Morgunblaðið - 29.12.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1971 BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR Guðmundur G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR Hvort skelfur nú allur Vatnsdalur? Ágúst á Hofi lætur flest flakka. IVIeð stórmennum Iífsins í breið- um liyggðum. Andrés Kristjánsson hagræddi. Bókaútgáfan Örn og Örlygur li.f. Reykjavík 1971. ÞÓ AÐ mér þættt alllæsilegt fyrra bindið af æviminningum Ágústs Jónssonar, bónda á Hofi í Vatnsdal, í „hagræðingu" Andr- ésar ritstjóra Kristj ánssonar, varð ég fyrir vonbrigðum við lestur þess. Raunar er þar víða farið um, frá ýmsu sagt og mörg- um manni lýst, og þá einkum þeim, sem Ágúst hefur hitt á ferðum sínum í fjárpestarerind- um víðsvegar um ísland, en yfir- leitt virtist mér það baga sögu- mannimn, að hann væ-ri svo feikna tillitssamur gagnvart við- mælendum sínum og gestgjöfum, að flesta, sem hann hitti eða gisti, mætti ætla óvenjulega öðlinga og Ágúst manna grandvarastan til orðs og æðis, þó að hins vegar kæmi fyrir, að mér dytti í hug, þegar ég sá hann í anda herpa saman varir og kyngja: „Eitt orð býr i barka mér og annað fyrir neðan“ — en „þegi þú rnunnur!" En ég hafði ekki lesið nema hálfa aðra blaðsíðu af seinna bindinu, þegar mér tók að hlæja hugur í brjósti. Þar segir svo: „Það tímabil, sem ég þekki bezt, þegar ég átti meiri eða minni þátt í stjórn sveitarmála í Vatnsdal, hef ég stundum kallað þrjátíu ára stríðið, mér til gam- ans. Það nær frá árunum um 1920 fram undir 1950. Hin glað- beitta vatndælska orrahríð setti oft mark sitt á það, sviptingar og kerskin átök fasmikilia manna á hösluðum veili miili alvöru og gam£ins.“ Og ennfremur: „Ef til vill skýri ég þetta bezt með því að byrja á sögunni af málaferlum hreppsnefndarinnar í Vatnsdal og Björns Pálssonar. Þar gengur leikurinn og hin gráa glettni á báða bóga' líklega lengst* en myndin sýnir vel, hvemig menn tókust á, þegar sá gállinn var á þeim.“ Kaflinn er skemmtilegur, enda er þar sagt frá átökum þess manns, sem jafnvel hefur þótt skemmta á Alþingi, Bjöms Páls- sonar, sem Ágúst kallar yfirleitt Bjöm ríka, og vel máili farinna og litt undanlátssamra vatn- dælskra liðsodda. Segir Þannig meðal annars um fyrstu ferð Sá er nú enginn • • • Ólafur Jónsson: Á TVEIMUR JAFNFLJÓTUM. Minningaþættir. Fyrra bindi. Leiftur 1971. Höfundur þessarar bókar læt- ur þess oftar en einu sinni getið, að honum hafi verið mjög and- stætt að læra íslenzka málfræði, þótt hún leiðinleg og næsta erfið viðfangs. En sannarlega hefur hann þó ærið oft tekið sér penna í hönd um ævina, og að mínum dómi, sem raunar er ekki mikill málfræðingur, hefur skortur á málfræðiþekkingu ekki komið Ólafi að sök. Hann varð fram- kvæmdastjóri Ræktunarsam- bands Norðurlands þrítugur að aldri — árið 1925 — og síðan hef- ur hann verið ritstjóri ársrits félagsins. Hann hafði skrifað um miðjan síðasta áratug átta bæk- ur um landbúnað, Ódáðahraun, þrjú mjög stór bindi, Skriðuföll og snjóflóð, tvö bindi, einnig stór, DyngjiifjöII og Askja — og loks skáldsöguna Öræfaglettur og ljóðabókina FjöHin blá. Og hér er nú við hlið mér fyrra bindi ævisögu háns — 427 mjög stórar og drjúgletráðar blaðsíð ur. Þar eð Ólafur hefur haft æmum skyldustörfum að gegna um ævina, verður ekki annað sagt en að afköst hans við rit- störf séu með ólíkindum mikil. Honum hlýtur því að vera létt um að skrifa, og þó að ekki verði sagt að hann sé ritsnillingur, er allt, sem ég hef séð frá honum koma í riti — að þessari bók meðtalinni — skýrt og skipulegt og málið mjög eðlilegt og við felldið, og þegar honum tekst bezt upp, eru lýsingar hans gæddar svo miklu lífi, auk þess sem þær eru rökrænar, að þær verða eftirminnilegar. Segja má, að nú muni nóg kom ið af frásögnum af ástandi og aldarhætti frá síðustu manns- öldruns hér á landi, og fljótt á