Morgunblaðið - 19.11.1971, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1971
Bragi M. Steingrímsson, héraðs-
dýralæknir - Minning
F. 3. 8. 1907
D. 9. 11. 1971
1 DAG er til moldar borinn Bragi
Matthías Steingrímsson, fyrrver-
andi héraðsdýralæknir að Egiis-
stöðum og Laugarási. Hann and-
aðist í Heilsuverndarstöðinni eft
ir nær 2 ára erfiða sjúkdómslegu.
Þar með er lokið stormasamri
ævi í baráttu við fátækt og skiln-
ingsleysi — skilningsleysi gagn-
vart brautryðjandanum, sem
vildi færa löndum sínum nýja
þekkingu í sinni fræðigrein og
skilningsleysi yfirvalda, sem ekki
kunnu að notfæra sér réttilega
þekkingu og starf dýralækna.
Bragi Matthías var sonur
þeirra glæsilegu merkishjóna
Steingríms Matthíassonar læknis
á Akureyri, sonar séra Matthías-
ar Jochumssonar og konu hans
Kristínar Thoroddsen, dóttur
Þórðar læknis í Reykjavik. Hann
átti góða æsku í glöðum systkina
hópi, en þau voru 6. Bragi tók
stúdentspróf árið 1928, var i
fyrsta hópnum, sem tók það próf
á Akureyri. Hann hélt utan til
náms i dýralæknisfræði og byrj-
aði í Múnchen, var eitt ár í Vín-
arborg og endaði í Hannover,
þaðan sem hann brautskráðist
1934.
Enginn dýralæknir hefur
atarfað eins víða um landið.
Hann starfaði í Reykjavík, Vest-
fjörðum, Austurlandi og Suður-
landi og um tíma var hann stað-
gengill á Akureyri. Hann skrifaði
margar greinar í dagblöð til að
fræða almenning um dýralækn-
ingamál.
Bragi er fyrsti dýralæknir hér
á landi, sem leggur út í þá erfiðu
þraut að reyna að lifa af vinnu
sinni einni saman. Hann er einn-
ig sá fyrsti okkar, sem notar eig-
ið vélknúið farartæki til læknis-
vitjana allt frá byrjun 1934. En
hann er einnig fyrsti dýralækn-
irinn, sem hlotnast sú náð að fá
embættisbústað frá ríkinu.
Ég vil hér sérstaklega minnast
Braga sem embættisbróður og
jafnframt þjáningabróður, af
því að örlög okkar eru um margt
lík. Við komum til landsins báð-
ir á sama sumrinu, 1934, frá sama
háskóla með nýja, hagnýta þekk-
ingu, bjartsýni og starfslöngun.
Þar sem aðeiiTis voru hér 4 dýra-
læknar fyrir, hver á sínu lands-
homi, og ekki hafði bætzt neinn
i hópinn í 7 ár, þá skyldi maður
nú halda að okkur hefði verið tek
ið opnum örmum af forustumönn
um landbúnaðarins og við leiddir
til starfa þar sem mest var að
gera við ört vaxandi gripafjölda
og mjólkurframleiðslu auk mik-
illa kvilla í sauðfénu. Nei, ekki
var þvi að heilsa. Það var eins og
við værum óvelkomnir. Landbún
aðarforustan hafði enn ekki áttað
sig á því, hvar mest var þörfin
fyrir dýralækna á meðan þeir
voru svona fáir. Að vísu var til
læknishérað, sem náði yfir allt
Austurland og þangað fór ég og
hafði ekkert að gera, en Bragi
kaus að reyna að lifa af vinnu
sinni einni saman, og settist að í
R^kjavík sem starfandi dýra-
læknir. Það var ekki neinum
manni ætlandi í harðri sam-
keppni við duglegan dýralækni,
sem hafði bæði launin og hlunn-
indin.
Okkar saga hefði orðið önnur,
hefði annar okkar fengið
embætti fyrir austan Þjórsá, en
hinn í Skagafirði eða Húnavatns-
sýslu, en þar voru þá verkefni
fyrir hendi.
Bragi hélt þessa erfiðu baráttu
út í 4 ár en tók þá við embætti
sem stofnað hafði verið á ísa-
firði. Þar var ekkert að gera fyr-
ir dýralækni og því fór hann
þaðan strax þegar annað hérað
losnaði, en það var Austurland.
Það var þó skárra en Vestfirðir
hvað snertir kjötskoðun og sam-
göngur, og brátt reis þar á legg
mjólkuriðnaður með vaxandi
mjólkurframleiðslu.
