Morgunblaðið - 29.12.1971, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.12.1971, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1971 21 — Nixon Framh. af bls. 12 núverandi varaforseti Nixons, verði aftur með honum í fram- boði. Mörgum vöngum er yfir því velt, hvort svo verði, og ef ekki, hver taki þá sæti hans. Agnew hefur bakað stjórn Nix- ons óvinsældir með hreinskilnis- legum lýsingum á skoðunum sín- um og er orðinn eitur í beinum frjálslyndra afla hér í landi. Sér- deilis eru það stúdentar sem eru óhressir yfir Agnew, en það eru einmitt atkvæði þeirra, sem úr- slitum geta ráðið á næsta ári. Kosningaaldur við forsetakjör hefur verið lækkaður í átján ár og verður án efa mjög hart bar- izt um atkvæði hinna ungu kjós- enda. Samkvæmt nýlegum skoð- anakönnunum nýtur Demókrata- flokkurinn fylgis 34% nýrra kjósenda, en Repúblikanaflokkur inn aðeins 20%. 44% telja sig óháða eða eru óvissir, en íhalds- maðurinn frá Alabama nýtur fylgis 2% nýrra kjósenda. Nix- on, sem sigraði Hubert Hump- hrey mjög naumlega i síðustu kosningum, á þvi hugsaniega á hættu að tapa næstu kosningum vegna andúðar nýrra kjósenda á varaforseta hans, takist honum ekki á annan hátt að laða þá til fylgis við sig. Því er eðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort Spiro Agnew verði aftur í fram- boði. Ýmsir hafa verið nefndir sem hugsanlegir arftakar hans. Efstir á því blaði eru John Conn- ally, fyrrum ri'kisstjóri i Texas, núverandi f jármálaráðherra í stjórn Nixons. Connally, sem raunar er demókrati, hefur átt vaxandi láni að fagna frá því hann tók sæti í stjórninni. Hann er nú höfuðsamningamaður Bandarikjanna í þeirri refskák, sem um þessar mundir er tefld á hinum alþjóðlega fjármála- markaði. Connally er taiinn mundu auka sigurlíkur forsetans meira en flestir aðrir hugsan- legir meðframbjóðendur hans. Óvíst er þó, hvort Nixon telur sér fært að hafa Connally með sér i framboði sökum þess, að hann er demókrati. Aðrir, sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir eftirmenn Agnews, eru m.a. George Bush, ambassa- dor Bandaríkjanna hjá SÞ, John Tower, öldungadeildarþingmað- ur frá Texas, Sargent, ríkisstjóri í Massachusetts, og jafnvel Ed- ward Brooke, en hann er eini blökkumaðurinn, sem sæti á í öldungadeildinni. Brooke er repú blikani og situr á þingi fyrir Massachusetts ásamt Edward Kennedy, en þar eru aðeins 3% ibúa svartir. Brooke er talinn líklegur til að veiða atkvæði hör- undslitaðra og annarra minni- hlutahópa, en Nixon hlaut aðeins 12% atkvæða svartra 1968. Hins vegar á Nixon á hættu, verði Brooke með honum í framboöi, að tapa einhverju af hinu ihalds- samara fylgi sínu, sem honum er að sögn hlýtt til. Hvort þess- ar tilfærslur ráða úrslitum er þó allt undir þvi komið hver fram- bjóðandi demókrata verður. Innan Demókrataflokksins eru menn þegar farnir að berjast um útnefningu flokksins til for- setakjörs, en sú útnefning fer fram næsta sumar á flokksþingi demókrata i Miarni. Fjölmörg nöfn eru nefnd og nokkrir hafa þegar lýst yfir þeirri fyrirætl- Harris, blankur un sinni að stefna að útnefningu. Fyrstan ber að nefna Edmund Muskie, öldungadeildarþingmann frá Maine, en hann var sem kunnugt er varaforsetaefni Humphreys 1968. Muskie lýsti yfir þessum ásetningi sínum fyr- ir lqngu og hefur unnið vel að Humphrey, ekki sá nýjasti af nálinni. því að tryggja sér útnefninguna. Hann er nú talinn hafa mesta möguleika á að hreppa hnossið. Aðrir sem opinberlega stefna að útnefningu eru öldungadeildar- þingmennirnir George McGovern frá Suður-Dakota, Henry Jack- son frá Washington-riki og Sam- uel Yorty, borgarstjóri í Los Angeles. Hubert Humphrey er einnig með í kapphlaupinu, þótt ekki hafi hann formlega tilkynnt það. Tveir enn eru einnig taldir koma til greina, þótt báðir hafi lýst þvi yfir að svo sé ekki. Það eru Kennedy og John Lindsay, borgarstjóri í New York, en hann er nýgenginn í flokk demó- krata. Enn er of snemmt að segja hvort aðrir verði ekki með Líkfylgdin mjakast frá kirkjunni. - Harmleikur Framh. af bls. 12 fjallið við Hjörundlfjörðinn krafizt fórnar af fölkinu í þe®su byggðarlagi sem bara hefur 200 ibúa. Þann 1. des sl. voru menn- irnir sjö bornir tii grafar. — Aldrei hafði fleira fólk verið saman komið í kinkjnn.ni. Eig- inkonur, börn, foreidrar og aðrir ættingjar komu tiil að kveðja mennina sjö. En það vonu fleiri, um eifct þúsund manns koan til að taka þátt í song, ekki bara skyld'uliðsins, en byggðarlagisins aiis. Lifið gengur sinn