Morgunblaðið - 29.12.1971, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1971
12
NIXON
stendur með pálmann
Nixon og pálminn
Kennedy. Gefnr ekki kost
á sér, en . . . .
McCovern, iðinn við kolann
í höndun-
um nema
nema...
INNAN árs fara fram forseta-
kosningar í Bandarikjunum.
Stóru flokkarnir tveir, Repúblik-
anaflokkurinn og Demókrata-
flokkurinn hafa þegar hafið und-
irbúning og George Wallace, rik-
isstjóri í Alabama, er einnig
sagður hugsa til hreyfings. Al-
menningur i landinu, eða sá
hluti hans, sem lætur sig stjórn-
mál einhverju varða, er einnig
farinn að velta fyrir sér hinum
ýmsu möguleikum I sambandi
við kosningarnar, sem fram eiga
að fara i nóvember á næsta ári.
Kosningar og framboð í Banda
ríkjunum eru geysikostnaðar-
samt fyrirtæki og er talið að
næstu forsetakosningar muni
slá öll fyrri met í því sambandi.
Áætlað hefur verið, að frambjóð-
endur og stuðningsmenn þeirra
muni eyða um 400 miUjónum
dollara eða um 35 milljörðum
ísl. króna i kosningaherferðinni.
Er það um 25% aukning frá sið-
ustu kosningum. Að venju er
búizt við að repúblikanar leggi
meira fé í kosningarnar, en
Demókrataflokkurinn skuldar
enn um 800 milljónir króna frá
siðustu forsetakosningum. Demó
kratar hugðust nýlega grípa til
þess ráðs, til þess að létta sér
hinar fjárhagslegu byrðar, að
knýja fram löggjöf um eins doll-
ars framiag hvers skattgreið-
anda i kosninga-sjóði flokkanna.
Þessu hugðust þeir hnýta sem
viðauka aftan i hið mikilvæga
frumvarp Nixons forseta um
skattafrádrátt, en það frumvarp
er mikilsverður þáttur í hinni
nýju efnahagsstefnu forsetans.
Sem kunnugt er hafa demókrat-
Málin rædd. Frá vinstri: Humphrey, Jackson, O’Brien formaöur demokrataflokksins, McCovern,
Muskie.
ar meirihluta á þinginu i Was-
hington og hafði þeim nær tek-
•izt að fá viðauka þennan sam-
þykktan óbreyttan í öldunga-
deildinni í harðri andstöðu við
flokksbræður forsetans. En Nix-
on forseti sýndi enn á ný hve
geysislyngur stjórnmálamaður
hann er, og með nokkrum
„sterkum leikjum" hins þjálfaða
þinginu. Demókratar, sem án
nokkurs efa hefðu borið mun
meira úr býtum hefði viðauki
þeirra náð fram að ganga, verða
enn við næstu kosningar að
reyna að vinna hylli fjármála-
manna við fjármögnun kosninga
baráttu sinnar.
Annars eru margir þeirrar
Skoðunar hér, að allt kosninga-
Lindscy: Af hverj starf nr. 3 þeg*
ar ég hef nr. 2?
GEIRHAARDB
meríku
bréfi
Muskie: Hefur bezta mögideika.
valdamanns tókst honum að gera
ákvæðið máttlaust án þess að
skaða sjálft skattalækkunar-
frumvarpið. Þetta var enn einn
pólitískur stórsigur Nixons í
brölt Demókrataflokksins sé fyr-
irfram vonlaust. Nixon hafi þeg-
ar nánast tryggt sér endurkjör.
Einkum er það ótvíræð viðleitni
Nixons til að draga úr spennu
í alþjóðamálum, sem aflað hefur
honum aukins trausts og fylgis.