Á Austurlandi starfaði Biagi
sem héraðsdýralæknir í 17 ár og
þar var loks byggður yfir hann
embættisbústaður og var ví3t
tími til kominn.
Árið 1958 fær Bragi veitingu
fyrir nýstofnuðu embætti að
Laugarási í Biskupstungum og
tveim árum síðar er risinn þar
nýr embættisbústaður. Nú loks-
ins, er hann kominn í gott og
þægilegt hérað, þar sem hann
hefur hægara starf og betri af-
komu og á auðveldara með að
mennta sinn stóra barnahóp og
koma honum út í atvinnulífið. En
ekki eru þau búin að vera nema
3—4 ár í Laugarási, þegar Bragi
Útgerðarmenn — Skipstjórar
Getum bætt við okkur að minnsta kosti einum góðum vertíðar-
báti, sem gerður væri út frá Suðurnesjum á komandi vertíð.
Bezta aðstaða og ýmis fyrirgreiðsla fyrir hendi. Aðeins góðir
bátar koma til greina.
Tilboð leggist inn á afgreiðslu bipðsins fyrir 30. þessa mán-
aðar, merkt: „VETRARVERTÍÐ 1972 — 0707 '.
kennir sér þess meins, sem skipt-
ir sköpum í lífi hans. Þessi sjúk-
dómur olli því að hann hlaut al-
varleg örkuml, missti annan fót-
inn, en barðist enn hetjulega við
örlög sin og reyndi hið ótrúlega,
að stunda hið erfiða dýralæknis-
starf á öðrum fætinum. Það gat
ekki gengið til lengdar og hann
varð brátt að yfirgefa starf sitt
og embætti og flytjast til Reykja
víkur. Hafði hann þá um nokkur
ár sæmilega heilsu, en svo seig
aftur á ógæfuhliðina og síðustu
2 árin dvaldi hann stöðugt á
sjúkrahúsi, unz yfir lauk.
Nú sný ég mér að hinni bjart-
ari hlið á ævi Braga Steingríms-
sonar, en það er kvonfang hans
og fjölskylda. Bragi kvæntist
þýzkri stúlku, Marianne Brúd-
erle í maí 1934 og kom hún með
honum út hingað, en eigi féll
henni lífið hér eða loftslagið og
skildu þau eftir rúmt ár, sem
góðir vinir þó, en eigi varð þeim
barna auðið. Árið 1936 kvæntist
hann eftiriifandi konu sinni,
Sigurbjörgu Lárusdóttur, séra
Lárusar á Breiðabólstað á Snæ-
fellsnesi. í henni eignaðist hann
yndislega konu og góðan og
traustan félaga. Þau voru alla
tíð snauð að veraldarauði, en
þau áttu það sem er meira virði,
en það eru mörg og mannvænleg
börn, og einn son átti Bragi áður
en hann kvæntist, Eirík, sem býr
á Eyrarbakka. Eing og sést af
framansögðu eru börnin alin upp
við oft óblíðar aðstæður og erf-
iðieika og lærðu því snemma að
taka til höndunum, en það er
einmitt þetta, sem gefur mann-
dóm og kjark. Því meiri heiður
ber foreldrunum fyrir það afrek
að koma þessum stóra og glæsi-
lega barnahópi til manns og
mennta. Þau hafa greitt skuld
sína við þjóðfélagið og meira en
það.
Börn þeirra Sigurbjargar eru:
Angela, gift Stefáni Pálssyni,
sölustjóra;
Grímhildur, gift Hauki Guð-
laugssyni, oi'ganista, Akranesi;
Baldur Bárður, tannlæknir,
kvæntur Önnu M. Pálsdóttur;
Halldór, bankamaður í Noregi,
kvæntur Hilmari Frich;
Steingrímur Lárus, kennari,
kvæntur Sesselju Einarsdóttur;
Kormákur, pípulagningarm.,
kvæntur Guðrúnu N. Sigurðar-
dóttur;
Matthías, nemandi, kvæntur
Ragnheiði Helgadóttur;
ÞorvaJdur. iðnnemi og
Kristín, gift Hallgrími T.
Sveinssyni.
Að lokurn sendi ég frú Sigur-
björgu og börnum hennar inni-
legar samúðarkveðjur frá mér
og mínum og bið góðan Guð að
veita hinum látna sinn frið og
náð.
Ásgeir Ó. Einarsson.
