Morgunblaðið - 04.01.1972, Síða 5

Morgunblaðið - 04.01.1972, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1972 5 Opnunartími dagheimila lengist — Leikskólar loka á laugardögum Breytingar á starfsemi Sumargj af ar SVO sem aftstandend'um bama á heimiluim Sumargjafar er kuirn ugit, verður nokkur breyting á starfsemi félagsins frá og með þessum áramótum. Sökum þess að þrír aðilar, sem njóta þessarar startfsemi og hafa notið um nokkur undamfarin ár bæði á dagheimilum og leik.skól- um, hafa séð ástæðu til að semda Sumargjöf fremur kaldar kveðj- ur nú um áramótin, þykir rétt að fram komi í sama fjölmiðli, það sem er að gerast hjá Sumar- gjöf Um þessar mundir. Úndanfarin 2 ár hefur verið í athugun að lengja opnunartíma dagheimilanna til að koma til móts við óskir og þarfir þess fólks, som bundið er við vinnu lengur en opnunartíminn hefur verið. Mál þetta var sent Félagsmála- sfófnun Reykjavíkurbongar til athugunar, þar eð hér var á ferð- inni kostnaðarsöm aukming á starfseminni. Hefur verið unnið að þeirri athugun og síðan ákveð ið af stjórn Sumargjafar með vitund og vilja Félagsmálastofn- unar borgarinnar að koma þess- ari breytingu á nú um áramótin. Opnunartímd dagheimilanna verð ur þá sem hér segir. Mánudaga — föstudaga kl. 7.30—18.30 og laugardaga kl. 7.30—12.30. Hins vegar er lögð rík áherzia á, að börnin séu ekki lengur daglega en þörf krefur og alls ekki leng- ur en 8—9 tima á dag og er þá velferð bamanna höfð í huga fyrst og fremst. Er hér verulega komið til móts við óskir fóltos, sem vegna vinnu- tirna hefur átt erfitt með að koma bömum sínum til og frá dagheimilum, en hins vegar reynt að fyrirbyggja að börnum sé of- gert með of lamgri dagvistun. Rétt er að umdirsírika, að dag- heimili eru fyrst og fremst ætl- uð bömum einstæðra foreldra enda þótt tekin hafi verið upp sú stefna að veita námsmönnum nokkra úrlauisn mála. Biðlisti er hins vegar langur og því ekki hægt að leysa vanda fjölmargra, som eiga í miklum erfiðleikum og sannarlega þyrftu á þjónust.u þessari að halda og getur þá oft orðið erfitt að dæma, hverjir skulu njóta. Mál leikskólanna hafa einnig oft verið til athuigumar hjá stjórn Sumargjafar, svo sem eðlilegt er. Lei'kiskólamir eiga að vera opnir öllum jafnt, enda þótt einnig þar hafa verið tekið tillit til margháttaðra erfiðleika heimila, þar sem biðlistar eru því miður langir. Opnunartími leiksikólanna hef- ur undanfarin ár verið kl. 8—12 og 13—17.30 og á laugardögum kl. 8—12. Á leikskólana hafa verið tekin böm allt frá tveggja ára aldri og hefur Sumiargjöf látið undan mik illi eftirspum e-ftir pláissum fyrir yngstu bömin. Miðað við þemnan aldur er tíminn 8—12 eða 13— 17 of lanigur, enda er starf- semi leikskólanna og aðstaða allt önnur en dagheimilanna. Þau börn, sem sótt haifa leik- skóla eftir hádegi hafa ekiki átt kosit á laugardagsdvöl og hefur svo verið uim margra ára skeið. Laugardagsmorgnar hafa því að- Framhald á bls. 12 Slysavarnafélag íslands og sly savarnadeildin Ingólfur í Reykj avík gengiist í gær og fyrradag fyrir fræðslufundum fyrir yfir menn á verzlnnarflotaniun. Á f undinum var kynnt meðferð ýni- issa björgunartækja og stjórnaði því Hannes Hafstein, en Kári Sigurbergsson, læknir, flutti erindi um lífgun úr dauðadái o. fl. Fræðslufundina sóttu um 170 yfirmenn og á myndinni er Hannes Hafstein að kynna þ eim eitt björgunartækið. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Híbýla- og skólpmeng- un tiltölulega væg í Pollinum Ekki þó baðvatn vegna gerla HÍBÝLA- og skólpmeng- un virðist enn vera til- tölulega væg í Akureyrar- polli. Þótt botnlífið hafi efa- laust tckið miklum breyting- um fyrir áhrif mengunar, þannig að fækkað hefur teg- undum, er magn þess allmik- ið, segir í skýrslu um frum- athuganir á mengun í Eyja- fjarðarbotni, sem náttúru- fræðingarnir Helgi Ilallgríms son og Hörður Kristinsson gerðu sumarið 1971. Ennfremur segir þar í úr- drætti um helztu niðurstöð- ur: Hið liáa hlutfall rörorma gæti bent til þess, að nokkurs súrefnisskorts gætti, a.m.k. á vissum árstímum. Sjálfar súr- efnismælingarnar