Morgunblaðið - 04.01.1972, Page 22

Morgunblaðið - 04.01.1972, Page 22
22 MORGUNBLAÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1972 Guðfinna ísleifsdóttir - Minning Langri ævi er lokið. Guð- finna Isleifsdóttir frá Drangs- hlíð undir Eyjafjöllum andaðist 23. des. sl. og verður í dag lögð til hinztu hvildar að Eyvindar- hólakirkju. Guðfinna var faedd að Kana stöðum í Austur-Landeyjum 5. febr. 1877 og var því nærri 95 ára, er hún lézt. Foreldrar hennar voru merk- ishjónln Sigríður Árnadóttir frá Stóra-Ármóti í Flóa og Is- leifur Magnússon, bóndi að Kanastöðum. Stóðu að þeim hjónum traustir ættstofnar á alla vegu. Guðfinna ólst upp á heimili foreldra sinna, þriðja yn'gsta Eiginkona mín og móðir okk- ar, Anna Guðrún Sveinsdóttir, andaðist að heimili sínu, Smáraflöt 38, þann 30. des. sl. Daníel Joensen og börn. Faðir minn og tengdafaðir, Stefán Ólafsson frá Kálfholti, er lézt þann 29. desember, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 6. janúar kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim sem viidu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Auður Stefánsdóttir, Helgi Hjartarson. Útför mannsins míns FRIÐJÓNS BJARNASONAR, prentara, fer andaðist 27. desember, fer fram frá Dómkirkjunni í dag þriðjudaginn 4. janúar 1972 kl. 13,30. Gyða Jónsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma PAUNA tryggva PALSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 5. janúar kl. 3 e.h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Ingibjörg Benjamínsdóttir, Jason Sigurðsson, Benedikt Jasonarson, Friðmar Markússon, Friðmar Friðmarsson, Tryggvi Friðmarsson. Maðurinn minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, aft og langafi PÉTUR EINAR ÞÓRÐARSON. Oddgeirsbæ, Framnesvegi 6, lézt 25. des. sf. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu. Guðrún Þorvarðardóttir, Þórður Pétursson, Hlín Sigfúsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Guðni Jónsson, Helga Pétursdóttir, Páll Guðmundsson, Hulda Jóhannsdóttir, Baldur Guðmundsson, bamabörn og bamabarnaböm. Minningarathöfn um föður minn GÍSLA MAGNÚSSON frá Borgamesi, verðr haldinn í Háteigskirkju þriðjudaginn 4. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður frá Borg á Mýrum miðvikudaginn 5. janúar kl. 14.00. Ferð frá Umferðamiðstöðinni kl. 9.00. Unnur Gisladóttir. Móðir okkar MAGÐALENA JÓNÍNA BALDVINSDÓTTIR andaðist að heimili sínu Melgerði 31, Kópavogi fimmtudaginn 30. desember s.l. — Minningarathöfn verður i Kópavogskirkju þriðjudaginn 4. janúar 1972 kl. 15. Jarðsett verður frá Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 6. janúar kl. 13,30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnarfélag íslands. Sigurlaug, Guðrún, Anna Guðmundsdætur. barnið í hópi 10 mannvænlegra systkina, sem upp komust, en nú eru öll látin. Á æskuheimilinu vandist Guð finna snemma við önn og um- svif hversdagsstarfa. Hvert verk skyldi unnið með alúð og af skyldurækni, en jafnframt var hugsað um nám og fræðslu eins og bezt gerðist á efnuðum Móðir okkar, Magdalena M. Einarsdóttir Boðaslóð 5, Vestm.eyjum, lézt á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja þann 30. des. 1971. Jarðarförin auglýst síðar. F. h. Jónasar Bjarnasonar, Sigurður Svavarsson, Þóra Sigurjónsdóttir, Hulda Valdimarsdóttir. Útför Jóns Helgasonar, Hverfisgötu 20, Hafnarfirðl, fer fram frá Fríkirkjunni, Hafnarfirði, þriðjudaginn 4. janúar kl. 14. Blóm vinsam- lega afþökkuð. Ragnheiður Helgadóttir, Guðrún Ölafsdóttir, Ríkharður Kristjánsson. Eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, Jón Þorbjörnsson, járnsmiður, Holtagerði 28, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju í dag, 4. janúar, kl. 13.30. Kristjana Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Otför eiginmanins mins, Brynjúlfs Haraldssonar, frá Hvalgröfum, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. janúar og hefst kl. 13.30. Þeim, er vildu minnast hans, er bent á Sálarrannsóknafélag Is- lands eða líknarstofnanir. Ragnheiður I. Jónsdóttir. bændaheimilum þess tima, — heimiliskennari tekinn flesta vetur til þess að kenna hinum stóra systkinahópi. Á unglings- árum var Guðfinna send til náms í Kvennaskólann i Reykja vik og síðar nam hún einnig ljósmæðrafræði. Árið 1898, þegar Guðfinna var 21 árs, giftist hún efnis- manni, Gissuri Jónssyni búfræð ingi frá Eystri-Síkógum, og reistu þau 1901 bú að Drangs- hlið. Þar bjuggu þau síðan við rausn og myndarbrag í 45 ár, unz Gissur lézt, og synir þeirra, Isleifur og Bj'öm, tóku við búi. Þegar Guðfinna fluttist að Drangshlíð, ung að