Morgunblaðið - 29.12.1971, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBKR 1971
I
Kópavogur — Heímilishjólp
Konur óskast til starfa hjá Heimilishjálpinni í Kópavogi,
bæði allan daginn og hluta úr degi.
Upplýsingar I síma 42387 eftir hádegi.
DUET
Hinir heimsfrægu
hollenzku Pcmatella vindlar.
Viðurkenndir fyrir gæði.
Svara kröfum hinna
vandlátustu.
Afeð notkun skotpalla
minnkar stórlega hættan á óhöppum við flugeldaskot.
SKOTPALLAR fást í flestum flugeldasölum í Reykjavík
og nágrenni.
Framleiðentíur.
Breyttur skrifstofutími
Eftir áramótin breytist skrifstofutími heildverzlana okkar
og verður þá þannig:
Kl. 8.30—12.00 og kl. 13 00—17.00
alla virka daga nema laugardaga.
en þá er lokað.
Ó. JOHNSON OG KAABER HF..
HEIMILISTÆKI SF.
Verkamenn
Óskum að ráða nú þegar nokkra laghenta verkamenn,
helzt úr Kópavogi.
Upplýsingar í skrifstofu fyrirtækisins næstu daga.
Ekki svarað í sima.
VERK HF.,
Lauagavegi 120.
Auglýsing
frá fjármálaráðuneytinu
um bann við tóbaksauglýsingum
Skv. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 63/1969 um verzl-
un ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, sbr. lög
nr. 59/1971 um breytingu á þeim lögum, eru
óheimilar allar auglýsingar á tóbaki í blöð-
um, útvarpi, sjónvarpi, kvikmyndahúsum og
utandyra, frá og með 1. janúar 1972 að telja.
Athygli forráðamanna fjölmiðla og þeirra,
sem verzla með tóbak er vakin á þessu laga-
ákvæði og á skyldu auglýsenda til að fjar-
lægja útiauglýsingar um tóbaksvörur strax
og lögin hafa tekið gildi.
Fjármálaráðuneytið. 27. desember 1971.
Hattar, húfur, grímur, kastrúllur
ranar, lúðrar, blöðrur og margt fleira
nn i,», i, &-
HAFNARSTRÆTI 18,
LAUGAVEGI 84,
LAUGAVEGI 178.
— „Þegar ég
var gamall“
' r«i«
fyrir tíu árum — en ég er
núna.
Menn upplifa oft einhvers
konar sálarkreppu um sextugt
og stundum fyrr, ekki aðeiiis
vegna þess að þeir finna að ell-
in færist yfir, heldur vegna
þess að þeir óttast hana, ótt-
ast hrörnunina og kvíða þvi að
þurfa að neita sér um ýmsar
lystisemdir.
Ég lék mikið golf áður fyrr.
Ég valdi þennan stað fyrir hús
ið mitt meðfram vegna þess að
golfvöllur er hér í nánd. En
nú er ég hættur öllu slíku. Ég
hef snert af liðagigt í fæti og
hún gæti versnað.
Þegar ég ákvað að hætta að
leika golf, var ég niðurbrotinn
maður. Ég þorði ekki að koma
nálægt goifvellinum í þrjá eða
f jóra mánuði. Nú er mér alveg
sama.
Ellinni fylgja stöðugt fleiri
afneitanir. En menn óttast
ekki svo mjög endalokin, held
ur að endalokin beri að á
óskemmtilegan hátt.
Nú óttast ég ekki ellina sem
slíka, heldur það eitt að geta
ekki skrifað lengur. Tilhugs-
unin um það skelfir mig mjög."
„Ég er engin hetja,“ sagði
hann. „Ég gæti ekki tekið að
mér ábyrgðarmikla stöðu,
hvorki á stjórnmála- eða hern-
aðarsviði. Og ég er ekki met-
orðagjarn. Hvað mig snertir
mætti leggja metorðagirndina
til jafns við sókn I stuttar un-
aðsstundir.
Fyrsta unaðsstundin rennur
upp, þegar þjónustustúlkan
tekur hlerana frá glugganum á
morgnana. Þá sé ég til himins.
Ég sé, hvort sólin skín eða
hvort það rignir. Skíni sól,
verð ég gagntekinn fögnuði, en
rigni, verð ég það engu siður.
Svo drekk ég fyrsta kaffiboll-
ann af hreinni nautn. Smávægi
legir hlutir, mundu margir
segja, en ekki i mínum augum.
Daglega fer ég í tvær lang-
ar göngur. Sé hvasst hér
I sveitinni, læt ég aka mér til
Lausanne. Þar er skýlla. Ég
læt aka mér að útjaðri borgar-
innar og geng um hana þvera.
Ég horfi á fólkið á götunni.
Það lítur ekki í kring um sig.
Stikar áfram hlaðið áhyggjum
sínum. En ég geng hægt
og virði fyrir mér það, sem fyr
ir augu ber: vegfarendur, lag-
lega stúlku, falleg hálsbindi í
búðarglugga, sóiargeisla í
gluggarúðu. Ég þekki næstum
alla glugga í borginni.
Þegar ég fer gangandi um
sveitina heima, þekki ég hvern
graskúf. Þegar fjólurnar fara
að blómstra, veit ég hvar þær
er að finna. Ég veit hvar jarð-
arberin eru, sem vaxa villt úti
í náttúrunni og ég fylgist með
því, hvemig þau roðna meira
dag frá degi.“
Hann á sér það lokatakmark
að sjá manninn skýrt og í heild
með kostum og göllum. „Veröld
in býr öll í einum manni, ein-
um hjónum eða einni fjöl-
skyldu," sagði hann.
IHorgitnþWÍJiþ
margfnldor
markad ydar