Morgunblaðið - 04.01.1972, Síða 14

Morgunblaðið - 04.01.1972, Síða 14
r 14 MORGCJNBLAOfÐ, ÞRtÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1972 Qlafur Jóhannesson, forsætisráðherra: Verkin beri hugarfari okkar vitni Sjónvarps- og útvarpsávarp á gamlárskvöld Góðir áheyrendur! Árið 1971 er senn á enda og bráfct hefst árið 1972. í hinum vinsæla áraskipta sálmi, sem sunginn er hér um fover árc.mót, spyr sálmaskáldið Valdimar Briem, vigslubisk- up m.a. „en hvers er að minnast ag hvað er það þá, sem helzt skal í minningu geyma?" Kjaminn í svari hans er sá, að misikunnsemd Guðs megi ei gleytma. Og Skáldið bendir á hvernig miskunnsemd Guðs birtist okk- ur. Hann segir: „Hún birtist að vori sem vermandi sól, sem vöxtur í sumarsins blíðum. 1 næðingum haustsins sem skjöldur og skjól, ' sem skínandi himinn og gleðirik jól. 1 vetrarins heikulda hríðum. Hún birtist og reynist sem blessunar lind. Á blíðunnar sólfagra degi. Hún birtist sem lækning við böli og synd. Hún birtist þó skærast sem frelsarans mynd, er lýsir oss líísins á vegi.“ Við íslendingar höfum ástæðu til þess að hafa þetta í huga við þessi áraskipti, þvi að vissu- iega hefur árið 1971 verið ókk- ur gott og gjöfult ár og við höif- um fyrir margt og mikið að þakka. Afkoma atvinnuveganna hefur verið mjög góð á árinu 1971 þeg- ar á heildina er litið og benda nýjustu tölur til þess að heild- ai’firamleiðsiuaukninig á árinu verði a.m.k. 9% miðað við fram- ieiðslu ársins 1970. Hins vegar hefur aukning þjóðartekna orð- ið enn meiri en auikning þjóð- arframleiðslu vegna hagstæðra viðskiptakjara við útíönd, eða allt að 12%. Árferði hefur verið hagstætt til búskaixar og benda nýjustu tölur Efnahagsstofinunarinnar til þess, að landbúnaðarfram- teiðslan aukist nú verulega í Cyrsta sinn um fimm ára skeið og má gera ráð fyrir að aukn- lr»g landbúnaðarframleiðslunnar, Ssamt bústofnsbreytingum, verði um 9% árið 1971 en um 4% án bústofnsbreytinga. Mikil framleiðsluaukning hef- ur einnig orðið í iðnaði, öðrum en fiskiðnaði, og benda nýjustu tJölur til þess, að framleiðslu- aiukningin nemi a.m.k. um 15% að magni til miðað við árið 1970. Hins vegar hefur magn sjávar Vöru framleiðsiu minnkað um 6% fr6 árinu 1970 en verðlag hefur hækkað mjög mikið á erlendum markaði, eða um 23% frá árinu 1970, þanr.ig að gjaldeyrisverð- mæti sjávarafurðaframleiðslu eyfest um allt að 16% frá fyrra ári. Þá hefur sparifjármyndun- in verið veruleg á árinu og benda bráðabirgðatölur til þess, að aukning spariinnlána verði flfkki undir 2700 milljónum króna, en hún var 2477 milljón ir króna árið 1970. Ekkert atvinnuleysi að kalla hefur verið á árinu og má frem- ur tala um vinnuaflshörgul en atvinnuleysi árið 1971. Þegar á heildarmymd efnahags mála ársins 1971 er litið, er þannig ljóst, að við höfum fiulía ástæðu til þess að minn- ast ársins 1971 þakklátum huga sem góðæris. En það er fleira sem gerðist á árinu 1971, sem vert er að minnast við þessi áramót. Á imiðju ári fóru fram alþingis- kosningar og stjórnarskipti. Enda þótt stjómarskipti þurfi út af fyrir sig ekki að vera svo merkilegt atvik, þar sem stjóm- ir koma og fara, þá leiða þessi stjómarskipti hugann að því mikilvæga atriði, að við Islend- ingar berum gæfu til þess að búa við þingræðislegt lýðræðis- stjórnskipulag, þar sem stjórnar skipti geta farið friðsam- lega fram og í samræmi við vilja kjósenda í landinu í iok hvers kjörtimabils. Þetta finnst okkur að vísu sjál fsagður hlutur hér á Islandi, þar sem við þekkjum í rauninni ekki annað