Morgunblaðið - 29.12.1971, Síða 32
AUT TIL
UÖ8MYNDUNAR
w-
52POÍ
ESH i
1
I inciEcn
MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1971
Spreng-
ingar og
óbætan-
legir
heyrnar-
skaðar
I>\R sem áramót fara senn
i hönd, vill heymardeild Heiisu
verndarstöðvar Reykjavíkur
minna á þá miklu hættu, sem
heyrn manna getur stafað af
hvers kyns hvellum og spreng
ingum.
Er þeim tilmælum sérstak-
lega beint til foreldra og ann-
arra aöstandenda, að þeir geri
börnum og unglingum grein
fyrir þessari hættu og reyni
að koma í veg fyrir notkun
kínverja og annars sprengiefn
is. Heyrnarskaði sem hlýzt af
sprengingu er óbætanlegur.
Fundir um
fiskverð
STÖÐUGIR fundir standa yfir
um þessar mundir í Verðlagsráði
sjávarútvegsins og er þingað um
íköpun. Sveinn Finnsson, fram-
kvæmdastjóri ráðsina kvað stefnt
að því að fiskverðið yrði ákveðið
fyrir áramót, en óvíst var í gær,
hvort það tækist.
Ashkenazy og Barenboim á æfingu í Háskóiabíói í gær.
— Ljósm. Mbl. Ó.K.M.
Enn ríkir óvissa um
bifreiðatryggingar
Ríkisstjórnin tekur lokaákvörð-
un um hækkun iðgjalda
ÓVISSUASTAND ríkir nú um
skyldutryggingu bifreiða, en frá
NÆKRI árlega verða i síðustu
viku ársins alvarleg siys af völd-
um Idnverja og annars sprengi-
efnis. Hafa unglingar misst
framan af fingrum og fengið
logandi púður og sprengibrot í
augun. Hafa af meðferð slíks
vamings orðið slys, sem aldrei
verða bætt að fullu. Þvi er aldrei
nógsamlega brýnt fyrir ungling-
um að fara varlega með þessi
efni. I gær varð t.d. slys í Aðal-
stræti, er kínverji sprakk í hendi
unglings. Hann var fluttur í
Slysadeild Borgarspítalans. Þá
má einnig benda á viðvörun frá
heyrnardeild Heilsuverndarstöðv
arinnar, sem birtist hér efst á
síðunnL
og með áramótum lýkur trygg-
ingaárinu. Sýnt er að trygginga-
félögin þurfa á hækkun iðgjalda
að halda, en hækkunin er bund-
in ákvörðun og leyfi verðlags-
yfirvalda, en með breytingu á
verðstöðvunarlöguniim nú fyrir
jól urðu iðgjöldin háð verðlags-
eftirliti. Mun ríkisstjómin taka
ákvörðun um hækkimina og
samkvæmt upplýsingum, sem
Mbl. fékk í gær voru líktir á
þvi að tekin yrði ákvörðun í
málinu á ríkisstjórnarfundi ár-
degis í dag.
Bjarni Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Sambands ísl.
tryggingafélaga, sagði í viðtaii
við Mbl. í gær að tryggingafé-
lögin hefðu gert kröfu til ríkis-
valdsins um að það leyfði hækk-
un um 45.6% og var sú krafa
gerð í bréfi dagsettu 17. des. —
Síðan, sagði Bjami, hefur verð-
stöðvunarlögunum verið fram-
Framh. á bls. 31
Innflutningur sæl-
gætis, óáfengs öls
og sements
— leyfður á árinu 1972
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hef
ur gefið út augjýsingu um inn-
flutningskvóta á árinu 1972 fyrir
vörur, sem ennþá eru háðar inn-
flutningsleyfum. Helztu breyting
ar á kvótum þessum frá því sem
gilt hefur á árinu 1971 eru þær,
að á næsta ári verður leyfður
innflutningur sælgætis, óáfengs
öls og sements.
Er ráðgert, að hedldarverðmæti
innflutts sælgætis vetrði 25 millj.
kr., heildarverðmæti innflutts öls
Flugeldasýning
í Kópavogi
HJÁLPARSVEIT skáta í Kópa-
vogi heldur flugeldasýningu í
kvöld kl. 21 í nágrenni kirkjunn
ar. Skátarnir hafa nú fyrir áira-
mótin flugeldasölu í Kópavogi og
rennua- allur ágóði atf henni til
starfsemi hjálparsiveitarininar.
5 milljónir króna og heildarmagn
innflutts sementa 10.000 tonn.
Ashkenazy og
Barenboim
með Sinfón-
íunni í kvöld
7. TÓNLEIKAR Sinfóníu-
hljómsveitar íslands verða í
kvöld í Háskólabíói kl. 21, og
er stjómandi Daniel Baren-
boim en einleikari Vladimir
Ashkenazy. Á efnisskránni er
Euryanthe forleikurinn eftir
Weber, Pianokonsert nr. 2
eftir Chopin og Sinfónía nr. 6Í
eftir Tsjaikovski. 2
8. tónleikax hljómsveitaxiriin-1
aæ eru á morgun 30. des. kl.J
14, en vegnia veikindaforfaUa|
Pinchas ZukeTmaimnis fiðluleik-/i
ara verður sú breyting á efndB-J
- storánni, að í sitað fiðlukonsertst
Mendelssohns verða fluttir l.|
og 3. pianokcmsertar Beethov-/
ens undii? stjóm Ashkenazys, I
og einieikari er Daniel Baren-t
boim. I
Uppselt er á báða þessa tón-
leika. i
Daniel Barenboim er ráðinin
tU tónleikahalds í Bandaxíkj-
unum þ. 1. janúar, en vegniaJ
flugsamgangna vestur varðl
ekM hjá því komizt að látaj
siðari tónleikana hefjast kl. 14|
í stað tol. 21 eins og venjujega.,
Skálholt:
Hálf önnur
milljón króna
„ÞAÐ er ákaflega erfitt að segja
nákvæmlega til um kostnaðinn
við svona verk,“ sagði Jón Þór-
arinsson, dagskrárstjóri hjá sjón-
varpinu, þegar Mbl. spurði hann
i gær, hvað leikrit sjónvarpsins
„Skálholt", sem sýnt var í fyrro
kvöld hefði kostað. Sagði Jón, aS
gTeiðslur til leikenda, leikstjóra
og höfundar hefðu numið nm
750 þúsund kr., en þá væri eftir
fastur kostnaður sjónvarpsins
sjálfs, sem væri mjög miklll í
svona tilvikum. „Kannski alit a9
því önnur eins upphæð."
Jón sagði, að „Skálholt" yrði
örugglega ekki enduxsýnt á næst
unni. í samningum við leikara
er heimilt að endursýna verk íyT
ir hálft gjald innan þriggja ára,
en þar sem sú upphæð ein næmí
hátt á fjórða hundrað þúsund kr,
þætti mönnum betra að biða
fram yfir þrjú árin. Hins vegiar
gat Jón þess, að sjónvarpið væ®i
nú að endursýna fyrri leikverk
sín og verður m.a. „Hedda Gaibl
er‘ á dagsíkrá í janúar.