Morgunblaðið - 04.01.1972, Síða 12

Morgunblaðið - 04.01.1972, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1972 Líf mitt er að hjálpa öðrum Joan Reod. Málverkið er af Iiidíánahöfðingjanum. (Ljósm.: Kr. Ben.). Hér er stödd á vegum Sálar- rannsóknarfélags Islands, frú Jéian Réed. Er hún hér í fjórða sinn og senn á förum. Hún greiddi fúslega úr nokkfum spurningum blaða- marins á heimili Guðmundar Ein arssonar, forseta félagsins. Frúin hefur hjálpað mörgum hér síðan hún kom hér fyrst. Hún býr yfir hæfileikum til að liðsinna sjúkum með æðri hjálp. Frú Reed er aðlaðandi persónu- leiki og mjög þægilegt að vera í návist hennar. ★ — Þegar ég hjálpa fólki, fer ég fyrst og tala við Guð á minn hátt og spyr, hvort hann vilji hjálpa mér með sjúklinginn. Allt, sem gert verður, verði gert í hans nafni. Þar með fæ ég að- stoð frá Honum til að hjálpa sjúklingnum. — Hvenær lögðuð þér út á þessa braut? — Ég byrjaði að starfa að lækningum árið 1957. — Eruð þérskyggn? — Ég sé í huganum hjálpar- mann. — Hvernig hófst ferill yðar? — Frá þvi að ég var barn hef ég alltaf haft áhuga á þessum efnum, og ef einhver talaði um annað lif, vildi ég alltaf hlusta. — Af hverju fóruð þér að hjálpa öðrum? — Ég átti við erfiðleika að Reykjavíkurmeistaramótið í sveitakeppni í bridge 1972 hefst í Domus Medica þriðjudaginn 11. janúar. Spilað verður í einum flokki, og mun hver sveit spila leik við allar hinar sveitirnar. Spilafjöldi i leik verður ákveðinn með tilliti til fjölda þátttöku- sveita. Öllum er heimil þátttaka. Spilað verður annað hvert þriðju- dagskvöld. Þátttaka tilkynnist formönnum bridgefélaganna eða Bernharði Framhald af. bls. 5. eins verið opnir morgundeildum, en þær deildir sækja fremur yngri bömin. Af u. þ. b. 500 böm- um, sem sækja morgundeildir hafa milli 40 og 50 böm sótt leik- skóla á laugardögum fastan ákveðin tíma eða kl. 8 eða 9—12. Önnur böm, sem mætt hafa, u. þ. b. 130 hafa mætt á óregluleg- um tíma og aðeins öðru hverju. Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir þótti rétt að kanna, hve stór hópur þyrfti nauðsynlega á leikskóladvöl að halda á laugar- dögum og kom þá í ljós, að inn- an við 20 böm urðu að dvelja á bamaheimili vegna vinnu og heimilisaðstöðu foreldra. 1 dag eru starfandi 10 leikskól- ar í borginni á vegum Sumar- gjafar og er því ljóst að tæplega 2 börn að jafnaði á leikskóla eru í brýnni þörf fyrir þessa þjón- ustu á laugardögum. Stjóm Sum argjafar tók því þá ákvörðun að loka leikskólum félagsins á laug- ardögum, en bjóða þeim sem nauðsynlega þyrftu, að senda böm sín á dagheimili í hinum ýmsu hverfum borgarlnnar. Að sjálfsögðu var þessi um- hverfisbrejding bamanna til um- ræðu í stjóm Sumargjafar og er ætlunin að starfskraftar leikskól- anna dvelji á dagheimilum þess- um laugardagsmorgna a. m. k. fyrst um sinn, til að koma í veg fyrir að bömin líði við þessi skipti. Stjórn Sumargjafar telur að striða í einkalífinu, og vegna þeirra leitað'i ég til Dr. Steabb- en í Baker Street í London, sem sá hjálparmátt minn. Hjá hon- um starfaði ég i átta ár. Það eru nú komin tvö ár síðan hann and aðist. Starfi hans var þannig háttað, að á mánudögum voru lækningasamkomur, en á föstu- dögum almennir fundir (circles). - — Fólk kom viða að til lækn- inga, og mörgum var veitt að- stoð. — Nokkrum árum fyrir frá- fall dr. Steabbens þurfti að rifa húsið, sem hann starfaði í. Það var honum mikið áfall. Hann flutti þá til Brighton, þar sem hann hjálpaði fólki enn um sinn, sendi bæði fjárstöddum hjálp og hjálpaði heima hjá sér. Eigin- kona hans heldur áfram starfi hans. Rétt fyrir andlátið sagði hann við mig: „Þú verður þekkt fyrir lækningar þinar.