli þeirra.
Hin kunina rómverska saga um
Andrókles og ljónið er hér í
prýðilegum búningi og frá
Grikklandi eru sögur af Ódysis-
Tveir kappar. Myncl eftir Barböru Árnason.
Alan Boucher
eifi, einnig hin magnaða saga
Þeseifur og Mínótárr, sem er
saninkallað gersemi.
Skemmtileg er hin langa jap-
anisika saga um Mánaprinsessuna,
sem Alan Boucher segist hafa
fundið „af einkenmilegri tilvilj-
un í mjög fallegri lítilli bók, sem
var handmáluð og prenfuð á
silki í Tókíó á 19. öld í enskri
þýðingu eftir ókunnan þýðanda,
en þessa bók hafði vinur minn
keypt í fornbókabúð í Lundún-
um.“ Indverska sagan Piltur
finmur fjársjóð hefur líka til að
bera fjarrænan ævintýrablæ og
rússneska sagan um t.rumbuna
er dæmigert ævintýri um þá
kæneku, sem sigrar veraldlegt
vald.
Grænleniskar sögur og ljóð
bera heillandi menniingu vitni.
Sagan Urðarfeöttur, fyrista saga
bókarinnar, sem er dæmisaga,
býr yfir þeirri dulrænu frum-
stæðra þjóða, sem hinar svo-
kölluðu siiðmenntuðu þjóðir
geta ekki státað af. Mun
aðarlausi drengurimn í sögunnd,
sem á í eirfiðleikum með að sam-
lagast umihverfi sínu, verður
tákn djúptæks vanda, sem er sí-
fellt nýr. Leið hanis inn í mann-
legt samfélag er löng og ströng.
Hamn er himn særði einistakling-
ur, það, sem býr í okkur öllum,
en við kappkostum þó oft og
tíðum að beina spjótum ökkar
gegn, vegna hinnar lífseigu kröfu
um að allix séu steyptir í sama
óhaggainlega mót.
í Við sagmabruninimin finnum
við arf þjóðanma. Hafi Alan
Boucher þökk fyrir að færa okk-
ur þessa verðmætu bók.
Frá Þórsnesingum,
Eyrbyggjum
og Álftfirðingum
KYRBYGGJA SAGA.
Þorsteinn frá Hamri
sá um útgáfuna.
Myndir og skreytingar gerði
Hringur .lóhannesson.
Helgafell. Ke.vk.javík 1971.
HELGAFELL heldur áfram að
gefa út Islendingasögur með nú-
tímastafsetningu, nú síðast Eyr-
byggju í umsjá Þorsteins frá
Hamri og með myndum eftir
Hring Jóhannesson. Þessi nýja
útgáfa Eyrbyggju hefur tekist
einstaklega vel, frágangur bók-
arinnar allur hinn snyrtilegasti,
myndirnar nýr landvinningur
fyrir Hring Jóhannesson, hinn
snjalla myndlistarmann. Þörvald-
ur Skúlason og Gunnlaugur
Scheving hafa myndskreytt Is-
lendingasögur af eftirtektar-
verðri list, en ég sé ekki bet-
ur en Hringur Jóhannesson
standi þeim jafnfætis að mörgu
leyti. Hann er ekki sporgöngu-
maður þeirra í myndrænni
tækni, heldur gæðir teikningar
sínar þeim persónulega og heil-
steypta svip, sem einkennir hans
eigin myndlist. Myndir Hrings
hljóta að vekja miklar vonir
um íslenska endui’reisn í mynd-
skreytingu bóka og vonandi
verða honum fengin verðug
verkefni á næstu árum, svo að
hann geti enn betur sýnt hvað
í honum býr.
Forn minni eru áberandi í
skáldskap Þorsteins frá Hamri.
Þorsteinn er handgenginn forn-
um íslenskum bókmenntum og
þess vegna var vel til fundið að
láta hann annast útgáfu Eyr-
byggju. I eftirmála gerir Þor-
steinn grein fyrir vinnubrögðum
sínum á eftirfarandi hátt: „Texti
útgáfu þessarar er að öllu leyti
samhljóða útgáfu Einars Ólafs
Sveinssonar í Islenzkum fornrit-
um að öðru leyti en þvi að hann
er hér færður til nútimarithátt-
ar; undantekníng eru þó vísurn-
ar, en dróttkvæður kveðskapur
verður trauðla skráður með nú-
tíðarstafsetníngu án þess að
hrynjandi háttarins fari með
öllu forgörðum, enda verður
forn kveðskapur eingu ljósari
lesandanum þótt stafkrókum sé
hnikað til ýngri ritháttar. Ég
Framh. á bls. 22
Höfuðið kvað stöku þessa, — Mynd eftir Hring Jóhannesson.