Morgunblaðið - 19.11.1971, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1971
11
Ingimar Ingimarsson.
Páll Pálsson
Siguröur Sigurðsson
HÉR ER NÝJft
KiEblNGftRAÐFERÐIN
Hans R. Þórðarson
forstjóri sjötugur
HANS Ragnar Þórðarson er
fæddur í Borgamesi 19. nóvem-
ber 1901. Hann er af Reykhóla-
ætt. Faðir hans var Þórður
Bjamason frá Reykhólum. Móð-
ir Þórðar var Þórey Pálsdóttir,
en móðuramma Jóhanna, systir
Jóns Thoroddsens skálds. Móðir
Hans var Hansína Hansdóttir
Linnet.
Hans Ragnar stundaði nám í
Verzlunarskóla Islands og lauk
prófi þaðan 1919. Hann var síð-
an við framhaldsnám i verzlun-
arfræðum i Edinborg í Skot-
landi. Eftir að heirn kom vann
við fyrirtæfci föður síns að út-
gerð ög verzlun um nokkurra
ára skeið. En 1928 verða þátta-
skil í ævistarfi Hans. Hann hef-
ur störf við rafmagnsmálín, ger-
ist einn af forvígismönnum um
rafvæðingu Islands og kemur
þar víða við sögu. Hann stofn-
aði fyrst fyrirtækið Rafmagn
h.f., þá Raftækjaheiidsöluna og
starfaði siðan sem söíumaður
Raftækjaeinkasölu ríkisins með-
an hún var lífs, í 5 ár. Við ævi-
lok hennar stofnaði hann
Electric h.f. og hefur veitt því
fyrirtæki forstöðu siðan.
Hans hefur haft forgöngu um
útvegun á mörgum hinna meiri
háttar tækja til rafvirkana og
rafbúnaðar á Islandi siðustu
áratugi. Hann hefur beitt sér
fyrir samtökum innflytjenda á
raftækjum og alltaf verið vak-
andi og áhugasamur um vöxt og
viðgang þessarar atvinnugrein-
ar. Hann var einn af stofnend-
um Félags raftækjasala á stríðs-
árunum og forustumaður þar
meðan miklir örðugleikar voru
um útvegun og innflutning raf-
tækja. Þegar stofnað var Félag
raftækjaheildsala 1950 varð hann
formaður þess. Á vegum þess
félags var hann I stjóm Verzl-
unarráðs Islands um árabil. I
stjóm Ljóstæknifélags Islands
hefur hann verið frá stofnun
þess.
Störf Hans að rafmangsmálurn
vitna um atorku hans og frum-
kvæði, en einnig um félagslyndi
hans; hann hefur verið hvata-
maður og forystumaður um sam-
tök i sinni grein, og í þeim
störfum með afbrigðum ötull og
laginn. Jafnframt sýna þessi
trúnaðarstörf hið mikla traust,
sem starfsbræður hans hafa bor-
ið og bera til hans.
En félagslyndi Hans héfur
krafizt stærra og víðara verk-
sviðs en rafmagnsmálanna einna.
Hann hefur lagt mikið starf af
mörkum í mannúðar- og líknar-
málum. Hann hefur sínar
ákveðnu skoðanir og hugsjónir í
stjómmálum og hefur unnið Sjálf
stæðisflokknum vel og dyggi-
lega.
Hans Ragnar Þórðarson er
mikiil öðlingur og mannkosta-
maður. Drengskapur og hjálp-
fýsi eru samofin allri skapgerð
hans. Hann er hugljúfi hvers
manns, er kynnist honum. Hans
og Hanna, hin ljúflynda, ljóð-
elska og söngvina kona hans,
hafa búið sér undurfagurt heim-
ili, og þeir eru ófáir, sem þar
hafa notið unaðsstunda. Heilla-
óskir munu streyma til þeirra
hjóna í dag úr öllum áttum.
Gunnar Thoroddsen.
Þrír sækja
um Selfoss-
prestakall
OKKAR
Philips kynnir ný viðhorf í geymslu matvæla — kæliskápa, sem eru lausir við hvim-
leiða klakadröngla, orsaka ekki skorpnun matvæla og þarfnast jafnvel ekki afhríming-
ar. — íhugið eftirfarandi kosti nýju Philips-kæliskápanna:
Umsóknarfrestur til prests-
embættis í Selfossprestakalli
rann út 10. þ.m. Umsækjendur
eru þrír; Séra Ingimar Ingimars
son, séra Páll Páisson og séra Sig
urður Sigurðsson Áætlað er að
prestskosningin fari fram 12.
desember.
Morgunblaðið hafði stutt tal
atf umsækjendunum.
Séra Ingimar Ingimarsson er
fæddur 24. ágúst 1929. Hann
laufc stúdentsprófi frá M.A. ár
ið 1949 og varð cand. theol. frá
Háskóla Islands 1953. Hefur
stundað prestsstörf æ síðan.