litið virðist flest erf þvi, sem Ólafur segir þama frá ævi sinni fram að þrítugu, eiga sér full- nægjandi hliðstæður í áður út- komnum bókum. Ólafi hefur og verið þetta ljóst. Það er auð- sætt af forspjalli, sem hann kall- ar Rök og réttlæting. Hann tekur fram, að svið æviminninga hljóti að verða svo þröngt og persónu- legt og allt annað en í almennri sögu, að „sá atburður, sem þar er lítill og ekki frásagnarverður, getur verið stór og harla mark- verður í lífsferli einstaklingsins." Margs fleira getur hann í for- spjallinu, sem sýnir, að hann veit hvað hann syngur, þegar hann ræðst í að rita sögu sína, en þetta þrennt segist hann hafa í huga með tilliti til gerðar sög- unnar: „1 fyrsta lagi að reyna að gera tilbreytnina í frásögninni sem mesta. 1 öðru lagi að endurtaka sem minnst af því, sem greiður aðgangur er að annars staðar. 1 þriðja lagi að teygja lopann ekki svo lengi, að lesandinn gefist upp við lesturinn . . .“ Enginn vafi er á þvi, að höf- undur hefur leitazt við að fylgja þessum þremur reglum — en at- burðarásin sem heild rís ekki svo hátt, að bókin hefði orðið yfir- leitt skemmtilegt og athyglisvert lesefni, ef ekki hefði það komið til, að yfir allri frásögninni er svo sannfærandi blær hreinskilni, raunsæis á menn og málefni og státlausrar sjálfsgagnrýni, að les- andanum hlýtur að finnast, að þama sé hvergi hvikað frá því, sem höfundur veit sannast og réttast. Ýmsar glöggar mannlýs- ingar eru i bókinni, en gleggst og merkilegust er lýsingin á sögumanninum sjálfum og þróun hans frá hálfgildings umkomu- leysi og skorti á flestu öðru en ódrepandi seiglu og skyldurækni til markvissrar og sigursællar baráttu fyrir yfirlætislausum en sjálfsönnum andlegum og líkam- legum þroska. Hvað svo um síðara bindið? Guðmundur Gíslason Hagalín. Björns til fundar við hrepps- nefndina í Vatnsdal: „Þeir óku léttan sem leið lá vestur yfir Hnausakvisl og fram um Vatnsdalshóla, en er þeir komu þar, sem Vatnsdalur opn- ast og breiðir úr sér fyrir sjón- um vegfarandans, reis Bjöm í sæti og sagðí hátt og snjallt: Nú skelfur allur Vatnsdalur fyrir mér!“ En ekki reyndust þeir sérlega skj álftagj arnir, þeir Vatnsdælir, er hann hitti fyrir. Um fram- göngu Indriða oddvita á Gilá farast Ágústi þannig orð: „Ræða Indriða var snilldar- verk, enda maðurinn skarp- greindur, vel máli farinn og háðskur. Hann endaði ræðu sína með þeim orðum, að nú horfði Ágúst á Hofi. svo helzt fyrir þeirri húnvetnsku hetju, Birni hinum ríka á Löngu- mýri, að hann lenti á Horsens- fangelsi eins og Albertí sálugi, og væri það helzt til huggunar, að ekki væri leiðum að líkjast. Indr- iði kvaðst þess fullviss, að Björn mundi ekki verða eftirbátur Albertis við að mala kaffið." Ekki giet ég haldið svona áfram, því að um matrga menn, skörulega Vel greinda, erjuglaða og sérstæða er fjallað í sögunni og einnig húsfreyjur, sem verða eftirminnilegar. Þeim er í þess- ari bók lýst furðu vel, Vatns- dælum, við ýmsar aðstæður — sem gestgjöfum, á mannafund- um, í kosningahríðum, í fjár- og hrossaleitum, við lombesr- og jafnvel pókerspil — og við landa- drykkju og landabrugg — lítt dregin fjöður yfir, því að þeir hafa hvorki látið spil né landa smækka sig — að minnsta kosti ekbi varanlega......Fæ ég ekki annað séð, en að svo djarfmælt- ur sem Ágúst er um sveitunga sína og raunar fleiri Húnvetn- inga, vilji hann unna hverjum manni sannmælis, og þeim ekki siður en öðrum, sem jafnan hafa verið á öndverðum meiði við hann í skoðunum, og vist ar um það, að viða er sá blær yfir frá- sögnum hans og þeim, er þar koma við sögu, að af þeim stend- ur bæði „gustur geðs og gerðar- þokki." Framhald á bls. 20. Sigurður Haukur Guðjónsson Barna- og unglingabækur DRENGUR Á FLÓTTA Höfundur: Petra Flagestad Larsen. Þýðing: Benedikt Arnkelsson, Prentun og gerð: Prentsmiðjan Leiftur h.f. Útgefandi: Prentsmiðjan. ÞAÐ er gaman að fá bók sem þessa í hendur. Höfundur tekst á við eitt þeirra vandamála, er nú risa hæst: Hin vænræktu börn. Hrólfur, söguhetjan, er 14 ára snáði, sem sendur hefir verið í sveit, þar sem hann átti ekkert heimili lengur í borginni. Móðiir hans hefur hlaupizt á brott með nýrri hjásvæfu, en faðir hans aftur á móti er fararskjóti Bakkusar í forarvilpu sjálfselsk- unnar. Hrólfur gleymist í leik hinna eldri og sorg og skuggi ein- míainaleikans fylla brjóst haus. Á hinum nýja stað, Hvoli, eru honum flestir góðir, en söknuð- ur hans eftir foreldraumhyggju meinar honum að fá það skilið. Hann gerist þrózkur í skóla og þar kemur sögu, að sektartil- firming hans rekur hann á flótta. í þeim skugga kemur hann í ljós- vin, sem breytir viðhorfum hans smátt og smátt. Húsráðendur þar skilja drenginn og taka hann að sér sem bróður. Nú spíra þau fræ er Inga, telpa á Hvoli, hafði sáð í huga hans. Beiskjan víkur fyrir löngun þess að reynast maður. Það skal ekki orðlengt, að í sögulokin haldast Hrólfur og faðir hans í hendur fyrir góðra hjálp. Sagan er meistaralega sögð og sálarlífi Hrólfs lýst af slíku inn- sæi, að bókin ætti að verða lestr- arefni sem flestra foreldra. Það er þvi fagnaðarefni að fá svo gott verk í henduir á þeim tímum, er tugir barna Reykjavíkur deila kjörum með Hrólfi og urðarkött- unum. Þýðing Benedikts er mjög góð. Nafn hans á bók þýðir: Óvenju- leg vandvirkni, prýðis mál, eftir- tektarvert viðfangsefni. Hann gefur nöfnum staða og manna ís- lenzkan svip og slíkt mættu þýð- endur, margir, af honum læra. Sagan verður því í höndum hans svo rammislenzk, að Hrólfur gæti vel verið strákur úr næsta húsi. Prentun er góð. Próförk vel lesin, þó ekki villulaus (bls. 12, 31, 78), en þrjár villur í bók verður að teljast þokkalega að staðið. Útgefandi á þakkir fyrir prýð- isverk. SÖGUSAFN BARNANNA. Safnað hefur: Árelíus Níelsson. Teikningar: Halldór Pétursson. Prentun: Prentsmiðja Hafnar- fjarðar h.f. Útgefandi: Ríkisútgáfa námszóka. MARGIR foreldrar kvarta undan því, að skortur sé á bókum, er flytji góðar sögur fyriir börn, þá þeim er fylgt í rúmið á kvöldin. Með þessari má hiklaust mæla sem slíkri. Hún er að vísu ekki stór, aðeins 21 frásögn, en þeas- ar sögur eru sérlega vandaðar, mana allar þann er hlýðir eða les t.þ.a. reynast betri, sannari. Þær eru dæmi úr önn líísins um það, hvernig kristin lífsskoðun speglast hjá þeim, eæ leggja al- úð við þá hæfileika og kenndir, er með okkur bærast beztar. Séra Árelius hefir margra ára reynslu í að segja börnum sögur. Hann hefir alla tíð verið á hnjánum fyrir frainan hið góða og fagra, og brunnið af löngun t. þ. a. veita öðrum hlutdeild í þeirri lotningu með sér. Enn er hann samur við sig, er hann vei- ur þessar sögur, syngur vand- virkninni, heiðarleikanum, bind- indinu lof. Oft bætir hann við frásagnirnar einni eða tveimur línum, svona t. þ. a. tryggja að kjarni sögunnar fari ekki fram- hjá neinum. Hann hefir sótt víða til fanga, mér virtist aðeina ein frá skrifborði hans (Afrek), en allar bera þó svipmót haras, það er, eru bornar uppi af löngun t. þ. a. verða litlum snáða og lít- illi hnátu að liði, lyfta þeim nær upphafi ljóssins. Málið á sögun- um er gott og lipurt, ef ég und- anskil setninguna: Hann kævði sig lítið um heilain haug af bréf- um.........(bls. 41). Finna vil ég að því, að ég sakna þess að þess er óvíða get- ið, hvaðan sagnirnar eru upp- runnar. Mér virtist víðar hefði mátt hefja frásögnina á sama veg og i sögunni: Sannleikurinn er sagna beztur. Það hefði ver- ið bókarprýði og um lieið sjálf- sögð kuroeisi við höfunda, þá er kunnir eru. Myndir Halldórs eru góðair, skemmtilega lifandi. í prentun og pappír hvergi til sparað. Hatfi útgáfan þökk og ég flyt henni ósk um fleiri bækur slíkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.