fyrirkomu lag nema af afspum. Hins veg- ar vitum við, að hundruð millj- óna manna búa við það stjóm- arfar, að þar geta efkki farið fram stjórnarskipti á friðsamleg an hátt. Ég þarf ekki að nefna nein ríki i þessu sambandi. Það nægir að nefna orð eins og hall arbyltingar, herforingjavalda- töku og einræði. Við Islendingar höfum því vissulega mikla ástæðu til þess að minnast þess með þakklátum huga nú við þessi áramót, að við njótum þeirra stjómarfarslegu gæða, að hér skuli það þykja sjálfisagt mál að stjórnarskipti fari fram í samræmi við vilja borgaranna. Það er svo út af fyrir sig at- hyglisvert, að mikill minnihluti mannkyns skuli njóta þessara stjómarfarstegu gæða. Enn eitt atriði, sem vert er að minnast nú, þegar árið er að enda komið, er sá atburður, að fuiltrúar dönsku þjóðarinnar komu færandi hendi til Islands og afhentu Okkur fyrstu hand- ritin, Sæmundar-Eddu og Flat- eyjarbðk 21. apríl s.i. Þessi tvö islenzku handrit voru skráð á Kálfskinn við grútartýru í borf- bæj'um íslands. Eigi að síður þófctu þau á sínu'm fcíma konung- legar gjafir og þau eru það ekki siður nú, m.a. vegna þess, að þessar tvær bækur eru meira en þær sýnast vera. Afihending Dana á bókunum til Islendinga er fcákn um það, að islenzku handritin, sem varðveitt hafa verið í Danmörku, munu aftur koma til Islands samkvæmt milli ríkjasamningi íslands og Dan- merkur um það. Með afihendinigu handritanna færðu Danir okkur heim fornan íslenzkan menning- ararf, og við höfum fyl'lstu ástæðu til þess að vera Dönum þakklátir fyrir þann skilnintg og þá vináttu, sem þeir hafa sýnt okkur í sambandi við þetta mál. Hafa Danir af því máli verð- Skuldaðan sóma. Hin giftusam- legu málalok handritamálsins eru þannig vissulega eitt af því, sem íslenzka þjóðin mun í minn- imgu geyma firá árinu 1971. Einnig fcel ég mikilvægt að minnast sem stórviðburðar á ár- inu 1971, að 4. desember tókust allsherjarsamnmgar um kjara mál við meginþorra verkalýðsfé laganna um 14% kauphæklkun í þremur áföngum og um víðtæk- an vinnufrið til fcveggja ára. Þetta er vissulega mikið fagnaðarefni og enmfremur það, að samþýkkt hafa verið lög um 40 stunda vinnuviku og fjögurra vikna orlof. Þetta leiðir hugann að kjörum íslenzkra laun- þega fyrr á árum og þeim mikla árangri, sem verkalýðssam tökin hafa náð í baráittu sinni. Það var t.d. ekki fyrr en árið 1910, að krafan um að lögbjóða 10 stunda vinnudag var borin firam í fyrsta sinn, en þá var vinnutími við aila kaupstaða- vinnu 12 klukkustundir á dag áður en eftirvinna var reiknuð þ.e. frá kl. 6 að morgni til M. 8 að kvöldi rmeð matarhléi tvisvar klukkuitíma í senn. Það munu hafa verið samtök verka- manna á Vestfjörðum, sem fyrst báru fram krafuna um 10 stunda vinnudag árið 1910. Krafan um að lögbjóða 10 sbunda vinnudag var þó ekki borin fram á Al'þimgi árið 1910 eins og verkaiýðsfélögin höfðu skorað á þimgmann kaup- sfcaðarins að gera, heldur var sú krafa, og síðar krafan um 8 sfcunda vinnudag, tekin upp af hinni ungu og þá ört vaxandi verkalýðshreyfingu og að lok- um borin fram til siigurs. Nú á árimu, sem er að líða, hefur, fyr- ir atbeina verkalýðshreyfi ngar og umbótaafla á Alþimgi, verið lögtekin 40 stunda vinnuvi'ka. Er þetta vissulega eitt af því, sem við Islendingar munum í minningu geyma ,frá árinu 1971. Auðvitað verður að sjá svo um, að menn geti notað aukinn frí- tíima sjálfum sér til menningar og þroska. Annars er hætt við þvi að vinnutimastyttingin verði ekki að þvi gagni, sem vonir standa til. Já, það er margs að minnast og margt að þakka. En árið 1971 hefur að sjálf- sögðu ekfki eingömgu bjart- ar hliðar heldur geyimir það, eins og örnnur ár, minningu um söknuð og sársauka fyrir marga einstaklimga og fijölskyldur. Margur á um sárt að binda og fyrir marga hefur árið 1971 ver- ið ár sorgar og saknaðar, slysa og tjóns. Þannig strönduðu t.d. 11 bátar og skip á árinu og sam- tals 35 íslemdingár drufckmuðu. 