Hann er nú starfandi sóknar-
prestur í Vík í MýrdaL Við
spurðum hann fyrst hvaða ástæð
ur lægju að baki því að hann
sækti nú um Selfossprestakall.
— Orsökin fyrir þvi að ég
skipti um er efcki sú að mér líki
illa við Skaftfellinga, síður en
svo, Hér hef ég unað mér vel
„ og, gæti hugsað mér að dvelja á
meðal þeirra eitthvað lengur.
Selfössprestakall hefur
hins vegar aðdráttarafl m.a.
yegna góðrar aðstöðu til fram-
hald.smenntunar barna minna,
sem nú eru komin á þann aldur.
Ef svo óliklega vildi til, að ég
yrði kosinn þar prestur, þá virð
ist starfsgrundvöllur vera þar
mjög æskilegur, m.a. í æskulýðs
naálum, sem ég tel eitt stærsta
, yprkefnið fyrir presta að beita
sér fyrir I dag.
Séra Páll Pálsson er fæddur
26. maí 1927. Hann lauk stúd-
: entsprófi frá MR. árið 1949 og
kennaraprófi frá K.f. árið 1955.
Guðfræðiprófi lauk Páll frá Há
skóla Islands 1957. Hann hefur
stuhdað kennslustörf frá 1951
og var siðan starfandi sóknar-
pi'estur í Vík í Mýrdal 1962—
1965. Starfar nú í endurskoðunar
deild Loftleiða og við Mennta
skólann í Reykjavik. Hefur haft
■ unglingastarf og bamamessur I
i Neskirkju í Reytkjavik.
— Hvaða ástæður heiztar
liggja að baki umsókn þinni um
Selfossprestakall ?
— Aðalástæðan er sú, að
þetta er mín menntun, og ég hef
áður verið prestur. Mér féll
prestsstarfið mjög vel, samstarf
ið milli mín og fólksins í kaup-
túni og sveitum var sérstaklega
gott. Ég óska þess mjög heitt,
að geta sitarfað að nýju með
fólkinu í strj'álbýlinu.
— Hver telur þú helztu verk-
efnin sem fyrir liggja?
— Það er auðvitað að hlynna
siem bezt að kirfcju og trúarlifi,
inu, — heilbrigðu trúarlífi, og
einnig hef ég mjög mikinn
áhuga á að starfa að æSkulýðs-
málum. Ég hef raunar gert þSð"
bæði í kirkjum og skólum, sem
prestur og kennari í samtals 20
ár.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að margvíslegt böl er
til, sem vinna verður gegn af
festu og alefli. Að lokum get ég
þess, að sjúfcum, gömluim og ein
mana manneskjum má alls ekki
gleyma, þeim þarf að sinna atf
alúð.
Sigurður Sigurðsson er fædd-
ur 30. maí 1944. Lauk stúdents-
prófi frá MR. árið 1965 og emb-
ættisprófi frá guðfræðideild Há
skóla Islandis haustið 1971. Jatfn
framt háskólanámi stundaði Sig-
urður kennslustörf og nám við
Tónlistarskólann í Reykjavik.
Á sumrin hefur hann unnið að
ýmiss konar félagsmáium.
— Hvað réð ákvörðun þinni
um að sækja um þetta prests-
embætti.
— Ég sæki um hérna m.a. aí
þvi að ég er hér fæddur og upp
alinn og þekki þvi vel til í
prestakallinu Ég hef auk þess
mikinn áhuga á þeim verkefn-
um sem fyrir liggja.
— Hver eru helztu verkefn-
in að þínum dómi?
— Það eru fyrst og fremst
Franih. á bls. 31
Tvær hurðir. Sérstaltur,
stór frystir mcð 18 stiga
frosti. Ekkert kuldatap,
hve oft scm þcr opnið kæl-
inn.
Ekkert hriin. Afhriining cr
alsjálfvirk — óþarft að
vera sífellt áð tæma skáp-
inn og þvo hann hátt og
lágt. (Frystinn þarf að-
eins að affrysta einu sinni
eða tvisvar á ári).
Enjrin skorpnun. Kakakæli-
kcrfi Philips heldur mat-
væluin ferskum og góm-
sætum — í cinu orði, bct-
ri. Innbyggðar kælicining-
ar auka gcymslurými í há-
mark.
Verð eins og á venjulegum
kæliskápum. .Iá, allir þess-
ír kostir fást fyrir sailia
verð og cr á venjulegúm
kæliskápuin sömu stærða.
Veljið nvilli 225 lítra (8,2
tcn. f.) og 275 litra (10
tcn. f.).
PHILIPSTÆKI-VARANLEG VERÐMÆTI
HEIMILISTÆKI SF.
HAFNARSTRÆTI 3 - SÍMI 20455
Sætúni 8, sími 24000. ®