Morgunblaðið - 29.12.1971, Page 1

Morgunblaðið - 29.12.1971, Page 1
285. tbl. 58. árg. MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frá útför skáJdsins Alexanders Tvardovskys í Moskvu. Sovézki rithöfundurinn Alexander Solz henitsyn sést hér ásanit ekkju hins látna og fleiri sjTgjendum. — Sjá grein á bls. 2. Loftárásum á Norður- Víetnam haldið áfram Saigon, París, 28. desember. AP.—NTB. BANDARÍKJAMENN héldu í dag áfram loftárásiun á Norður- Víetnam, hinum mestu sem þeir hafa gert í þrjú ár, og sam- kvæmt góðum heimildiun verð- nr þeim haldið áfram á morgun, fjórða daginn í röð. í Hanoi er þvi haldið fram, að sjötta banda- ríska þotan hafi verið skotin niður í gær rétt norðan við vopnlausa beltið. Bandaríska stjórndn lætur ekkert uppi um árangur og fl'ugvéla'tap í loftárá.sunum, en talsmaður heristjómariinn.ar ítrekaði að loftáréisimar mundu standa í „takmarkaðan tíma“ og a@ um „vamarviðbrögð" væri að ræða. Hann vildi ekki svara spumingu um, hvað átt væri við með „takmörkuðum tíma“ og sagðist ekki vita hvort ákveðin tknalengd væri höfð í huga eða hvort loftárásirtnar tafcmörkuð- ust af einhverju markmiði sem að væri keppt. Hann benti á að lengstu samfelldu loftárásimar til þessa hefðu verið gerðar í maí 1970 og staðið fjóra daga. í París ákváðu bæði satmn- ingamenn Bandaríkjanna og Norður-Víetnams að aflýsa fyr- irhuguðum samniingafundi í dag, og í fyrsta skipti var ekki ákveðið hvenær næsti fundur yrði haldinn. Samndngamenin Bandaríkjanna og Suður-Víet- nams ákváðu að aflýsa fundin- um meðai annars vegna nýlegra eldflaugaárása á Saigon og árása á bandarískar könnunar- flugvélar yfir Norður-Víetnam. Talsmaður Viet Cong sakaði Nixon forseta um að spilla fyrir sáttaumleitunum með loftárásun- um, sem fælu í sér útfærslu á stríðinu, og sendiherra Norður- Víetnam varaði frönsfcu stjórn- ina fonmlega við því að loftárás- Framhald á bls. 3. Saragat hættir Róm, 28. des. — NTB GUISEPPE Saragat, Ítalíuforseti lét i dag af embætti eftir sjö ára embættistínia og nýkjörinn for- seti, Giovanni Leone úr Kristl- lega demókrataflokknum, tekur við embætti sínu á morgun. — Stjórn Emilio Colombo for- sætisráðherra mun siðan biðjast lausnar, og óljóst er hvort sósíal istar haldi áfram stjórnarsam- vinnunni, m.a. vegna þess að þeir studdu ekki Leone. Lýðveld isflokkurinn hefur krafizt endur skoðunar á stjórnarstefnunni. Fer Lindsay í framboð? Keppir að útnefningu sem íorsetaefni demókrata Pakistanar fá nýja viðvörun Harðir landamærabardagar Nýju Delhi, 28. desember. NTB. — AP. INDVERSKI landvarnaráðherr- arm, Jagjiwan Ram, sagði í dag að ógnun Pakistana við frið á Indlandsskaga væri ennþá áþreif- anlegur veruleiki og varaði Zul- fikar Ali Bhutto forseta við til- raunum til þess að grafa nndan fullveldi Indlands. Ram sagði að Bhutto biðu sömu örlög og fyrir- rennara hans, Yahya Khan, ef hann reyndi ekki að tryggja frið á landamærunum, og gagnrýndi jafnframt afstöðu Nixons Banda- ríkjaforseta til deilu Indverja og Pakistana. Samtimis héldu indverskar