Hin nýja stefna hans gagnvart
Kína og fyrirhugaðar heimsókn-
ir hans til Peking og Moskvu,
auk áframhaldandi brottflutn-
ings bandariskra hermanna frá
Víetnam, nýtur vinsælda. Heima
fyrir hefur honum auðvitað ekki
tekizt að vinna bug á öllum
vandamálum, en talið er þó, að
ef hin nýja efnahagsstefna hans
ber einhvem árangur, eins og
raunar er búizt við, verði hvaða
frambjóðanda Demókrataflokks-
ins sem er erfitt að fella forset-
ann. Takist með þessari nýju
stefnu í efnahagsmálum, sem
hér er kölluð Nixonomics (sam-
sett úr orðinu Nixon og enska
ofðinu yfir hagfræði, economics)
að draga úr verðbólgu og
minnka atvinnuleysi, sem nú er
um 6%, verður fátt eftir fínna
drátta fyrir andstæðinga Nixons.
Það var annars ekki ætlunin
að fjalla eingöngu um Nixon,
en eins og fram hefur komið er
fullvíst talið að hann verði aft-
ur i framboði fyrir Repúblikana-
flokkinn. Það er hins vegar eng-
an veginn vist að Spiro Agnew,
Framh. á bls. 21
Harmleikurinn
við Hjörundfjörð
inn og beðið um hjálp. Tólf
menn fóru samstundis af stað,
og fleiri voru reiðubúnir. Þeir
hugsuðu ekki miikið um þá
hættu sem þetta hafði í för
með sér. Næsta flóð gat þó
komáð hvenær sem var.
1 þessum afskekktu byggð-
um vinna allir saman sem
eiinn maður, og þá ekki sízt á
slíkum stundum sem þessari.
Björgunarmennimir 12 börð
ust áfram upp hlíðina. Þeir
komu á slysstaðinn síðari
hluta dags og fundu manninn
eftir nokkra leit. Hann var
ómeiddur og hafði ekki orðið
meint af að liiggja undir snjón
um þær klukkustundlr sem
leitin tók.
En svo gerðist það. Uppi í
fjallinu heyrðist undarlegur
hvinur sem kom nær og nær.
Eins og flóðbylgja steyptist
snjóflóðið yfir mennina 13 og
hreif þá með sér eins og helj-
argreip sem engu vægir. Að-
eins fjórum tókst að komast
undan án þess að grafast und-
ir snjóinn, félagar þeirra 9
voru grafnir einhvers staðar
undir þeissari 6-7 metra þykku
óendaniegu snjóbreiðu.
Leitarflokkamir sem komu
frá Östa, Volda og Álasundi
sáu, að hér varð að fara að
öllu með gát. Það var ekki
hægt að taka þá áhættu að
fieiri yrðu snjóflóðinu að
bráð. Flokkamir komust á
HARMLEIKURINN við Hjör-
undfjörð, sem er skammt frá
Álasundi, þann 24. nóv. sl.
hófst sem leit að sex geitum,
sem ekki voru komnar í hús
enn. Þær voru uppi í íjalls-
hliöinni, en sökum veðurbreyt
inga þótti bóndanum Einari
Standal bezt að sækja þær,
áður en veðrið versnaði. Synir
hans fóru með honum. Það
hafði snjóað allmikið dagana
á undan. Veðrið var þó milt
er þeir lögðu af stað.
Þeir voru komnir um 400
metra upp í fjallshlíðina er
snjóflóð kom æðandi niður
hliðina. Sonur bóndans, Olav
Kjell, hvarf undir skríðuna,
en hinum tókst að komast
undan.
Boð var strax sent yfir fjörð
Kbikkustiindiim saman grófu leitarmennii-nir i von nm að
finna fieiri á lífi.
milili vonar og ótta eftir frétt-
um frá leitarflokkunum. Eftir
nokkra leit fannst fyrsti mað-
urinn. Hann var á lifi og ekki
mjög þrekaður. Skömmu
seinna fannst annar, en mjöig
var af honum dregið. Hann
Framh. á bls. 21