árum, beið hennar mikið starf. Margt fólk var í heimili, m.a. nokkur gam- almenni, sem þar nutu griða og góðrar aðhlynningar. Oft var gestkvæmt. Margir áttu erindi við húsbóndann, hreppstjóra sveitarinnar, og auk þess var Guðfinna ljósmóðir Austr-Eyja- f jalla, þar sem hún einatt þurfti að sinna skyldustörfum við erf- iðustu skilyrði. Þá komu sér oft vel meðfæddir eðliskostir, glað legt viðmót og hjartahlýja sam- fara dug og áræði — og upp- eldisáhrif frá æskuheimilinu, starfsexni og skyldurækni. Brátt kvöddu eigin móður- skyldur dyra. Ljós og skuggar skiptust á. Þau Gissur og Guð- finna eignuðust 12 börn, og kom ust 7 tii fullorðins ára, öll hið vannvænlegasta fólk. Sex eru enn á lífi: Ása frú í Kópavogi, Björn bóndi í Drangshlíð, Giss ur bóndi og hreppstjóri í Sel- koti, Guðrún frú í Vestmanna- eyjum, Jón skólastjóri í Reykja vik og Sigriður frú í Reykja- vík. Auk þess ólu þau Gissur og Guðfinna upp fósturson, Kristin Skæringsson verkstjóra í Kópavogi. Eftir lát manns síns fluttist Guðfinna frá Drangshlíð og dvaidist hjá börnum sínum hér syðra, lengst i Kópavogi á heim ili tengdasonar síns, Guðmund- ar Guðjónssonar verzlunar- manns, og Ásu dóttur sinnar, er allt vildu fyrir hana gera eins og raunar öll börn hennar og tengdafólk. Nokkur siðustu árin dvaldist hún að Sólvangi 1 Hafnarfirði. Hvarvetna undi hún hag sinum vel, þakklát guði og mönnum fyrir að hafa notið langra og tiltölulega góðra lífdaga. Guðfinna var greind kona og minnug. Hún var gædd lip- urri frásagnargáfu og kunni vel að bregða upp skýrum myndum af ýmsu, er hún hafði séð og reynt á langri ævi. Sem vinsæl og vel metin yfirsetukona í meira en 4 áratugi hafði hún kynnzt náið næstum hverju heimili sveitar sinnar og vanda málum þeirra. Fjárhagsafkoma margra heimila var erfið á þeim timum. Slik fátækt og umkomu leysi blasti stundum við, þar sem nýtt líf var í heiminn bor- ið, að ótrú'legt mundi þykja allsnægtakynslóð nútimans. Þá átti Ijósmóðirin það til að taka hvítvoðunginn heim með sér í fóstur um skemmri eða lengri tíma og ekki í það horft, þótt margt smáfólk væri fyrir á heimilinu. Oft minntist Guðfinna á það, er hún bar saman gamian og nýjan tima, hve dásamlegt væri að hafa fengið að lifa þær stór- kostlegu breytingar til batnað ar, sem orðið hefðu á högum al- mennings um hennar daga. Guðfinna var alla ævi, með- an heilsa frekast leyfði, atorku söm, starfsfús og starfsglöð. Eftir að heimilisönnum lauk var hún sivinnandi í höndum. Eiga barnaböm hennar mörg og fleiri ættingjar og vinir fallega gerða muni úr íslenzkri ull frá hennar hendi. Guðfinna var félagslynd að eðlisfari og kunni vel við sig i vina hópi. Gestum hafði hún fagnað kvenna bezt fyrrum. Á Sólvangi kunni hún því vel, meðan kraftar entust, að geta rætt við jafnaldra, rétt þeim hjálparhönd og stytt þeim stundir rneð því að lesa fyrir þá, sem eigi máttu slíkt sjónar vegna. Birtist þar hið jákvæða og hlýja hugarþel þessarar merku konu, sem nú er kvödd. Ættingjar og vinir geyma minn- ingu hennar í þakkiátum huga. Sveinbj. Sigurjónsson. Mikael Guðmundsson sjómaður — Kveðja ÞEGAR ég ungur kom á það skip, sem þú kvaddir seinast skipa, voru það tveir menn, sem mér fannst móta andrúmið. Ann ar oftast nefndur Jón klaki, en hinn Mikki. Um Jón klaka er það að segja að engan hef ég heyrt kvarta um kulda í hans nærveru. Hjá Mikka aftur á móti var hvorki hægt að tala um hita né kulda, nema hvort tveggja væri. Eiginmaður minn, Jónatan Jóhannesson, húsasmlður frá Sigluvfk á Svalbarðsströnd, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni fimmtud. 6. jan. kl. 13,30. Petrónella Bentsdóttir, Efstasundi 7L Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við útför föður okkar, tengdaföður og afa JÓNS ÓLAFSSONAR, Nýlendugötu 24 B, sem lézt 22. des. 1971. Útförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hins látna. Valgarður L. Jónsson, Aðalbjörn Jónsson, Ólafur Jónsson, Jónina B. Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir Guðný Þorvaldsdóttir, Kristný Rósinkarsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Agnar Jónsson, og bamaböm. Persónulega kynntist ég lians reisn, sem var slik, að hver sem var gat verið fullsæmdur af. — Prófi lauk Mikael frá Sjómanna- skólanum árið 1950. Mikael Guðmundsson fæddist á Hesteyri í N-Ísafjarðarsýslu þann 13. sept. 1912. Hann var sjómaður. Blessuð sé minning hans. Grettir. Hugheilar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við fráfaU eiginkonu minnar, Sigríðar Guðrúnar Mikaelsdóttur, frá Hrauni í Dýrafirði. Þórarinn Vagnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.