BRAGI Steingrímsson andaðist á
sjúkrahúsi hér í bæ eftir margra
ára veikindi, og varð seinasta
dvöl hans á sjúkrahúsi lengst, —
rúm tvö ár samfleytt.
Við vinir hans, sem litum
alltof sjaldan til hans, furðuðum
Fossvogshverfi — Bústaðahverfi
Blðmasalan Huldulandi 14
ouglýsir:
Bráðlega opnum við í nýju og stærra húsnæði í verzlunarhúsinu í Efst.alandi 26 (við Bú-
staðaveg) undir nafninu STJÖRNUBI.OM.
En nú og framvegiis bjóðum við viðskiptavinum vorum t'yrsta flokks blóm á samkeppnis-
færu verði.
Alls konar skreytingar fyrir hvers konar tækifæri, allt frá vöggu til grafar, útbúnar eft-
ir óskum viðslkiptavina vorra.
Athugið! — Aðeiins fagmanmsvinna.
Kerti — strá — gjafavörur — blómamold — áburður og fleira. — Sendum heirn.
Pantið aðventukransana sem fyrst, athugið verð og gæði.
Blómasalan HULDULAIMOI 14, sími 30829.
okkur á því, hve lífsþrek hans
var mikið eftir öll þau veikindi,
sem hann hafði orðið að þola.
Það hlýtur að þurfa mikið sálar-
þrek til þess að ganga í gegnum
slíkar þjáningar og raunir eins
og hann var búin að gjöra. En
þótt hann væri karlmenni mikið
og bæri sjúkdóm sinn með æðru-
leysi, mun hann þó hafa vei'ið
farinn að þrá þann frið og hvíld,
sem hann nú hefur hlotið.
Við Bragi kynntumst, þegar
hann kom frá námi í Þýzkalandi,
fyrir 37 árum. Hann varð einn af
minum nánustu og beztu vinum,
og bar aldrei skugga á. Vinátta
hans styrkti mig i þeirri trú
minni, að betra væri að eiga fáa
að vinum, sem hann, en marga
„vini“, því að eins og eldprestur
inn, sr. Jón Steingrímsson segir,
þá vill það oft verða reynsla
margra, að „margur er vinur vel
þá gengur, oft að nauð, en okki
lengur."
Foreldrar Braga voru þau
kunnu hjón, Steingrímur læknir
Matthíasson og kona hans, Krist-
ín Þ. Thoroddsen. Bi'agi varð
stúdent frá Akureyri árið 1928
og var hann um skeið nemandi
á Hvanneyri 1928—-1929. Síðan
hélt Bragi til náms í Þýzkalandi
ásamt tvíburabróður sínum,
Baldri. Lagði hann stund á dýra-
læknisnám í Múnchen, Wien og
Hannover, en Baldur rafmagns-
verkfræði. Bragi lauk prófi í
Hannover árið 1934. Eftir að
hann kom heim stundaði hann
dýralækningar hér í Reykjavík
og nágrenni til 1939.
Bragi var alltaf glaður og reif-
ur, enda léttur í lund — hispurs-
laus í framkomu og hnyttinn í
tilsvörum, þéttur á velli og snar-
legur. Minnist ég hans sérstak-
lega, er ég fékk að sitja fyrir aft-
an hann á mótorhjólinu, hve ég
þurfti að hafa mig allan við til að
tolla á hjólinu. En mér fannst
það ómaksins vert, því að svo
naut ég þess að fá að vera með
honum og hjálpa honum við
læknisstörfin.
Bragi hafði mikinn starfa, en
hagnaðist ekki fjárhagslega að
sama skapi, enda var kreppan þá
í fullum gangi. Síðar var Bragi
skipaður dýralæknir á Vest-
fjörðum og sat hann þá á ísa-
firði, 1939—1941. Á Austurlandi,
Egilsstöðum, sat hann frá 1941—
1958. Loks var hann skipaður
dýralæknir í Árnessýslu, Laugar
ásumdæmi, árið 1958, og gegndi
hann því, embætti unz hann varð
að láta af störfum vegna veik-
inda árið 1964. Fluttist hann þá
til Reykjavíkur.
Var Bragi sjúkur æ síðan og
aldrei vinnufær eftir það. Enginn
vafi er á því, að mikill styrkur
hefur honum verið hve hið eðl-
islæga æðruleysi hans og kýmni-
gáfa áttu ríkan þátt í honum, því
að svo sannarlega varð hann að
reyna mikið, og ekki hvað sízt
hin seinustu árin.