“ Nokkru síðar var ég beðin að koma til íslands. Hér er ég nú í fjórða sinn. Hvernig starfið þér ? Ég starfa með Guðs hjálp. Af kærleik. Sjúklingarnir sjálf ir treysta mér og það styrkir mig líka ómetanlega. Það er Indíánahöfðingi, læknir, sem starfar í gegnum mig. Ég vinn mikið með höndunum. Lagfæri bein, sem úr skorðum hafa geng Guðmundssyni, sími 3-69-56 (fyr- ir 8. janúar). Reykjavíkurmeisitari í sveita- keppni 1971 varð sveit Stefáns J. Guðjohnsen frá Bridgefólagi Reykjavíkur. Auk hans voru í sveitinni Hallur Símonarson, Hörður Þórðarson, Kristinn Bergþórsson, Símon Símonarson og Þórir Sigurðsson. Þess skal getið, að mótið veitir rétt til þátttöku i íslandsmóti í bridge 1972. komið sé tíl móts við þennan fá- menna hóp svo mildilega sem frekast er unnt. Nýárskveðja þeirra Jónasar Finnbogasonar, Sigurgeirs Stein- grímssonar og Sverris Tómasson- ar skal hér ekki efnislega tekin til umræðu. Þær upplýsingar, sem hér hefur lauslega verið sagf frá, voru fyrirliggjandi fyrir ára- mótin, ef óskað hefði verið eftir, og væru þá væntanlega einhver orð óskrifuð. Orð og orðasambönd eins og „— og með fullu tillitsleysi við neytendur sína“. Að vísu sting- ur Sumargjöf þeirru dúsu upp i neytenduma". „Er þessi lausn samboðin barnavinafélaginu. —“ „Er hægt að bjóða litlum bömum þetta“. „Að hrekja böm á milli bamaheimila". „Það er ekki verj- andi — “ „að þessir aðilar taki málið strax upp til endurskoðun- ar og leysi það sem sannir bama- vinir“, — skulu hér ekki gerð að umtalsefni, en þau verða ekki aftur tekin og eru höfundum ekki til mikils sóma. Vissulega svíður undan slikum orðum, sérlega þar sem borið er á borð fyrir lesendur, að við sé- um með aðgerðum okkar að ráð- ast að bömunum og því litlir bamavinir. Það er þó von olckar, að þetta sé ekki hin almenna skoðun borgarbúa um starfsemi þá, sem Sumargjöf rekur og hef- ur nú rekið um nær 50 ára skeið. V irðingar fy llst, f. h. Sumargjafar, Ásgeir Guðmundsson. ið. Nudda dálítið, ef með þarf. Fer um fólkið höndum til að lækna það. Sumir skyggnir, sem hafa séð mig vinna, segja, að ég vinnl með þrennum höndum. Þegar fólkið segir við mig, að lækningu lokinni: „Lif mitt er gjörbreytt frá þvi að ég heim- sótti yður,“ er það mér mikill styrkur. En það er rétt að hafa það hugfast, að ekki er öl) reynsla í þessum efnum jafn mikils virði. Það er ekki óeðli legt. — Rétt er að hafa í huga, að allar góðar hugsanir, sem mað- ur sendir öðrum, ná til þeirra, eins og sveiflur, og því verður gott af þeim, en þar með er ekki öll sagan sögð. Nefnilega: Þær endurvarpast til okkar og gera okkur gott um leið. Af þessu er auðsætt, að illvilji í garð ann- arra er óæskilegur. Um hann gilda sömu reglur, og hann hefn- ir sín á upptökunum. Með illu hugarfari eitrast líkaminn og veikindi skapast. — Er ekki erfitt að starfa á dulrænum grundvelli ? Var það yður feimnismál i upphafi? — Nei, ekki var það, en þetta er ekki auðvelt starf. Það verð ur að berjast þindarlaust, og margar eru torfærurnar, en ef leitað er til Guðs, er hjálpin ávallt nærri. Og við eigum að muna það, að lífið er aðeins skóli. Við