gang, en harmleiikurinn þann 24. nóv. setur mark á líf fólksins sem naastum allt árið verður að berjast við náttúruöfi, og oft greiðá þá baráttu dýru verði. „Við erum svo fá, að við get- um ekki misst neinn," sagði Nordahl Grieg eitt sinn. Þetta á vel við íbúa byggðariagsins við Hjörundfjörðinn. Og þess vegna er sikarðið stórt, sem nú var höggvið, missirinn meiri og þunigbærari. hresstist þó von bráðar. Von- arneisti kviknaði. Leiitarmenn- irnir grófu og grófu í von um að finna fleiri á lífi. Sú von brást. Geiturnar höfðu kostað sjö manns'líf. í einni svipan höfðu 15 börn í þessu li't'la, afskekkta bygigðarlagi misst feður sina. Fjórar konur misstu eiginmenn sína. Þrír af þeim er fóruist voru frá sama bænum. Enn einu sinni hafði Bayh: Konan mín er veik. Jackson: Búinn að fá nóg af þeim sem búnir eru að fá nóg. í kapphlaupinu, t.d. hefur Eugene McCarthy enn ekki gert upp hug sinn. A.m.k. tveir aðrir höfðu lýst yfir þátttöku sinni í kapphlaupinu, en hafa fengið hlaupasting og hætt. Annar þeirra er Fred Harris frá Okla- homa, sem á miðri leið varð þess skyndilega áskynja að hann var orðinn blankur og hafði ekki efni á að leggja út í kosningabaráttu. Hinn er Birch Bayh frá Indiana. Kona hans tók af honum ómakið með hlaupastinginn og lagðist veik, sem hafði þau áhrif að Bayh dró í land, en illviljaðir fréttaskýrendur telja veikindi frúarinnar ágætt yfirskin yfir tóma vasa. McGovern, sem keppzt hefur við kolann frá þvi fyrir kosning- ar 1968, nýtur skv. skoðanakönn- unum aðeins fylgis um 5% kjós- enda Demókrataflokksins og munu það einkum stúdentar sem fylla þá töiu. McGovern hefur komið sér upp stuðningsmanna- hópum innan fjölmargra háskóla í landinu. Henry Jackson og Sam Yorty eru fulltrúar íhaldssamari hluta Demókrataflokksins og báðir tald ir munu fá hlaupasting eða togna og verða þar með úr leik. Þessu er reyndar spáð um Mc Govern líka. Jackson hefur þó tryggt sér stuðning ýmissa fjár- sterkra afla meðal Gyðinga og er lítt skiljanlegt hví þeir veðja á svo vonlaust hross. Höfuðslag- orð Jacksons er, að flestir Banda ríkjamenn séu búnir að fá nóg af fólki sem búið sé að fá nóg af Bandaríkjunum. Útnefning Jacksons eða Yortys mundi án efa þýða klofningsframboð frjáls lyndari afla, hugsanlega með McCarthy sem forsetaefni. Slíkt framboð mundi vitanlega gera Nixon sigurinn enn léttari. Þvi er nú tahð líklegast að annað hvort Muskie eða Hump- hrey verði fyrir valinu. Muskie hefur nokkurt forskot fram yfir hina frambjóðendurna og er tal- inn öi'uggur um mikinn sigur I fyrstu forkosningunum, sem fram fara i New Hampshire i marz nk. Nýlegar skoðanakann- anir sýna einnig, að Muskie yrði erfiðasti mótframbjóðandi Nix- ons. Yfirlýsingar Humphreys um framboð er vænzt mjög bráð- lega. Hafa menn það til marks og telja góðs vita að Humphrey viðurkenndi nýlega að hann væri nú ekki lengur sá nýjaisti af nálinni né heldur sá sætasti sem hugsazt gæti. Humphrey, sem nú er sextugur, nýtur víða mikils trausts og á sterka stuðn- ingsmenn innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Fari svo að rnjótt verði á mun- um á flokksþingi demókrata og hrein úrslit fáist ekki, er ekki talið ósennilegt að leitað verði til Kennedys, sem nú þrætir fyr- ir nokkurn vilja til framboðs. Getur þá orðið erfitt fyrir hann að biðjast undan framboði, eink- um ef næst yrði leitað til Lind- says. Lindsay hefur nýlega sent menn út um allt land til að „kanna miðin“, en segir þó í óljósum yfirlýsingum að hann muni ekki stefna að útnefningu. Hann var fyrir skömmu að því spurður i sjónvarpi, hvort hann myndi vilja vera í framboði sem varaforseti. Því svaraði hann til, að hann væri nú þegar i næst „töffasta" embætti í landinu og því í ósköpunum skyldi hann þá sækjast eftir því þriðja í röð- inni. Það eru þvi ýmis viðhorf uppi og hart barizt, bæði opin- bei'lega og á bak við tjöldin. Keppinautarnir innan Demó- krataflokksins hafa komið sér saman um að gagnrýna ekki hverjir aðra, en það samkomu- lag virðir Henry Jackson ekki og ætlar sér augsýnilega stóran hlut. Er ljóst að framvinda mála næstu mánuði ræður miklu og viðhorf geta breytzt mjög snögg- lega fram að flokksþingi demó- krata og kosningum i nóvember nk. En eins og við horfir í dag er líklegast að allt brambolt demókrata sé gagnslitið, Nixon standi þegar með pálmann í höndunum og muni vart glata honum nema verulega erfið mál komi upp. Geir Hilmar Ilaarde. FLUGELDAH VOLVOSALNUM SUÐURLANDSBRAUT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.