og pakistanskar hersveitiir áfram bardögum þriðja dagimn í röð, og var hér um að ræða fyrstu meiriháttar bardagana - sdðan vopnahléð tók gildi 17. desember. Tveir majórar og þrír óbreyttir hermenn féllu samkvæmt ind- verSkum fréttastofufréttum þeg- ar Pakistanar gerðu sfcotárás á Ganganagar-svæðimi — og þrír liðsforingjar og 26 óbreyttir her- menn særðust í öðirum bardögum á söanu slóðum Indverjar segja að árásum Pakistana hefði veríð hruindið og skotbardögum sé haldið áfram. Indverjar eru sagð- ir reyma að forðast að meirihátt- Framhald á bls. 3. Frá hótelbrunanum mikla í Seoul: Hótelgestur stekkur út um glugga á dýnu til þess að draga úr fallinu og annar hótelgest- ur býr sig undir að fara að dæmi hans. í gær voru átta manns ákærðir fyrir vanrækslu er hafi leitt til þess að 162 manns biðu bana í eldsvoðanum, og eru í þeirra liópi hóteleigandinn og enibættismenn sem báru ábyrgð á eldvörnum. Miami, 28. des. — NTB-AP JOHN Lindsay, borgarstjóri S New York tilkynnti í dag, að bann niyndi keppa að því að verða útnefndur forsetaefni Demókrataflokksins í næstu forsetakosningum S Bandaríkj- unum. Lindsay, sem er fimmtug- ur að aldri, var á sínum tíma kosinn S fulltrúadeild Bandarikja þings sem frambjóðandi repú- blikana og síðan borgarstjóri i New York, einnig sem fram- bjóðandi þeirra. Fyrir fjórum mánuðum sagði Lindsay sig úr Repúblikanaflokknum og sakaði flokkinn um að hafa bælt niður alla innri andstöðu og hrakið framfarasinnuð öfl burt. Lindsay kunngerði ákvörðun sína nú í Florida, en þar fara fram forkosningar um forseta- frambjóðanda fyrir Demókrata- flokkinn 14. marz n.k. Hann kvaðst myndu tala fyrir munn þess hluta bandarisku þjóðarinn- ar, sem stjómin í Washington virðir að vettugi. — Þetta er rikisstjóm, sagði Lindsay, — sem er fús til þess að fara til Peking og Moskvu, en ekki til Harlem eða Watts (svertingja- hverfi í Los Angeles) né ann- arra þeirra staða, þar sem Bandaríkjamenn bíða hjálpar. Þið heyrið ekkert frá sölum valdsins í þessu landi nema berg málið af ykkar eigin hrópum um hjólp. Umfangsmikil leit að bankaræningj um Saarbrúcken, 28. des. AP — NTB ÞOKA hamlaði umfangsmikilli leit mikils fjölda vopnaðra lög- reg'Iumanna í dag að þremur vopnuðiim mönnum, sem flýðu fótgangandi inn í skóglendi i Saar með 311.000 mörk, sem þeir rændu í gær úr banka í Köln. Lögreglan hefur að mestu um kringt skóglendið, sem er skammt frá frönsku landamærunum. ■— Ekki er talið ósennilegt að ræn- ingjarnir reyni að laumast yfír landamærin. Svæðið sem hefur verið umxringt er 20 ferkílómetr ar að flatarmáli og kallast skóg lendið Kirkeler-skógur. Tveir lögreglumenn, sem bamka ræningjarnir tóku í gíslingu en létu siðan lausa, hafa gefið á- hrifarika lýsingu á níu tíma öku ferð með ræningjunum frá Köln til Saar. Allan timaiin þrýstu ræn ingjarnir rifflum að lögreglu- mönnunum, en annar þeirra var yfirmaður rannsóknarlögreglunn ar í Köln, Werner Hamacher. Hamacher ók bifreiðinni og Frainh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.