villumst oft af leið og rekum okkur á, aðeins til að læra, og bænin er styrkur okk- ar á þessari leið. ★ Laufey Jakobsdóttir er ein af þeim, sem hjálp hafa sótt til frú Reed, og hefur hún þetta að segja af skiptum sínum við hana: — Frú Reed er búin að gera stórkostlega hluti fyrir mig. Ég vil segja frá því. — Hvað var að þér, þegar þú leitaðir til hennar? Ég var slæm í baki, og gat mig ekki hreyft. Hún bað mig að setjast fyrir framan sig, og setja hendurnar aftur fyrir hnakka. Svo tók hún i olnbog- ana og setti hnéð í bakið á mér, svo að small í. Þetta var ógur- lega sárt. Síðan sagði hún mér að beygja mig áfram. Mér fannst fráleitt að ég gæti það. Sagði henni, að börnin hefðu rétt mér allt upp i hendurnar, og ég hefði ekki getað beygt mig neitt í lengri tíma. Hún bað mig enn að reyna, aðeins mjög hægt. Og viti menn, það gekk! Síðan setti hún fingurna ein- hvers staðar í bakið á mér, það var mjög kvalafullt, svo slæmt, að ég gat ekki hljóðað. Svitinn bogaði af mér. Hún bað mig skömmu síðar að gera þetta á ný, en ég sagði henni, að ég væri búin að finna svo mikið til, að ég treysti mér ekki í meira. Hún bað mig enn að reyna, því að ég væri með gröft í nýrnaskálinni, sem hún vildi endilega reyna að ná út. Þetta leyfði ég henni og fann lítið sem ekkert til. Hún sagði mér líka, að það, sem hefði gert mig svona veika í bakinu, hefði verið, að taug hefði klemmzt milli hryggjarliða og sársauk- inn hefði stafað frá því. Hún var nú búin að kippa mér i lið- inn og bjarga tauginni, og ég er svo hress, að ég er búin að fá mér fulla vinnu, og það gerir ekki nema fuilfrísk manneskja. Ég á henni margt fleira að þakka. Ég get sagt frá fleiru. Maður- inn minn fékk líka mikla bót hjá henni, og hann sagði, er hann kom heim frá henni, að hjá þessari konu þyrfti hann helzt að vera einu sinni í viku. Ég veit um mann, sem vínið var búið að hrjá um langan tíma og fór til hennar. Síðan er lang- ur tími. Hann hefur ekki bragð- að vín aftur. Heimili hans og f jölskyldunnar var í rúst. Núna lifir þetta fólk allt öðru lífi, og er mjög hamingjusamt. Það segir sína sögu. Það er ekki auðvelt að hætta að drekka, og vinið hrjáir fleiri en við gerum okkur ljóst. Ég þekki ungan mann, sem orðið hafði fyrir slysi fyrir löngu og læknarnir gátu ekki liðsinnt. Hann var kvíðinn og ör yggislaus. Honum gekk allt illa og gleymskan háði honum mik- ið. Frú Reed fór höndum um höf- uð mannsins, og sagði bein hafa gengið úr skorðum bak við eyra hans, sem hamlaði blóðrás til heilans. Sömuleiðis sagði hún, að lostið hefði verið svo mikið, sem hann fékk í slysinu, að kvíðinn hefði aldrei vikið frá honum eftir það. Þetta fjarlægði hún allt, og þessum manni gengur vel. Hann er kominn í starf, þar sem hann unir sér, ætlar að fara að læra meira og er fullur bjart sýni. Er ekki allt þetta nokkurs virði ? Ennfremur þetta: Frú Reed er fyrst og fremst góð og blátt áfram kona, sem hægt er að tala við og opna sig fyrir. Það er eins með manneskj ur og hús, það er ekki hægt að komast inn án þess að opna. Og hún er enginn venjulegur gest- ur að hleypa inn. Jlún er stór- kostleg, og hún er^foð kona. Ég vildi óska þess, að fólk fengi sem flest tækifæri til að hitta hana og hljóta hjálp hennar. ★ Ég fór til annarrar konu, sem þegið hafði hjálp frú Reed, og hafði áður átt við ýmiss konar kvilla að stríða en hafði, var mér sagt, fengið á