24 dóu vegma umferðarslysa, 3 fiórust í flugslysi og 19 dóu vegna annarra slysa. Sam- tals hafur því 81 Islending- ur farizt hér á landi vegna slysa á árinu 1971. En auik þess hafa 6 útíendingar beðið hér bana vegna slyisa. Banaslys á árinu 1971 hafa þvi hér á landi orðið 87. Við biðjum þeim huggunar í harmi, sem eiga um sárt að binda vegna slysa oig ástvina missis. Hinn öri vöxtur umferðar- slysa á árinu 1971 hlýtur einnig að vera okkur mikið áhyggju- efni. Enda þótt ekki liggi endan legar tölur fyrir um fjölda um- flerðarslysa í öllu landinu á ár- inu 1971 bendir allt til þess, að umferðarslys, sem valdið hafa tjóni á munum og mönmurn, hafi au'kizt um 21% miðað við sama tíma í fyrra. 1 þessu etfni þyrfti verða breyting til batnaðar á ár imu 1972. Þvi miður eiga allt of mörg slys rætur að rekja til áfengis- neyzlu. Það leiðir hugann að þeirri staðreynd, að ofnautn áfiengis er orðin alvarlegt vanda mál hjá okkur íslendimgum. Imnan fárra klukkustunda heilsum við nýju ári og bjóðum það velkomið. Við getum ekki ráðið þá rún, hvaða tíðindi það muni flytja ókkur. Samkvæmt reynslunni megum við þó reikna með þva, að það eiigi í fórum sín um bæði bros og tár, skin og skugga, sigra og vombrigði. Við heilsum því vonglöð en skulum líka búa okkur undir barning. Við vitum, að okkar biða vanda- söm verkefni á komandi ári. Stærsta mál okkar Islendinga er stæ/kkun landhelginnar. Ég vona, að við beruim gæfiu til að standa öll saman í því örlaga- rika máli, því að engin rödd heyrist nú um það, að of langt sé í þvi gemgið af hálfu ríkis- stjórnar. Við vitum einnig, að á nýja árinu bíða okkar ýmis erf- ið efnahagsvandamál, þar á meðal verðbólguvandi. Þar eig- um við mikið undir ófyrirsjáan- legum og óviðráðanlegum atvik- um, eins og t.d. árferði, afla- brögðum og markaðsverðlagi. Hirnu Skulum við samt ekki gleyma, að mikill sannleikur er fólginn í orðum skáldsins, sem sagði: „Vort lán býr í oss sjál'f- um“. Ég fer ekki út í nánari hugieiðingar uim þessi efni hér, því að hætt er við því, að þær Ólafur Jóhannesson. yrðu pólitískari en viðeigandi er á þessum vettvangi. En hvort sem gata okkar verður greiðflær eða grýtt á næsta ári, þá skipt- ir mi'Mu, að gangan sé hafin með réttu hugarfari — að við höfium gott veganesti. Erv hvert er hið rétta hugar- far? Hvað er bezta veganestið? Við þeirri spurningu verður ekki gefið neitt óskeikult svar. En ég held, að hvað sem öllutn trúarbrögðum líður, þá sé hin kristna siðgæðishugsjón — hið sannkristna hugarfar -— eitt bezta vegane9tið. Ég las nýlega ágæta grein eftir séra Gunnar Árna- son, fyrrverandi prest í Kópa- vogi, þar sem hann bendir á, að hið kristna hugarfar vísi mönn- um til vegar og hjálpi þeim til þroska. Síðar segir hann orð rétt um hið kristilega hug- arfar: „Það lýsir sér í þrá eftir að vera vaxandi maður og batn- andi. Því fylgir trú á sigur þess góða og sigurrnátt í lífsbarátt- unni. Sannleiksleit, réttíætis- kennd, umburðarlyndi, sáttfýsi, orðheldni, hreinlyndi, mann- skilningur, samúð og aðrir skyldir eiginleikar, svo ég nefni niokkur dæmi áhrifa Krists.