segja lítið um þetta, enda engar mæl- ingar gerðar fast við botninn eða í botnleðjunni. Auk þess getur ástandið verið allt ann- að á öðrum tímum ársins. Um algeran súrefnisskort getur hins vegar ekki verið að ræða, a.m.k. ekki í yfirborði leðjunnar. Gerlamengun virðist vera tölu- verð í Pollinum, einkum í yfir- borðinu á svæðum næst vestur- landinu, og er þar langt fyrir of- an það mark, sem venjulega er talið leyfilegt fyrir baðstrendur. I austurhluta Pollsins og utan Oddeyrar er þessi mengun mun minni. Um iðnaðarmengun verða litl- ar ályktanir dregnar af nefnd- um athugunum, segir ennfremur i skýrslunni, en ekkert kemur þar fram, sem bendir til þess að hún sé á verulega hættulegu stigi. Tekið er fram, að þess beri að gæta að ofangreindar niðurstöð- ur eru dregnar af rannsóknum, sem mjög eru takmarkaðar í tima og rúmi og sumpart gerðar af vanefnum. Til þess var heldur ekki ætlazt að þær gæfu nein endanleg svör, heldur áttu þær að vera ábendingar til undirbún- ings ítarlegri rannsókn á næstu árum. Þótt mengunin sé að sjálf- sögðu mest í innsta hluta fjarð- arins, einkum í Akureyrarpolli, má gera ráð fyrir töluverðri dreifingu mengunarefnanna um allan fjörðinn, enda koma þau ekki eingöngu frá Akureyri, heldur einnig frá þorpum og bæjum utar með firðinum, segja þeir Helgi og Hörður í skýrslu sinni. Þess vegna er nauðsynlegt að útfæra rannsóknirnar bráð- lega á allan innri helming fjarð- arins a.m.k., það er á svæðið ut- an Hríseyjar. Þetta er einnig mikilvægt til samanburðar á misjafnlega menguðum svæðum (t.d. Hörgárgrunni til samanburð ar við Pollinn), til að hægt sé að dæma um mengunarstigið. Þessar frumathuganir á meng- un í Eyjafjarðarbotni eiga sér nokkurn aðdraganda, en vorið 1971 fór heilbrigðisnefnd á Akur- eyri þess á leit við Náttúrugripa- safnið á Akureyri, að það tæki að sér að gera kostnaðaráætlun um frumrannsóknir á mengun í sjó og vötnum í grennd við Ak- ureyri og annast skipulagningu rannsóknanna. Jafnframt leit- aði nefndin til rannsóknastofu Norðurlands með efnagreiningar og gerlarannsóknastofu Mjólkur- samlags KEA með talningu á gerlum. Unnu þessir aðilar að rannsóknum, en byrja þurfti á að kaupa nokkuð af tækjum, sem ekki voru til á þessum stöð- um. Fyrsta sýnitakan fór fram 24. ágúst sl. Voru sýni tekin á tveimur línum, þvert yfir innsta hluta Eyjafjarðar. Var önnur frá VÍSINDAFÉLAG Norðlendinga var stofnað á Aknreyri 1. des- ember sl. Stofnfélagar vorn átta og var Helgi Hallgrimsson, grasafra>ðinffiir, kjörinn forseti félagrsins. I fréttatilkynningu frá félag- inu segir m.a.: „Aðalmarkmið fé lagsins er að stuðla að auknum visindalegum rannsóknum og öðrum lærdómsiðkunum á félags svæðinu, sem er Norðlendinga- ' fjórðungur, m.a. með því að samkomuhúsinu, þvert yfir Poll- inn, en hin frá Glerárósum. Önnur sýnistaka var gerð 16. september, á línu í suður frá Grundargötu að Höepnersbryggj um. Hefur nú verið gefin út fjöl- rituð skýrsla með niðurstöðum og skýringateikningum dagsett í október sl. N vir pró- fessorar VEGNA lausnar dr. Magnúsar Más Lárussonar háskólarektors, frá kennslu og stjórnunarstörf- um í heimspekideild Háskóla ís- lands meðan hann gegnir rekt- orsstarfi, hefiur menntamálaráðu neytið sett dr. Björn Þorsteins- son, lektor, prófessor í heimspeki deild um eins árs skeið frá 15. september 1971 að telja. Þá hefur forseti íslands skip- að Örn Bjartmars Pétursson pró- fessor í gervitannagerð í lækna- deild Háskóla Islands frá 15. nóv- ember 1971 að telja. beita sér fyrir sérstökum rann- sóknum, vinna að eflingu vís- indastofnana, stuðla að útgáfu visindarita og koma af stað fund um og umræðum um vísindaleg efni.“ LESIfl Jiloroiuiii>iní>iíi DRCIEGII Vísindafélag Norðlendinga stof nað HUNDRAÐ KRÓNUR Á MÁNUÐI Fyrir EITT HUNDRAÐ KRÓNUR á mánuði seljum við RITSAFN JÓNS TRAUSTA 8 bindi í svörtu skinnlíki Við undirskr'ft samnings greiðir kaupandi 1000 krónur SlÐAN 100 KRÓNUR Á MÁNUÐI Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ Hallveigarstíg 6a — Simi 15434

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.