þeim tals- verða bót. — Ég fékk inflúensu 1968, og varð upp úr henni veik af astma, svo veik, að ég gat ekki stund- að leilrfimi eða sund, og fékk voðalega höfuðverki (migraine), sem mér var ómögulegt að fá nokkra bót á. Ég var meira að segja búin að fara til Banda- ríkjanna til að reyna ofnæmis- aðgerðir þar hjá þekktum lækni, en allt kom fyrir ekki, fékk meira að segja ofnæmi fyr- ir meðulunum. Þá var mér vísað á frú Reed, og hjá henni fékk ég þá hjálp, sem mér hefur ver- ið mest gagn í. — Svo góð er ég orðin núna, að ég er farin að stunda sund þrisvar i viku, leikfimi tvisvar í viku og til höfuðverks finn ég ekki. — Áður en ég fékk þessá bót, var ég ekki manneskja til að drífa mig í neitt. Ég var að fást við að vinna, en það var meira af vilja en mætti. Nú er þetta allt öðru vísi. — Varstu vör við nokkuð, þeg- ar hún hjálpaði þér? — Nei, ekkert svoleiðis, en ég varð miklu þróttmeiri á eftir. Hún leit á mig, og spurði, hvort ég hefði ekkert fengið á augað, eða hvort ég fyndi ekki til gleymsku ? Ég játaði því. Ég hélt satt að segja, að það væri bara að þorna upp á mér heilinn. Þáð getur komið fyrir fóik. En svo var nú víst ekki. Frúin nuddaði á mér tauga- hnútana, og það var auðvitað sárt. Þetta gerði hún með laxer- olíu. Hún sagði mér síðan að gera þetta tvisvar heima hjá mér, og það hefur allt hjálpað. Auðvitað var ég stokkbölgin eft ir alit saman, en það er nú lítil- ræði hjá því sem var. Astminn er að gefa sig, og hún er búin að ráðleggja mér að fá kalk með fosfór í til inntöku. — Það er auðvitað ekki nóg að leita að hjálpinni. Mað- ur verður sjálfur að koma til móts við hjálpandann og hjálpa sér eitthvað sjálfur. ★ Til þriðju konunnar leitaði ég til að fá upplýsingar. Hún er Erla Beck. Sonur hennar tólf ára varð fyrir slysi í ágústmán- uði s.l., meiddist á höfði og lá meðvitundarlaus í gjörgæzlu- deild Borgarspítalans í háífan mánuð. Þetta var erfiður tími. Það geta allar mæður sagt sér sjálf- ar. Erfiður, meðan ég var að bíða: Ég hef lengi unnið á spítala, og veit þvi að um höf uðmeiðsl er erfitt að segja nokk- uð. Það gerðu læknarnir ekki heldur. Ég fékk að vita, að það hafði ekki blætt inn á heilann, en mar var á heilabotninum. Annað var ekki Ijóst. Nú er það svo, að frumur skemmast við mar, og ég þarf ekki að reyna að lýsa hugarangri mínu. Ég vissi sem sagt ekkert. Mér var af vinum mínum komið í sam band við frú Reed á þessum tíma, en hún var þá stödd hér. Ég leitaði ekki sjálf, því að ég hef aldrei gert það. — Hún kom með mér á spítal- ann og sagði mér strax: Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af hon- um, því að hann fær bata. Ég var aldrei í neinum vafa eftir það. — Hann er lamaður vinstra megin, en það er ekkert til að fást um. Hún leit inn til hans nokkrum sinnum með mér, og að lokum fékk ég hann heim. Hann fer aftur i skólann eftir áramót in. Ég hef verið með hann í æf- ingum og hann er að ná valdi á vinstri hendi, en hann er örv- hentur, og því mikilvægt að það gangi. Ég hef farið með hann í skoð- un, og kandídatinn, sem var á vakt, þegar komið var með hann, segir að það sé ótrúlegt hvað vel hefur gengið með drenginn. Mér finnst frú Reed alveg stórkostleg. Hún hafði svo góð áhrif á mig og var svo traust- vekjandi. Því gleymi ég aldrei. M. Tliors., Rey k j a víkur- mótið í bridge — Sumargjöf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.