“ Þessi orð séra Gunnars Árna sonar eru vissulega umhugsun- arverð, á þessum krossgötum tímans. Þau eru orð í tíma töl- uð, sem verðskulda fyll'stu at- hygli einmitt nú á okkar tímum — tímum breytinga og umróts, sem hafa haft í för með sér tölu vert los og oft og tiðum verð- mætabrengl í hugum einstaM- inga, yngri sem eldri. Ég held, að hin kristna siðgæðishugsjón sé einmitt sú kjölfesta, sem ein- staMingur og þjóð þurfa á að halda. Ég held, að slíkt hugar- far skapi sterka einstaklinga og trausta þ.jóð. Og í þessu sambandi langar mig einnig til að minna á þann texta, sem einna mericastur hef- ur verið skrifaður frá upphafi vega, þ.e. sá hluti fyrra Kor- intubréfs Páls postula, sem fjallar um kærleikann, en þar segir m.a.: „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kær- leika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu, og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekkingu, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. .. Kærleikurinn er langlyndur, hánn er góðviljaður; kærleikur- inn öfundar ekki; kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp; hann hegðar sér ekM ósæmilega leitar ekki síns elg- in; hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið i'lla; hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannteikanum; hann breiðir yfir aUt, trúir öllu, vonar allt, uib- ber allt. Kærleifcurinn fellur aldrei úr gildi.“ Ég efast um að nokkru sinní hafi verið Skráður betri texti um göfuga hugsun. Vissulega yrði mannlífið fegurra, ef kærleikur inn skipaði öndvegi i samsfcipt- um einstaklinga og þjóða. Bf til vill hefur Jónas Hall- grímsson haft þennan texta Páls postula úr Korintubrðfinu í huga, þegar hann prédikaði á gamlárskvöld árið 1829 hér í Dómkirkjunni i Reykjavík. I þeirri prédikun sagði þetta ást- sæla skáld okkar, sem aldrei varð prestur heldur náttúru- fræðingur, m.a. þetta: „Það er verðugf skoðunarspii að sjá, hvernig jörðin — þessi allra dauðlégra sameiginlegi fararskjóti — flytur okkur við stöðulaust kringum sólina og takmarkár um leið það jafn- langa fcímabil, sem vér almennt kölluim ár. — Svo langri ferð höfum vér nú í kvöld ennþá einu sinni aflokið. Árið er um liðið — eilíflega er það oss horf- ið, og efckert nema vor verk fylg'ja oss. Dagar og vikur, mán- uðir og ár á ár ofan hverfa á bak oss, eins og straumur, inn í umliðna timans takmarkalausa haf, og smátt og smátt flyzt með þeim burt af jörðu það, setn heimurinn á hverju tíimabili kalH ar Skrautlegt og mikilsvert, — auður og rnetorð og völd, allt þetta sést ekki framar; árinhafa jafnóðum flutt það burt með sér,— al'lt þetta sést ekki fram- ar, — en vor verk fylgja oss, — þessir mannsins óræku dómsiF skulu ekki við hann Skilja.“ Það er þefcta, seim er efist í huga hins ástsæla ljóðskálds, tþegar hann prédikar í Dóm- kirkjunni á gamlárskvöld árið 1829, að verk ofckar fýlgi okk- ur, að verkin eða breytni okkar séu hinir óræku dömar, sem skilja ekki við pkkur. Ætli sá boðskapur eigi ekM erindi til okkar enn í dag og við þessi áramót. Sannleikurinn er sá, að góður vilji einn út af fyrir sig er ekki nægilegur — hið góða hugarfar, já jafnvel hið kær- leiksríka hugarfar er ekki nægi legt, ef við ekki sýnum það í verkum ökfcar og breytni. Það eru verkin, sem eiiga að bena hugarfari okkar vitni. Varajátn ingar einar út af fyrir siig eru lítils virði. Það þarf að vera samræmi á mllli góðs vilja og góðra verka. Það er ströiTg lifls- regila, og sennilega er flestum Framiiald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.