Bragi kvæntist árið 1937 Sig-
urbjörgu Lárusdóttur, prests á
Breiðabólsstað á Skógarströnd.
Áttu þau 9 börn, sem öll eru vel
af Guði gerð og nú uppkomin.
Þeir bræður, Bragi og Baldur,
voru eins og áður segir, tvíburar,
og elztir sinna systkina. Er Bald-
ur nú látinn. Voru þeir alla tíð
mjög samrýndir og var það því
mikill missir fyrir Braga, þegar
hann féll frá.
Bragi kunni frá mörgu að
segja úr lífi sínu og starfi og
m/nnist ég margs af því, 9em
hann sagði mér, því að fátt fór
fram hjá honiim, sem hnyttið var
og broslegt, enda kunni hann vel
að færa frásögn sína í þann bún-
ing, sem vel hæfði, þótt hann
gætti þess ávallt vel að það
meiddi engan. Þannig var hann
tillitssamur og eðliskurteis.
Ég tel mér það mikinn ávinn-
ing í lífi mínu, að hafa kynnzt
og eignast að vini þennan ágæta
dreng. Hann var höfðingi heim
og heiman og var lærdómsríkt að
eiga með honum stundir.
Ég vil votta frú Sigurbjörgu og
börnum hennar innilega samúð
mína og konu minnar í trausti
þess, að Guð mggi styrkja þau
öll i harmi og trega.
Ég vil svo að lokum kveðja
þig, ágæti vinur, með þessum orð
um afa þíns, sr. Matthíasar
Jochumssomn’:
Horfir nú beint
með brostnum augum,
sjónhending sá
til sala Drottins,
er aldreigi
um ævidaga
vitandi veik
frá vegi réttum.
Guðmundur Ilraundal.
Aldrei er svo bjart yfir
öðldngsmanni,
að eigi geti syrt eins sviplega
og nú,
og aldrei er svo svart yfir
sorgarranni,
að eigi geti birt fyrir eilifa
trú.
Matth. Joch.
ÞANN ellefta nóv. andaðist hér á
Heils'uverndairsitöðinni Btagi
Matthías Steingrímsson, dýra-
lœiknir, Baldiursgötu 9.
Bragi var fæddur á Akureyri
3. ágúst 1907. Foreldrar hans
voru frú Kristín Thoroddsen
dóttir Þórðar Thoroddsens lækn-
is og Steingrímur læknir Matt-
híasson, sonur hins mikla skáld-
jöfurs okkar.
Það voru sterkir stofnar er
stóðu að Braga og mun ég ekki
fara frekar út i ætt hans, hana
þekkir hver maður sem lesið
hefur ljóð og sögur þessa lands.
Bragi varð stúdent frá Mennta
skólanum á Akureyri 1928, með
fyrstu stúdentum er útskrifuð-
ust þaðan eftir að skólinn var
gerður að menntaskóla. Eftir það
fór hann til Þýzkalands til dýra-
lækninganáms og var þar í fimm
ár, kom svo til íslandg aftur sem
úts-krifað'ur dýraleeknir, siet;dsit
síðan að í Reykjavík í bild sem
starfandi dýralæknir.
Þegar ég skrifa nokkur orð
eftir vin minn og svila, Braga
Steingrímsson, verður mér hugs-
áð tii fyrstu kynna okkar.
Nokkru eftir að hann kom frá
námi í Þýzkalandi, kom hann til
okkar að Stórahrauni ásamt
Guðmundi bróður mínum. Ég
var mjög hrifinn af þeasum
myndarlega og þróttmikla manni
er bar með sér göfgi ættar sinn-
ar. Hann var kátur og skemmti-
legur, einnig urðum við vör við
það, er hann tók í orgel, að hann
myndi vera mjög músikalskur
maður, enda átti hann kyn til
þess, þar sem Emil Thoroddsen,
hinn mikli píanóleikari og tón-
skáld var móðurbróðir hans.
Þessi ungi maður var í adda
staði aufúsugestur á heimili
okkar.
Eftir tvo daga fóru þeir aftur
til Reykjavíkur. Ekki datt mér
þá í hug að á milli okkar myndi
verða náið samband um mörg
ár. Svo gerist það að hann
kynnist í Reykjavík ungri stúlku,
er síðar varð kona hans, Sigur-
björgu Lárusdóttur, dóttur lista-
Framh. á bls. 22